Þjóðviljinn - 07.07.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 07.07.1988, Blaðsíða 3
Thailensku stúlkurnar Launaleið- rétting enn óviss I dag hittast Geir Gunnar Geirsson bóndi s Vallá í Kjós, Ragna Bergmann formaður verkakvennafélagsins Framsókn- ar og fulltrúi Dagsbrúnar að máli og áformað er að gengið frá leiðréttingum á launakjörum thailensku stúlknanna sem verið hafa á hænsnabúi Geirs frá því í september á síðasta ári. Með því er hugmyndin að leiða til lykta afturvirkni á samningum Verkamannasambandsins sem Geir hefur sagst fallast á en gangi það eftir ber honum að greiða um 200 þúsund krónur til leiðrétting- ar á launum fram að deginum í dag. Ragna Bergmann sagðist vilja fá það vottfest að Geir viður- kenni samninginn því einhver orð yfir borð vegi ekki þungt á metunum. - Það hefur verið talsvert um að fólk komi hingað og biðji um að haft verði strangara eftirlit með kjörum erlends vinnuafls hér á íslandi. Þó þetta mál sé leiðinlegt í sjálfu sér og erfitt fyrir stúlkurnar þá hefur það ýtt við fólki. Við viljum ekki að fólk sem kemur frá öðrum löndum fái miklu minna en okkar lágmarks- laun segja til um, segir Ragna. Stúlkurnai vilja vera áfram á Vallá og því finnst Rögnu brýna nauðsyn bera til að tryggt verði: og vottfest, að þær fái sína 8 frí- daga í mánuði, tvívegis um helgi, og 10,7% í orlof. - Ég held þetta mál sé búið, segir Ragna, en segist utn leið ekki vilja fullyrða það. Hún vilji fá það vottfest áður en hún trúi því. -« Jafnréttisráð Villl fa rök- stuðning Jafnréttisráð hefur sent stjórn Sparisjóðs Neskaupstaðar bréf og óskað eftir upplýsingum um um- sækjendur um sparisjóðsstjórast- öðuna sem veitt var á dögunum, og rökstuðning stjórnarinnar fyrir þeirri ákvörðun sinni að vcita Sveini Árnasyni stöðuna. Það var einn umsækjendanna og starfsmaður sjóðsins, Klara ívarsdóttir sem kærði stjórnina fyrir Jafnréttisnefnd Neskaup- staðar sem vísaði málinu til um- fjöllunar Jafnréttisráðs. Elsa Þorkelsdóttir fram- kvæmdastjóri Jafnréttisráös sagði i samtali við Þjóðviljann að máiið yrði tekið til afgreiðslu hjá ráðinu um leið og svör hafa borist frá stjórninni og þá m.a. tekin ákvörðun um hvort málið verði kært til dómsfóia. - hntp. FRETTIR Nú er unnið af kappi til að Ijúka byggingu níundu hæðarinnar á Búsetablokkinni í Frostafold áður en fyrsti vetrarsnjór fellur. Hagvirki hefur séð um byggingu hússins frá grunni. Mynd: Ari. Búseti mættisins Búsetablokkin 20% ódýrari í byggingu en samskonar byggingar á höfuðborgarsvœdinu. Reynir Ingibjartssonframkvœmdastjóri: Ætlunarverkið að takast Nú er að rísa níunda hæ'ðin á Búsetablokkinni í Frostafold og jafnframt sú síðasta. Blokkin er orðin sú hæsta í Grafarvoginum og Búsetamenn segjast nú Joks komnir nógu nærri almættinu, í bili. Þeir allra bjartsýnustu í Búseta ætla að afhending íbúða fari fram á afmælisdag Búseta, 26. nóvem- ber, en ef það næst ekki, þá 1. desember. - Við höfum haft hljótt um okkur til að geta sýnt þeim sem efuðust um heilindi okkar í upp- hafi að okkur er fuli alvara og okkar kostur, Búseta-fyrirkomu- lagið, á fullan rétt á sér hér einsog á hinum Norðurlöndunum, sagði Reynir Ingibjartsson fram- kvæmdastjóri Búseta í Reykjavík f samtali við Þjóðviljann. 46 íbúðir eru í húsinu í Frosta- fold og er handhafar búseturétt- arins þar úr flestum stéttum þjóð- félagsins: námsmenn, öryrkjar, eftirlaunaþegar, iðnaöarmenn, verslunarmenn, ríkisstarfsmenn og verkamerin, svo dæmi séu nefnd. Byggingakostnaður er með því allra lægsta sem um getur á höf- uðborgarsvæðinu, en verðið á fermetra í Búsetablokkinni í Frostafoldinni er um 41 þúsund krónur á móti 50 þúsund krónum í sambærilegum byggingum. - Þetta er 20% munur. Það munar um minna og því er þetta ein ástæðnanna fyrir því hve lágt búsetugjaldið er, sagði Reynir. - Stefnan hefur verið sú að byggja vandaðar en ódýrar íbúðir og nú sjá það aliir sem vilja að það hefur tekist! Búseti hefur sótt um lóð í suðurhlíðum Kópavogs fyrir 44 íbúðir og er áformað að hefja undirbúning framkvæmda í haust. Einnig hefur Búseti sótt um lóð f nýju hverfi sunnan