Þjóðviljinn - 04.06.1988, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 04.06.1988, Blaðsíða 14
I UM ÚTVARP & SJONVARP 7 Þorláksmessuslagurinn Nýir þættir á Rás 1 og 2 ■ ■ Ný þáttaröð Hafsteins Haf- liðasonar, í SUMAR- LANDINU. Eins og heiti þáttar- ins gefur til kynna er þetta sumar- þáttur og umhverfi, útivera, landgræðsla og skógrækt skipa sinn sess. Fjallað verður um garð- ana í öllum sínum myndum, kart- öflugarðana, rófugarðana og skrúðgarðana og íslenska sumar- landið, þ.e.a.s. allt sem menn gera úti undir berum himni hér á sumrin. Fólk verður tekið tali og leikin verður tónlist við allra hæfi. Allar ábendingar úr bréf- legum fyrirspurnum. Þátturinn verður endurtekinn nk. miðviku- dag kl. 15.03. ■ ■ í kvöld hefst á Rás 1 þáttur- inn ÓSKIN. í þessum stutta þætti, sem verður á þessum tíma, kl. 19.35 á laugardagskvöldum, verður einhver góður gestur spurður um óskina sem hver maður ber í brjósti frá æsku- dögum til æviloka. Verður for- vitnast um það hvort óskin hans hafi ræst og þá hvernig og kann- ski reynt að fá að heyra hvort hann eigi sér nýja ósk þegar hér er komið lífssögu. Umsjónar- maður í kvöld er Jónas Jónasson, en fyrsti gesturinn er Magnús Jónsson óperusöngvari. ■ ■ Þáttur Halldórs Halldórs- sonar, Á RÉTTRI RÁS, sem verður á dagskrá Rásar 2 eftir há- degi í dag, er fjölbreyttur tónlis- arþáttur með þægilegri laugar- dagstónlist. Farið verður víða um völl og meðal annars leikin blue- grass tónlist, gömul og ný. Einnig verður skroppið til Skandinavíu og sunnar í álfuna. ■ ■ í dag hefst nýr þáttur í sumardagskrá Rásar 2, LAUGARDAGSPÓSTUR- INN, sem sendur er út milli kl. 15 og 17. Meginefni þessa þáttar er auðvitað létt tónlist af ýmsu tagi, en að auki gefst hlustendum kost- ur á að senda LAUGAR- DAGSPÓSTINUM póstkort eða bréf um hvaðeina sem þeim liggur á hjarta. Einnig verður fylgst með umferð, veðri og því sem er að gerast víða um land. Umsjónarmaður í dag er Eva Al- bertsdóttir, en auk hennar munu Pétur Grétarsson og Valgeir Skagfjörð sjá um þennan þátt. í dag er 4. júní, laugardagur í sjöundu viku sumars, fimmtándi dagur skerplu, 156. dagur ársins. Sól kemur upp kl. 3.15 og sest kl. 23.40. Viðburðir Islandi boðin þátttaka á þingi Eydana 1832. Stofnað Raf- magnsvirkjafélag Reykjavíkur, síðar Félag íslenskra rafvirkja 1926. Þjóðviljinn fyrir50árum Drykkjuskapur og slagsmál á Geithálsi. 10 manns í 6 manna bíl. Lögreglan send til að skakka leikinn. - 500 kínverskir hásetar ganga af skipum sínum í mót- mælaskyni við hergagnaflutn- inga til Japana. - Allir á æsku- lýðsmótið um hvítasunnuna. ÚTVARP RÓT KL. 14.00 í þættinum Af vettvangi bar- áttunnar á Útvarpi Rót laugar- daginn 4. júní kl. 14, verður þriðji kaflinn í umfjöllun Rótar- innar um uppsveifluna í baráttu vinstrihreyfingarinnar á árunum 67-69. í þessum þætti verður fjallað um Víetnamfund í Tjarn- arbúð 21. des. ’68 og mikil átök á Austurvelli í kjölfar hans, um fund í Sigtúni á Þorláksmessu og um hinn eiginlega Þorláksmessu- slag. Einnig sagt frá Reykja- víkurgöngunni í kjölfar þessara atburða. Meðal þeirra sem fram koma í þættinum má nefna Ragn- ar Stefánsson, Birnu Þórðardótt- ur, Guðmund Hallvarðsson, Vernharð