Þjóðviljinn - 17.06.1988, Page 7

Þjóðviljinn - 17.06.1988, Page 7
ÞJÓÐVILJINN - SfÐA 7 Fáar þjóðir hafa glatað jafn miklum hluta af gróðurlendum sínum á jafn stuttum tíma og við íslendingar. Áætlað er að meira en 3 miljónir hektara lands hafi orðið örfoka frá landnámi en hröðust var gróðureyðingin á síð- ustu öld. Gróður- og jarðvegs- eyðingu má telja alvarlegasta um- hverfisvandamálið hér á landi í dag. í byrjun þessarar aldar voru sett fyrstu lögin um varnir gegn uppblæstri og gróðureyðingu en harla lítið þokaðist í landgræðslu- málum fyrr en með þjóðargjöf- inni 1974, þegar ákveðið var að veita umtalsverðu fjármagni í að græða landið. Á sama tíma gaf Flugfélag íslands Landgræðsl- unni áburðarvélina Pál Sveinsson sem flugmenn hafa flogið síðan í sjálfboðavinnu. En fjárveitingar til landgræðslumála hafa veru- lega dregist saman eftir að þjóð- argjafarinnar naut ekki lengur við og engu líkara er að fjár- veitingavaldið hafi litið á þjóð- argjöfina sem nokkurs konar syndakvittun sem ætti að nægja fyrir ókomin ár. Árlega er nú sáð í um 1100 hektara og með sama áframhaldi tekur það þjóðina 1 til 2 þúsund ár að koma gróðurfari landsins í svipað horf og var um landnámið. Nýjungar og tœkniframfarir Áburðarflugið hefur verið þungamiðjan í starfi Landgræðsl- unnar. Mest áhersla hefur verið lögð á dreifingu áburðar og gras- fræs við byggðir landsins en há- lendinu hefur minna verið sinnt. í Gunnarsholti, þar sem Land- græðslan hefur aðsetur, hafa far- ið fram tilraunir með að kalk- húða fræ. Slíkt gerir sáningu auðveldari auk þess sem það er nauðsynlegt að þyngja þau grasfræ sem dreift er með áburð- inum úr flugvél svo fræin og áburðarkornin hafi svipaðan þunga og lendi á sama stað. Til- raunir þessar lofa góðu og er þeg- ar farið að nota þessi fræ í dreif- ingu með flugi og stefnan er að selja almenningi slík fræ til sán- ingar síðar Framleiðsla á lúpínu hefur líka tekið stórstígum framförum. Lúpínan er ein magnaðasta uppg- ræðslujurt sem völ er á enda verið líkt við nokkurs konar lifandi áburðarverksmiðj u. Fœkkun fjár og beitarstjórnun Eitt mikilvægasta verkefni í landgræðslunni er að koma á skynsamlegri beitarstjórnun þannig að fjöldi búfjár sé í sam- ræmi við beitarþol landsins. Gott samstarf Landgræðslunnar við bændur og sveitarfélög í þessu efni er því nauðsynlegt og að sögn Andrésar Arnalds er slíkt sam- starf vel á veg komið og sú tor- tryggni sem Landgræðslan mætti fyrr á árum á undanhaldi. - Ennþá skortir okkur áhrif á þann fjölda sem beitt er á afréttir og segj a má að skortur á skipulagi sumarbeitar standi sauðfjárrækt fyrir þrifum, bæði hvað varðar framleiðslu- og landnýtingar- sjónarmið en þetta tvennt fer mætavel saman, sagði Andrés. Sem dæmi um óskynsamlega landnýtingu nefndi Andrés að á sama tíma og bændur brenndu sinu á ræktuðu landi væri fé flutt á beit upp í afréttir. Sauðfé hefur verið skorið mikið niður undan- farin ár en enn meiri niður- skurður er nauðsynlegur auk þess sem hrossum hefur fjölgað of mikið hin síðari ár en þau eru engu síður aðgagnshörð við gróður landsins en féð. Átak í landgrœðslu Á meðan stjórnvöld sýna landgræðslumálum ekki nægan skilning og stofnunin er fjárvana hefur viðhorf almennings breyst mikið til batnaðar í þessum mál- um og fólk bregst yfirleitt vel við þegar leitað er til þess vegna fra- mlags til landgræðslumála. Skemmst er að minnast átaks til birkifræsöfnunar síðastliðið