Þjóðviljinn - 12.06.1988, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 12.06.1988, Qupperneq 10
/ Auglýsing um nýjan opnunartíma Frá og meö 15. júní nk. verður skrifstofa Útlend- ingaeftirlitsins opin frá kl. 09.00 til kl. 15.00 mánu- daga til föstudaga. Útlendingaeftirlitiö Lögreglustöðinni Hverfisgötu 115, 150 Reykjavík Húsvörður óskast Starfsmannafélagið Sókn óskar eftir húsverði frá 15. ágúst nk. í starfinu felst m.a. þrif á skrifstofu, göngum og sal, útleiga salarins, viðhald o.fl. Starfinu fylgir íbúð. Upplýsingar á skrifstofu Sóknar í síma 681150. Skriflegar umsóknir sendist Starfsmannafé- laginu Sókn, Skipholti 50a, 105 Reykjavík fyrir 1. júlí nk. ÖKUM EiNS OG MENN! Orögum úr hraða - ökum af skynsemi! UMFERÐAR RÁÐ Ertu búinn að setja sumardekkin undir? HJÓLBARÐAVERKSTÆÐIÐ Gúmmfkarlamir Borgartúni 36 Sími 688220 SLYSUM ábömum Kristbjörg Þórðardóttir: Markmið- ið getur aldrei orðið að útrýma öllum slysum, en það eru hætt- urnar sem barnið getur ekki var- ist sem við verðum að fyrirbyggja og þær aðstæður sem valda al- varlegum meiðslum sem við verðum að forðast. Mynd: Sig. Slys á börnum og ung- lingum eru eitt stærsta óleysta heilbrigðisvandamál- ið á íslandi í dag; árið 1984 komu 10.183 börn.fjórtán ára og yngri, á slysadeild Borgar- spítalans vegna slysa eða bráðraveikinda, en þaðer þriðja hvert barn á Reykjavík- ursvæðinu. Þessumslysum hefurfarið heldurfjölgandi. Að sögn Kristbjargar Þórðar- dóttur hjúkrunarfræðings. skóla- stjóra Sjúkraliðaskóla Islands, hefur slysum á börnum á for- skólaaldri verið lítill gaumur gef- inn hér á landi, og því ákvað hún að fjalla um þau í lokaverkefni sínu til mastersgráðu í heilbrigð- isfræði við Norræna heilsuvernd- arháskólann í Gautaborg. Rit- gerð sína kallar Kristbjörg „Slys á grunnskólanemendum á Reykja- víkursvæðinu með tillögum um Kristbjörg Þórðardóttir, skólastjóri Sjúkraliðaskólans: Slys á börnum og unglingum eru eittstœrsta óleysta heilbrigðisvandamálið fyrirbyggjandi aðgerðir.“ Hún hóf námið haustið 1979 og lauk því í júní í fyrra, og er lokarit- gerðin nýkomin út á íslensku. Rannsókn hennar gekk þannig fyrir sig að 23 skólahjúkrunar- fræðingar á Reykjavíkursvæðinu söfnuðu upplýsingum um slysa- tíðni og fylltu út sérstakt skrán- ingarblað fyrir hvern nemanda á aldrinum 6 til 14 ára sem leitaði til þeirra frá 3. febrúar til 21. mars í hittifyrra, vegna slysa eða afleið- inga slysa. Strákarnir meiri hrakfallabálkar Á þessu sex vikna tímabili sem könnunin stóð yfir leituðu 354 grunnskólanemendur til skóla- hjúkrunarfræðinganna. Strák- arnir voru í meirihluta, 195, en stelpurnar 159. 123 (35%) var vísað áfram til læknis eða slysa- varðstofu. Rúmlega helmingur slysanna átti sér stað í leikfimi eða á skóla- lóð; 86 krakkanna (24%) slösuð- ust við íþróttaiðkanir. Langoftast áttu slysin sér stað vegna bolta- leikja, en næstalgengust voru slys við hopp og klifur. Segir Kristb- jörg í ritgerð sinni að hægt ætti að vera að forðast skaða í sambandi við íþróttir með fyrirbyggjandi aðgerðum, enda þótt líkamleg þjálfun hafi vissar hættur í för með sér. Hún leggur enda áherslu á fyrirbyggjandi starf í umfjöllun sinni, en segir jafn- framt að markmiðið geti aldrei orðið að útrýma öllum slysum: „Það eru hætturnar sem barnið getur ekki varist sem við verðum að fyrirbyggja og þær aðstæður sem valda alvarlegum meiðslum sem við verðum að forðast," segir hún, en tekur jafnframt fram að börn verði fyrir ýmsum óhöppum á uppvaxtarárunum og að slíkt sé liður í þroska þeirra: „Umhverfi barnsins verður að vera þannig að það geti hreyft sig eðlilega. Leiksvæði og skólaport verða að vera spennandi, hvetjandi og hafa þroskandi áhrif.“ Verkefnin í forgangsröð Baráttan gegn slysum þarf að beinast jafnt að hegðun einstak- linga sem og ráðstöfunum stjórnvalda, en það eru takmörk fyrir því hve langt við viljum ganga til að fyrirbyggja slys. Við viljum til dæmis ekki banna alla vélaumferð til að koma í veg fyrir umferðarslys, segir Kristbjörg, og tekur fram að það fjármagn sé takmarkað sem samfélagið vilji láta af hendi til að fækka slysum. Því sé nauðsynlegt að setja verk- efnin upp í forgangsröð sem byggist á rannsóknum á slysa- völdum og tildrögum slysa. Síðan segir: Slys á nemendum í skólum eru mjög áhugaverð út frá fyrirbyggjandi sjónarmiði, og ættu að vera miklir möguleikar á að koma í veg fyrir þau. Til þess að það sé hægt þurfa að liggja fyrir áreiðanlegar og ítarlegar upplýsingar um slysamyndina á aðgengilegu formi. Nauðsynlegt er að skrásetja hvaða slys eiga sér stað, hvar þau verða og hverjar afleiðingarnar eru. Hér á landi hafa þessar upplýs- ingar ekki verið fyrir hendi, og er það ein af orsökum þess að slysa- varnir hafa verið fálmkenndar og fræðslan oft tilviljunarkennd og

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.