Þjóðviljinn - 04.06.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 04.06.1988, Blaðsíða 2
FRETTIR Alverið Hafðist með seiglunni Gefurmun meira en ákvœði bráðabirgðalaga. Bónusfyrir hvertker sem kemstígang. Þögultandóf varsvarið Hið þögla andóf starfsmanna álversins skilaði sínum árangri þegar samningar tókust við at- vinnurekendur í gær. Verka- lýðsfélögin 10 samþykktu öll samninginn sem gefur starfs- mönnum bónus ofan á samnings- tilboð atvinnurekenda sem samn- inganefnd starfsmanna hafnaði þann 20.maí sl. Samningurinn er talinn hafa í för með sér 25% hækkun á samningstímanum og er það mun meiri hækkun en hefðu starfsmenn þurft að búa við ákvæði bráðabirgðalaganna. Örn Friðriksson trúnaðarmað- ur í álverinu sagði það enga spurningu að þessi samningur væri mun betri en ákvæði bráða- birgðalaga fæli í sér og bætti til- boðið frá 20. maí til muna. Bón- usinn felst í því að sögn Arnar að starfsmenn koma ákveðnum gær voru starfsmenn Helgarpóstsinsfarnir aðþreytast ásetuverkfallinu. Sumir töldu að þeir væru farnir að ræða um útgáfu á nýju blaði. Ljósm. Ari. Helgarpósturinn Starfsmenn hugleiða blaðaútgáfu Borgarstjórn Sitthvað eru orð og athafnir Minnihlutinn: Dagvinnulaun ekki undir skattleysismörkum. Verkalýðsforkólfar Sjálfstœðisflokks á móti. Með á öðrum vettvangi Athygli vakti á síðasta borgar- stjórnarfundi að tveir borgar- fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, þeir Magnús L. Sveinsson for- maður VR og Hilmar Guðlaugs- son formaður verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins, greiddu at- kvæði gegn tillögu minnihlutans um að dagvinnulaun skyldu ekki vera undir skattleysismörkum. Þeir hafa báðir lýst yfír stuðningi sínum við þá kröfu á öðrum vett- vangi; Magnús í sínu stéttarfélagi og Hilmar á nýafstaðinni ráð- stefnu verkalýðsráðsins. Á fundinum lagði minnihlut- inn fram þá tillögu að borgar- stjórn Reykjavíkur lýsi yfir þeim vilja sínum, að engin laun fyrir fulla dagvinnu skuli vera undir skattleysismörkum. Borgarst- jómin ákveði því, að strax og lög heimila, verði þeirri stefnu hrundið í framkvæmd. Nú þegar verði hafnar viðræður við samn- ingsaðila borgarinnar um útfærs- lu á þessari stefnumörkun. -grh Launin ekki greidd ígœr. Mikilfundahöld milli stríðandi fylkinga hluthafa Ekki varð starfsmönnum Helg- arpóstsins mikið úr verki í gær ferkar en á fimmtudaginn. Ekki er enn vitað hvort þeir hefja störf á mánudag. „Á meðan við fáum ekki launin, vinnum við ekki. Það er alveg ljóst,“ sagði Kristján Kristjánsson blaðamaður í gær. Mikil fundahöld voru í gær vegna málsins. Munu það eink- um hafa verið hinar stríðandi fylkingar hluthafa sem funduðu í þeim tilgangi að reyna að ná sátt- um. Einnig héldu starfsmenn Helgarpóstsins með sér fund þar sem m.a. mun hafa verið rætt um hugsanlega stofnun nýs blaðs. En samkvæmt heimildum Þjóðvilj- ans eru inni í þeirri mynd nokkrir Veitingahús Oryggi gesta ábótavant Ríkismat sjávarafurða: Grunur leikur á að loðna veidd úrmenguðum hafnarsjó sé boðin matargestum með öðru heilsufœði á salatbarnum í síðasta fréttabréfí Ríkismats sjávarafurða er fjallað um hvort öryggi gesta á veitingahúsum í Reykjavík sé ábótavant þar sem grunur leikur á að í ónefndu veitingahúsi hafí verið boðið upp á þurrkaða loðnu sem veidd hafí verið úr menguðum hafnarsjó, fullum af saurgerlum, olíu og öðr- um óþverra. í fréttabréfinu er sagt frá því að yfirfiskmatsmaður Ríkismatsins hafi viljað tryggja að áðurnefnd loðna yrði sett í gúanó vegna þess að hún hafi verið veidd í menguð- um sjó. Hins vegar var staðhæft að það ætti að nota hana í fóður fyrir hunda og ketti og því matinu óviðkomandi sem var látið gott heita. í maílok sl. kom áðurnefndur yfirfiskmatsmaður á veitingahús í borginni sem býður gestum upp á þurrkaða loðnu á salatbarnum. Honum datt þá í hug að forvitnast um hvar hún hefði verið veidd og þurrkuð og kom þá í ljós að hún hafði verið