Þjóðviljinn - 10.06.1988, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 10.06.1988, Blaðsíða 16
—iSPURNINGIN— Hvernig á aö bregðast við brotum á bráða- birgðalögunum? Helgi Jenssen sérfræðingur: Ég held að einasta ráðið sé að koma rfkisstjórninni, sem setur svo vond lög, frá. Nils Gústavsson verkfræðinemi: Ég hef nú ekki spáð svo mikið í þessi lög, en það eru eitthvað skrýtin lög sem hægt er að brjóta bara si svona, án þess að nokkuð sé gert. þJÓÐVILIINN Föstudagur 10. júní 1988 130. tölublað 53. örgangur SÍMI681333 Á KVÖLDIN 681348 Á LAUGARDÖGUM 681663 Ég er búinn að drekka hafsjó af kaffi og smakka á öllum mögulegum og ómögulegum kökum og nú vill ég fara aí) komast í loftið, gæti þessi ábúðarfulli farþegi verið að segja. Flugtafir Allt flug úr skorðum Hákon Guðbjartsson verkfræðinemi: Fara bara eftir lögunum og gera þar af leiðandi ekki neitt, því að í þeim er ekkert refsiákvæði. Það þarf að breyta þessum lögum. Tafir á öllum leiðum ígær. Farþegar taka töfum misvel ó nokkrar tafir hafa verið á öllu innanlandsflugi Flugleiða undanfarna daga. Flugmenn hafa farið sér hægt við vinnu og sett allar áætlanir úr skorðum. I gær voru vélar 10-40 mínútum á eftir áætlun og voru farþegar mis- hressir af þeim sökum. Farþegi frá ísafirði sagði við blaðamann að verst væri að far- þegum væri alltaf sagt að töf yrði á áætlun en ekki tilkynnt ná- kvæmlega hver seinkunin yrði. Einn starfsmanna orðaði það þannig að flugmenn hefðu drukk- ið of mikið kaffi út af áhyggjum yfir of lágum launum. Það kæmi út í ýmsum innri og ytri einkenn- um. -hmp Ómar Magnússon Það hlýtur að vera dómstólanna að taka á þessum brotum eins og þegar önnur lög eru brotin. Sigurður Gíslason Það verður að líta svo á held ég að þessi bráðabrigðalög séu meira tilmæli en venjuleg lög þar sem vantar í þau öll refsiákvæði. Annars finnst mér þessi lög hálf- gerð ólög. „Þeir mega fara sér eins hægt og þeim sýnist á jörðu niðri, bara að þeir hægi ekki á sér yfir hálendinu “, sagði þessi léttlyndi Akureyringur lengst til vinstri á myndinni. „Það er ekki þetta stress á okkur fyrir norðan eins og á ykkur fyrir sunnan, við höfum nægan tíma.“ V-Pýskaland Kossastæði Þær fréttir berast nú frá Munc- hen að borgaryfirvöld þar ætli að koma fyrir sérstökum bílastæð- um við neðanjarðarbrautar- stöðvar fyrir ökumenn sem sífellt valda umferðaröngþveiti á anna- tímum er þeir stöðva bíl sinn og kyssa sína heitt elskuðu eða el- skaða í kveðjuskyni. Bílastæði þessi verða fyrst sett upp til reynslu við Olympíuþorp- ið fræga og verða merkt sérstak- lega „Kysstu og keyrðu“ að sögn yfirmanns umferðarmála í Munc- hen. Reuter/-gsv.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.