Þjóðviljinn - 01.07.1988, Qupperneq 15

Þjóðviljinn - 01.07.1988, Qupperneq 15
 FERÐABLAÐ Frá Mývatni. NOrður Dulítil dásemd íslenskir feröamenn fara auðsjáanlega á aðra staði á Norðurlandi en útendiraf sömu tegund. Ef fslendingar finnalandsvæði, hvarerað finna trjálundi og mjúka nátt- úru, fara þeir þangað um- svifalaust en útlendu ferða- mennirnir leita hinsvegar uppi hrikalegustu náttúrufyrirbær- in. Þannig skiptist Norður- landið að nokkru leyti upp. Fólk á ferðinni sækir mikið í Þjóðgarðinn og ána í Jökulsárgl- júfri og einnig í Mývatn. Einsog mý á mykjuskán. Og þó, nei, kannski ekki alveg. En gjöful tún og grasi vaxnir hólar í Þingeyjas- ýslum laða óneitanlega að sér hvurn þann sem fegurðar kann að njóta. Ásbyrgi skýlir öllum þeim sem til þess leita og í skjóli þess er dulitla dásemd að finna. I Þing- eyjarsýslum er þó ekki einvörð- ungu „mjúkt“ landslag. í Kröflu brenna eldar undir hverju fótmáli og landið sígur og rís á víxl. Afar sérstakar ferðir er nú hægt að fara í frá austanverðum Eyjafirðinum. Það eru ferðir í Fjörðurnar. Farið er á hestum og Þorgeirsfjörður og Hvalvatns- fjörður skoðaðir. Eyjafjörðurinn er að sönnu að- alból Norðlendingafjórðungs og í botni hans hvílir höfuðstaðurinn, Akureyri. Ótal áhugaverðir stað- ir eru á víð og dreif um fjörðinn sem of langt mál yrði að telja upp hér og því réttast að líta við og sjá með eigin augum. Skagafjörðurinn og nágrenni er næstum einsog ríki í ríkinu. Það hefur oft verið sagt um Skag- firðinga að þeir séu hressasta fólk landsins og er marka má ferða- fíknina sem greinilega liggur einsog mara á þeim eru það orð að sönnu. Þeir eru oftast fjöl- mennastir í hópferðum til fram- andi landa og ef maður rekst á íslending í útlandinu þá eru einna mestar líkur á að það sé Skagfirð- ingur, þannig eru þeir. Blágrýtismyndunin frá tertíer, fyrir ísöld, er ráðandi á Norður- landi vestra, en í Þingeyjasýslum er gliðnunarbeltið. Móbergs- Suður myndanir frá síðari hluta ísaldar eru þar ráðandi en í jaðri þeirra liggur grágrýtismyndunin. Á Tjörnesi mætast allar þessar bergmyndanir og í setlögum þar er að finna leifar af sjávardýrum sem lifðu hér við land milli kuld- askeiða en það sem mesta furðu vekur við einmitt þau dýr er að samskonar og svipuð er að finna í Miðjarðarhafi og þvílíkum stöð- um nú. Af því má draga þá álykt- un að hér á íslandi hafi verið svip- að veðurfar og er nú við Miðjarð- arhaf! Það eru með gjöfulustu veiði- vötnum og ám á landinu í Norð- lendingafjórðungi og því er að fá veiðileyfi á næstum hverjum bæ. Gististaðir eru margir. Edduhót- el á Reykjum, Laugarbakka, Húnavöllum, Akureyri, Hrafna- gili og Stórutjörnum. Önnur hót- el eru á Hvammstanga, Blöndu- ósi, Skagafirði, Sauðárkróki, Sig- lufirði, Olafsfirði, Dalvík, Akur- eyri, Húsavík og í Mývatnssveit. Farfuglaheimili eru á víð og dreif um Norðurland og mikið er um tjaldsvæði og svefnpokapláss. Grænt og gróðurvænlegt Gróðurvænlegar ávalar hlíðar og grösug engi ein- kenna Suðurlandið frá fjöru til fjalla í Árnessýslu og Rangár- vallasýslu. í