Þjóðviljinn - 10.06.1988, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 10.06.1988, Blaðsíða 19
BYGGINGABLAÐ Garðastál á þök og veggi seljandans er nú ákveðið í skrif- legu söluumboði sem seljandi fær fasteignasalanum, þar sem kveð- ið er á um hve lengi það gildi, hve langt það nái og annað það sem máli skiptir. Svona umboð minnkar líkur á ágreiningi um stöðu aðila síðar og er auk þess sönnunargagn um samning aðila ef slt'kur ágreiningur kemur upp síðar. Varðandi ábyrgð fasteignasal- anna sjálfra er rétt taka það fram að þeir bera nú ekki fremur en áður ríkari ábyrgð á tjóni því sem viðskiptaaðilar, þ.e. kaupandi og seljandi geta bakað hvor öðrum. Ábyrgðarsvið þeirra lýtur ein- göngu að þeirra eigin mistökum, vanrækslu eða svikum. Hins veg- ar þurfa þeir nú að leggja fram tryggingar sem ætlað er að bæti tjón það sem þeir kunna að baka viðskiptavinum sínum. Trygging- ar þessar eru takmarkaðar við ákveðnar upphæðir og ákveðinn fjölda tjónstilvika á ári, þeim er ætlað að koma í veg fyrir að við- skiptavinir fasteignasalanna, sem oft á tíðum eru að versla með aleigu sína, geti orðið fyrir því að standa uppi eignalausir ef fast- eignasala verður á stórfelld mis- tök eða hefur svik í frammi. Það var ekki annað að heyra á þeim fasteignasölum sem haft var samband við en að þeir væru ánægðir með nýju lögin og töldu þessa endurskoðun laganna löngu tímabæra, enda eru eldri lögin um 50 ára gömul og margt breyst í fasteignaviðskiptum á þeim tíma. -iþ Meðal helstu nýmæla í lögum þessum eru ákvæði um ítarlegt söluyfirlit sem liggja þarf fyrir um leið og íbúð er tekin til sölu og skriflegt umboð fateignasala frá kaupanda þar sem réttarstaða beggja aðila er tíunduð rækilega. Auk þessa verða fastéignasalar nú að leggja fram allháar trygg- ingar til greiðslu tjóns sem við- skiptavinir.þeirra kunna að verða fyrir af þeirra völdum til að fá löggildingu til starfans. Einn fasteignasali Það er af sem áður var að fólk gangi inn á hinar ýmsu fasteigna- sölur og setji íbúðir sínar á sölu, og margir fasteignasalar auglýsi svo sömu eignina undir mismun- andi heiti. Nú er gert ráð fyrir því að fólk í söluhugleiðingum velji sér einn fasteignasala sem tekur íbúðina í einkasölu. Viðkomandi fasteignasali kemur og skoðar íbúðina gegn ákveðnu skoðunar- gjaldi sem er núna 5800 kr. Hann auglýsir síðan eignina einu sinni á sinn kostnað en annan auglýsing- arkostnað greiðir seljandi og ræður því þá einnig hvernig aug- lýst er. Þegar eignin er seld dregst skoðunargjaldið frá sölulaunum fasteignasalans sem er 2% af verði fasteignarinnar. Eftir sem áður getur seljandi falið fieirum en einum fasteignasala sölu eignar sinnar en þá Iendir kostn- aðurinn af skoðun og auglýsing- um þess fasteignasala sem ekki selur á seljandanum sjálfum. ítarlegar upplýsingar um eignina Áður en nýju lögin gengu í gildi var ekki óalgengt að mikið af nauðsynlegum upplýsingum um eignir vantaði þegar þær voru teknar til sölu og nákvæmt yfirlit yfir áhvílandi skuldir, veðbönd og ýmislegt fleira var oft á tíðum ekki til staðar þegar fólk var að gera bindandi tilboð í eignir. Samkvæmt 10.gr. nýju laganna á fasteignasali að útbúa söluyfirlit þar sem rækilega eru tíunduð öll atriði sem máli skipta fyrir aðila, til þess að gera sér glögga hug- mynd um verð eignarinnar. Til þess að þetta sé mögulegt verður seljandi að skila inn ítarlegum gögnum. Vegna þessa nýmælis hefur félag fasteignasala gefið út minnislista fyrir seljendur þar sem upp eru talin öll þau gögn sem þurfa að vera til staðar. Þar er nefnt m.a. atriði eins og veð- bókarvottorð, afrit allra áhvíl- andi skulda, tilkynning um fast- eignarmat, kvittanir vegna fast- eignagjalda og brunatryggingar, teikningar af húsinu og yfirlýsing húsfélags um væntanlegar eða ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 19 Fasteignasala Breytt vinnubrögð með nýjum lögum Helstu nýmæli: Skýrari réttarstaða aðila. Ábyrgð fasteignasala aukin varðandi eigin mistök, vanrækslu eða svik Fyrir skömmu gengu í gildi ný lög um fasteignasala. Þar er að finna ýmis nýmæli sem ættu að horfatil bótafyrirselj- endurog kaupendurfast- eigna og stuðla að því að gera viðskipti með fasteignirör- uggari fyrir alla aðila. yfirstandandi framkvæmdir í fjöl- býlishúsum og er hér aðeins fátt talið. Umboð og ábyrgð Samband fasteignasalans og • • RAGNAR Dalshrauni 6 HafiiarxirÖi Inú 50397-651740 Garðastál er þrautreynt eíni í hœsta gœóaílokki á þök og veggi utan sem innan. Allir fylgihlutir íyrirliggjandi og einnig slétt efni. Sérsmíði eftir óskum hvers og eins. Við aígreiðum Garðastálið í öllum lengdum á þök og veggi. Hringið, komið skrifjð og íáið. ráðgjöf og kostnaðaráœtlun = HEÐINN = Storasi 6 2l0Garóabae

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.