Þjóðviljinn - 10.06.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 10.06.1988, Blaðsíða 5
BYGGINGABLAÐ Laugarneskirkja Steinuð upp á nýtt Illa farin vegnafrostskemmda. Skipt einnig um alltgler í gluggum. Kostnaður áœtlaður 4-5 miljónir króna Viö Laugarneskirkju standa nú yfir miklar framkvæmdir á vegum Eðalverks hf. og verð- ur kirkjan steinuð upp á nýtt vegna mikilla frostskemmda sem orðið hafa á henni. Áætl- aður kostnaður við verkið er 4-5 miljónir króna. Kirkjan er eitt af verkum Guðjóns Samúelssonar húsameistara ríkisins og var byggð í stríðinu. í ár eru liðin 40 ár frá því hún var formlega tekin í notkun. Að sögn Steingríms Stein- grímssonar verkstjóra er það mikið verk að komast fyrir frosts- kemmdirnar og erfitt. Trépallar hafa verið reistir allt í kringum kirkjuna úr nýjum viði og er net umhverfis þá þar sem þeir standa uppvið kirkjuturninn. Það er gert til að varna því að steinflísum rigni yfir næsta nágrenni. Verkið er unnið með loftpressum og áætlað að það þurfi um 5 tonn af mulningi utan á kirkjuna þegar farið verður að steina hana á ný. Stefnt er að því að klára verkið í sumar og vinna við það 5-6 starfsmenn og þar af ein stúlka sem Steingrímur verkstjóri segir að gangi í öll störf eins og hver annar. Auk þess verður skipt um allt gler í giuggum kirkjunnar og verður það að sjálfsögðu iitað eins og jtað upphaflega. Kirkjan er alfriðuð og strangiega bannað að breyta henni í einu né neinu. Umsjón með verkinu hefur emb- ætti húsameistara ríkisins. Öryggið ífyrirrúmi Steingrímur verkstjóri segir veggi kirkjunnar vera 30-40 sm þykka og lítið um járnabindingar í henni. Skýringin á því er að sjálfsögðu sú að á byggingartíma hennar var lítið um járn í landinu sökum seinni heimsstyrjaldarinn- ar. Þegar blaðamaður klifraði upp á trépallana umhverfis kirkjuna hafði hann orð á því hve traust- lega þeir væru byggðir. Svarið sem hann fékk frá Steingrími var þetta: „ Það eru margir pallarnir sem ég mundi aldrei í lífinu stíga fæti mínum á.“ Hann sagði að sitt fyrirtæki legði mikið upp úr ör- yggi á vinnustað og ekki vanþörf á að fleiri gerðu svo. Aðspurður hvernig gengi að fá verkamenn í viðgerðavinnu sagði Steingrímur það vera erfitt þar sem þetta væri líkamlega erfið vinna og oft á tíðum unnin við afar erfiðar aðstæður. Varðandi það hvort fyrirtækið hefði á prjónum að setja auglýsingaskilti á vinnupallana eins og gert hefði verið á Hallgrímskirkjuturn, sagði hann það vel geta komið til greina. Þó ekki til að auglýsa fyr- irtækið heldur til að nágrannarnir vissu hverjir stæðu fyrir verkinu ef eitthvað bjátaði á og þyrfti að ná í forsvarsmenn fyrirtækisins. -grh 1000VATTA HÖRKUTÓL FRÁ PANASONIC PANASONIC KYNNIR NÝJA ÁHRIFAMIKLA RYKSUGU í BARÁTTUNNI VIÐ RYKIÐ. 1000 VÖTT. TVÍSKIPTUR VELTIHAUS. HÓLF FYRIR FYLGIHLUTI í RYKSUGUNNI. INNDRAGANLEG SNÚRA. STIGLAUS STYRKSTILLIR. RYKMÆLIR FYRIR POKA. OG UMFRAM ALLT HLJÓÐLÁT, NETT OG ■ MEÐFÆRANLEG. VERÐ AÐEINS KR. 7.980 JAPISS BRAUTARHOLT2 • KRINGLAN • SlMI. 27133 Eins og sjá má á myndinni þarf að fleyga töluvert af ytra byrði Laugarneskirkju til að komast fyrir frostskemmdirnar. Steingrímur verkstjóri segir að verkið verði klárað í sumar, en í ár eru 40 ár liðin frá þvf kirkjan var formlega tekin í notkun. Mynd: iþ.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.