Þjóðviljinn - 10.06.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 10.06.1988, Blaðsíða 4
Rannsóknastofnun byggingaiðnaðarins Aukin gæði og hagkvæmni Um 80% afþjóðarauði landsmanna íbyggingum og öðrum mannvirkjum. 1985 varfjármunamyndun í byggingariðnaði 15% af þjóðarframleiðslu. Nœstu 5 árin er gert ráð fyrir aukinni áherslu á viðhald og endurnýjun húsa Síðustu helgina í maí sl. var opið hús hjá Rannsókna- stofnun byggingariðnaðarins að Keldnaholti í tilefni af nor- rænu tækniári og heimsóttu um 500 manns stofnunina af þessu tilefni. Þó ekki fari mikið fyrirstofnuninni dagsdaglega manna á meðal er þar innan sem utan veggja unnið mikið starf í hagnýtum rannsóknum á alls kyns byggingarfræði- legum atriðum sem varða vel- flesta sem kaupa eða byggja yfir sig húsnæði ásamt annari skipulags- og mannvirkja- gerð. Til að fræðast örlítið um starfsemi Rannsóknastofn- unar byggingariðnaðarins heimsótti Þjóðviljinn stofnun- ina og var þar fyrir svörum Óli Hilmar Jónsson arkitekt í fjar- veru Hákonar Ólafssonar for- stjóra. Hann varfyrstspurður um hlut byggingar- og mannvirkjagerðar í þjóðarauð landsmanna. Yfir80% af þjóðarauði íslend- inga er bundið í byggingum og öðrum mannvirkjum. 1985 var fjármunamyndun í byggingariðn- aði 16,2 milljarðar króna eða 15% af þjóðarframleiðslu þess árs. Gert er ráð fyrir að heildar- umsvif f byggingariðnaði verði óbreytt eða aukist næstu 5 ár þrátt fyrir nokkrar innbyrðis áherslubreytingar, ss. aukna áherslu á viðhald og endurnýjun húsa. Þessar upplýsingar eru dæmi um nokkrar forsendur í nýrri langtímaáætlun um byggingarrannsóknir sem nær yfir árin 1987-1992. Með hliðsjón af framannefrfd- um tölum má ljóst vera að miklir 'hagsmunir eru í veði. Það er hlut- verk Rb. að stuðla að auknum gæðum og hagkvæmni í bygging- ariðnaði með þróunarstarfsemi og prófunum í samvinnu við aðila byggingariðnaðarins. Því er full þörf á að langtímaáætlunin gangi eftir í aðalatriðum, ma. til þess að við stöndum ekki berskjaldaðir fyrir innflutningi á erlendri tækni og efnum, sem í mörgum tilvik- um henta ekki hér og geta oft verið skaðleg. Hvort þetta tekst eður ei fer eftir stuðningi ríkis- valdsins. Bœtt aðstaða til rannsókna Nýlega var tekin í noktun á Keldnahotíi ný rannsóknabygging. Hefur hún ekki valdið straumhvörfum í rannsóknaað- stöðu Rb. ? Hún hefur bætt aðstöðuna til muna og breikkað starfsvið og tækniþjónustu stofnunarinnar, einkum á sviði húsbyggingar- tækni. Byggingin sjálf er tilrauna- verkefni og markar upphaf notk- unar á x-steypum (sérhönnuðum vikursteypum) til framleiðslu byggingareininga, en þróunar- möguleikar á þessu sviði eru miklir og ýmis verkefni í gangi þaraðlútandi. Sem dæmi um nýj- ar rannsóknir sem unnt er að framkvæma með tilkomu nýju byggingarinnar sem er 900 m2 að stærð, má nefna eftirfarandi: Hægt er að burðarþolsprófa stórar einingar, ss. forsteyptar einingar, límtrésbita, stór frá- rennslisrör osfrv. Stór siagregns- skápur hefur verið smíðaður þar sem prófa má vatns- og vindþétti- leika heilla útiveggjaeininga. Brunaofn var smíðaður í tengsl- um við norrænt rannsóknaverk- efni og er nú unnt að prófa bruna- þol byggingarefna. Aðstaða og tækjakostur til hljóðtæknimæl- inga hefur einnig batnað að mun. Allt eru þetta svið sem skipta miklu máli í byggingariðnaði enda eru það forsendur fyrir vöruþróun og gæðamati að hægt sé að mæla tæknilega eiginleika byggingarefna á hinum ýmsu sviðum. Því var ekki seinna vænna að aðstaða fengist til slíkr- ar vinnu. Hvernig hefur þróunin verið í uppbyggingu starfsemi Rb. ígegn- um árin og á hvað er lögð aðal áherslan í starfseminni? Rannsóknastofnun