veidd og verkuð á sama stað og sú sem matsmaður hafði reynt að fá setta í gúanó nokkru fyrr. Á veitingahúsinu fékkst það hins vegar ekki stað- fest að hér væri á ferðinni áður- nefnd loðna. Hafi svo verið er illt til þess að vita að veitingahúsaeigendur séu ekki betur að sér en svo í gæða- tryggingu sinnar vöru að þeir bjóði gestum sínum upp á meng- aðan mat. Við hvaða öryggi eiga gestir á veitingahúsum hérlendis eiginlega að búa? spyr Ríkismat- ið og svari því hver sem vill. -grh kerjafjölda í notkun í tilteknum vikum. Bónusinn verður bæði borgaður út sem ein föst greiðsla og dreifist líka á lengra tímabil. Örn sagði starfsmenn stað- ráðna í að ná því marki sem bón- ussamningurinn gerði ráð fyrir. „Okkur hefur áður tekist að vinna af miklum krafti þegar að- stæður sem þessar hafa komið upp,“ sagði Orn. Hvað óánægju starfsmanna vegna mengunar í kerskálum varðar sagðist Örn vonast til að þau mál færu að lagast. „Eina leiðin til að draga úr menguninni er að fá betra hráefni, þe. betri skaut. Þau skaut sem við höfum verið að fá að undanförnu eru mun betri en skautin sem við höf- um verið með.“ Þá sagði Örn að mengunin minnkaði strax þegar eðlilegur straumur kæmist á ker- in. Þegar dregið væri úr straumnum eins og gert hefði ver- ið í þessari kjaradeilu, ykist mengunin frá kerjunum Álverð hefur verið óvenju hag- stætt upp á síðkastið. Það hefur því angrað stjórn Alusuisse að framleiðslan datt niður hjá ísal. Heyrst hefur að stjórnin í Sviss hafi verið mjög óhress með gang samningamála og viljað ganga að kröfum starfsmanna. Þetta tengja sumir stöðuskiptingunni á Ragnari Halldórssyni. Einn starfsmanna álversins sagði við Þjóðviljann á dögunum að stærsta skyssa Ragnars hefði ver- ið að láta ísal ganga í VSÍ. -hmp fjársterkir aðilar sem vilja kom- ast í blaðrekstur. Ef launin verða ekki greidd á mánudag er allt eins líklegt að starfsmenn líti svo á, að um ein- hliða uppsögn sé að ræða og gangi út. Þá er hætt við að næsti fimmtudagur verði Helgarpósts- laus. -sg S-Afríkusamtökin Vantar vinnufúsar hendur í dag kl. 13.00 munu nýstofnuð S-Afríku samtök opna aðstöðu að Klapparstíg 26. Að sögn Gylfa Páls Hersis, sem situr í undirbún- ingshópi samtakanna fyrir starfið framundan, eru mörg verkefni sem bíða samtakanna. - Það þarf að þrífa húsnæðið, pússa og skrúbba hátt og lágt og til þess þurfum við sem flesta baráttufúsa félaga, sagði Gylfi Páll. - Tíminn verður einnig notað- ur til að ræða starfið framundan, sagði Gylfi, en reikna má með því að til umræðu komi tillaga um að minnast morðanna í Soweto 16. júní með einhverjum hætti. - Jafnframt verður Nelson Mandela sjötugur þann 18. júlí, en hann er búinn að sitja í fang- elsi hvíta minnihlutans síðan 1962. Rætt hefur verið um að minnast þessara atburða t.d. með hljómleikum og einhverskonar útgáfustarfsemi. Hinsvegar er það í valdi þeirra sem mæta til leiks í dag að ákveða hvað verður gert. _gjh Verslunarmenn Umbun fyrir verkfallsvörslu Rösklega 200 félagar í VR, sem voru virkir í verkfalli félagsins í síðasta mánuði, eða tóku á einn eða annan hátt þátt I framkvæmd verkfallsins, hafa fengið peninga- lega umbun fyrir baráttu sína og fórnfýsi meðan á verkfallinu stóð. Stjórn VR tók nýlega þessa ákvörðun, að verðlauna virkustu baráttumenn sína á þennan hátt og munu greiðslurnar nema eitthvað á aðra rniljón króna. Að sögn Baldvins Hafsteins- sonar, starfsmanns á skrifstofu VR, var tekin ákvörðun um að greiða þessum félögum ákveðna krónutölu í hlutfalli við starfs- framlag í verkfallinu til að mæta útlögðum kostnaði vegna bif- reiðanotkunar og tekjutaps vegna verkfallsins. Þeir sem störfuðu í þrjá daga og meira fengu greiddar 1200 krónur fyrir hvern dag. Ákvörð- un um þetta mun hafa verið tekin á stjórnarfundi VR fyrir röskum hálfum mánuði. _gjj, 2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 4. júní 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.