Þjóðviljinn - 07.07.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 07.07.1988, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 7. júlí 1988 152. tölublað 53. árgangur Matarskattur Ferðamönnum snarfækkar Matarskatturinnfœlirferðamennfrá. Bandaríkjamenn sjástekki. Kjartan Lárusson: Ahyggjur afstöðu gengismála. Njáll Símonarson: Dýrtíðin að drepa okkur Komum erlendra ferðamanna til landsins hefur fækkað veru- lega frá því í fyrrasumar og for- ráðamenn ferðaskrifstofa og hót- ela eru áhyggjufullir um útkomu sumarsins. Astæðan fyrir þessum samdrætti er fyrst og fremst mikil dýrtíð, óðaverðbólga og óheyri- legur matarkostnaður að sögn ferðafrömuða. í síðasta mánuði komu um 500 færri ferðamann til landsins en í sama mánuði í fyrra og er það umtalsverð fækkun. Mest munar um „dýrustu" ferðamennina, þ.e. Bandaríkjamenn sem skilja hlutfallslega mest eftir sig, en komum þeirra til landsins hefur snarfækkað. Það sem af er árinu hafa um 1300 færri ferðamenn frá Bandaríkjunum komið til lands- ins en á sama tíma í fyrra. Kjartan Lárusson forstöðu- maður Ferðaskrifstofu ríkisins segir fullsnemmt að örvænta en hann hafi verulegar áhyggjur af stöðu gengismála. Njáll Símonar- son hjá Úlfari Jakobsen segir dýr- ara fyrir Evrópubúa að koma til íslands en fara í langferð til Asíu- landa. Sjá síðu 2 Akraprjón Ekkert kaup í 3 mánuði Vinna kauplaust tvo daga íviku. Fáatvinnuleysis- bœturíþriádaga. Inneign starfsfólks um 3 miljónir Starfsfólk Akraprjóns á Akra- nesi hefur verið kauplaust síðustu þrjá mánuði. Starfsfólkið vinnur tvo daga í viku í fyrirtækinu en situr heima á atvinnuleysisbótum aðra þrjá daga. Ástæðan er slæm lausafjár- staða fyrirtækisins sem á úti- standandi um 10 miljónir en skuldar starfsfólkinu um þrjár miljónir í vinnulaun. Fyrirtækið hefur óskað eftir ábyrgðum til að gera upp vinnulaunin hjá At- vinnuþróunarsjóði Akraness. Sjá síðu 2 Erlendir ferðamenn eru ekki spenntir fyrir ferðalögum til íslands á þessu sumri. Allt of dýr matur og mikil dýrtíð. Nauðgun Fordómar og þekkingarleysi Aðeins lítillhluti nauðgana kœrður. Víða brotalamirí kerfinu sem gera brotaþola etfittfyrir Fordómar og þekkingarleysi einkenna alla umræðu um nauðgunarmál og' lítið virðist þokast í þá átt að gera umræðuna um þessi mál opinskáa og al- menna. Konur sem verða fyrir nauðgun kæra ekki nema að litl- um hluta enda er viðhorf almenn- ings gagnvart þeim enn á þá lund að þær geti nú sjálfum sér um kennt og víða eru brotalamir í meðferð nauðgunarmála sem gera brotaþola erfitt um vik. Þetta kemur m.a. fram í viðtali við Guðrúnu Tuliníus sem starfar í ráðgjafarhóp um nauðgunarmál sem starfað hefur um nokkurt skeið. Síðar í sumar kemur út skýrsla nefndar sem starfað hefur á vegum dómsmálaráðuneytisins þar sem lagðar verða fram ítar- legar tillögur til úrbóta um með- ferð nauðgunarmála. Margir binda vonir við að hreyfing kom- ist á þessi mál í kjölfar útkomu þessarar skýrslu. Sjá síðu 5 Búseti Byggir ódyrast Búsetablokkin er ódýrari í byggingu en sambœri- legar byggingar á höfuð- borgarsvœðinu Framkvæmdum við Búseta- blokkina í Grafarvogi miðar vel áfram og e.r nú verið að byrja á níunudu hæðinni. Búist er við að fyrstu Búsetaíbúarnir flytji inn í byrjun desember nk. Byggingakostnaður er með því allra lægsta sem þekkist á höfuð- borgarsvæðinu eða um 41 Iþús. kr. á hvern ferm. Þetta er,um 20% ódýrara en í sambærilegum byggingum, að sögn Reynis Ingi- bjartssonar framkvæmdastjóra Búseta. Félagið hefur sótt um lóðir undir fjölbýlishús í Suðurhlíðum í Kópavogi og á Hvaleyrarholti í Hafnarfirði. Sjá síðu 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.