Þjóðviljinn - 01.07.1988, Page 6

Þjóðviljinn - 01.07.1988, Page 6
FERÐABLAÐ_________ Útferðir Fmmlegar ferðir tíí framandi áffa Ferðalög landans hafaað mestu skipst milli sólar- stranda í útlandinu og fjalla- skoðunarferða og þvíumlíks innanlands, en nú á síðustu árum hefur frumlegum ferð- um til heimsálfa sem kannski fáum hefur komið til hugar að heimsækja fjölgað ört. Sem dæmi að nefna eru ferðir Ferðaskrifstofu stúdenta með Encounter Overland ferðaskrif- stofunni til Asíu, Afríku og Suður-Amríku, og einnegin ferð- ir Ferðaskrifstofu FÍB til Thai- lands. Þarna er um að ræða fullkomnar andstæður sem for- vitnilegt er að skoða. Ferðirnar sem Ferðaskrifstofa stúdenta býður uppá eru svo að segja í safarí-stflnum. Þær eru svo fjarri því að vera værðarlegar let- iferðir sem mest má vera. Ferða- félagarnir eru saman í kös í flest- um ferðunum. í langferðabflum sem frekar iíkjast hertrukkum úr síðari heimsstyrjöldinni en lúxus- kerrum BSÍ. Á níðsterkum bát- um á hvínandi ferð niður einhver geggjuð fljót. Á bökum ffla- hjarða á gangi gegnum regn- skóga. Á göngum um brattar fjallshlíðar eða þurrar og heitar eyðimerkur. Sumsé alltaf saman og tilneyddir að sýna fyllstu kurt- eisi og umbera hverjir aðra. Mögulegt er að fara í ævintýra- legar ferðir um Sahara, skoða Egyptaland, Tyrkland, Tíbet, Nepal, Gambíu og Senegal, Mar- okkó, Austur-Afríku, Perú og fleiri iönd og álfur. í raun hvert sem hugurinn girnist. í ferðum Ferðaskrifstofu FÍB er hinsvegar allt annað uppá ten- ingnum. Þar er gist á glæstustu hótelum Thailands og notið leið- sagnar fjölfróðra leiðsögu- manna, oft á íslensku. Afslöppun og rósemd einkenna oftast þessar ferðir og farið er í skoðunarferðir um landið. Mikið er um skoðun- arferðir til norðurhéraðanna og í þeim er meðai annars skoðuð hin forna höfuðborg, Chang Mai. Sólarstandaferðir eru einnegin á boðstólunum og er þá um að ræða ferðir á Pattaya-ströndina og Phuket-ströndina, sem af mörgum er talin rólegri. rjálsar vaxtatekjur um mánaðamótin ! GULLBÓK METBÓK ' n Hvernig sem á stendur- Við erum á vakt allan sólarhringinn \ HREVFIU. / 68 55 22

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.