Þjóðviljinn - 23.06.1988, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 23.06.1988, Blaðsíða 6
Vestur á Mýrar Óvenjuleg og ódýr ferð Sumarferðin verður að þessu sinni farin laugardag- inn 2. júlí. Fargjaldið verður 1000 krónur, þó 800 krónur fyrir 67 ára og eldri en aðeins 500 krónur fyrir börnin. Á söguslóðum séra Árna Þórarinssonar Ekið verður vestur á Mýrar og m.a. farið út yfir Hítará á söguslóðir séra Árna Þórarinssonar. Þátttakendum er ráðlagt að fara að fletta upp í bókum Þórbergs um séra Árna. Svæðið er beinlínis safaríkt af sög- um fyrri áratuga og alda. auk þess sem jarðsaga íslands er okkur þar opin bók. Gylfi Þór Einarsson jarðfræðingur mun fræða okk- ur um jarðsöguna og verður m.a. komið að Rauðam- elsölkeldu ef aðstæður leyfa. Árni Páll Árnason laganemi rifjar upp ýmsar sagnir og séra Hreinn Hákonarson í Söðulsholti, sem gegnir nú sömu prestaköllum og séra Árni gerði áður, hefur frá ýmsu að segja. Látið skrá ykkur fljótt Skipulag sumarferðarinnar er mikið verk sem verður mun auðveldara ef þið látið skrá ykkur hið allra fyrsta. Upplýsingar í síma 17500 eða að Hverfisgötu 105, Reykjavík Sumarferðin 88 Vestfirðir - Sumarferð Sumarferð Alþýðubandalagsins á Vestfjörðum er í Flatey 2. og 3. júlí. Safnast verður til Brjánslækjar og siglt þaðan kl. 13 á laugardagog til baka síðdegis á sunnudag. Á útleið verða nærliggjandi eyjar skoðaðar af sjó. Leiðsögumenn fylgja hópnum allan tímann og fræða um fortíð, nútíð og náttúrufar eyjabyggðanna. í Flatey verður gist í tjöldum. Kvöldvaka verður á laugardagskvöld og síðan stiginn dans. Miðað er við að þátttakendur geti komið á eigin bílum að Brjánslæk enrútaferfrá ísafirði á laugardagsmorgun. Ferð: Flatey frá Brjánslæk kr. 1800. Rútafrá ísafirðikr. 1200. í báðum tilvikum er hálft gjald fyrir börn 6-16 ára. Þátttökutilkynningar og nánari upplýsingar hjá eftirtöldum: Kristinn H. Gunnarsson Bolungarvík, s. 7437 og 7580; Bryndís Frið- geirsdóttir ísafirði, s. 4186; Ingibjörg Björnsdóttir Súðavík, s. 4957; Þóra Þórðardóttir Súgandafirði, s. 6167; Ágústa Guðmundsdóttir Flateyri, s. 7619; Magnús og Sigrún Vífilsmýrum, 7604; Sverrir Kar- velsson Þingeyri, s. 8104; Halldór Jónsson Bíldudal, s. 2212; Jóna Samsonardóttir Tálknafirði, s. 2548; Gróa Bjarnadóttir Patreksfirði, s. 1484; Guðmundur Einarsson Seltjörn, s. 2003; Giesela Halldórsdótt- ir Hríshóli, s. 47745; Jón Ólafsson Hólmavík, s. 3173. Kjördæmisráð. Markaði þáttaskil í heimspólitíkinni. Perestrojka og Reykjavíkurandinn Nýlega lægði sumar áhyggjur mínar. Og það var Carrington lá- varður, framkvæmdastjóri NATO, sem róaði mig, þó hann hafí nokkrum sinnum framkallað tilfínningar, sem eru annars eðlis, satt að segja. En ástæðan fyrir því að lávarð- urinn losaði mig við áhyggjurnir er eftirfarandi. Stundum hefur mér fundist að mætti segja við mig: Þú skrifar oft að Reykjavík- urfundur hafi markað söguleg tímamót og þáttaskil og verið undanfari friðar án kjarnorku- vopna. Og heimildin er alltaf sú sama - Míkhaíl Gorbatsjov. En eins og sagt er hjá okkur hefur hann fengið „skipun frá æðri stöðum“ um að meta þenn- an fund, sem hann var upphafs- maður að og tók þátt í. Þá var aðalritarinn fyrstur til þess að standa gegn tilraunum til að skilgreina Reykjavíkurfund- inn sem „misheppnaðan" og „tfmaeyðslu" og að því eru ótal vitni og það staðfest á prenti og filmu. Eftir að viðræðum leiðtog- anna lauk, sagði aðalritarinn á blaðamannafundi sínum í Há- skólabíói: „Ég vil ekki segja að fundurinn hafi verið gagnslaus.“ „Reykjavíkurfundurinn er „gífurlegur ávinningur". Fundurinn „leiddi okkur að mikilvægu stigi - við áttuðum okkur á því hvar við stöndum. Og hann leiddi í ljós, að samkomulag er mögulegt. Ég er sannfærður um þetta." Flann lagði hvað eftir annað mat á „Reykjavíkurandann“ og tók sífellt sterkara til orða og hafði með þær skilgreiningar, sem ég taldi upp hér í upphafi. En samt varð ég innilega glað- ur, þegar ég las nýlega ummæli Carringtons lávarðar eftir leiðtogafundinn í Moskvu, en það er mat manna, að sá fundur hefði ekki verið haldinn ef ekki hefði komið iil Reykjavíkurfund- urinn, sem hafði svo aftur Was- hingtonfundinn í för með sér: „Fyrir fjórum árum hefði ekki verið hægt að gera sér í hugar- lund, að í október 1986 yrði hald- inn leiðtogafundur Sovétríkj- anna og Bandaríkjanna í Reykja- vík, sem mér virðist mikilvægasti fundur leiðtoga austurs og vest- urs frá því að síðari heimsstyrj- öldinni Íauk.