Þjóðviljinn - 10.06.1988, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 10.06.1988, Blaðsíða 9
BYGGINGABLAÐ ✓ Asgeir Benediktsson múrari Launabilið alHafað aukast Léleg aðstaða múrara sjálfskaparvíti. Þjóðarauðnum freklega misskipt Ásgeir Benediktsson múrari var aö flokka timbur fyrir utan einbýlishús sem hann byggði sjálfur í Grafarvoginum, þegar Þjóðviljinn hitti hann að máli fyrirskömmu. Húsiðseldi hann þegar það var á teikni- borðinu en áður hafði hann byggt sér annað hús sem hann býrísjálfur. Aðspurður sagði Ásgeir það alveg vera á hreinu að það byggði enginn meðalmaður sér einbýlis- hús í dag nema að vinna við það sjálfur meira og minna. Hann sagði að fullt væri til af peningum í okkar þjóðfélagi en staðreyndin væri hins vegar sú að þjóðar- auðnum væri freklega misskipt og það bil væri alltaf að aukast. Ásgeir staðhæfði að misskipting þjóðarauðsins hefði aukist all verulega með myntbreytingunni um áramótin 1981 og síðan hefði sú þróun haldið áfram skefja- laust. Aðstaðan sjálfskaparvíti í gegnum tíðina hefur aðbún- aður og vinnutækni múrara svo til haldist óbreytt og lítið um tækni- nýjungar í iðngreininni miðað við aðrargreinariðnaðarmanna. Ás- geir fer ekkert í grafgötur um ást- aæður þess að aðbúnaður múrara er ekki betri en raun ber vitni. Hann fullyrðir að það sé sjálfs- kaparvíti múrara sem hafi komið þeim í þá aðstöðu sem þeir eru í núna. Ásgeir sagði að þegar hann hefði fyrst komið til vinnu í Graf- arvoginum 1985 hefði ekkert sal- erni verið á svæðinu og hafi menn þurft að leita yfi^Grafarvoginn til að ganga örna sinna. Ásgeir sagði ástandið í Grafarvoginum sem og öðrum nýbyggingarsvæðum leiða hugann að því hvort það væri ekki skylda verktaka eða jafnvel borgarinnar að sjá um að viðun- andi hreinlætisaðstaða væri fyrir hendi fyrir þá iðnaðarmenn sem þar ynnu hverju sinni. Lífseig skepna dýrtíðin Aðspurður hvernig gengi að lifa í dag miðað við fyrri tíma sagði Ásgeir að það virtist vera sama hver stjórnaði þessu bless- aða landi okkar; dýrtíðin væri aldrei meiri en í dag og núverandi stjórn væri búin að ganga sér til húðar þrátt fyrir fögur fyrirheit í upphafi síns ferils. Ásgeir sagði að hinir hálaunuðu heimtuðu alltaf meira en hinir og á meðan það væri látið átölulaust af hálfu stjórnvalda væri ekki við því að búast að neitt breyttist í jöfnun þjóðartekna frá því sem nú væri. Asgeir Benediktsson múrari segir það alveg borðliggjandi að venjulegur maður verði að vinna mikið í eigin húsbyggingu ef hann eigi ekki að reisa sér hurðarás um öxl. Mynd: iþ. Þrátt fyrir mikla vinnu nú sem endranær í múrverkinu ætlar Ás- geir að freista þess að komast í frí til Kaupmannahafnar í haust en að öðru leyti sagðist hann ekki vera farinn að spá mikið í ferða- lög né annað sem tilheyrir sum- rinu. Vinnan gengi fyrir og á meðan nóg væri að gera væri ekki hægt að hlaupa frá til þess að gera ekki neitt nema að hugsa um sjálfan sig. -grh Við léttum ykkur útivinnuna Allt tyrir garðinn og gtiUið Létt verk með léttum áhöldum sláttuvélar garðáhöld grill vatnsslöngur girðingarefni pallaefni JLVölundur Hringbraut 120, sími 28600 og Viðarhöfða 4, sími 671100 gangstéttarhellur kantsteinar garðhúsgögn snjóbræðslukerfi fúavarnarefni útimálning

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.