Þjóðviljinn - 10.06.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 10.06.1988, Blaðsíða 4
LEIÐARI Samþjöppun valdsins Samkvæmt 2. grein stjórnarskrár íslenska lýðveldisins fer lýðkjörið alþingi með löggjafarvaldið. Alþingiskosningar eru ekki sjaldnar en á fjögurra ára fresti og eru af almenningi taldar gildasti þátturinn í því lýðræði sem finna má í íslensku stjórnkeiii. Einmitt í alþingiskosningum finnst íslendingum þeir hafa hvað mest áhrif á ríkisvaldið. Kjör fulltrúa á löggjafarsam- komuna er því alvarleg athöfn og löggjafarvaldið er í huga almennings vald sem á að umgangast með mikilli gát. Vegna þess að þörfin fyrir lagasetningu er ekki endilega bundin við fundartíma alþingis er í stjórnarskránni tiltekið að unnt sé að gefa út bráðabirgðalög ef brýna nauðsyn ber til. En slík lög skal leggja fyrir alþingi til staðfestingar. Það er sem sagt margfaldlega undirstrikað í stjórnarskránni að löggjafarvaldið sé í höndum þjóðkjörinna þingmanna. Nýleg bráðabirgðalög um ráðstafanir í efnahagsmálum, sem sett voru að tilhlutan ríkisstjórnarinnar í síðasta mánuði, áttu sér drjúglangan aðdraganda. Það var farið að tala um setningu bráðabirgðalaga löngu áður en gert var hlé á fundum alþingis. Skilningur ráðherranna á því hvar löggjafarvaldið liggur er nefnilega ekki í samræmi við stjórnarskrá lýðveldisins. í stað þess að leggja fyrir alþingi þær tillögur um efna- hagsráðstafanir, sem þeir töldu nauðsynlegar, og láta réttan aðila sjá um að setja ný lög, þá biðu ráðherrarnir þess með óþreyju að alþingismenn færu í sumarfrí svo að ekki þyrfti að bera undir þá efni nýrra laga fyrr en í haust þegar þau eiga að vera búin að þjóna sínum tilgangi. í stjórnarskrá lýðveldisins er gerð grein fyrir þrískiptingu ríkisvaldsins. Eins og áður segir skal löggjafarvaldið vera hjá alþingi, dómsvald hjá dómendum og framkæmdavaldið hjá stjórnvöldum, þ.e. embættismönnum ríkisins en í þeirra hópi tróna ráðherrarnir efstir. Þrískiptingin þyggist á þeirri hugmynd að í samskiptum við ríkisvaldið sé öryggi þegnanna best tryggt ef ekki er of víðtækt vald hjá einni og sömu stofnuninni eða hjá einum og sama embættismanninum. Svo virðist sem ráðherrar í ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar gefi ekki mikið fyrir hugmyndir um þrískiptingu ríkisvaldsins. Eins og áður segir, voru þeir farnir að bíða eftir því að fulltrúar á löggjafarsamkomunni færu í frí svo að ríkisstjórnin gæti sett bráðabirgðalög að vild. Fljótt kom í Ijós að bráðabirgðalögin voru slík hrákasmíð að ekki liðu nema 10 dagar þar til setja þurfti ný bráðabirgðalög til að breyta þeim fyrri. Síðan kom í Ijós að þeir, sem aðstöðu höfðu, virtu lögin að vettugi. Lögbann við samningum um launahækkanir umfram ákveðin mörk var einskis metið af þeim sem töldu sig geta og sáu sér hag í að brjóta það. í stað þess að láta dómstóla fjalla um meint lögbrot fengu handhafarframkvæmdavaldsins, ráðherrarnir í ríkisstjórn Þor- steins Pálssonar, einn af embættismönnum sínum til að fella úrskurð um lögmæti þeirra kjarasamninga sem sprengdu ramma bráðabirgðalaganna. Dómsvaldið, löggjafarvaldið og framkvæmdavaldið var þar með allt komið á eina og sömu hendi. Nú fóru leikar