Þjóðviljinn - 19.05.1988, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 19.05.1988, Blaðsíða 6
Tjaldsvæði lokuð á Þingvöllum Gróður er skammt á veg kominn á Þingvöllum. Tjaldsvæöin verða því lokuð enn um sinn. Þjón- ustumiðstöð Þjóðgarðsins er hins vegaropin. Þar er hreinlætisaðstaða fyrir almenning og margvís- leg fyrirgreiðsla önnur. Leiðsögn um þingstaðinn er einnig í boði án endurgjalds að vanda. Þeim sem hug hafa á leiðsögn er bent að snúa sér til þjóðgarðsvarðar á Þingvallabæ, sími 99-2677. Stangaveiði fyrir landi Þjóðgarðsins er öllum heimil endurgjaldslaust til maíloka. Þó eru menn beðnir að varast veiði í Lambhaga um varp- tímann. Þjóðgarðurinn á Þingvöllum FRETTIR Útboð Verðkönnun Tilboð óskast í ca 10.000 m2 af túnþökum vegna Gatnamálastjórans í Reykjavík. Túnþökurnar skulu vera lausar við húspunt. Annað illgresi eins og snarrótarpuntur má ekki vera yfir 5% af flatar- máli þeirra. Túnþökurnar skulu afhentar á brettum víðsvegar um borgina. Tilboð berist skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík eigi síðar en miðvikudaginn 25. maí nk. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 Utboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd Rafmagnsveitu Reykjavíkur óskar eftir tilboðum í utanhússviðgerðir á tveim aðveitustöðvarhús- um, þ.e. aðveitustöð 4 við Heiðargerði og að- veitustöð 6 við Álfhólsveg. Verkið felst í múrviðgerð, málun og glerísetningu auk dúklagningar á þaki annarrar aðveitustöðv- arinnar. Heimiit er að bjóða í aðra eða báðar. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Sími 25800 Forval vegna væntan- legs útboðs fyrir Hitaveitu Reykjavíkur Vegna fyrirhugaðs lokaðs útboðs á byggingu út- sýnisstaðar á Oskjuhlíð er þeim bjóðendum sem áhuga hafa á að vera með í forvali bent á að forvalsgögn sem sýna verkið, án þess að vera á nokkurn hátt skuldbindandi, liggja fyrir á skrif- stofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík og verða afhent gegn skilatryggingu, 10.000 krónum. Þeir sem áhuga hafa á að bjóða í verkið þurfa að skila inn útfylltum forvalsgögnum fyrir 26. maí 1988 til Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Simi 25800 Torfusamtökin Aðalfundur íkvöld Aðalfundur Torfusamtakanna 1988 verður haldinn að Litlu- Brekku á Torfunni (yfir Sveini bakara) fimmtudaginn 19. maí og hefst hann klukkan 20.30. Á dag- skrá eru venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál. Torfusamtökin eru félags- skapur áhugafólks um umhverfis- vernd og varðveislu menningar- verömæta á íslandi. Á síðasta ári kom út á vegum samtakanna bókin um KVOSINA, sem er byggingarsaga miðbæjar Reykja- víkur, eftir þau Guðmund Ing- ólfsson, Guðnýju Gerði Gunn- arsdóttur og Hjörleif Stefánsson og verður hún til sölu á fundin- um. Fráfarandi stjórn skipa þau Guðjón Friðriksson formaður, Guðmundur Ingólfsson, Guðrún Guðmundsdóttir, Hörður Ág- ústsson og Jóhannes Kjarval. Hjörleifur Stefánsson og Þor- steinn Bergsson eru varamenn. Stjórnin Áfengisvarnaráð Áhyggjur vegna I ¦ JC*S i Á fundi sínum 11. maí s.l. sam- þykkti Áfengisvarnaráð eftirfar- andi bókun: Áfengisvarnaráð lýsir yfir áhyggjum sínum vegna þess að tveir reyndir menn, sem unnið hafa að fræðslu um skaðsemi vímuefna, hafa sagt störfum sín- um lausum vegna afstöðu ráð- herra og alþingismanna til sölu áfengs öls hér á landi. Ljóst er, eins og þeir benda á, að fíæðsla um vímuefni kemur að litlu gagni enda víða erlendis nú lögð meiri áhersla á annað for- varnarstarf. Áfengisráð skilur