Þjóðviljinn - 23.06.1988, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 23.06.1988, Blaðsíða 15
Og þetta líka... Heimsmet Galina Chistyakova, 24 ára rússnesk dama, sló á dögunum heimsmetiö í langstökki. Það var á móti í Leningrad sem hún stökk 7.52 í sjöttu tilraun en fyrra metið var 7.45 metrar. Meiðsl Jacky Charlton ætlar ekki að tilkynna liðið gegn Sovétmönnum fyrr en rétt fyrir leikinn því mikið er um meiðsl í irska liðinu. Það eru helst Chris Ho- ughton, Ray Houghton og Paul McGrath sem eru óvissir. Fréttamenn á Evrópumótinu í Þýskalandi eru mjög fúlir yfir því hve erfitt er að á sambandi við menn úr sovéska lið- inu. Þeir hafa kvartað mest við blaða- menn sovéska blaðsins Prövdu sem tók undir með þeim. Þeir segja að hótelið þar sem sovéska liðið býr sé líkast vel vörðu virki og eru sérstak- lega fúlir út í Valery Lobanovsky, þjálfara liðsins, því hann hvarf eftir 1-1 leikinn gegn (rum án þess að segja orð við blaðamenn. Ekkert svindl var niðurstaða ungverska knatt- spyrnsambandsins eftir nákvæma rannsókn á því hvort samið hefði ver- ið um úrslit fyrstudeildarleikjana þar í landi. Herliðið Honved Budapest var úrskurðað sigurvegari. Eitthvað var þó um svindl 1983 þegar 260 leik- menn og 14 dómarar voru reknir eftir að upp um þá komst. Rekinn Svissneska fyrstudeildarliðið Sion rak portúgalska kappann Carlos Manuel eftir að hann mætti ekki á æfingu. Ekkert hafði heyrst frá Manu- el og búið að ráða annan í hans stað. Sion keyptu hann frá Benfica síðasta vetur en hann hefur leikið um 30 landsleiki fyrir Portúgal. Hrikalegt Það er ekki nóg með Barcelona hafi átt í mesta basli við að ná 6. sæti í spænsku deildinni heldur er fjárhag- urinn líka í lamasessi. Tekjur félags- ins fyrir síðasta ár er aðeins 860.000 dollarar miðað við 3.600.000 undan- farin ár. Aðalástæðan fyrir tapinu er talin vera fækkun áhoríenda vegna slaks gengis félagsins. Olympíunefnd Norðurlanda hélt sinn árlega fund hér í Reykjavík í síðasta mánuði. Þrjátíu manns sátu fundinn og var Gísli Halldórsson fundarstjóri. Fulltrúar landanna fluttu skýrslur og kom margt fróðlegt fram. Rætt var um fyrirhugaða sumarleika í Seoul, fjáraflanir, ferðaleiðir til Kóreu og fleira. Matthías Á. Mathiesen ráð- herra flutti tillögu þess efnis að sam- ræma umsóknir Norðurlanda til að halda stórmót og lagði hann til að sett yrði saman 20 ára áætlun. Fundar- menn voru hins vegar allharðir á því að blanda ekki stjórnmálum í um- sóknirnar, hvorki í nútíð né í framtíð. Mullersmótið í svigi var haldið fyrir skömmu í Blá- fjöllum. Keppt var í sveitunum og sig- ruðu Armenningar á samtals 208,39 mínútum en í sveitinni eru Hjörtur Walters, Haukur Arnórsson, Tryggvi Eiríksson og Steingrímur Walters. 12. sæti urðu KR á 212,26 og rétt á hæla þeirra Fram á 215,12 mínútum. Mótið hefur verið haldið árlega í 22 ár og hafa Ármenningar unnið fimm sinn- um svo að þeir hljóta nú bikarinn til eignar. Létt bráð Martina Navratilova eyddi litlum tíma og kröftum til að vinna Bretann Mon- ique Javer á tennismóti í Englandi og komast í 2. umferð. Pam Shriver fór einnig létt í 2. umferð en Helena Suk- ova, sem er fjórða á heimslistanum, varð að láta í minni pokann fyrir Pasc- ale Paradis, sem er frekar ókunn. / kvöld Fótbolti 1. d.kv. kl.20.00 KA-ÍBÍ 2. d.ka. kl.20.00 ÍR-Þróttur R. 2.d.ka. kl.20.00 UBK-ÍBV ÍÞRÓTTIR NBA-karfa Endurtekið efhi hjá L A. Lakers Lakers vann Detroit Pistons 108-105 í úrslitum og hafa þar með unnið annað árið „Þetta er það besta sem fyrir okkur hefur