Þjóðviljinn - 10.06.1988, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 10.06.1988, Blaðsíða 10
Lögreglan fer á stúfana Bráðabirgöalögin sem ríkis- stjórnin okkar setti nú fyrir skömmu ætla líklega að hafa meiri eftirmála en nokkurn mun hafa órað fyrir. Víðsvegar um landið, í öllum hugsanlegum skúmaskotum bauka nú helstu fulltrúar launþega og atvinnurekenda við þá glæpsamlegu iðju að brjóta þessi lög á allan hugsanlegan hátt. Svo víðtæk mun þessi iðja veraorðin, aðjafnvel starfsmenn stjórnarráðsins munu vera komnir með uppá vasann einn slíkan glæpasamning og mun hann varðveittur í leyndustu hirsl- um ráðuneytanna. Munu ráð- herrarnir hafa af þessu þungar áhyggjur, en lítið mun vera hægt að gera, því að engin viðurlög munu vera við því að brjóta þessi lög. Svona mun málið hafa gengið þar til lögreglan ákvað að skerast í leikinn og ákveða sjálf hvaða viðurlögum skyldi beitt. í gær- kveldi var svo gefin út tilskipun af hálfu lögreglunnar, um handtöku helstu forsprakka hinna ólöglegu glæpasamninga og birtur listi með nöfnum helstu forsprakk- anna.Þar var auðvitað efstur á blaði framkvæmdastjóri VSI sk. Tyggjó-Tóti og lagt umtalsvert fé til höfuðs honum. Hann mun hinsvegar hafa sloppið fyrir horn í næsta hús í Garðastrætinu til so- véska sendiherrans, rétt áður en lögreglan kom á staðinn og um- kringdi húsið, og dvelur nú þar í besta yfirlæti sem pólitískur flóttamaður. Öll skjöl og eignir VSÍ munu hafa verið gerð upp- tækog húsvörðurog ræstinga- kona handtekin. Af öðrum aðilum þessa máls er það að segja, að stéttarfélögin sem stóðu að hinum svívirðilegu lögbrotum í Álverinu er búið að leysa upp og helstu forystumenn þeirra flúnir til fjalla. Síðast spurð- isttil forystumanna Hlífar í Hafn- arfirði og málmiðnaðarmanna þarsem þeirfóru huldu höfði ein- hversstaðar á Arnarvatns- heiðinni. Hvort þeir hafa leitað á náðirFjalla-Eyvindarog Höllu skal ósagt látið, en Ijóst er að í landinu ríkirskálmöld. Grói í dag er 10. júní, föstudagur í áttundu viku sumars, tuttugasti og fyrsti dagur skerplu, 162. dagurársins. Sól kemur upp í Reykjavík kl. 3.03 og sestkl. 23.53. Viöburöir Þjóðhátíðardagur Portúgal. Þriðja alþjóðasambandið leyst upp1943. Þjóöviljinn fyrir 50 árum Eiga Dagsbrúnarverkamenn að ráða Dagsbrún? Þeir sem bera hag Dagsbrúnarfyrirbrjósti og vilja að lög hennar séu haldin setjaXviðJá. Verkamenn, mun- ið að hér er kosið um framtíð Dagsbrúnar. - Vorboðinn efnir til skemtunar á Arnarhólstúni. Styrkið barnaheimili Vorboðans. - Sjómannafélagsfundur í kvöld. Sigurjón hefir þrjóskast við að halda fund þar til skipin eru að fara á síld. UM UTVARP & SJONVARP í sumar- skapi Stöð 2/Stjarnan kl. 21.25 Með listamönnum er yfirskrift skemmtiþáttarins í sumarskapi sem sendur verður beint út frá Hótel íslandi á Stöð 2 í kvöld og sendur út samtímis á Stjörnunni. Það er yfirstandandi Listahátíð sem er þeim Sögu Jónsdóttur og Jörundi Guðmundssyni hug- leikin þessa stundina og kemur efni þáttarins til með að bera keim af því. Tónlistar- maður vikunnar Aö duga eða drepast Sjónvarpið kl. 22.10 ingahersveitinni. Sögusviðið er í Mynd þessi sem er frá árinu Marokkó, þar sem sveitin á að 1977 getur ekki státað af oflofi Það er Gene Hackman sem fer gæta fornleifafræðings sem er á því handbækur um kvikmyndir með aðalhlutverk í kvikmynd leiðinni til að rannsaka verðmætt gefa henni annað hvort enga eða sjónvarpsins í kvöld. Mynd þessi grafhýsi. Leiðangurinn lendir í bara tvær stjörnur. fjallar um lífið í frönsku útlend- miklum hrakningum. Rás eitt kl. 23.10 Síðastliðinn vetur var hafður sá háttur á í Samhljómsþáttunum að velja tónlistarmann vikunnar. Sá fyrsti sem varð fyrir valinu á þessu ári var Rut Magnússon söngkona og framkvæmdastjóri Listahátíðar 1988. í þessum þætti, sem verður endurtekinn á Rás 1 í kvöld, ræðir Hanna G. Sigurðardóttir við Rut um nám hennar og störf í Bretlandi, sem og störf hennar margvísleg að tónlistarmálum hérlendis, við söng, kennslu, kórstjórn og skip- ulagsstörf. Inn í viðtalið er skotið hljóðritunum með söng Rutar og kóranna sem hún hefur stjórnað. GARPURINN KALLI OG KOBBI Ég sem vissi ekki að hann væri til fyrir nokkrum dögum og nú er hann dáinn. Soldið meiningarlaus kynni, finnst þér það ekki? FOLDA 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 10. júní 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.