vel og er sammála rökum þeirra sem hyggjast hverfa frá störfum en vekur athygli á að ef til vill hefur aldrei verið meiri þörf mannvals við forvarnarstörf en nú. Því væntir Áfengisvarnaráð þess að þeir ágætu menn, sem nú eru lík- ur á að hverfi frá störfum, sjái sér fært að beita kröftum sínum áfram í þágu forvarna og bindind- isuppeldis. Húsavík Söngtónleikar í Barnaskoianum í kvöld kl. 21.00 munu þær Anna Júlíana Sveinsdóttir óperu- söngkona og Lára Rafnsdóttir pí- anóleikari halda tónleika á vegum Tónlistarfélags Húsavikur í íþróttasal Barnaskólans. Efnisskráin er mjög fjölbreyti- leg, þannig að sem flestir megi njóta hennar, jafnt þeir sem van- ari eru að hlýða á hefðbundna tónlist og svo hinir sem vilja heyra eitthvað nýstárlegt. Flutt verða verk eftir Sigvalda Kaldalóns, Atla Heimi Sveins- son, Jónas Tómasson og Sigfús Einarsson. Jafnframt verða flutt verk eftir Dvorák, D0rums- gaard, Szymanowski, Bizet og Augustin Lara. H- TONLISMRSKOU Aa^ KÓPKJOGS Frá Tónlistarskóla Kópavogs Skólanum verður slitið og skírteini afhent föstu- daginn 20. maí kl. 16 í Kópavogskirkju. Skólastjóri Auglýsing Staða næturvarðar í Arnarhvoli er laus til um- sóknar. Umsóknum sé skilað í fjármálaráðuneytið fyrir 26. maí. Fjármálaráðuneytið 18. maí 1988 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN ALÞYÐUBANDALAGIÐ Steini Svavar Alþýðubandalagið í Reykjavík Félagsfundur fimmtudaginn 19. maí kl. 20.30. Þeir skammta okkur frelsi, þeir skammta okkur brauð. Steini Þorvaldsson formaður Verslunarmannafélags Árnessýslu og Svavar Gestsson alþingismaður fjalla um nýliðin og yfirstandandi stéttaátök. Félagar! Fjölmennum og ræðum hvað við sem sósíalistar getum lært af atburðum undanfarinna vikna og hvernig við eigum að bregðast við. Stjórn ABR Sumardvöl á Laugarvatni Hinar sívinsælu sumarbúðir Alþýðubandalagsins á Laugar- vatni verður í sumar vikuna 18. - 24. júlí. Umsjón verða í höndum Margrétar Frímannsdóttur og Sigríðar Karlsdóttur. Allar nánaji upplýsingar í síma 17500. Alþýðubandalagið Alþýðubandalagið Akureyri Bæjarmálaráðsfundur Fundur í bæjarmálaráði mánudaginn 23. maí (annan í hvítasunnu) kl. 20.30 í Lárusarhúsi. Dagskrá: 1) Fundargerðir bæjarstjómar fyrir fund bæjarstjórnar þriðjudaginn 24. maí. 2) Önnur mál. Nefndarmenn eru sérstaklega hvattir til að mæta. Gestur kvöldsins er Svavar Gestsson alþingismaður. V^ &* j iájihk'N 'W- • ¦I m ÍK Svavar Stjórnin Ráðstefna um byggðamál Dalvík 10.-12. júní 1988 Alþýðubandalagið boðar til ráðstefnu um byggðamál á Dalvík 10.-12. júní n.k. Ráðstef nan hefst kl. 14.30 föstudaginn 10. júní og er áætlað að henni Ijúki síðdegis sunnudaginn 12. júní. Dagskrá: Föstudagur 10. júní Kl. 14.30 Framsöguerindi Umræður Kl. 19.00 Farið til Hríseyjar. Eyjan skoðuð og snæddur kvöldverður. Laugardagur 11. júní Kl. 09.00 Framsöguerindi Umræður Kl. 16.00 Skoðunarferð um Dalvík - söfn og fyrirtæki. Snætt á Grund í Svarfaðardal. Þátttakendum kenndur svarf- dælskur mars. Sunnudagur 12. júní Kl. 09.00 Sundskálaferð Kl. 10.30 Hópavinna - skil og umræður Eftirtaldir hópar starfa: Stjórnkerfið og þjónusta Atvinnumál og þjónusta III Menning og viðhorf IV SIS og kaupfólogin. Ráðstefnunni lýkur síðdegis. Gisting verður í heimavist Dalvíkurskóla (Sumarhótel). Allar nánari upplýsingar veita Svanfríður Jónasdóttir í síma 96-61460 og Þóra Rósa Geirsdóttir í síma 96-61411. Þær taka einnig við þátttökutilkynn- ingum. Nánar auglýst síðar Alþýðubandalagið

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.