svo að ríkislögmaður taldi að hér væri um brot á bráðabirgðalögunum að ræða. En ráðherrarnir vilja ekki hlíta þeim dómi. Nú vilja þeir fá fleiri umsagnir og þá fyrst og fremst frá þeim aðilum sem taldir eru hafa brotið lögin. Vitleysan og flumbrugangurinn hjá ráðherrunum er að kom- ast á það stig að lýðræðinu getur stafað af því hætta. Það hefur ekki aðeins orðið gengisfelling á íslenska gjaldmiðlinum, held- ur fer og virðing almennings fyrir landsstjórninni stöðugt þverr- andi. Fjármálaráðherra kvartar undan því í blöðum að hér sé ríkisvaldið ekki nægjanlega sterkt til að tryggja að lögum sé hlítt. Hann virðist sakna þess að ráðherrarnir skuli ekki geta sett að vild ýmiss konar ólög sem þeir láta undirmenn sína dæma eftir og túlka svo eins og hugurinn býður hverju sinni. Hætt er við að einhverjum þætti þröngt fyrir sínum dyrum ef völd ráðherranna ykjust enn að þessu leyti. KLIPPT OG SKORIÐ 19. júní íslenski kvennadagurinn er um aðra helgi, og sér hans þegar merki í snemmbúnu ársriti Kvenréttindafélags- ins, 19. júní,-ogereinsgott að konur séu snemma á ferð í tilefni dagsins sem oft má sæta því að vera í hvarfi frá þjóðhátíðinni tveimur dögum fyrr. 19. júní Kvenréttindafé- lagsins er vandað blað og efnismikið, reyndarsvolítið „opinbert" í laginu og ekki alveg í stíl við þann ferska hressileika sem oftast hefur verið aðalsmerki kvenna- baráttu síðari ára. Enda reynir 19. júní að vera af- skaplega ópólitískt blað að maður segi ekki þverpólit- ískt. Samfelldurskola- dagur En þarna er margt sagt af viti, ekki síst útaf meginefni blaðsins, málefnum barna ogdagvistarefnum. Parer meðal annars leitað til fólks úr ýmsum pólitískum áttum um að tjá sig, og við skulum grípa niður á þremur stöð- um. Rannveig Guðmunds- dóttir bæjarfulltrúi í Kópa- vogi byrjar á að rifja upp bernskuárin: „Þá voru börn í hverju húsi viðgötuna, íhverju húsi var mamman og dyr hennar voru öllum börnum götunnar opnar og allt var sjálfsagt og gott því öryggið bjó í húsinu heima og það var nóg. Flestir miðaldra þekkj a þessa mynd. Þetta var áður en þjóðfélagið kall- aði konur til dáða út á vinnu- markaðinn m.a. með skatta- ívilnunum. Áðuren við stelpurnar urðum meðvitað- ar um sjálfsagðan rétt okkar til náms og þátttöku í at- vinnulífinu. Áðuren ungar fjölskyldur hófu að ganga fram af sér við húsnæðis- öflun og áður en sú stað- reynd varð ljós að HÚN hafði smátt og smátt gengið inn í hlutverk ömmu, mömmu og HANS. Við höf- um verið ótrúlega treg við að takast á við afleiðingarn- ar.“ Breyttir tímar sumsé, en auðvitað hefur þokast: „Það er þó orðin viður- kennd staðreynd að stöðug dagvistaruppbygging verður að vera í gangi og að dvalar- tími barna „venjulegra for- eldra“ í dagvistun er alltof stuttur. Dagvistun barna er eðlilegur og jákvæður þátt- ur, sterktengdur hjóli at- vinnulífsins. Uppbyggingin er hinsvegar alltof hæg og þarmám.a. um kennakol- rangri verka- og tekjuskipt- ingu milli ríkis og sveitarfé- laga til þessa og tregðulög- máls í uppgjöri ríkis vegna sameiginlegra verkefna. En það er annar þáttur sem hefur ekki þróast nægi- lega í takt við breytingarnar á heimilunum og það er skólinn. Hérerskilnings- leysi ráðamanna um að kenna. Skilningsleysi á þeirri staðreynd að okkar litla þjóðfélag þarfnast hverrar vinnandi handar og að konur eru komnar á vinnumarkað til að vera og eru orðnar þátttakendur í næstum öllum atvinnugrein- um.