komið. Eg held að við séum besta körfuboltalið fyrr og síðar,“ sagði Pat Riley ofan úr skýjunum eftir sjöunda og síðasta leikinn í úrslitakeppninni. Los Angeles Lakers gekk ekki sem best í byrjun leiksins og voru 5 stigum undir í hálfleik en í þriðja leikhluta tóku þeir heldur betur við sér. Þeir gerðu fyrstu 16 stigin og náðu alls að skora 23 stig á meðan Detroit nældi aðeins í 7 stig. Snemma í 4. leikhluta höfðu Lakers náð 15 stiga forystu 88;73 en Detroit, sem sáu fyrsta NBA- titilinn í fjarska, börðust allt hvað af tók og náðu að minnka muninn í 2 stig, 100-98 þegar tvær mínút- ur voru til leiksloka. En þeim tókst ekki að jafna og Lakers gerðu engin mistök svo að sigur- inn varð þeirra. 17.505 áhangendur Lakers ruddust inná völlinn þegar flautan gall við og sungu „við el- skum L.A.“. Þar með höfðu þeir unnið annað árið í röð NBA- Golfmót í röð titilinn og í 5. sinn frá 1980. Síð- asta lið til að vinna tvö ár í röð var Boston Celtics og var það árin 1968-1969. James Worthy var valinn besti maður í úrslitunum og gerði einn- ig flest stig Lakers, 36. Hjá Det- roit var Joe Dumar stigahæstur með 25 stig en stjarna fyrri leikjanna, Isiah Thomas gerði aðeins 10 stig og öll í fyrri hálf- leik. Ekki var við öðru að búast því hann sneri á sér ökklann í síð- asta leik og var langt frá sínu besta. „Magic“ Johnson sem skoraði 19 stig og átti 14 stoðs- endingar sagði eftir leikinn: „Ég er ánægður með að þetta er búið. Þetta hefur líklega verið erfiðasta meistarakeppni sem ég hef nokk- urn tímann lent í.“ _ste Joe Dumar tók við af Isiah Thomas sem aðalskorari Detroit eftir að sá síðarnefndi sneri á sér ökklann, en tókst ekki eins vel upp. Evrópukeppnin Sætur sigur Sovét Unnu Itali sannfœrandi2-0 í undanúrslitum ogfá þarafleið- andi Hollendinga í úrslitum Félag viðskipta- og hagfræðinga heldur sitt fyrsta golfmót föstudaginn 24.júní á Grafarholtsvelli. Keppt verður i tveimur flokkum: byrjenda og flokki forgjafar- manna. Leiknar verða 18 holur meö forgjöf og hefst mótið kl.13.00 en mótsslitfara fram í golfskála Golfklúbbs Reykjavíkur. Þátttaka tilkynnist til Sigurðar Á. Jenssonar síma 688777 og 657270 eða til Sigurðar Kol- beinssonar síma 673777 og 37855. Sund Landsliðin á ferðinni Tvö landslið íslands í sundi, ól- ympíuliðið og unglingalandslið- ið, samtals 21 sundmaður, eru nú stödd í Hamar í Noregi við kepp- ni og æfingar. Ólympíuliðið ntun keppa í sterku alþjóðlegu móti þar sem takmarkið er að ná lágmörkun- um og unglingalandsliðið keppir að þvi að ná lágmörkunum á Evr- ópumótið. Einnig er meiningin að yngstu landsliðsmennirnir, þeir sem voru valdir í fyrsta sinn, keppi á æfingamótum til að fá reynslu. -ste Dregið hefur verið í riðla fyrir ólympíuleikana í knattspyrnu. Fyrstu leikirnir í riðlunum hefjast 17. september og þeim síðustu lýkur 22. en ekki hefur verið ákveðið hvar eða hvenær úrslit- akeppnin verður. Gestgjafarnir voru heldur óheppnir því þeir lentu í riðli með Sovétríkjunum og Argentínu, en silfur- og bronshafarnir frá 1984, Brasilía og Júgóslavía, lentu í sama riðli. A-riftill Kína, Vestur-Þýskaland, Svíþjóð og Túnis B-ri&ill Zambía, (rak, Ítalía og Mexico „Fram að þessum leik, hafa ít- alir sótt að andstæðingunum svo að við ákváðum að sækja á þá,“ sagði sovéski þjálfarinn Valery Lobanovsky eftir leikinn, „við vorum betri en þeir í kvöld.“ „Eins og við bjuggumst við var þetta erfiður leikur, þeir eru sterk liðsheild og í mjög góðu formi. Þetta voru rökrétt úrslit,“ sagði Azeglio Vicini, þjálfari ít- ala eftir leikinn, „við fengum þrj ú góð marktækifæri og ef við hefð- um nýtt þau, hefðu úrslitin getað orðið öðruvísi.