Linnet, Svein R. Hauksson og Sigurð A. Magnús- son. Skafti Halldórsson hefur umsjón með þættinum. Sú var tíðin að Elizabeth gat ekki neit- að sér um áfengi. Hér er hún í einni af myndumsínum. Elizabeth Taylor Stöð 2 kl. 12.00 í dag verður sýndur á Stöð 2 við- talsþáttur Michaels Aspels við Elizabeth Taylor leikkonu. Þar ræðir hún meðal annars um þá miklu breytingu sem hefur orðið á högum hennar. En hún var fyrir nokkrum árum afmynduð í útliti sökum ofdrykkju og ofáts. í dag er annað uppi á teningnum hjá þessari fyrrum glæsileikkonu. Sjónvarpið Laugardagur 4. júní 17.00 íþróttir Umsjónarmaður: Samúel Örn Erlingsson 18.50 Fréttaágrip og táknmálsfréttir 19.00 Litlu prúðuleikararnir Teikni- myndaflokkur 19.25 Barnabrek 19.50 Dagskrárkynning 20.00 Fréttir og veður 20.35 Lottó 20.40 Fyrirmyndarfaðir 21.10 Maður vikunnar 21.25 Opnun Listahátíðar Umsjón Sig- urður Valgeirsson 21.40 Lif og fjör í Las Vegas Upptaka frá skemmtidagskrá í Las Vegas i tilefni af 75 ára afmæli höfuðstaðar skemmtana- lífsins í Bandaríkjunum. Meðal þeirra sem koma fram eru: Dean Martin, Sam- my Davis yngri, Frank Sinatra, Ray Charles, Engilbert Humperdinck, Jerry LewisogTom Jones. Einnigverðasýnd töfrabrögð, dans o.fl. 23.10 Groundstar-samsærið Kanadísk bíómynd frá árinu 1972. Aðalhlutverk George Peppard og Michael Sarrazin. Grunur leikur á að skemmdarverk hafi verið unnið þegar sprenging á sér stað í geimrannsóknastöð Bandaríkjahers. Harðjaxlinum Tuxan er falið að rann- saka málið en gengur erfiðlega þar sem sá eini sem lifði af sprenginguna hefur misst minnið. 00.50 Útvarpsfréttir í dagskrárlok Sunnudagur 5. júní 17.50 Sunnudagshugvekja Ingimar Eydal flytur 18.00 Töfraglugginn 18.50 Fréttaágrip og táknmálsfréttir RÁS 1 FM, 92,4/93,5 Laugardagur 4. júní 6.45 Veðurlregnir. Bæn, séra Gisli Jón- asson flytur. 7.00 Fréttir. 7.03 „Góðan dag, góðir hlustendur" Pétur Pétursson sér um þáttinn. Fréttir á ensku kl. 7.30. Fréttir sagðar kl. 8.00, þá lesin dagskrá og veðurfregnir sagðar kl. 8.15. Að þeim loknum heldur Pétur Pét- ursson áfram að kynna morgunlögin. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónlist. 9.03 Saga barna og unglinga: „Drengirnir á Gjögri“ eftir Bergþóru Pálsdóttur. Jón Gunnarsson les (9). 10.00 Veðurfregnir. 10.25 Ég fer í fríið Umsjón: Hilda Torfadótt- ir. (Frá Akureyri). 11.00 Tilkynningar. 11.05 Vikulok Fréttayfirlit vikunnar, hlust- endaþjónusta, viðtal dagsins og kynn- ing á dagskrá Útvarpsins um helgina. Umsjón: Einar Kristjánsson. 12.00 Tilkynningar. Dagskrá. 12.20 Hádegisfréttir. 13.10 ísumarlandinu með Hafsteini Hafl- iðasyni. (Einnig útvarpað nk. miðdviku- dag kl. 15.03) 14.00 Tilkynningar. 14.05 Sinna Þáttur um listir og menning- armál. Umsjón: Magnús Einarsson og Þorgeir ÓLafsson. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.30 Tónlist eftir Wolfgang Amadeus Mozart a., Obókonsert í C-dúr KV 314. Ray Still leikur á óbó með Sinfóníu- hljómsveit Chicago-borgar. b. Rondó fyrir fiðlu með Filharmoníusveit Vínar- borgar; James Levine stjórnar. 16.50 Fyrstu tónleikar Listahátfðar í Reykjavík 1988 í Háskólabíó. Pólsk sálumessa eftir Krzysztof Penerecki. Fílharmoníuhljómsveitin frá Poznan og Fílharmoniukórinn í Varsjá flytja ásamt einsöngvurum undir stjórn höfundar. Tilkynningar. 