austanverðri Rangárvallasýslutrónatign- arlegir jöklarnir, Mýrdalsog Eyjafjalla, og handan þeirra er meiri auðn en annarsstaðar á undirlendinu. Þareru sand- arnir víðfeðmir allt austur að Vatnajökli. Voldugir jöklarnir setja ekki síður sterkan svip á fólkið sem býr undir þeim en landslagið sjálft. Þeirgnæfa sem voldugir út- verðir, sem tignir kóngar teygjandi sig alltumleikis upp til himins. Þeir hvíla lauflétt ofaná mikilúðlegum fjöllunum og eins- og bíða þess sem verða vill, skríða jafnvel stundum pínulítið niður, svona rétt til að stríða okk- ur hinum. Þannig er hægt að ímynda sér jöklana. Grænt og gjöfult undirlendið í Árnes- og Rangárvallasýslu hef- ur seiðmagnandi áhrif á hvern þann sem ber það augum. Víðátt- ubreið engi svo langt sem augað eygir og umleikis sterklegur fjallahringur til verndar. í ofan- verðri Árnessýslu eru þéttvaxnar hlíðar og gjöful tún. Hver hóll og hvert eiði virðist vaxið þéttofnum gróðri svo hlíðarnar minna helst á landslagið áður en kemur að skosku hálöndunum. Grænt og gróðurvænlegt. Sandarnir einsog bera í sér von um betri tíð og gróin engi því víð- ast hvar á undirlendi Vestur- Skaftafellssýslu spretta nú gras- toppar svo manni dettur ósjálf- rátt í hug að ekki líði á löngu fyrr en land verði jafngróið á söndun- um sem á undirlendinu handan við jöklana. Sjónin að koma að landi nærri Reynisdröngum og upp í Vík er fullkomlega óborganleg. Dalirnir eru sem himnadýrðin sjálf að sjá og sé hæfilegur úði í lofti er eins- og landið sé sveipað dulúðugum ljóma sem brotnar upp á tignum dröngunum. Nú er mikil virkni í gosbeltinu sem liggur annarsvegar út frá Reykjanesi og hinsvegar ofanaf öræfum og í áttina að Vestmannaeyjum. Þar er einsog að myndast nýtt gliðnunarbelti og tilheyra Hekla, Lakagígar og Katla meðal annars þessu belti. Þarna eru miklar móbergsmynd- anir og í sumum er að finna öðru- vísi samsetningu en á öðrum hlutum gliðnunarbeltisins. í Þjórsárdalnum er eina blágrýt- ismyndunin á öllu suðurlands- undirlendinu, því móberg og grágrýti ráða þar öllu. Suðurland er gósenland ferða- mannsins og er óhætt að segja að þar er allt að finna sem hugur ferðamanns girnist. Gististaði er að finna í nærfellt hverjum áningarstað. Edduhót- elin á Þingvöllum og Laugarvatni eru stór og mikil en minni eru hótelin á Hvolsvelli, Skógum og Kirkjubæjarklaustri. Á Hvols- velli, Hellu, Þrastarlundi, Sel- fossi, Þorlákshöfn og Hveragerði eru auk annars hótel sem gott er heim að sækja. Farfuglaheimili eru á víð og dreif um Suðurland og þá einnig svefnpokapláss og tjaldsvæði. OG SOLBAÐIÐ Vandaðir svefnpokar, dýnur, vindsængur og bakpokar iútileguna. Sólbekkir,stólar og borð í sumarbústaöinn.tjaldiö og á svalirnar. Fellitjöld og göngutjöld, m.a. Tjaldborgartjöldin vinsælu, sér- hönnuð fyrir íslenskar aðstæður. Hagstætt verð. Veitingar og ferðamannaverslun Opið alla daga frá kl. 9.00-21.30 éájicil SÚPA OG SALATBAR ALLA DAGA ÁSAMT ÝMSUM FISK- OG KJÖTRÉTTUM VORUHUS KA MIÐSTÖÐ VIÐSKIPTANNA Á SUÐURLANDI

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.