Þjóðviljinn - 04.06.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 04.06.1988, Blaðsíða 4
LEIDARI FRETTIR Sjómanna- dagurinn Á morgun, sunnudaginn 5. júní, er sjómannadagurinn hald- inn hátíðlegur í öllum íslenskum sjávarplássum. Það eru 50 ár frá stofnun sjómannadagssamtakanna í Reykjavík og ná- grenni og einnig 50 ár síðan haldinn var hátíðlegur í fyrsta sinn sjómannadagur á ísafirði. Nú er dagurinn orðinn lögbundinn frídagur íslenskra sjómanna og alls staðar þar sem útgerð er stunduð hér á landi gera menn sér dagamun á einn eða annan máta. Það er mjög misjafnt eftir byggðarlögum hvað sjómanna- dagurinn er stór hluti af lífi fólks. I stærstu kaupstöðunum eru þeir án efa býsna margir sem hafa tæpast veður af að nokkuð sérstakt standi til á morgun, að dagurinn sé á nokkurn hátt ólíkur öðrum sunnudögum sumarsins. Annars staðar er sjó- mannadagsins beðið með eftirvæntingu og hátíðahöld og minningarathafnir dagsins sameina unga og aldna sem takast í hendur yfir ímyndaða kynslóðagjá og hugsa sem svo: þetta er dagurinn okkar. Þótt íslenskt nútíma þjóðfélag fái ekki staðist án sjósóknar, er það mjög misjafnt hvað íslendingar gera sér vel grein fyrir þeirri staðreynd að föðurland þeirra hálft er hafið. Stór hluti þjóðarinnar þekkir ekki þorsk frá ýsu og hefur heldur óljósar hugmyndir um hvernig þessi kynjadýr eru sótt í undirdjúpin. Vestrænt neyslusamfélag byggist á ákaflega mikilli sérhæf- ingu, svo mikilli að hver þjóðfélagsþegn getur ekki haft þar fullkomna yfirsýn yfir alla þætti. íslendingar virðast einhuga um að búa við margbreytileik slíkrar þjóðfélagsgerðar en hún fær að sjálfsögðu ekki þrifist nema með því að nytjuð séu fiskimiðin kringum landið. Þeir sem hafa atvinnu sína af verslun, blaðaút- gáfu, smíðum og ballettdansi, svo að eitthvað sé nefnt, mega gjarnan hafa það hugfast að hér á landi voru engar forsendur fyrir nútíma samfélagi með sérhæfingu borgarmenningarinnar fyrr en íslendingar fóru á síðustu öld að róa til fiskjar á djúpmið og nýta sér náttúruauðlindir landgrunnsins. Það er ekki langt síðan menn neyddust til að viðurkenna að þessi auðlind er því miður ekki ótakmörkuð. Og síðustu fréttir af mengun og eitruðum þörungagróðri, sem engu hlífir, undir- strika að líf íslensku þjóðarinnar er með beinum hætti hluti af ákaflega viðkvæmu jafnvægi í lífríki sjávarins. Fyrir því er alda- löng reynsla að náttúrulegar sveiflur og breytingar á haf- straumum og hitafari geta haft afgerandi áhrif á þjóðlífið. Það hefur ekki breyst þótt tæknin geri það kleift að jafna þær sveiflur lítillega. Hið nýja er að tæknivætt samfélag getur skrúf- að fyrir auðlindina, gjöreytt ákveðnum tegundum, ofveitt fisk- stofna og jafnvel eytt öllu lífi í hafinu. Það þarf að umgangast hina nýju tækni með mikilli gát. Frá því skútuöldin gekk hér í garð hefur verið stöðug endur- nýjun og þróun í fiskveiðiflota okkar. Nú er svo komið að íslendingar eru leiðandi á ýmsum sviðum hátæknivæddra fisk- veiða og geta kennt öðrum þjóðum margt á því sviði. Það hefur ekki bara verið kraftblökkin sem íslenskir sjómenn hafa verið fljótir að tileinka sér; sífellt