Þjóðviljinn - 23.06.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 23.06.1988, Blaðsíða 4
LEIÐARI KLIPPT OG SKQRIÐ Óskalaga- frumvarpið Er líöur aö lokum hvers árs fara menn aö huga aö framtíðinni og velta fyrir sér hvaö næsta ár beri í skauti sér. Þeir, sem standa í einhvers konar rekstri, hvort heldur þar er um aö ræöa rekstur fyrirtækis eöa heimilis, reyna margir hverjir aö gera áætlun um næsta ár. Þaö verður sífellt algengara aö fyrirtæki geri fjárhagsáætlan- ir a.m.k. eitt ár fram í tímann. Stjórnendum sveitarfélaga ber lögum samkvæmt aö gera fjárhagsáætlun til eins árs og fjár- festingaáætlun til þriggja ára. Alþingi á aö afgreiða fjárhagsá- ætlun ríkissjóös, þ.e. fjárlögin, fyrir hver áramót. Óstöðugleiki íslensks hagkerfis gerir þeim, sem vinna fjár- hagsáætlanir, ákaflega erfitt fyrir. Sveiflukennd veröbólga get- ur haft afdrifaríkar afleiöingar í för meö sér, einkum ef sveiflurn- ar koma aö óvörum. Rjúki kostnaður langt fram úr því, sem ráö hefur veriö fyrir gert, án þess aö samsvarandi hækkun veröi á tekjum, stefnir í mikiö klandur. Þess vegna varast flestir þeir, sem aö fjárhagsáætlunum vinna, aö láta pólitíska óskhyggju ráöa feröinni þegar meta á hvernig líklegt er aö verölag breytist. Svo viröist sem ríkissjóður hafi nokkra sérstöðu að þessu leyti, eöa öllu heldur þeir sem gæta ríkissjóös, þ.e. fjármálaráð- herrann og reyndar öll ríkisstjórnin. Ef áætlanir, sem ráöherr- arnir geröu á síöast ári, um verðbólgu á þessu ári eru skoðað- ar, blasir viö himinhrópandi misræmi milli raunveruleikans og þess sem spáö var. Þegar haft er í huga aö í þessum áætlunum kemur fram mun meiri bjarstsýni en í öörum fjárhagsáætlunum - munurinn er í mörgum tilfellum ævintýralega mikill - vaknar sú spurning hvort ráðherrarnir hafi í raun og veru trúaö því sjálfir sem þeir sögöu á þessum tíma. Lítum á fjárlagafrumvarp Jóns Baldvins Hanníbalssonar. Síöastliðið haust kom alþingi saman um miöjan október. Eins og lög gera ráö fyrir lagöi Jón Baldvin þá fram frumvarp aö fjárlögum fyrir áriö 1988. Samkvæmt breytingum á vísitölum höföu veröhækkanir síöustu 12 mánuði þá verið um 20%. Þá þegar töldu margir aö ekki yrði komist hjá gengisfellingu og hallarekstur á ríkissjóöi ýtti undir þá skoöun aö veröbólgan hlyti aö magnast. Margir þeirra, sem þá voru aö gera áætlanir fyrir árið 1988, reiknuðu hikstalaust með því að verölagshækkanir frá upphafi til loka ársins yröu ekki minni en 30%. Margir, já! En ekki hann Jón Baldvin Hanníbalsson. í greinar- gerö meö fjárlagafrumvarpinu taldi hann að hækkunin frá upp- hafi til loka árs yröi rétt innan viö 10%. Skyldi hann í raun og veru hafa haldið aö þetta yröi líklegt? Og ætli hann hafi í alvöru reiknað meö því aö einhver tæki hann alvarlega? Þótt áriö sé enn ekki hálfnað sýna vísitölur aö nú þegar hefur verðlag hækkaö frá áramótum um a.m.k. 13% og verðbólguhraðinn eykst stööugt. Jón Baldvin sagöist byggja áætlun sína á sömu forsendum og þjóöhagsáætlun. Nú hefur komið í Ijós aö ekki er alveg víst að þjóöhagsáætlun sé niðurstaða af vísindastarfsemi óhlut- drægra starfsmanna í Þjóðhagsstofnun. Hagfræöingar hafa gert því skóna aö í þjóðhagsáætlun sé beitt kerfisbundnu van- mati á ákveðnum þáttum og aö áætlunin sé í ætt viö pólitískar stefnuyfirlýsingar. En þessi mál þekkja fáir betur en Jón Sig- urðsson núverandi viðskiptaráðherra og fyrrverandi