“ Sovétmenn ætluðu sér greini- lega að taka ekki fanga og sóttu stíft, stundum með sex miðherja. Þeir voru þó án Igor Bessonov en þjálfarinn Lobanovsky sagði „að það væri stefna sovétmanna að láta bara heila menn spila“. Hinn kunni léttleiki ítala kom lítið í ljós fyrir hörku Sovétmanna sem þó sýndu oftast skemmtilega knattspyrnu. Kuznetsov, Gotsmanov og Bessanov voru bókaðir í leiknum en sá síð- C-riöill Suöur-Kórea, Sovétríkin, Bandaríkin og Argentína D-riöill Brasilía, Nígería, Ástralía og Júgó- slavía Knattspyrnuskóli Eftir eru 2 námskeið í knattspyrnu- skóla Fram en hann er nú í sumar starfræktur í 10. sinn á Framsvæðinu við Safamýri. Námskeiðið verða haldinn: 27. júlí- 8.júlí og 11. júlí-22. júlí. Kennslan fer fram alla virka daga frá kl. 13.00 til 15.30 og er ætluð þeim sem eru 10 ára og yngri, börn fædd 1978-1982. Innritun fer fram alla virka daga á skrifstofu knattsþyrnudeildar í Fram- heimilinu í símum 680343 og 680342 milli klukkan 13.00 og 14.00 og eftir kl.17.00 Vasily Rats er kominn í úrslit ásamt félögum sínum eftir góðan sigur á ítölum. astnefndi hefur þegar einu sinni hlotið gult spjald fyrr í keppninni og verður því líklega í banni gegn Hollendingum. Það tók hann að- eins 45 sekúndur að fá spjaldið. ítalir voru ekki saklausir og fengu Franco Baresi, Fernando De Napoli og Riccardo Ferri gul spjöld. Þetta er í fyrsta sinn sem Sovét- menn komast í úrslit sfðan 1972 og þeir mæta þá Hollendingum. Þeir hafa þegar mætt þeim fyrr í keppninni og báru sigurorðið af þeim 1-0 Undanúrslit Sovótríkin-Ítalia..............2-0 Mörk Sovét: Gennady Litovchenko 60.mín og Oleg Protasov 63.mín. Llð Sovétmanna: Rinat Dasayev, Vla- dimir Bessonov (Anatoly Demyanenko 36.mín), Vagiz Khiditullin, Oleg Kuznets- ov, Vasily Rats, Gennady Litovchenko, Al- exander Zavarov, Alexei Mikhailichenko, Sergei Aleinikov, Sergei Gotsmanov, Oleg Protasov. Lið Italiu: Walter Zenga, Franco Baresi, Giuseppe Bergomi, Riccardo Ferri, Paolo Maldini (Liugi De Agostini 65.min), Ro- berto Donadoni, Fernando De Napoli, Carlo Ancelotti, Giuseppe Giannini, Ro- berto Mancini (Allessandro Altobelli 46.mín), Gianluca Vialli. Dómari: Alexis Ponnet, Belgiu. Áhorfendur: 70.000 Ólympíuleikarnir Verðlaunaliðin frá '84 saman í riðli VINNINGSNÚMER í Happdrætti Krabbameinsfélagsins Dregið 17. júni 1988 SAAB 9000 TURBO: 74301 HONDA CIVIC GL: 24708 179849 BIFREIÐ AÐ EIGIN VALI FYRIR 500.000 KR. 5948 120483 135049 VÖRUR AÐ EIGIN VALI FYRIR 50.000 KR. 378 18765 41533 68829 87881 109310 121342 144215 159404 3121 20115 44803 70262 90749 109621 122330 147043 163011 3557 20733 50919 70449 91293 110205 122486 147277 163898 5406 22453 55131 70570 95588 112056 123742 148673 164682 8489 23954 60258 71777 96686 114898 124844 151601 165927 8708 26915 60322 78806 97127 114901 125431 152185 166275 11289 27001 60864 80696 98971 116402 128380 152266 168742 12058 31096 63995 80947 99249 116588 130683 153428 175137 15755 36358 65148 82415 106023 119735 135934 153826 178168 16570 39643 66505 86167 106134 120173 142397 154252 181254 16914 39853 67057 87269 108218 121208 142892 158426 182675 183107 Handhafar vinningsmiða framvisi þeim ■ á skrifstofu Krabbameinsfélagsins aö Skógarhlíö 8, simi 621414. Krabbameinsfélagið þakkar landsmönnum veittan stuðning. Krabbameinsfélagið Fimmtudagur 23. júní 1988 þjÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.