flóknari rafeindatæki eru sett um borð í veiðiskipin og því fer með sjómannsstarfið líkt og mörg önnur störf í samfélaginu að stöðugt reynir á hæfni manna við að tileinka sér nýja þekkingu. Sú hæfni íslenskra sjómanna hefur gert það að verkum að afli á mann er hér meiri en annars staðar þekkist. En þrátt fyrir allar tækninýjungar og framþróun hefur ekki tekist að koma í veg fyrir að sjómennska er lífshættulegt starf. Miðað við aðrar starfsgreinar er óvenju mikið af slysum á þeim mönnum sem sjóinn stunda. Vissulega hefur margt breyst til batnaðar og koma þar til bæði fyrirbyggjandi aðgerðir og nýjar björgunaraðferðir. Mikið af þeim hryllilegu sjóslysum, sem urðu fyrr á árum, gætu tæpast átt sér stað nú. En engu að síður er mannfallið í sjómannastéttinni enn þá gífurlegt. Á sjómannadag er gjarnan tíðkað að ræða í hátíðlegum tón um hetjur hafsins sem draga björg í bú. Víst er um það að sjómenn eiga vissulega skilið að fagurlega sé um þá talað en líkast til kæmi þeim betur að valdhafarnir hugsuðu oftar og jafnar til þeirra, t.d. á þeim stundum þegar verið er að ákveða fiskverð. Glíman við þorskinn getur verið jafnerfið í landi og úti á sjó. Þjóðviljinn árnar sjómönnum heilla. Hvalveiðar Vísindaveiðamar fordæmdar Skorað á íslendinga að hætta veiðum. Óvísthvort veiðarnar hefjast á tilskildum tíma í fyrrinótt voru samþykktar tvær ályktanir í Alþjóða hvalveiðiráðinu gegn sk. vísinda- veiðum íslendinga á hvölum. I annarri álykt- uninni sagði að veiðarnar væru ólöglegar samkvæmt lögum hvalveiðiráðsins og í hinni var skorað á Islendinga að hætta veiðunum. Eftir að þessi niðurstaða lá fyrir sagði einn bandarísku fulltrúanna í ráðinu að miklar líkur væru á að staðfestingarkæra yrði lögð fyrir Bandaríkjaforseta. Tvær undanþágur hafa verið frá alþjóð- legu banni við hvalveiðum. Önnur varðandi vísindaveiðar og hin um veiðar frumbyggja. Vísindaveiðar Islendinga voru sagðar ólög- legar þar sem þær færu langt útfyrir túlkun ráðsins á því hvernig bæri að túlka hugtakið „vísindaveiðar". Jakob Lagerherntz hjá Greenpeace-sam- tökunum í Svíþjóð sagði við Þjóðviljann að samþykkt þessara ályktana staðfesti að hval- veiðar íslendinga væru ólöglegar. „Ef íslend- ingar halda veiðum áfram eftir þetta munum við halda áfram að hvetja fólk til að kaupa ekki íslenskar afurðir," sagði Jakob. Hann sagði að íslendingar ættu við forystuvandam- ál að stríða sem væri Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra, ráðherrann hefði ekki fólkið í landinu á bakvið sig. Magnús Skarhéðinsson hjá Greenpeace- samtökunum á íslandi sagði niðurstöðu hval- veiðiráðsins gera íslendingum erfiðara að halda hvalveiðum áfram. „Fyrir utan það að þrákelkni Halldórs er orðin þjóðinni dýr. Mér er sagt að hluti skýringarinnar á því að Long John Silver endurnýjaði ekki stóran samning við SH væru aðgerðir hvalfriðunar- sinna,“ sagði Magnús. Að sögn Magnúsar er einn og einn kaupandi tekinn fyrir í einu og hræddur frá því að kaupa íslenskan fisk. Samkvæmt áætlun eiga hvalveiðar að hefj- ast þann 12. júní nk. og á Halldóri Ás- grfmssyni er ekki annað að heyra en að svo verði „en