forstööu- maöur Þjóðhagsstofnunar, flokksbróöir og samráöherra Jóns Baldvins Hanníbalssonar. Nú er þaö að sjálfsögðu hugsanlegt aö fjármálaráöherra sé aö eðlisfari það bjartsýnn aö hann hafi í rauninni trúað sjálfur á það sem hann var aö segja þegar hann lagði fram fjárlagafrum- varpiö. „ Jöfnuöur í ríkisbúskapnum er stærsta Grettistakið sem ríkisstjórnin hefur lyft í varnargarða gegn vaxandi þenslu, verö- bólgu og viöskiptahalla," sagöi hann í greinargerð meö frum- varpinu. Og því hljótum viö aö spyrja: Er jöfnuður í ríkisbú- skapnum þannig að ríkissjóður sé rekinn hallalaus? Hefur veriö dregið úr þenslu? Hefur veröbólgan hjaönað? Hefur við- skiptahallinn minnkaö? Svarið við öllum spurningunum er nei. En auövitaö er þaö kannski til býsna mikils mælst aö ráö- herrar blekki ekki þjóð sína vísvitandi. Af Græningjum I IreyfingGræningjaí Vestur-Þýskalandi hefur sætt verulegum pólitískum tíðindum. A undanförnum árum hefur flokkur þeirra hreytt pólitísku landslagi í því ríki. Sú regla aö flokkur þyrfti fimm prósent atkvæöa til að komast á þing í Bonn eöa í einstökum ..löndum" haföi neglt niöur þriggja flokka kerfi í Vestur- Þýskalandi, en Græningjar skutust fyrstirsmáflokka yfir þessa hindrun og þar meö var fjögurra flokka kerli í uppsiglingu. Og þegar Græningjar geröu sig líklega til aö tryggja sér sæmilega öruggt fylgi 8-1() prósenta kjósenda, þá var leiðin opin til þess aö þeir heföu veruleg áhrifástjórn horga, „landa" og ríkisins alls. Til lengdar mundi erfitt fyrirSósíaldem- ókrata, sem hafa aö nokkru fengist viö sömu mál og Græningjar, að hafna sam- starfi viö þá. Verulegir sigrar Græningjar vöktu aödáun fyrir margt og þeir hafa haft merkilegáhrif. Þeir hafa upplýst almenning í landi sínu um marga hluti sem vttröa umhverfisvernd, mengun, kjarnorkuháska og aörar hakhliöar hláeygörar hagvaxtarhyggju. I’eir liafa orðiö til þess að þoka þess- um málum úr þögn og inn í umræðuna miöja-allt íeinu urðu jafnt auðhringir sem eldri pólitískir flokkarað taka afstöðu til hinna „grænu" mála og helst sýna einhvern lit. Græningjar geröust og skeleggustu málsvarar jafnréttisbaráttu kvenna í Vestur-Þýskalandi - sumstaðar voru framboö- slistar þeirra reyndar hreinir kvennalistar. Ennfremur þótti þaö merkilegt, að Græningjar lögðu mikið kapp á að vera ekki flokkur í venjulegum skilningi. Til þess settu þeir reglur um ör mannaskipti á ábyrgöar- stööum ogekki mátti Græn- ingi sitja nema skamma stund á þingi íeinu. Sjálfseyðing ogsundrung En núersvokomiðað bæði sá árangur sem Græn- ingjar hafa náð og svo ýmis- leg sérkenni þeirra virðast vera að ganga af hreyfingu þeirra dauðri. Reglurnar um ör manna- skipti hafaorðið til þess, að margir dugmiklir forystu- menn og málsvarar Græn- ingja verða að víkja mjög snemma úrræðustólum-og í staðinn koma óreyndir mennogrniklu fáfróðari. I annan stað hefur sá siður aö gjörræða hvert mál „í gras- rótinni" úrkynjast fljótlega í ónytjumælgi með miklu pappírsflóði. En það sem verst hefur þó leikið Græn- ingja er þó hinrt gamli ótti ýntissa vinstrihreyfinga við aðlendaístjórn: Hvenær sem styrkur er fenginn til þess hrökkva allmargir rót- tæklingar í kút og halda að með samvinnu við k rata eöa einhverja þaðan af verri menn muni hugsjónum fórnað, sérkenni hreyfingar- innar útmást í málamiðlun- um og hún að lokum „ánetj- ast kerfinu". Og því er það að Græn- ingjar