Þjóðviljinn - 19.05.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 19.05.1988, Blaðsíða 4
LEIÐARI KLIPPT OG SKORIÐ Rauðu strikin Síðustu mánuðina hafa fjölmörg verkalýðsfélög verið að gera nýja kjarasamninga við atvinnurekendur. Þar hefur gengið á ýmsu en án efa telja flestir launaþegar að eitt sé öllum þessum samningum sameiginlegt: launahækkanir hafa verið miklu minni en menn höfðu leyft sér að vona og að sjálfsögðu mun minni en kröfurnar sem settar voru fram í upphafi við- ræðna. Engu að síður hafa þessir samningar ekki náðst átaka- laust og er skemmst að minnast verkfallsbaráttu verslunar- manna. Aftur og aftur felldu þeir framkomin tilboð vegna þess að þeim fannst ekki komið nóg til móts við kröfur þeirra. Eftir hörð verkfallsátök, sem skóku allt þjóðfélagið, samþykktu þeir loks með semingi nýja kjarasamninga. Nýju kjarasamningarnir eru ekki lausir fyrr en komið er tölu- vert fram á næsta ár. í þeim er gert ráð fyrir föstum prósentu- hækkunum á laun á fyrirfram ákveðnum tímum. Alls ekki er um það að ræða að með þeim prósentuhækkunum hafi menn talið sig vera að semja um raunverulegar launahækkanir. Pró- sentuhækkanirnar stafa af því að menn bjuggust við áfram- haldandi verðbólgu. Samkvæmt nýju samningunum er meiningin að launafólk fái hana bætta, a.m.k. að hluta. Miðað við fyrri reynslu er ekki víst að aftur verði samið fyrr en haustið 1989. Launafólk vildi ekki binda fastar kauptölur í allan þennan tíma vitandi að nær engar líkur væru til að verðbólgan hjaðnaði að ráði. Umsamdar prósentuhækkanir á samnings- tímanum eru þvítil marks um það hvernig samningsaðilar hafa talið að verðlagsþróunin yrði en eru alls ekki samkomulag um raunverulega launahækkun. Annað atriði er sameiginlegt flestum þessara nýju samn- inga. Það eru rauðu strikin svokölluðu. Þau eru eins konar öryggisnet sem á að draga úr mesta fallinu ef verðbólgan verður meiri en ráð var fyrir gert í samningunum. Reynslan hefur kennt mönnum að flestir spádómar um verðlagsþróun eru gerðir af allt of mikilli bjartsýni. Einkum eru það stjórnmála- mennirnir sem slegnir eru blindu að þessu leyti og séu þeir í stjórn er eins og spádómsgáfan hverfi þeim gjörsamlega. Rauðu strikin eiga að virka á þann hátt að fari framfærsluvísi- talan upp fyrir viss mörk í upphafi ákveðinna viðmiðunarmán- aða, geta verkalýðasfélögin krafist endurskoðunar á launalið kjarasamningsins að því marki sem verðlag hefur farið umfram viðmiðunarmörkin. Náist ekki samkomulag við atvinnurekend- urfyrir 20. dag mánaðarins fellur launaliður kjarasamningsins sjálfkrafa úr gildi. Samnigar er þá lausir. Rauðu strikunum fylgja sem sagt engar sjálfkrafa verðbætur heldur aðeins endurskoðunarréttur. (nýgerðum samningum verslunarmanna er rautt strik 1. júlí og miðast það við að framfærsluvísitalan verði þá ekki komin upp fyrir 263 stig. Hún er nú 245 stig og haldist verðbólga svipuð og hún hefur verið síðustu tvo mánuðina verður fram- færsluvísitalan komin í 253 stig 1. júlí. Ofan á þá verðbólgu bætast síðan áhrifin af nýgerðri gengisfellingu. Það stappar nærri vissu að framfærsluvísitalan verður komin upp fyrir rauða strikið 1. júlí. Rauðu strikin voru því bráðnauðsynleg varúðar- ráðstöfun af hálfu launamanna. Á ríkisstjórnarfundum er rætt um að banna rauðu strikin með bráðabirgðalögum. Blekið er varla þornað á samningunum þegar ríkisstjórnin er farin að ræða um að breyta þeim eftir sínu höfði. Og ráðherrarnir fara síður en svo hljótt með þessar hugmyndir sínar. Steingrímur Hermannsson kynnti á blaða- mannafundi 22 tillögur sem hann hafði lagt fram í ríkisstjórn- inni. Tillaga númer 5 hljóðaði svo: Rauð strik verði afnumin. Allt tal ráðherranna um að ná eigi verðbólgunni