19.35 Öskin Þáttur í umsjá Jónasar Jónas- sonar. (Einnig útvarpað á mánu- dagsmorgun kl. 10.30) 20.00 Harmonikuþáttur Umsjón: Sigurð- ur Alfonsson. 20.45 Af drekaslóðum Umsjón: Úr Austurlandsfjórðungi. Umsjón: Ingi- björg Hallgrímsdóttir og Kristín Karls- dóttir. (Frá Egilsstöðum) (Einnig útvarp- að á þriðjudag kl. 15.03). 21.30 Danslög. 22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.30 Stund með P.G. Wodehouse. Sig- urður Ragnarsson þýddi. Hjálmar Hjálmarsson les. 23.20 Kaflar úr „Kátu ekkjunni" eftir Franz Lehár Zoltan Keleman, Teresa Stratas, Rene Kollo, Elizabeth Harwo- od, Werner Hollweg, Donald Grobe og Werner Krenn syngja ásamt Kór þýsku óperunnar I Berlín. Fílharmoníusveit Berlínar leikur; Herbert von Karajan stjórnar. 24.00 Fréttir. 24.10 Um lágnættið Hanna G. Sigurðar- dóttir kynnir sígilda tónlist. 01.00 Veðurfregnir. Næturútvarp á sam- tengdum rásum til morguns. Sunnudagur 5. júní Sjómannadagurinn 7.45 Morgunandakt Séra Örn Friðriks- son prófastur á Skútustöðum flytur ritn- ingarorð og bæn. 8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Dagskrá. 8.30 Sunnudagsstund barnanna Þáttur fyrir börn í tali og tónum. Umsjón: Rakel Bragadóttir. (Frá Akureyri) (Einnig út- varpað um kvöldið kl. 20.00). 9.00 Fréttir. 9.03 Tónlist á sunnudagsmorgni a. Prelúdía og fúa í d-moll eftir Díetrich Buctehude. Charley Olsen leikur á org- el. b. „Brjót brauð þitt með hungruðum", kantata nr. 75 eftir Johann Sebastian Bach á fyrsta sunnudegi eftir Þrenning- arhátíð. Flytjendur: Jörg Erler og Mark- us Klein einsöngvarar Drengjakórsins í Hannover, Adalbert Kraus tenór, Max van Egmond bassi, Drengjakórinn i Hannover, Collegium Vocale kórinn í Gent ásamt Gustav Leonhardt kamm- ersveitinni; Gustav Leonhardt stjórnar. c. Hornkonsert nr. 1 í D-dúr K. 412 eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Barry Tuckwell leikur á horn með St. Martin- in-the-Fields hljómsveitinni; Neville Marriner stjórnar. 10.00 Fréttir. Tilkynningar. 10.25 Áslóðum Laxdælu Umsjón: Ólafur Torfason. (Einnig útvarpað daginn eftir kl. 15.03). 11.00 Sjómannaguðsþjónusta f Dóm- kirkjunni Séra Ólafur Skúlason vigslu- biskup prédikar. 12.20 Hádegisfrétfir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Sjómannalög Þar á meðal syngur Karlakór Reykjavíkur sjómannalög í út- setningu Ottós Grolls. Páll P. Pálsson stjórnar. Guðrún Kristinsdóttir og Grettir Björnsson leika með á pianó og harm- oníku. 14.00 Frá útisamkomu sjómannadags- ins við Reykjavfkurhöfn. Fulltrúar ríkisstjórnar, útgerðarmanna og sjó- manna flytja ávörp. Aldraðir sjómenn heiðraðir. 15.10 Sumarspjall Arnar Inga. (Frá Akur- eyri) 16.00 Fréttir. Tilkynningar. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarp. 17.00 M-hátið á Sauðárkróki Jón Gauti Jónsson tekur saman. 18.00 Sagan: „Hún ruddi brautina“ eftir Bryndísi Viglundsdóttur Höfundur byrjar lesturinn. Tilkynningar. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Tilkynningar. 19.35 Skáld vikunnar - Steinunn Sigurð- ardóttir. Sveinn Einarsson sér um þátt- inn. 20.00 Sunnudagsstund barnanna Þáttur fyrir börn í tali og tónum. Umsjón: Rakel Bragadóttir. (Frá Akureyri) (Endurtek- inn þáttur frá morgni). 