Þjóðviljinn - 12.06.1988, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 12.06.1988, Qupperneq 4
SUNNUDAGSPISTIIl Nú varvtar okkur menn eins og hann BRYNJÓLF Fyrir skömmu varð Brynj- ólfur Bjamason níræður. Skömmu síðar hringdi einn rauður jafnaldri minn í mig og bar tal okkar að þeim ágæta sósíalistaforingjaog heim- spekingi. Okkurvantarmenn eins og Brynjólf, sagði hann. Af hverju eru ekki til lengur menn af hans gerð, hvað varð af þeim? Þetta er nokkuð góð spurn- ing. Skyldan mikla Það rifjaðist upp fyrir mér eftir að símtólið var á lagt samtal við Brynjóif í bók sem kom út í fyrra. Þar segir hann á þá leið (afsakið, ég hefi ekki bókina við höndina) að hann hafi aldrei haft mikinn áhuga á stjórnmálum. Engu að síður varði hann flestum sínum bestu starfsárum í þágu sósíal- ískrar hreyfingar. Og menn vita að það voru svosem engin þæg- indaár og það pólitíska hlutskipti sem Brynjólfur kaus sér einskon- ar útlegðardómur. En hvað sem leið „áhugaleysi“ og margvís- legum erfiðleikum, þá fannst Brynjólfi að sér bæri skylda til að leggja nokkuð af mörkum til að „vinna fyrir heildina" sem er, eins og hann komst að orði í öðru samtali fyrir hálfri öld, „sjálfsögð nauðsyn fyrir þá sem vilja lifa mannlegu lífi“. Ekki nema von að við söknum - rétt eins og félagi minn sem hringdi á dögunum - afstöðu af þessu tagi og þeirrar framgöngu sem hún skapar. Enda lifum við á allt öðrum tímum, tímum þeirrar hunsku nytjahyggju sem pípir á allt hugsjónaþrugl og spyr stjórnmálin um það eitt, hvort þau geti verið tæki og tól til að Bæta Minn Hag. Strax í dag. Og hvað sagði ekki Karl gamli Marx: verund mótar vitund - aðrir sögðu: við erum börn okkar tíma. Óþreyjan hlólega Við höfum stundum verið að minnast á það undanfarna mán- uði, að tuttugu ár eru liðin frá „uppreisn æskunnar“ árið 1968. Þau tíðindi minna á það, að kyn- slóð miklu yngri Brynjólfi vildi gjarna ná í skottið á neistanum, helga sig hugsjóninni, ganga á hólm við valdið, steypa goðum af stalli með bravúr, skapa nýtt líf. Austrið er rautt, sungu menn. En þeir sem hrifust með þeirri bylgju (þá eða skömmu síðar) þeir hafa líka verið að lýsa því að undan- förnu, meðal annars í skáldskap, hvernig róttæknin, byltingar- óþreyjan, eins og gufaði upp svo- til um leið og hún greip ungar sálir og sveiflaði þeim upp úr hvunndagsleikanum. Ikaros hafði skamma stund flogið þegar vængirnir losnuðu af honum. Og það var mikið flugslys. Einar Már Guðmundsson birt- ir slíka sögu í nýútkomnu hefti Tímarits Máls og menningar. Sagan heitir „Austrið er rautt“. Ágætlega skrifuð saga, skemmti- leg og dapurleg í senn, af ungum mönnum úr einum þeirra litlu byltingarflokka sem þá komust í tísku - þeir ætla austur á land „að skapa flokksstarfinu fastan grundvöll á meðal fiskverka- fólks“. Og náttúrlega boða þeir fagnaðarerindið fyrir daufum eyrum, pólitíkin verður ekki sá lífgjafi og sú hressing sem til var ætlast - og er þá stutt í að gripið sé til annarra og efniskenndari vímugjafa. Sagan er rík vel af sjálfshæðni kynslóðarinnar, sem er virðingarverð í sinni hrein- skilni - en samt er eitthvað að henni, fjandinn má vita hvað. Af hverju varð þessi róttækni strax svona hláleg, fáránleg, ömurleg? Misskilningur? Maður gæti spurt: var þessi rót- tækni tómur misskilningur? Að sönnu ekki - og við höfum stund- um verið að fjasa um það í þess- um pistlum hér, hvað sextíuog- áttaaldan fræga skildi eftir sig þegar fjaraði: það var talsvert. En vitanlega var róttækni Brynj- ólfstíma byggð á meira sannfærandi lífsnauðsyn, lífs- háska: syndir auðvaldsins komu þá ekki fram í því sem Marcuse kallaði „kúgandi umburðar- lyndi“, heldur í lögreglukylfum, fasisma, atvinnuleysi, menntun- areinokun