Þjóðviljinn - 10.06.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 10.06.1988, Blaðsíða 1
Föstudagur 10. júní 1988 130. tölublað 53. órgangur Sambandsaðalfundurinn Grátur og gnístran tanna 500 milljóna króna halli á síðasta ári. Uppstokkun og niðurskurður lausnarorð dagsins. OlafurRagnar Grímsson gerði harða hríð að launastefnu Sambandsins Rekstrarstaða Sambandsins og kaupfélaganna reyndist mun bág- bornari á síðasta ári en samvinnu- menn hafði órað fyrir. Hallinn á síðasta ári nam litlum 500 miljón- um króna. Þar af var hallinn á rekstri Sambandsins um 200 milj- ónir og kaupfélaganna 300 milj- Raunvísindastofnun Óhappí efnafræði- stofu í gær varð að rýma hús Raun- vísindadeildar Háskóla íslands vegna óhapps er varð þar í efna- fræðistofu. Að sögn Sigríðar Jóns- dóttur efnafræðings sprakk gler- flaska sem í var efnið fosfín en auk þess sem efnið er baneitrað er það mjög eldfimt. Kviknaði í efninu og varð töluvert reykjar- kóf. Svo vel vildi til að ekki var neinn inni í herberginu þegar flaskan sprakk. Kallað var á slökkvilið og lög- reglu og fóru reykkafarar niður í efnafræðistofuna. Náðu þeir í leifarnar af glerflöskunni og loft- uðu út. Ekki urðu nein slys á mönnum. -sg Sigríður Jónsdóttir útskýrir fyrir vel búnum reykkafara hvar finna megi leifarnar af glerflöskunni sem sprakk. Mynd: ARI Valkyrjur í vígahug Ungverska skákdrottningin Zsuzsu Polgar heldur uppteknum hætti á alþjóðlega skákmótinu á Eg- ilsstöðum og virðist verða rýrt fyrir henni smámennið. I gær gekk Jam- es Plaskett á hóliu við hana en eftir að þau höfðu att kappi nokkra hríð játaði karlpeningurinn sig sig- raðan. Önnur úrslit í A-flokki urðu þessí: Hannes Hlífar gerði sér lítið fyrir og sigraði alþjóðlega meista- rann Karl Þorsteins og Björgvin Jónsson lagði Sævar Bjarnason. Tveimur skákum var ólokið er við slógum á þráðinn austur í gær- kvöldi. Mark Orr var talinn standa höllum fæti í glímunni við Þröst Þórhallsson en staðan í skák Helga Ólafssonar og Júdítar Polgar þótti flókin mjög og tvísýnt um úrslit. Þá hafði Helgi riddara, biskupi og tveimur peðum á að skipa gegn hróki og þremur peðum fjanda síns. I B-flokki er sigurganga Soffíu Polgar órofin. í gær bar hún hærra hlut úr viðureign þeirra Uros Ivan- ovics og hefur hreppt 4 vinninga úr 4 skákum! _ks. ónir, en flest kaupfélaga landsins voru rekin með halla á síðasta ári. í máli forystumanna Sam- bandsins á aðalfundinum í Bif- röst í gær, kom fram að þeir sæju fáar leiðir aðrar út úr ógöngunum en uppstokkun á rekstri hinna ýmsu deílda og samdrátt í starf- semi. Ólafur Ragnar Grímsson, sem er einn af fulltrúum Kron á aðalf- undinum, gerði harða hríð að launastefnu Samvinnuhreyfing- arinnar á síðustu árum. Hann kvað launastefnu Sambandsins, sem byggðist á stefnumiðum Verslunarráðsins og VSÍ hafa orðið til þess að hreyfingin hafi glatað trausti fólks. Ólafur benti á að Samvinnu- hreyfingin öðlaðist ekki fyrra traust, nema því aðeins að hún söðlaði um og mótaði sjálfstæða stefnu í launamálum, sem miðað- ist við jafnlaunastefnu og lífvæn- leg lágmarkslaun. Sjá síðu 3 Akureyri Bráðabirgðalögin Stjómin fari í frí Ólafur Ragnar Grímsson for- maður Alþýðubandalagsins sagði í samtali við Þjóðviljann í gær að vandræðagangur, deilur og mót- sagnir væru orðnar varanlegt vörumerki ríkisstjórnarinnar. Eitt ráðuneyti vissi ekki hvað annað aðhefðist og það væri spurning hvort ekki væri þjóðinni fyrir bestu að stjórnin færi í var- anlegt sumarfrí. Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ sagði að bráðabirgðalögin banni verkföll á vegum stéttar- félaga þannig að starfsmenn á einstökum vinnustöðum gætu ekki haft skjól af sínu stéttarfé- lagi í þjarki um kaup og kjör. En ef atvinnurekendum hentaði að hundsa lögin væri ríkisstjórnin ráðalaus. Sjá síðu 3 Fleiri framhjá lögum Tvöfélög hjúkrunarfrœðinga semja. YngviKjartansson: Hefðum annars horft á eftir fjölda manns úr starfi Það fer að vera erfitt að telja alla þá kjarasamninga sem gerðir hafa verið að undanförnu „og horfa framhjá" bráðabirgða- lögunum eins og sumir hafa orð- að það. í síðustu viku var gengið frá samningum við tvö stéttafélög hjúkrunarfræðinga á Akureyri sem hljóða upp á talsvert meiri launahækkanir en bráðabirgða- lögin heimila. Yngvi Kjartansson fulltrúi Al- þýðubandalagsins í Kjarasamn- inganefnd Akureyrarbæjar sagð- ist hafa undirritað þessa samn- inga þrátt fyrir bráðabirgðalögin en auðvitað væri í þessum samn- ingum yerið að fara í kring um lögin. Astandið væri hins vegar þannig að ekki væri hægt að fara eftir eins vondum lögum og bráð- abirgðarlögunum. Yngvi sagði að ekki þýddi að tala um að samningurinn við Félag háskóla- lærðra hjúkrunarfræðinga væri til samræmingar við samninga sem gerðir hefðu verið við félagið í Reykjavík. FHH væri nýtt félag sem aldrei hefði haft kjarasamn- ing á Akureyri. Þess vegna væri algerlega um nýjan samning að ræða. „Við stóðum einfaldlega frammi fyrir því að fjöldi hjúkr- unarfræðinga segði upp störfum ef launin hækkuðu ekki", sagði Yngvi. Það hefði ekki verið á mikla manneklu á sjúkrahúsinu bætandi. -hmp

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.