20.30 Sígild dægurlög. 21.30 Útvarpssagan: „Sonurinn" eftir Sigbjörn Hölmebakk Sigurður Gunn- arsson þýddi. Jón Júliusson les (18). 22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Norræn dægurlög. Þáttur í umsjá Soffiu Guðmundsd. 23.00 Frjálsar hendur Umsjón: lllugi Jökulsson. 24.00 Fréttir. Næturútvarp á samtengdum rásum til morguns. Mánudagur 6. júní 6.45 Veðurfregnir. Bæn, séra Árni Pálsson flytur. 7.03 I morgunsárið með Daníel Þor- steinssyni. Fréttayfirlit kl. 7.30 og 8.30, fréttir kl. 8.00 og veðurfregnir kl. 8.15. Fréttir á ensku að loknu fréttayfirliti kl. 7.30. Tilkynningar laust fyrir kl. 7.30, 8.00, 8.30 og 9.00. Sigurður Konráðs- son talar um daglegt mál laust fyrir kl. 8.00. 9.00 Fréttir. 9.03 Morgunstund barnanna: „Stúart litli“ eftir Elwin B. White Anna Snorra- dóttir les þýðingu sína (11). (Einnig út- varpað um kvöldið kl. 20.00). 9.20 Morgunleikfimi Umsjón: Halldóra Björnsdóttir. 9.45 Búnaðarþáttur Ólafur R. Dýr- mundsson ræðir við Braga Líndal Ólafs- son um fóðrun holdagripa. 10.00 Fréttir. Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Óskin Þáttur í umsjá Jónasar Jónas- sonar. (Endurtekinn frá laugardegi). 11.00 Fréttir. Tilkynningar. 11.05 Samhljómur Umsjón: Hanna G. Sigurðardóttir. 11.55 Dagskrá. 12.00 Veðurfregnir. Tilkynningar 13.05 í dagsins önn - Brúðuleikhús Um- sjón: Sverrir Guðjónsson. 13.35 Miðdegissagn: „Lyklar himnarík- is“ eftir A.J. Cronin Gissur Ó. Erlings- son þýddi. Finnborg Örnólfsdóttir les (15). 14.00 A frívaktinni Þóra Marteinsdóttir kynnir óskalög sjómanna. (Einnig út- varpað aðfaranótt föstudgs að loknum fréttum kl. 2.00). 15.00 Fréttir. 15.03 Áslóðum Laxdælu Umsjón: Ólafur Torfason. (Endurtekinn þáttur frá sunnudagsmorgni). 15.35 Lesið úr forustugreinum lands- málablaða. 16.00 Fréttir. 16.03 Dagbókin Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið Skroppið til Hafnar- fjarðar og spjallað viö krakka í tilefni af 80 ára afmæli bæjarins. Umsjón: Kristín Helgadóttir. 17.00 Fréttir. 17.03 Tónlist á síðdegi - Marcello, Mut- hell og Handel a. Konsert nr. 2 í e-moll eftir Bennedetto Marcello. I Solisti de Milano kammersveitin leikur; Angelo Ephrikian stjórnar. b. Konsert í d-moll fyrir sembal, tvö fagott og strengjasveit eftir Johann Gottfried Múthel. Eduard Múller leikur á sembal og Heinrich Göld- ner og Otto Steinkopf á fagott með Scola Cantorum hljómsveitinni í Basel; August Wenzinger stjórnar. c. Konsert i B-dúr eftir Georg Fríedrich Hándel. St. Martin-in-the-Fields hljómsveitin leikur; Neville Marriner stjórnar. 18.00 Fréttir. 18.03 Fræðsluvarp Umsjón: Steinunn Helga Lárusdóttir. Tónlist. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Daglegt mál Endurtekinn þáttur frá morgni sem Sigurður Konráðsson flytur. 19.40 Um daginn og veginn Sigurður Pálsson málari talar. 20.00 Kvöldstund barnanna: „Stúart litll“ eftir Elwin B. White Anna Snorra- dóttir les þýðingu sína (11). (Endurtek- inn lestur frá morgni). 