hafa skipt sér í „Kreddumenn" (fúnda- mentalista), sem vilja forð- ast sem mest þeir mega freistingar pólitískrar sam- vinnu og halda árunni hreinni, og „Raunsæis- menn" (Realos), sem vilja nota styrk hreyfingarinnar til að færa ýmislegt á betri vegílandinu. Gangaáfund- urn og ráðstefnum Græn- ingja föst skeyti og banvæn milli fylkinganna. Ekki nóg nteð það: einhversstaðar verður til miðjuhópursem vill brúa bilið, og uppsker tortryggni frá báðum fylk- ingum. Kreddumenn klofna unt það hve miklir kreddu- menn þeireiga að vera. Konurnar deila hart um víg- orðeinsog„allirmenn (eða bara sumir) eru nauðgarar" og fleira sem á dagskrá er í jafnréttismálum. (Þing- flokkur Græningja le'nti í miklum vandræðum út af þvíað hann féllst á aö nauðgun innan hjónabands mætti refsa með árs fangelsi -en gerði ekki ráð fyrir tveggja ára fangelsi eins og landsfundur Græningja hafði ákveðið: Þetta voru meiriháttarsvik). Féllen hélt velli? Afleiðingin er á þessa leið, segirSpiegel: „Sumir gefa allt frá sér, aðrir reyna að herða sig upp í síðasta sinn. Ráðleysi ríkir hjá öllum. Ofstæki gerir um- ræðu marklausa... Meðlimir og stuðningsmenn hverfa frá fullirviðbjóðs... Flokksfé- lög leysast upp eöa verða meðlimaskráin tóm. Þaðer aðeins með erfiðismunum hægt að fá frambjóðendur á lista til bæjarstjórnarkosn- inga." Græningjar hafa nteð öðr- um orðum verið að tortíma sjálfumsér. Þaðervitanlega dapurlegt, þvíþeirhöfðu margt merkilegt frant að færa. Saga þeirra er lær- dómsrík: af henni mega þeir ýmislegt læra sem halda að lausnin á vandamálum flokka sé í því fólgin að þeir hætti að vera flokkar og reyni að vera eitthvað ann- að. Sömuleiðis má af dæmi Græningja læra, að hreyfing getur unnið sigra þótt hún farist: íþessudæmi meðþví móti, að Sósíaldemókratar hafa smám saman verið að „taka að sér" hin grænu mál- in, með vaxandi áherslum á nýjan framfaraskilning og umhverfismengun í því þétt- býla, þauiiðnvædda og illa farna landi, Vestur-Þýska- landi. ÁB þJÓÐVILIINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Utgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann. Mörður Árnason, óttar Proppé. Fréttastjóri: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hjörleifur Sveinbjörnsson, KristóferSvavarsson, Magnfríður Júlíusdóttir, Magnús H. Gíslason, Lilja Gunnarsdóttir, Ólafur Gíslason, Ragnar Karlsson, Sigurður Á. Friðþjófsson, Stefán Stefánsson (íþr.), Sævar Guðbjörnsson.Tómas Tómasson, ÞorfinnurÓmarsson(íþr.). Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlitsteiknarar: Kristján Kristjánsson, Margrét Magnúsdóttir. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Skrif stof ustjori: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Sigriður HannaSigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Olga Clausen, Unnur Ágústsdóttir. Símavarsla: Hanna Ólafsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Utbreiðslu-og afgreiðslustjórl: Björn Ingi Rafnsson. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. lnnheimtumenn:BrynjólfurVilhjálmsson,ÓlafurBjörnsson. Utkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, símar: 681333 & 681663. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð i lausasölu: 60 kr. Helgarblöð:70kr. Askriftarverð á mánuði: 700 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 23. júní 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.