niður er innantómt hjal sem þeir trúa ekki einu sinni sjálfir. Það er Ijóst að þeir reikna með það miklum hækkunum á framfærslukostn- aði að farið verði upp fyrir rauðu strikin bæði 1. júlí og 1. nóvember. Þótt fyrirhöfn launafólks hafi verið ærin við að ná fram nýjum kjarasamningum og þar hafi jafnvel í sumum tilfell- um þurft að beita verkfallsvopninu, ætla ráðherrarnir nú með einu pennastriki að gjörbylta samningunum. Þeirra er valdið. Allt er þetta kunnuglegt: ríkisstjórn ræður ekki við og vill reyndar ekki stjórna efnahagslífinu. Allt fer úr böndum og verð- bólgan æðir áfram. Ráðherrar vakna upp við vondan draum og sjá það eitt til ráða að þrýsta niður kaupmætti launamanna. OP Andstaða við Gorbatsjov Lesendur erlendra frétta velta um þessar mundir einna mest fyrir sér þessari spurningu hér: Hve traustum fótum stendur per- estrojkan hans Gorbatsjovs, hver er andstaðan gegn henni? Þessi spurning blés út með nýjum krafti fyrir nokkru, þegar dagblaðið Sovétskaja Rossía birti grein ef tir konu eina í Len- íngrad, háskólakennara, sem fékk heitið „Ég get ekki brugðist grundvallarsjónar- miðum mínum". Sú grein var eindregin málsvörn fyrir Stalín og hans stjórnarhætti og varð um leið samnefnari fyrir þá sem hafa í hálfum hljóðum farið með kurr gegn breytingum þeim sem Gorbatsjov hefur reynt að festaísessi. Svo er að sjá á ýmsu því sem skrifað hefur verið að undanförnu um þessa grein í Sovétríkjunum, að margir hafi orðið felmtri slegnir þegar þeir sáu grein þar sem perestojkumenn voru sak- aðir um að „afskræma sögu sósíalismans" og „hafna ríki alræðisöreiganna". Ekki leið þeim betur, þegar þeir sáu að hin og þessi blöð endurprentuðu greinina meðvelþóknun. Ritstjóri æskulýðsblaðsins Smena segir, að kollegar hans hafi farið að velta því fyrir sér hvort einhverjir valdamiklir menn stæðu ekki á bak við atlögu þessa og sumir fóru að búa sig undir það að fara í felur - eða láta að minnsta kosti ekkert „hættulegt" frá sér í bili. En svo er að sj á, að það hik hafi ekki staðið lengi - flest hin helstu blöð haf a verið full með greinar gegn þeirri sem birtist í Sovét- skaja Rossía og munar þar náttúrlega mestu um sjálfa Prövdu, aðalmálgagn Kommúnistaflokksins. Heitirog hálfvolgir í einni slfkri grein spyr Anatolí Bútenko að því „Hvaða sósíalisma eru þau að gráta?". Hann fer þar yfir misjafna afstöðu Sovét- manna til perestroj kunnar og þess aukna málfrelsis sem hún hefur haft í för með sér- án þess reyndar að gera grein fyrir því hve sterkur hver hópur er eða hvernig saman settur. Fyrst fara þeir, segir hann, sem vita að án perestrojku, án þess að „afhenda alþýðunni völdin" og þar með „leggja í rúst til- skipanastjórnsýslu" sé ekki hægt að festa í sessi raun- verulegan sósíalisma. í ann- an hóp setur hann menn sem styðja breytingarnar, en þori ekki að stíga nauðsyn- leg róttæk skref til að tryggja þeim framgang. í þriðja hópnum, segir Bútenko, er verulegur hluti landsmanna - það eru þeir sem eru hrifnir af vígorðum og markmiðum perestrojk- unnar, en þeir hafa ekki tekið skýra afstöðu, þeir ef- ast nefnilega um að breytingarnar séu fram- kvæmanlegar. Þeir efast um að valdhafar láti vald sitt af hendi og af þessu draga þeir þá praktísku ályktun að „ekki beri að flýta sér um of, því við breyttar aðstæður gætu þeir sjálfir reynst fórn- arlömb síns bráðlætis". Alltverði sem var Síðan eru þeir til, segir Anatolí Bútenko í grein sinni í vikuritinu „Novoje vrémja", sem eru meðvitað- ir andstæðingar perestrojk- unnar og líta enn til Stalíns sem óskeikuls læriföður. Umþásegirhann: „Hvorki lögleysur né fjöídahandtökur, hvorki fullkominn skortur á mál- frelsi og lýðræði, koma í veg fyrir að þessir menn sj ái í því kerfi sem