forréttindastétta, sóun við hiið mikils skorts - og allt var þetta nálægt, sýnilegt, áþreifanlegt. Ekki nema eðlilegt að slíkir tímar sköpuðu bæði raunsærri og úthaldsbetri menn en sveiflan 68, sem var uppreisn gegn leiðindum, gegn borgara- legri sjálfumgleði, gegn hæpnu gildismati - að viðbættri sam- stöðu með því sem Wolf Bierman skáld kallaði „þjáning úr fjar- ska“. Og því fór sem fór: þeir sem vildu drýgja pólitíska dáð lentu í hlálegu skuggaboxi, kannski var þeim eins gott að setja upp grímu trúðsins sem fyrst og koma sér á brott í hennar skjóli. Forrœði meðal- mennskunnar En hvað um okkar daga? Hasla þeir mönnum völl, skora þeir þá á hólm, brýna þeir þá til pólitískra afreka? Varla. Að minnsta kosti ekki hér hið næsta okkur. Hans Magnus Enzensberger, þýskur rithöfundur, póltískt skáld, hefur verið að skrifa bók um Evrópu samtímans. Hann segir á þá leið, að við lifum nú tímaskeið meðalmennskunnar. „Siðmenning vor hefur alla kosti ogvandamál meðalmennskunnar til að bera. Það er ekkert pláss fyrir þörfina fyrir sterkar tilfinn- ingar og miklar gjörðir sem skapa sögu með stóru S.“ Forræði meðalmennskunnar. Hugleiðing um hetjuskapinn, fárónleikann og meðalmennskuna í róttœkninni sem vill taka frá okkur gleðina af ærlegri reiði, af pólitískri dáð - víst þykjumst við kannast við þetta. Og ástæðan fyrir því að þetta forræði komst á er kannski sú, að spásagnir marxista um vax- andi andstæður í þjóðfélaginu milli þeirra sem eiga mikið og þeirra sem eiga ekkert, þær hafa ekki ræst. Miklu heldur hefur samfélagið skipst í þrennt: þá fáu sem eiga mikið, alldrjúgan hóp sem ekkert á - og svo feiknastór- an hóp sem á talsvert. Þjóðfélags- skrokkurinn hefur gildnað mjög um miðjuna. Þeir sem búa í hans vömb eru svo margir (og sérgóð- ir) að þeir sjá ekki þá forríku og afneita hinni „nýju fátækt", enda er hún bæði ónotaleg og þolendur hennar geta lítt látið til sín heyra í gauraganginum í öllum hinum. Allt sýnist smótt. Og þó En þegar menn nú hafa dregið upp slíka mynd, fellur þeim þá ekki allur ketill í eld? Er ekki allt illt og bölvað.og vonlaust, og tekur því að skipta sér af allri þessari endaleysu og vitleysu og meðalmennsku? Enzensberger fyrir sína parta, hann er ekki á því. Hann segir: það er enginn vandi að finna ástæðurnar fyrir því að allt sé illt og bölvað, en þegar maður hefur fundið þær þá hefur maður ekki skilið margt. Maður verður heimskur á því að vera bölsýnismaður. Það er skemmtilegra að hleypa að bjartsýninni því þá getur maður frekar hugsað. Enzensberger segir: „Við erum öll í einskonar pattstöðu eins og í skák... Þetta ergir marga í okkar samfélagi. Alminnileg stéttabarátta - það væri eitthvað til að festa hendur á. En þannig ganga hlutirnir bar- asta ekki fyrir sig. Þess í stað er spurt um hálftíma styttingu á vinnudegi, um helgarvinnu eða ekki, um sveigjanlegan vinnu- tíma. Allt sýnist það mjög smátt, en í rauninni er þetta ekki sem verst. Framvinda lífheimsins hef- ur svotil alltaf unnið með svona aðferðum, og það er mjög sjald- gæft að loftsteinar falli af himni og risaeðlurnar deyi út. Heimur- inn tekur ekki tillit til þess, að menn vilja gjarna upplifa hetju- skap eða eitthvað það sem lítur vel út á kvikmyndatjaldi til dæm- is. Leikstjórn veruleikans er ekki sú sama og leikhússmannsins." Látum þetta vera texta dagsins nú á miðri Listahátíð, nú á vand- ræðatímum í fiskeldi og banka- málum, nú á hringsólstímum þeg- ar vegurinn beini virðist þveginn af kortinu. Ásamt með frómri áminningu um það, að aldrei mun þá, sem ekki vilja sofna út af í sáttfýsi við það sem er, skorta verkefni. Meira um það síðar. SA j r, rv 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.