Þjóðviljinn - 04.06.1988, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 04.06.1988, Blaðsíða 13
 Undirrítaöur ‘’iierlluiiu stadf&m samræm? —-------1 £n1ln Itun 09 ad T^^Okudagu, ''totbltlnu hvers mánaðor Málfríður Einarsdóttir Stórfundur um Málfríði Félag áhugamanna um bók- menntir ætlar að Ijúka starfsári sínu með stórfundi um Málfríði Einarsdóttur sem haldinn verður laugardaginn fjórða júní á Hótel Loftleiðum og hefst klukkan hálftvö. Dagskráin hefst á tölu Sigfúsar Daðasonar skálds og útgafenda verka Málfríðar og nefnist hún „Málfríður - engum lík?“ Ekki nema von að spurt sé, svo sér- stætt sem höfundarverk hennar er í eðli sínu eða þá ferill hennar sjálfur: margir vissu að Málfríður var með afbrigðum ritfær, en fáir áttu von á þvílíku uppgosi ágætra bóka sem hún stóð fyrir á síðustu árum ævi sinnar. Ingunn Þ Magnúsdóttir, Elías Mar, Ragnheiður Guðmunds- dóttir og Vilborg Dagbjartsdóttir miðla ýmsum fróðleik um Mál- fríði og athugunum um verk hennar á fundinum. Lesið verður úr verkum hennar og sýnd verður stutt kvikmynd sem Guðbergur Bergsson tók af Málfnði og hefur hann spunnið inn á myndina „tal- ljóð“. Aðgangseyrir að Málfríð- arþingi er 300 kr. fyrir félags- menn en 500 kr fyrir utanfélags- menn og er innifalið kaffi og meðlæti. áb ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13 Listasafn íslands Norræn konkretlist 1907-1960 Launagreiðendum ber að skila afdreginni staðgreiðslu af launum og reiknuðu endur- gjaldi mánaðarlega. Ekki skiptir máli í þessu sambandi hversu oft í mánuði laun eru greidd né hvort þau eru greidd fyrirfram eða eftir á. Gjalddagi skila er 1. hvers mánaðar en eindagi þann 15. Með greiðslu skal fylgja grein- argerð á sérstöku eyðublaði „skilagrein". Skilagrein berað skila, þó svo að engin stað- greiðsla hafi verið dregin af í mánuðinum. Allar fjárhæðir skulu vera í heilum krónum. Allir launagreiðendur og sjálf- stæðir rekstraraðilar eiga að hafa fengið eyðublöð fyrir skilagrein send. Þeir sem ein- hverra hluta vegna hafa ekki fengið þau snúi sér til skatt- stjóra, ríkisskattstjóra, gjald- heimtna eða innheimtumanna ríkissjóðs. -Gerið skil tímanlega og forðist örtröð síðustu dagana. RSK RÍKISSKATTSUÓRI Sýningin Norræn konkretlist 1907-1960 verður opnuð í Lista- safni íslands við opnun Listahát- íðar í dag kl. 14.00. Listasafn íslands er beinn aðili að þessari sýningu og hefur staðið að undirbúningi hennar fyrir ís- lands hönd, en hún er samnor- rænt verkefni unnið að frum- kvæði Norrænu listamiðstöðvar- innar í Sveaborg. Sýningin er mjög metnaðarfull tilraun til að sýna og skýra þetta ákveðna tímabil norrænnar nú- tímalistar frá 1907 og 1960. Sýn- ingin leggur þó megináherslu á sjötta áratuginn en um leið er leitast við að útskýra uppruna og rætur konkretlistarinnar á Norðurlöndunum. Á sýningunni eru bæði mál- verk og höggmyndir. Frá íslandi eru verk eftir Finn Jónsson, Svav- ar Guðnason, Valtý Pétursson, Þorvald Skúlason, Karl Kvaran, Eirík Smith, Hjörleif Sigurðsson og myndhöggvarana Ásmund Sveinsson, Gerði Helgadóttur og Guðmund Benediktsson. Þróunin var mjög misjöfn í hverju Norðurlandanna og þess- ari iist var misjafnlega tekið. Það var einkum í Danmörku og Sví- þjóð sem jákvæðar undirtektir fengust. í Noregi var það ekki fyrr en nýlega að módernistarnir uppgötvuðust. í Finnlandi voru það einungis tveir listamenn sem héldu uppi einhverjum konkret- ískum merkjum. Á tslandi varð konkretlistin mjög sterk á sjötta áratugnum undir áhrifum frá Par- ís. En þegar Finnur Jónsson kom heim og hélt sýningu á abstrakt- verkum árið 1925 hér í Reykjavík fékk hún svo slæmar viðtökur að hann breytti algjörlega um stefnu. Sýningin var frumsýnd í Amos Anderssons Konstmuseum í Helsingfors í Finnlandi og síðan sýnd í Norrköpings Konstmuse- um í Svíþjóð og Henie-Onstad Kunstsenter í Hövikodden í Nor- egi. Henni lýkur í Kunsthallen, Brandts klæderfabrik í Óðinsvé- um. Sýningin er opin alla daga nema mánudaga kl. 11-22, til loka Listahátíðar þann 19. júní, en síðan eftir að Listahátíð lýkur kl. 11-17 fram til 31. júlí. Finnur Jónsson er meðal fulltrúa Islands á sýningunni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.