var hinn sanna só- síalisma. Þeir eru sannfærðir um að engu beri að breyta. Valdið á sem fyrr að vera hart í horn að taka og vera í höndum forystusveitar atvinnumanna, annars muni gerast óafturkallanlegar breytingar sem muni leiða til þess að menn týni endanlega niður hugsjónum sínum". Óttinn viðfrelsið Bútenko segir að þessir opinskáu íhaldsmenn séu kannski ekki margir, en ná- lægt þeim standi ýmsir þeir, sem neyðist - undan fargi staðreynda- að játa „yfir- sjónir og villur Stalíns" og að eitthvað verði að gera til breytinga. Enþeir, segir hann, vil j a f ara mj ög var- lega í því að gagnrýna fortíð- ina,þeirsjáíhverri breytingu einhvert skelfilegt „tilræði við sósíalískar hug- sjónir". Ogþeirviljaekki brjóta niður hið gamla stjórnkerfi og aðferðirþess, heldur „lagfæra " það-vald- ið á að vera í höndum sömu aðila og fyrr, en það á að flikka upp á það, gefa því nútímalegra og virðulegra form. Bútenko leggur á það mikla áherslu í grein sinni, að hálfvolgir eða heilshugar andófsmenn perestrojkunn- ar eigi það sameiginlegt fyrst og fremst, að þeir hafi ekk- ert jákvætt til málanna að leggja. Þeir bakist í fúlri feiti síns ótta við breytingar, ótta við „stjórnleysishneigðir, hugmyndafræðilega ringul- reið og pólitíska alætu- stefnu". En í rauninni séu þeir ekki að segja annað en þetta: best að allt verði eins og það var. Undir lok grein- ar sinnar segir Bútenko: „Þegar opinskáir and- stæðingar framsækinna breytinga missa fótfestu og ganga út af sviði sögunnar, þá koma í þeirra stað með- mælendur „framfara smám saman" og haf a í þeirri þró- un miklu meiri áhuga á „smám saman" en á fram- förunumsjálfum. Þeirra eigin stefna er fyrst og fremst að bjarga eigin skinni og helsta áhyggja þeirra „bara að ekkert komi nú fyrir". Mestri athygli beina þeir að því að saf na saman erfiðleikum og þverstæðum perestrojkunnar til að skelfa menn með þeim og „hleypa ekki áfram" þeim, sem stíga af einurð fram til róttækra ogfarsællaumskipta". ÁB þJÓÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Úlgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Rltstjórar: Árni Bergmann, Mörður Árnason, Óttar Proppé. Fréttastjóri: Lúðvik Geirsson. Blaðamenn: Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hjörleifur Sveinbjörnsson, KristóferSvavarsson, MagnfríðurJúlíusdóttir, Magnús H. Gíslason, Lilja Gunnarsdóttir, Olafur Gislason, Ragnar Karlsson, Sigurður Á. Friðþjófsson, Stefán Stefánsson (íþr.), Sævar Guðbjömsson, Tómas Tómasson, Þorfinnur Ómarsson (íþr.). Handrlta-og prófarkalestur: Elias Mar, Hildur Finnsdóttir. L|ósmyndarar:EinarÓlason,SigurðurMarHalldórsson. Útlltstelknarar: GarðarSigvaldason, Margrét Magnúsdóttir. Framkvœmdast|óri:HallurPállJónsson. Skrlfstofust|órl: Jóhannes Harðarson. Skrlf stofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristín Pétursdðttir. Auglýsingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Augiýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Olga Clausen, Unnur Ágústsdóttir. Slmavarsla: Hanna Ólafsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Bflsljóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbrelðsiu- og afgrelðslustjóri: 8jörn Ingi Rafnsson. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innhelmtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ÓlafurBjörnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, rltstjórn: Siðumúla 6, Reykjavik, sími681333. Auglýslngar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrotog setning: Prentsmiðja Þjóðviljanshf. Prentun: Blaðaprent hf. Verðflausasölu:60kr. Helgarblöð:70kr. Áskriftarverð á mánuðl: 700 kr. 4 StoA - ÞJÓÐVIUiNNj Flmmtudagur 19. maí 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.