byggingar- iðnaðarins hóf starfsemi sína 1965 að Borgartúni 32, en flutti hana á núverandi stað, að Keld- naholti, 1969 þar sem byggt hafði verið 900 m2 húsnæði undir rannsóknastofur. Síðan þá hefur húsnæði stofnunarinnar tvívegis verið stækkað, 1975-76 um 1000 m2 þar sem nú eru skrifstofur, bókasafn, funda- og námskeiða- hald. 1987 var byggð 900 m2 rannsókna- og skrifstofubygging. Upphaf byggingarrannsókna er þó töluvert eldra hérlendis og má rekja það til þess er Vilhjálm- ur Guðmundsson verkfræðingur var ráðinn til Atvinnudeildar Há- skólans 1945. Vilhjálmur lét af störfum 1947 og tók þá Haraldur Ásgeirsson við starfseminni og var við stjórn til 1985 þegar nú- verandi forstjóri Hákon Ólafsson verkfræðingur tók við. Samkvæmt lögum um rann- sóknir í þágu atvinnuveganna segir að verkefni Rannsókna- stofnunar byggingariðnaðarins skulu ma. vera: 1. Endurbætur í byggingaiðnaði og lækkun kostn- aðar í mannvirkjagerð, þar á meðal sjálfstæðar grundvallarr- annsóknir í byggingartækni, hagnýtingu húsrýmis, bæjarskip- uiagning og gatnagerð. í þeim til- gangi skal stofnunin fylgjast með nýjungum í byggingariðnaði og laga þær að íslenskum staðhátt- um. 2. Hagnýtar jarðfræðirann- sóknir. 3. Vatnsvirkjarannsókn- ir. 4. Kynning á niðurstöðum rannsókna og veiting upplýsinga um byggingafræðileg efni. 5. Að- stoð við eftirlit með byggingar- efnum og byggingarframkvæmd- 'um. 6. Nauðsynleg rannsóknaþjónusta í þeim grein- um, sem stofnunin fæst við. Starfsemi Rb. fer fram í 8 fag- deildum sem eru fræðslu- og út- gáfudeild, húsbyggingartækni, vegagerð og jarðtækni, steinsteypudeild, kostnaðar- og vinnurannsóknir, umhverfi og skipulag, jarðfræði og tölvudeild. Ef skoðuð er skipting starfsem- innar samkvæmt fjölda vinnust- unda starfsmanna var á síðasta ári mest unnið við þjónustu ýmis konar eða 43,5%, þar næst við rannsóknir um 30% og ráðgjöf var 26,5% af starfseminni. -grh Pórir Waagfjörð og Benedikt Stefánsson Gottað vinnaúti Nemendur í Öldu- selsskóla mæla með Daníel í stöðu skóla- stjórafremur en Sjöfn „ Viö erum hér aö tína og flokka timbur eftir stærðum og vorum að byria. í vetur vorum við í 7. bekk Olduselsskóla og erum nýsloppnir þaðan út fyrir ca. 10dögum. Þaðerfíntað vinna úti eftir innuveruna í vet- ur,“ sögðu þeirskólafélagarn- ir Þórir Waagfjörð og Benedikt Stefánsson þar sem þeir voru að vinna fyrir föður Þóris í Grafarvoginum við Þjóðvilj- ann. Þeir voru sammála um að ef þeir fengju að ráða hver yrði ráð- inn skólastjóri við skólann þeirra myndu þeir tvímælalaust mæla með Daníel fremur en Sjöfn. Varðandi framtíðina þegar þeir yrðu stórir voru þeir hins vegar ekki eins vissir. Þórir sagðist þó vera ákveðinn að leggja stund á lögfræði þegar hann yrði stór en Benedikt var ekki búinn að á- kveða hvað hann ætlaði að gera. Ekki bjuggust þeir við að verða lengi í timburvinnunni og eftir hana færu þeir væntanlega í ung- lingavinnuna. Þeir bjuggust ekki við neinum uppgripum í henni fremur en endranær en voru þó staðráðnir í að reyna að leggja aurana í banka fyrir næsta vetur. Aðspurðir hvað þeir gerðu af sér í frítímum sögðust þeir stund- um fara niður í miðbæ til að skoða fólk og hitta aðra unglinga. En neituðu því alfarið að þeir ættu nokkurn þátt í óspektum unglinga í miðbænum um helgar. Að öðru leyti færu þeir stundum saman í bíó. Spurðir hvort þeim stæði til boða að fara í ferðalag í sumar vissu þeir ekki. Benedikt sagði að hann hefði varla tíma til að fara eitthvað í sumar þar sem hann væri staðráðinn í að æfa fót- bolta með ÍR sem hann sagði að sjálfsögðu vera besta liðið í borg- inni. -grh 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.