Hval- eyrarholts í Hafnarfirði fyrir 20 íbúðir og er miðað við að fram- kvæmdir þar hefjist á næsta ári. Stefnt er að kaupum á íbúðum í fjölbýli á Kolbeinsstaðamýri á Seltjarnarnesi og hjá Reykjavíkr- borg liggja inni umsóknir fyrir 116 íbúðir. -tt Hannesarhneykslið Lýsa yfir vanþóknun FundurstjÖrnmálafrœðinema: Hagsmunir stúdenta fyrir borð bornir. Skora á Éirgi að skipa hæfun mann. Dylgjum ráðherrans mótmælt Opinn fundur stjórnmála- fræðinetna við Háskólann lýsir yfír vanþóknun sinni á þeirri lítil- svirðingu sem menntamála- ráðherra hefur sýnt Háskóla ís- lands og nemendum í stjórnmála- fra:ði með skipun Hannesar Ilólmsteins Gissurarsonar í stöðu lektors í stjórnmálafræði. Þetta segir í upphafi ályktunar sem gerð var á vel sóttum fundi stjórn- máiafræðinema á þriðjudags- kvöld. Fundurinn skorar á menntamálaráðherra að bæta Forsœtisráðherra Þværhendur sínar af Hæmesi Forsætisráðherra neitar að hafa beðið rektor um gott veður í lekt- orsmálinu. Sigmundur Guðbjarnason: Gert að beiðni Þorsteins Þorsteinn Pálsson, forsætisráð- herra þvær hendur sínar af því að hafa hlutast til um við Sigmund Guðbjarnason, háskólarektor, að hann og stofnunin brygðist ekki ókvæða við þó menntamála- ráðherra skipaði Hannes Hólms- tein Gissurarson sem lektor f stjórninálafræði. Til undir- strikunar á þessu hafa forsætis- ráðherra og háskólarektor skrif- að undir sameiginlega yfirlýsingu þar sem fréttir um hið gagnstæða eru bornar til baka. Sigmundur Guðbjarnason sagði í samtali við Þjóðviljann í gær að hann hefði undirritað yfirlýsinguna að beiðni Þorsteins. í yfiriýsingu Þorsteins og Sig- mundar segir að frétt Bylgjunnar frá því 4. þessa mánaðar þess efn- is að forsætisráðherra hafi hringt í rektor „í júníbyrjun til að biðja um gott veður í málinu þegar að því kæmi að menntamála- ráðherra skipaði Hannes í stöðu- na“, sé með öllu ósönn og úr lausu lofti gripin. Sigmundur sagði að á háskól- aráðsfundi sem haldinn verður á morgun, verði fjailað um tillögu að bókun í sambandi við lekt- orsmálið. - Ég á ekki von á því að við eigum margra annarra kosta völ, sagði Sigmundur er hann var inntur eftir því hvort háskólaráð gæti látið málið til sín taka á ann- an hátt en að bóka um það. -rk fyrir óhappaverk þetta með því að lektorsstaða í stjórnmálafræði verði skipuð hæfum manni. Fundurinn lýsti yfir fuilum stuðningi við dómnefndina sern mat umsækjændur og fordæmdi harðlega þær dylgjur sem ráð- herrann hefði viöhaft um félags- vísindadeild og kennsluhætti þar. Þá segir í ályktuninni að stjórn- málafræðinemar séu undrandi á að menntamálaráðherra skuli hafa gengið framhjá tveimur um- sækjendum er hlotið hefðu ótví- ræðan hæfnisdóm og skipað mann í stöðuna sem hefði enga undirstöðumenntun í stjórnmála- fræði. Stjórnmálafræðinemarnir mótmæla því að álit tveggja fyrr- verandi kennara Hannesar og álit dr. Gunnars Pálssonar hefði veg- ið þyngra en álit faglegrar dóm- nefndar. „Það er algerlega óvið- eigandi að ráðherra hunsi faglega dómnefnd Háskólans með þess- um hætti,“ segir orðrétt í ályktun- inni. í ályktuninni er áréttað að Há- skólinn eigi að sjá um sínar stöðu- veitingar sjáifur út frá faglegum forsendum sem skólinn hafi besta aðstöðu forsendur til að meta. - Síöðuveitingar í frjálsum menntastoínunum eins og Há- skóii ís'nds á að vera, mega alls ekki stjórnasí af duttlungum mis- viturra stjórnmálamanna. Stjórnmálafræðinemar hafa einnig áhyggjur af gæðum menntunar sinnar. „Með því að skipa mann í stöðuna sem ekki hefur hlotið ótvíræðan hæfnis- dóm dómnefndar eru hagsmunir stúdenta við Háskóla íslands fyrir borð bornir. Því skorar fundurinn á menntamálaráð- herra, Birgi fsleif Gunnarsson, að bæta fyrir óhappaverk þetta með því að lektorsstaða í stjórnmálafræði við HÍ verði skipuð hæfum rnanni." Að sögn Grétars Eyþórssonar sem stýrði fundinum var hann vel sóttur þrátt fyrir það að hann var ekkert auglýstur. Um 60 manns mættu á fundinn en á síðasta misseri voru 89 nemendur í stjórnmálafræði, þar af 32 ný- nemar' - hmp Fimmtudagur 7. júlí 1988 .ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.