Þjóðviljinn - 10.06.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 10.06.1988, Blaðsíða 2
Ef veður verður skaplegt við Kolbeinsey næstu daga má fastlega búast við því að dr. Hans Fricke nái að safna sýnum af hitaþolnum örverum á hafsbotninum við eyna með aðstoð dvergkafbátsins GEO. FRETTIR Kolbeinsey ReyntaS nýju Dvergkafbáturinn GEO kafar eftir hita- þolnum örverum á hafsbotni Igærkvöld flugu átta vísinda- menn norður til Grímseyjar til móts við vitaskipið Árvakur sem lagði af stað í fyrradag úr Reykja- víkurhöfn með dvergkafbátinn GEO sem áður var um borð í þýska ísbrjótnum Pólstjörnunni við rannsóknir við Kolbeinsey. Leiðangursstjóri er dr. Jakob Kristjánsson líffræðingur hjá Iðntæknistofnun. Tilgangur leiðangursins er að safna sýnum úr hverum á haf- botninum við Kolbeinsey en hugsanlegt er að þar sé að finna örverur sem lifa við hærra hitastig en áður hefur þekkst. Ætlunin var að safna þessum sýnum í leiðangrinum með Pólstjörrrunni á dögunum en sú tilraun fór að mestu út um þúfur vegna tryg- gingamála. Nú er það mál hins vegar úr sögunni og ef ekkert verður að veðri má ætla að hægt verði að komast á hafbotninn með aðstoð dvergkafbátsins sem er smíðaður í Sviss og hefur verið notaður við köfun í ótal skipti og reynst vel. Af vísindamönnunum átta eru tveir fslendingar auk dr. Jakobs þeir Guðni Alfreðsson frá Líf- fræðistofnun og Jón Örn Bjarna- son frá Orkustofnun. Hinir fimm eru þýskir vísindamenn frá há- skólunum í Regensburg og Kiel auk áhafnar kafbátsins frá Max Planck stofnuninni í Seewiesen undir stjórn dr. Hans Fricke. -grh Námsmenn Krefjast afsagnar formanns Megn óánægja með störf Sigurbjöms. Einrœðisleg vinnubrögð. Hefur glatað trausti Fulltrúar námsmanna í stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna gengu á fund fnenntamálaráð- herra sl. miðvikudag. Fulltrú- arnir óskuðu eftlr því að Sigur- björn Magnússon yrði leystur frá störfum sem stjórnarformaður LÍN. í bréfi til ráðherra lýsa full- trúarnir yfir megnri óánægju með störf Sigurbjörns; starfs- hættir hans hefðu bitnað á störf- um stjórnarinnar og þar með starfsemi sjóðsins. Námsmenn hafa átt í útistöð- um við Sigurbjörn í allan vetur. Skemmst er að minnast með- lagsmálsins sem endaði með fullnaðarsigri námsmanna. í bréfi til ráðherra mótmæla full- trúarnir ma. túlkun stjórnarfor- mannsins á fundarsköpum. Sig- urbjörn hafi túlkað reglur um fundarsköp þannig að hann gæti ákveðið þau einhliða. Með þessu móti hafi hann skert málfrelsi stjórnarmanna, slitið og frestað fundum að geðþótta og ekki orð- ið við óskum istjórnarmanna um að ákveðin mlál væru tekin upp. j „Steininn ítók þó úr sam- skiptum okkar við formanninn þegar hann neitaði margítrekaðri beiðni okkar um fund í stjórn- inni,“ segir í bréfi fulltrúanna. Fulltrúarnir hefðu margsinnis beðið um fund í stjórninni í vor og ítrekað ósk sína með skeyti til stjórnarformannsins. Þrátt fyrir að iögð hefði verið fram tillaga að rökstuddri dagskrá hefði Sigur- bjöm neitað að boða til fundar. Þjóðviljinn hafði samband við Sigurbjörn Magnússon og sagðist hann ekki hafa heyrt af kröfum um afsögn hans. „Eg skil ekkert í þessu og held mínu striki hjá LÍN á meðan ég hef traust ráðherra," sagði Sigurbjörn. Hann vísaði á- sökunum námsmanna um ger- ræðisleg vinnubrögð á bug og sagði þá hafa fengið að ræða öll sín mál í stjórninni. Prjár námsmannahreyfingar eiga fulltrúa í stjórn LÍN: SHÍ, BISN og SÍNE. _hmp Slippstöðin Ihuga hlutabréfakaup Óskar Alfreðsson trésmiður: Bjóðum í hlutabréf ríkisins fáum við þau á viðunandi kjörum. Bíðum eftirfundi með fjármálaráðherra. Búið að metahlut ríkisins en ekkigefið upp hver hann er Það er almennur vilji starfs- manna hér að ef ríkið selur sinn hlut í Slippstöðinni að hann fari ekki á fárra manna hendur og menn tala um það hér sín í milli að starfsmenn bjóði í hlutabréf ríkisins, verði af sölu. Að öðru leyti vísum við alfarið til undir- skriftalistans frá því fyrr í vetur þar sem við mótmæltum harðlega að ríkið yfirhöfuð seldi sinn hlut,“ sagði Óskar Alfreðsson trésmiður í Slippstöðinni á Akur- eyri við Þjóðviljann. Ríkisstjórnin með Jón Baldvin fjármálaráðherra í broddi fylk- ingar hefur fullan hug á að selja þau 54% sem ríkið á í Slippstöð- inni og fyrr á árinu voru sendir matsmenn norður til að taka út vélakost og fasteignir fyrírtækis- ins til að meta raunvirði þess auk annarra