20.15 Barokktónlist a. Konsert í D-dúr fyrir kontrabasa og hljómsveit eftir Jo- hann Baptust Vanhal. Ludwig Streicher leikur með Kammersveitinni í Inns- bruck; Othmar Costa stjórnar. b. Fant- asía nr. 2 i G-dúr fyrir einleiksfiðlú eftir Georg Philipp Telemann. Arthur Grumí- aux leikur á fiðlu. c. Konsert í d-moll fyrir tvær fiðlur og hljómsveit eftir Johann Sebastian Bach. Arthur Grumiaux og Koji Toyoda leika með Nýju fílharmoníu- sveitinni í Lundúnum; Edo de Waart stjórnar. —-UTVARP*- 21.00 Landpósturinn - Frá Norðurlandi Umsjón: SigurðurTómas Björgvinsson. (Endurtekinn frá fimmtudagsmorgni). 21.30 Islensk tónlist a. „Dimma" eftir Kjartan Ólafsson. Helga Þórarinsdóttir leikur á viólu og Anna Guðný Guð- mundsdóttir á píanó. b. Kvintett í e-moll fyrir fimm blásara eftir Atla Ingólfsson. Martial Nardeau leikur á flautu, Kristján Þ. Stephensen á óbó, Sigurður I. Snorrason á klarinettu, Þorkell Jóelsson á horn og Björn Th. Árnason á fagott. c. Þáttur fyrir málmblásara og slagverk eftir Snorra Sigfús Birgisson. Félagar úr Sinfóníuhljómsveit fslands leika; Paul Zukofsky stjórnar. 22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Gestastofan Stefán Bragason ræðir við Árna Isleifsson tónlistarmann. (Frá Egilsstöðum) 23.10 Kvöldstund í dúr og moll með Knúti R. Magnússyni. 24.00 Fréttir. Næturútvarp á samtengdum rásum til morguns. RÁS 2 FM 90,1 Laugardagur 4. júní 02.00 Vökulögin Tónlist af ýmsu tagi í næturútvarpi. Fréttir kl. 2.00 og 4.00 og sagðar fréttir af veðri og flugsam- göngum kl. 5.00 og 6.00. Veðurfregnir frá Veðurstofu kl. 4.30. 8.00 Laugardagsmorgunn með Erlu B. Skúladóttur. Erla leikur létta tónlist fyrir árrisula íslendinga, litur í blöðin og fleira. 10.05 Nú er lag Gunnar Salvarsson tekur á móti gestum í morgunkaffi, leikur tón- list og kynnir dagskrá Ríkisútvarpsins. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Á réttri rás Umsjón: Halldór Hall- dórsson. 15.00 Laugardagspósturinn Meðal efn- is: Lesið úr breéfum og póstkortum sem þættinum berast frá hlustendum, fylast meðumferð, veðrio.fl. Umsjón: EvaÁs- rún Albertsdóttir. 17.00 Log og létt hjal Svavar Gests leikur innlend og erlend lög og ræðir um lista- og skemmtanalíf um helgina. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Kvöldtónar Tónlist af ýmsu tagi. 22.07 Út á líflð Pétur Grétarsson ber kveðjur milli hlustenda og leikur óskalög. 02.00 Vökulögin Tónlist af ýmsu tagi í næturútvarpi til morguns. Fréttir kl. 2.00 og 4.00 og sagðar freftir af veðri og flugsamgöngum kl. 5.00 og 6.00. Veðurfregnir frá Veðurstofu kl. 4.30. Sunnudagur 5. júní Sjómannadagurinn 02.00 Vökulögin Tónlist af ýmsu tagi I næturútvarpi. Fréttir kl. 2.00 og 4.00 og sagðar fréttir af veðri og flugsam- göngum kl. 5.00 og 6.00. Veðurfregnir frá Veðurstofu kl. 4.30. Fréttir á ensku kl. 7.30. 9.00 Sunnudagsmorgunn með önnu Hinriksdóttur. Anna leikur létta tónlist fyrir árrisula Islendinga, litur í sunnu- dagsblöðin o.fl. 11.00 Úrval vikunnar Úrval úr dægur- málaútvarpi vikunnar á Rás 2. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Um loftin blá Sigurlaug Jónasdóttir leggur spurningar fyrir hlustendur og leikur létta tónlist að hætti hússins. 14 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN Laugardagur 4. júní 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.