tillit verði tekið til gagnrýni vísindanefndar hvalveiðiráðsins,“ eins og ráðherra orðaði það. Jakob Jakobsson hjá Hafrannsóknarstofnun var þó ekki öruggur um að veiðarnar hæfust þann 12. júní. „Við bíðum eftir nánari fregnum að utan og frá sendinefndinni," sagði Jakob. -hmp Búvöruhœkkunin Óvissa með niðurgreiðslur Beðið endurskoðunar á útgjöldum til landbúnaðar. Áburðarverð stærsti liður í hækkun Nýja búvöruverðið miðast við að til komi auknar niðurgreiðslur til að vega á móti krónutöluhækkun matarskattsins, eins og gert var 1. mars. Ef ríkisstjórnin samþykkir það ekki má búast við meiri hækkun fljót- lega. Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra sagði að beðið væri með ákvörðun um auknar niður- greiðslur, því verið væri að endurskoða allar áætlanir um útgjöld til landbúnaðar. - Það eru vísbendingar um að um nokkuð meiri útgjöld sé að ræða en við áttum von á. Ég vil fá á því rækilegar skýringar áður en lengra er haldið. Hann vildi ekki nefna neinar fjár- hæðir og bjóst við að ákvörðun í málinu yrði tekin á þriðjudaginn. Landbúnaðarvörur hækkuðu í gær um 7,5- 10% og sagði Haukur Halldórsson, for- maður Stéttarsambands bænda, að 22% verðhækkun á áburði hefði þar mest áhrif. Verðhækkanir á áburði eru aðeins teknar inn í búvöruverð einu sinni á ári. Aðrir stórir þættir eru hækkun kjarnfóðurs vegna gengis- fellingar, meiri flutningskostnaðar og hækk- un trygginga. Launaliður bænda hækkaði um 6,1% 1. mars, en vegna bráðabirgðalaganna nemur hækkun hans nú einungis 3,8%. Haukur sagði að ef ríkisstjórnin stæði ekki við það að auka niðurgreiðslur, sem næmi áhrifum söluskattshækkunar, gæti þurft að hækka landbúnaðarvörur enn meir. Gísli Karlsson hjá framleiðsluráði áætlaði að sú hækkun gæti numið um 9 kr. á útsöluverði á 1 kg af lambakjöti og 1,33 kr. á mjólkurlítra. mj þJOÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, Mörður Árnason, Ottar Proppé. Fréttastjóri: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Guðróundur Rúnar Heiðarsson, Hjörleifur Sveinbjörnsson, KristóferSvavarsson, Magnfríður Júlíusdóttir, Magnús H. Gíslason, Lilja Gunnarsdóttir, Ólafur Gíslason, Ragnar Karlsson, SigurðurÁ. Friðþjófsson, Stefán Stefánsson (íþr.), Sævar Guðbjörnsson, Tómas Tómasson, Þorfinnur Ómarsson (íþr.). Handrita- og prófarkalestur: ElíasMar, HildurFinnsdóttir. Ljósmyndarar: EinarÓlason, SigurðurMarHalldórsson. Útlitsteiknarar: GarðarSigvaldason, MargrétMagnúsdóttir. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Skrifstofustjóri: JóhannesHarðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Olga Clausen, Unnur Ágústsdóttir. Símavarsla: Hanna Ólafsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbreiðslu- og afgreiðslustjóri: Björn Ingi Rafnsson. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ólafur Björnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrotog setning: Prentsmiðja Þjóðviljanshf. Prentun: Blaðaprent hf. Verðilausa8ölu:60 kr. Helgarblöð: 70 kr. Áskriftarverð á mánuði: 700 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 4. júní 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.