“ Það er mér einnig gleðiefni, og ég er svo djarfur að segja að það á við um alla sovésku þjóðina, að „Reykjavíkurandinn", sem hefur Dr. Vladimír Verbenko orðið tákn upphafs hins nýja pól- itíska hugsunarháttar í sögu mannkynsins, mun svífa yfir vötnum á 19. ráðstefnu KFS, sem hefst þann 28. júní í Moskvu, en sú ráðstefna er bæði í Sovétríkj- unum og erlendis nefnd „vett- vangur perestrojku" og er það réttnefni. Reykjavíkurfundurinn er nefndur sérstaklega í Tillögum miðstjórnar til 19. ráðstefnu KFS. Þar segir að leiðtogafund- urinn í Genf og sérstaklega Reykjavíkurfundurinn hafi „markað þáttaskil í heimspólitík- inni, hafi skapað viðræðunum svigrúm og haft veruleg áhrif á alþjóðaástandið.“ Én heill kafli í tillögunum - tí- unda grein er þrungin anda hins nýja hugsunarháttar, sem er hluti af Reykjavíkurandanum. Það kemur skýrt fram í sjálfs- gagnrýnu mati á utanríkisstefnu Sovétríkjanna á stöðnunartím- abilinu. { tillögunum segir: „Gagnrýnin skilgreining á hinu liðna leiddi í ljós að kreddufesta og hlutdræg afstaða setti mark sitt á utanríkisstefnu okkar. Hún var látin dragast aftur út grund- vallarbreytingum í heiminum og ekki voru nýttir að fullu mögu- leikar til að draga úr spennu og koma á gagnkvæmum skilningi milli þjóðanna. Þegar leitast var við að koma á hernaðarlegu jafnvægi, voru ekki alltaf nýttir möguleikar til að tryggja öryggi ríkisins eftir pólitískum leiðum og þess vegna lét landið teyma sig út í vígbúnaðarkapphlaup, sem hlaut að hafa áhrif á félagslega og efnahagslega þróun í landinu og stöðu þess á alþjóðavettvangi." í tillögunum er lögð áhersla á að perestrojka sem nú er í gangi í Sovétríkjunum, hafi orðið mikil- vægur þáttur í heimsþróuninni. Hún býr yfir innri krafti til að hafa jákvæð áhrif á heiminn og hefur þörf fyrir utanríkisstefnu, sem endurspeglar mannúðlegt eðli hennar, sem krefst lýðræðis- þróunar í alþjóðatengslum okkar og annarrar stöðu landsins í hinni alþjóðlegu verkaskiptingu. Til grundvallar utanríkisstefn- unni liggur hinn nýi hugsunar- háttur, sem byggist á vísindum og er laus við úreltar hugmyndir. Hann endurspeglar staðreyndir heimsins í dag, sem er svo fjöl- þættur, mótsagnakenndur, þar sem hræðileg hætta vofir yfir mannkyninu, sem jafnframt býr yfir feikilegum möguleikum til samstarfs, friðsamlegrar sam- búðar og til að leysa brýn vanda- mál eftir pólitískum leiðum, en Reykjavíkurfundurinn er þar for- leikur og fordæmi. í tillögunum segir að hinn nýi pólitíski hugsunarháttur geri kleift að leggja fram umfangs- miklar hugmyndir. Á meðal þeirra eru: Áætlun um að losa heiminn við kjarnorkuvopn fyrir árið 2000, allsherjar öryggiskerfi, valfrelsi, hagsmunajafnvægi, sameiginlegt heimili í Evrópu, endurskipulagning samskipta á svæðinu við Asíu og Kyrrahaf, að varnir verði hafðar á því stigi, sem nægilegt er og mótuð varnar- kenning, að öryggi landa og heimshluta sé eflt með því að draga úr vígbúnaði, eða lagðar verði niður herstöðvar á land- svæðum annarra landa og herir kallaðir heim, gerðar ráðstafanir til að byggja upp traust og hug- mynd um að vísindin verði látin njóta virðingar í heimsmálunum. Þessi sannfæring Sovétríkj- anna á sviði utanríkismála er til staðar í tillögunum fyrir ráð- stefnu KFS og er grundvöllur þjóðarumræðu. Það er ekki verið að þröngva neinu upp á neinn, heldur verið að bjóða til sam- eiginlegra hugleiðinga og leitar, þar sem tekið er tillit til hagsmuna þjóðanna og mannkynsins alls. Eins og einmitt var gert á leiðtogafundunum í Genf, Reykjavík, Washington og Mos- kvu. Eins og verður gert á 19. ráð- stefnu KFS, þar sem ég er viss um að „Reykjavíkurandann" ber á góma, þar sem teknar verða nýj- ar ákvarðanir, sem stuðla að því að hann verði að veruleika. Dr. Vladimír Verbenko, yfirmaður APN á Islandi 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 23. júní 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.