“ Menntunarréttur án aldurstakmarka Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir borgarfulltrúi í Reyk j avík fj allar í sínu framlagi meðal annars um þá gömlu deilu hvort dagvist barna utan heimilis sé í sjálfu sér neyðarúrræði eða sjálfsagt mál, - það ríkir nokkuð almenn samstaða um að skyldur foreldra séu miklar, segir Ingibjörg Sól- rún, en efasemdirnar eru meiri um skyldur samfélags- ins. Þær skyldur telur hún að samfélagið hafi ekki síður gagnvart börnum en foreldr- um þeirra: „Það er almennt viður- kennt að allir eigi rétt á menntun án tillits til efna- hags og aðstæðna. í sinni upprunalegustu merkingu þýðir orðið menntun „að gera að manni“. Sá ferill hefst strax við fæðingu og því er uppeldi í raun ekki annað en menntun ungra barna. Gæðiþeirrar menntunar verða ekki mikil ef henni er einvörðungu sinnt af foreldrum sem jafn- framt þurfa að standa vinnu- markaðnum skil á orku sinni. Mikilvægasta hlutverk heimilanna er að sjá börnum fyrir þeim nánu tilfinninga- tengslum, þeirri ást og því öryggi sem þau þurfa á að halda. En útþrásinni,fé- lagsþörf og fróðleiksfýsn fá þau ekki svalað innan fjög- urra veggja í fámennri kjarnafjölskyldu. Að ein- skorða uppeldi/menntun ungra barna við heimilin er því að sníða þeim þrengri stakk en þeim hæfir. Það eru leifarliðinstíma. Rétturinn til menntunar á sér engin aldurstakmörk og því þarf samfélagið, þ. e. við sem byggjum þetta land, að tryggja það nú þegar að hann sé virtur þó einstak- lingarnir sem hlut eiga að máli séu undir 6 ára aldri. “ Vinstri íhaldssemi -meðfjölskyld- unni Þorbjörn Broddason fræðsluráðsmaður í Reykja- vík segir að þeim mun hærra sem pólitískir flokkar hafi um fjölskyldustefnu því verra þjóðfélagsmein verði kreppafjölskyldunnar. í orði séu allar pólitískar fylk- ingar íhaldssamar, vilji efla fjölskylduna. Af þeirri hollu íhaldssemi séu hinsvegar ýmis afbrigði, og þar í fram- haldi fá hægrimenn þessa dembu: „Hinir hægrisinnuðu eru slegnir slíkri tregablindu að hún ein sér stofnar framtíð fjölskyldunnar beinlínis í voða. Þeireru blessunarlega lausir við raunsæi í dýrkun sinni á draumsýn sem naumast er noíckurs staðar að finna nema í hillingum forystugreina flokksblaða, en félagshyggja þeirra er fálmkennd, svo sem vænta má af þeim sem heyja dag- lega baráttu við þversagnir í eiginvitund. Skynsamleger stefna þeirra ekki. “ Vinstrimenn vega hins- vegar tvísýnt salt milli kerf- islegs „raunsæis“ og mannúðlegrar skynsemi: „Vinstrimenn leitast við að létta sem allra flestum verkefnum af fjölskyldunni; þar ríður raunsæið húsum en þeir átta sig samt ekki á því að verkefni og ábyrgð eru kjölfesta fjölskyldunnar; umhyggja þeirra fyrir fjöl- skyldunni snýst í andhverfu sína og getur riðið henni að fullu með sama áframhaldi. Félagshyggja undir merkj- um raunsæis úthýsir mann- úðinni og þá þarf ekki að spyrja um afdrif skynsem- innar. Norræni vandamála- sérfræðingurinn sem komst að þeirri spaklegu niður- stöðu að sundrungin væri