haust. Um 1 tonn af fræum safn- aðist sem gerir um 200 kíló af hreinsuðum og þurrkuðum fræ- um. Það er mesta magn sem til hefur verið af birkifræi hérlendis til þessa. Um þessar mundir eru íslensk- ir stórkaupmenn að fara af stað með átak til stuðnings störfum Landgræðslunnar. Það var Árni Gestsson, forstjóri Glóbuss h/f sem átti hugmyndina að því að íslenskir stórkaupmenn minntust 60 ára afmælis félags síns með þessum hætti. Ætlunin er að safna fé hjá fyrir- tækjum og stofnunum næstu þrjú árin og er stefnt að því að safna á milli 10 og 20 miljónum á ári. Til samanburðar má geta þess að framlag ríkisins til Landgræð- slunnar á þessu ári er um 100 miljónir. Fé það sem safnast mun að mestu leyti verða notað til áburðar- og frædreifingar innan landgræðslugirðinga en að öðru leyti mun féð verða notað til þeirra verkefna sem Landgræð- slan telur brýnust á hverjum tíma. -iþ Árni Gestsson afhendir Sveini Runólfssyni landgræðslustjóra fyrsta framlagið í landgræðsiuátaki F.Í.S. Lúpína Lifandi áburðarverksmiðja Kannanir á lúpínujurtinni sýna að hún er ein öflugasta upp- græðslujurt sem völ er á. Styrkur plöntunnar felst í því að gerlar á rótum hennar framleiða köfn- unarefni sem hún og aðrar plöntur geta nýtt; þannig bætir hún þann jarðveg sem henni er sáð í og vinnur líkt og áburðar- verksmiðja. Lúpínur henta vel tii sáningar í holt og mela þar sem aðrar plöntur eiga erfitt uppd- ráttar og á stuttum tíma geta þær breytt eyðilegu landi í ákjósanleg- asta gróðursvæði. Lúpína var fyrst flutt til lands- ins árið 1945 en fyrir u.þ.b. 10 árum hófust rannsóknir á vegum Rannsóknastofnunar landbúnað- arins sem leiddu í ljós að lúpínan var mun álitlegri kostur til land- græðslu en menn höfðu áður tal- ið. Lúpína sú sem hér er ræktuð kemur frá Alaska og vex ekki annar staðar í heiminum. Því þarf að rækta jurtina hér til að fá fræ. Lúpínufræum hefur verið sáð í um 130 hektara lands og verða fyrstu 20 hektararnir tilbúnir í haust. Eftir 2 - 3 ár er áætlað að verulegt magn af fræum verði til- búið til notkunar og á sama tíma ættu að liggja fyrir niðurstöður úr rannsóknum á hegðun jurtarinn- ar í vistkerfi landsins. í upphafi reyndist erfitt að safna fræum af lúpínunni því það varð að handsafna þeim og þó sjálfboðaliðar tækju það verk að sér er slík vinna bæði dýr og seinvirk. Því var farið að kanna leiðir til að vélvæða fræsöfn- unina. Árið 1986 fóru fram at- huganir á því hvort kornþreskivélar væru heppilegar til þessara verka og í ljós kom að þær henta ágætlega til frætínslu. Lúpína er fyrirtaks landgræðslujurt en ekki er þó ætl- unin að hún vaxi hér út um holt og hæðir um ókomna tíð heldur er æskilegt að hún víki fyrir náttúru- legum gróðri staðarins á u.þ.b. 20 árum. Kannanir gefa til kynna að lúpínujurtin kunni að vera öflugri í íslensku vistkerfi en menn reiknuðu með og þar af leiðandi er hætta á því að hún kunni að ná of mikilli útbreiðslu þegar fram líða stundir. Af þessari ástæðu hafa menn farið varlega í að sá lúpínu víða og haldið sig við valin svæði innan landgræðslugirðinga þar til aflað hefur verið víðtækrar þekkinar á hegðun jurtarinnar í íslensku vistkerfi. -iþ Landgrœðslan Breytum ásýnd landsins Gróður- og jarðvegseyðing er eitt alvarlegasta umhverfisvandamál hér á landi. Fjárskortur hamlar kröftugu starfi. Skipulagslaus sumarbeit er til baga bœðifyrir landgrœðslu ogframleiðslu

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.