þátta sem að gagni mættu koma við verðlagningu ríkishlutabréfanna. Þeirri vinnu er að mestu lokið en þrátt fyrir það er farið með niðurstöður matsins sem hernaðarleyndar- máls í fjármálaráðuneytinu og sagði Sveinbjörn Óskarsson deildarstjóri að það væri með öllu óvíst hvenær þær yrðu birtar. Að sögn Óskars Alfreðssonar hafa starfsmenn stöðvarinnar óskað eftir því að fjármálaráð- herra komi norður og geri hreint fyrir sínum dyrum við þá og upp- lýsi jafnframt um þau kjör sem ríkið hyggst bjóða væntanlegum kaupendum. Óskar sagði að starfsmenn yrðu að fá góð greiðslukjör ef þeir ættu að geta boðið í hlutabréf ríkisins. f dag er unnið að smíði 290 brúttórúmlesta skips sem er eina nýsmíðin og ekki fleiri í sjónmáli. Aðeins er unnið í dagvinnu og sagði Óskar að öllu óbreyttu væri ekki bjart framundan hjá fyrir- tækinu sem og öðrum skipasmíð- astöðvum landsins. Á aðalfundi Slippstöðvarinnar fyrir skömmu kom fram tillaga um hvort afnema skuli for- kaupsrétt hluthafa stöðvarinnar. Vegna formgalla var tillögunni vísað frá en búast má við að hún verði borin fram og jafnvel sam- þykkt á hluthafafundi síðar í þessum mánuði. Tillagan kom einnig til umræðu á bæjarstjórn- arfundi fyrr í vikunni og mætti þar harðri andstöðu bæjarfull- trúa Alþýðubandalags og Fram- sóknar en núverandi meirihluti bæjarstjórnar, íhald og kratar studdu tiilöguna. Hún kom þó ekki til afgreiðslu og var henni frestað. Til þess að tillagan nái fram að ganga á hluthafafundinum um nk. mánaðamót þarf 2/3 hluta at- kvæða og nægir þar samþykki fulltrúa ríkisins og Akureyrarbæ- jar sem á 36,1% í fyrirtækinu. Aðrir eigendur eru KEA með 6%, Eimskip með 2,4% og aðrir aðilar minna. -grh Ölduselsskóli Kennarar óánægðir Hafa hugleitt að segja upp störfum að er kannski of sterkt til orða tekið að við ætlum að efna til fjöldauppsagna. Hitt er annað mál að við erum auðvitað mjög óánægð með niðurstöðu þessa máls og margt starfsfólk skólans mun eiga mjög erfitt með að mæta hingað til vinnu í haust, sagði Jósefina Friðriksdóttir kennari við Þjóðviljann. Megn reiði og óánægja er með- al starfsfólks Ölduselsskóla vegna þess að menntamálaráðherra Bigir Is- leifur Gunnarsson veitti Sjöfn Sigurbjörnsdóttur stöðu skóla- stjóra í Ölduselsskóla og hunds- aði vilja kennara og foreldrafél- agsins sem hafði mælt með Reyni Danfel Gunnarssyni yfirkennara í starfið. Starfsfólkið mun hittast nk. miðvikudag til skrafs og ráða- gerða um hvernig bregðast skuli við þessum vinnubrögðum ráð- herrans. Að sögn Jósefínu verða kenn- arar sem og annað starfsfólk skólans að gera það upp við sig hvort það ætlar að starfa áfram við skólann eða ekki. Hún sagði að það kæmi vart til greina að hennar dómi að fara í einhvers konar skæruhernað gegn Sjöfn. Fólk yrði að gera dæmið upp fyrir sér og taka af skarið hvort það ætlaði að halda áfram störfum við skólann eða ekki. Stjórn foreldrafélagsins fund- aði um málið sl. miðvikudag en engar ákvarðanir voru teknar á þeim fundi. Þó var ákveðið að kalla fulltrúaráðið saman til fundar nk. mánudag. -iþ/grh Stöðuveitingar Lektorsstaðan bíður enn Menntamálaráðherra fer sér að engu óðslega. Birgir Isleifur: Ekkert ákveðið hvenœr staðan verðurveitt. Líkur Hannesar Hólmsteins taldar minni eftir stöðuveitingu Sjafnar Menntamálaráðherra hefur ekki enn gert upp hug sinn, allavega ekki formlega, um hvern hann setur í lektorsstöðu í stjórnmálafræði við Háskóla Is- lands. Birgir ísleifur Gunnarsson sagði í samtali við blaðið, að hann gæti ekki sagt til hvenær hann skipaði í stöðuna. Eins og kunnugt er féllu at- kvæði þannig á deildarfundi Fé- lagsvísindadeildar að einn um- sækjandinn Ólafur Þ. Harðar- son, sem gegnt hefur stöðunni, fékk 15 atkvæði af 17. Hannes Hólmsteinn Gissurarson, sem dómnefnd áleit vanhæfan til að gegna stöðunni, fékk ekkert at- kvæði. Vitað er að fylgisveinar Hann- esar Hólmsteins sækja stíft að Hannes fái stöðuna. Að mati við- mælenda blaðsins, hafa líkur þess að menntamálaráðherra skipti Hannes minnkað verulega eftir að ráðherra setti Sjöfn Sigur- björnsdóttur sem skólastjóra í Ölduselsskóla, með þeim rök- stuðningi að hann sæi sér ekki fært annað en að fara eftir faglegu áliti meirihluta fræðsluráðs og því hljóti það sama að gilda með dómnefndarálitið. -ib/rk 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 10. júni 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.