hið eðlilega ástand fjöl- skyldunnar gæti vel hafa verið vinstrisinnaður. Ef vinstrimenn létu raun- sæi lönd og leið og spyrðu um mannúð um leið og þeir spyrja um skynsemi væru þeir búnir að stíga fyrsta skrefið í átt að íhaldssamri framtíðarsýn sinni: Eflingu fjölskyldunnar. Um árþúsundir var fjöl- skyldan jjungamiðjaþjóð- félagsins. Meðiðnbylting- unni myndaðist alvarlegt misgengi milli fjölskyldunn- ar og annarra meginfesta. Þetta misgengi hefur verið að aukast fram á síðustu ár en ég tel að nú sé unnt að snúavið blaðinu. Fjöl- skyldan getur orðið þunga- miðja framtíðarþjóðfélags- ins og vinstrimenn geta stuðlað að því að sú þróun verði undir merkjum mannúðlegrar og skynsam- legrar félagshyggju. Lausnin felst í því að auka ábyrgð fjölskyldunnar en ekki í þvf að létta sífellt af henni verkefnum. Vinna þarf markvisst að því að gera heimilið á ný að vettvangi daglegs erfiðis og tryggj a að afleiðing þeirrar þróunar verði ekki aukin mismunun stétta og kynja.“ Þjóðfélagsþróunin sjálf, - til dæmis samskiptatækni með tölvum og sjónvarpi - sýnist leiða til að bæði atvinnan og skólinn séu í auknum mæli á leið inná heimilið hvort sem mönnum líkar betur eða verr, og Þor- björn segir að dagvistir framtíðarinnar eigi einnig eftir að einkennast af nánari tengslum við heimilin. „Þessi þróun mun kosta átök vegna þess að augljóst virðist að markaðsöflunum muni vaxa ásmegin í upplýs- ingaþjóðfélaginu og þau muni seilast æ lengra inn á svið sem þau þógu hendur sínar af til skamms tíma (t. d. ljósvakann, skólakerfið). Markaðsöflin geta vissulega gert sitt gagn, bæði í nútíð og framtíð, en óhamin verða þau aðeins til ógæfu. Ein merkasta spurningin sem við okkur blasir nú er þessi: Viljum við að tæknin og markaðurinn þjóni þjóðfé- lagi fjölskyldunnar eða vilj- um við að fj ölsky ldan verði í enn auknum mæli leiksopp- ur markaðsþjóðfélagsins? Við höfum svarið á valdi okkar.“ Umræða að gagni á við mörg tonn af þeirri pólitík sem venjulegust er. -m þJÓOVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Rit8tjórar: Árni Bergmann, Mörður Árnason, Óttar Proppé. Fréttastjóri: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hjörleifur Sveinbjörnsson, KristóferSvavarsson, Magnfríður Júlíusdóttir, Magnús H. Gíslason, Lilja Gunnarsdóttir, Ólafur Gíslason, Ragnar Karlsson, Sigurður Á. Friðþjófsson, Stefán Stefánsson (íþr.), Sævar Guðbjörnsson, Tómas Tómasson, Þorfinnur ómarsson (íþr.). Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmyndarar: Einarólason, SigurðurMarHalldórsson. Útlitsteiknarar: Kristján Kristjánsson, Margrét Magnúsdóttir. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Olga Clausen, Unnur Ágústsdóttir. Símavarsla: Hanna Ólafsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Utbreiðslu-og afgreiðslustjóri: Björn Ingi Rafnsson. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ólafurBjörnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, símar: 681333 & 681663. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 60 kr. Helgarblöð:70 kr. Áskriftarverð á mánuði: 700 kr. '4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 10. júní 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.