Þjóðviljinn - 07.07.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 07.07.1988, Blaðsíða 7
Ungversk perestrojka og glasnost „Stœrstu mistök okkar voru aðfylgja efnahagsumbótunum ekkieftir með lýðrœðislegum umbótum“, segir Karoly Grosz, nýkjörinn flokksleiðtogi í Ungverjalandi ífyrsta viðtalinu sem hann á við vesturlenska blaðamenn Nýlega birti ítalska dagblaðið L‘Unitá viðtal við Karoly Grosz, hinn nýja flokksleiðtoga í Ung- verjalandi. Þetta er fyrsta viðtal- ið sem Grosz á við vesturlenska blaðamenn, og í viðtalinu lætur hann opinskátt í Ijós mat sitt á fortíðinni, núverandi vandamál- um og framtíðarsýn ungverskra sósíalista. Karoly Grosz er 57 ára og var skipaður forsætisráðherra Ung- verjalands í júlí 1987. Á flokks- þinginu sem haldið var í maí síð- astliðnum var hann kjörinn eftir- maður Janos Kadar sem aðalrit- ari ungverska sósíalistaflokksins. Hér á eftir fer útdráttur úr við- talinu, en viðmælandi Grosz var Gerardo Chiaromonte, ritstjóri L‘Unitá. I hverju er sú stefnubreyting fólgin, sem flokksþingið í maí síð- astliðnum markaði? Grosz: Ég get ekki sagt að flokksþingið í síðasta mánuði hafi falið í sér stefnubreytingu í grundvallaratriðum. Réttara er að segja að þingið hafi ákveðið að flýta þróuninni í lýðræðisátt sam- fara áframhaldandi umbóta- stefnu á efnahagssviðinu, endur- nýjun á pólitískum valdastofnun- um og endurnýjun á forystu flokksins og ákveðnari utanríkis- stefnu. Þegar í upphafi árs 1986 vorum við búnir að átta okkur á að 5 ára áætlunin, sem samþykkt var á 13. flokksþinginu í mars 1985 myndi ekki standast. Sumarið 1986 unn- um við að nýrri stefnumótun, sem löggjafarþingið samþykkti. Það sem nú hefur gerst er í raun og veru að flokksþingið hefur samþykkt þær tillögur sem þar voru lagðar fram. Breytingin sem flokksþingið markaði felst fyrst og fremst í þessu. Hvað var það sem misfórst í efnahagsumbótastcfnu ykkar? Hvers vegna leiddi hún til nýrra mótsagna og hvers vegna var henni ekki fylgt eftir með lýðræð- islcgum umbótum? Grosz: Fyrst vildi ég tala um það sem gerst hefur í efna- hagsmálum okkar, svo um um- bótastefnuna, því það er ekki beint samband þar á milli. Við búum nú við 11 miljarða dollara skuldabirði gagnvart Vesturlöndum, en eigum hins vegar eitthvað útistandandi hjá sósíalísku ríkjunum. Þessi skuldasöfnun hófst 1973, þegar olíukreppan byrjaði með til- heyrandi kreppu í alþjóðavið- skiptum. Ég held að umbóta- stefna okkar hafi ekki verið röng í sjálfri sér, en við gerðum að mínu mati tvenn mistök: í fyrsta lagi létum við hjá líða að beita að- haldsstefnu eftir 1973, og í öðru lagi nýttum við hin erlendu lán ekki til arðbærrar fjárfestingar, heidur til þess að auka peninga- magn í umferð, sem veikti við- skiptajöfnuð okkar og gjaldmiðil okkar gagnvart öðrum ríkjum. Hvað varðar umbótastefnuna, þá var grunnurinn að henni lagður 1968. Hún var miðuð við skuldlausan og heilbrigðan efna- hag, hún var fræðilega úthugsuð en hafði ekki reynslu til að byggja á, innlenda né erlenda. Þessi 20 ár hafa sýnt að umbótastefnan byggði á réttum forsendum, það er að segja að innleiða markaðs- lögmál í efnahagskerfi sem byggir á ríkisrekstri. Enginn hafði reynt þetta áður. í dag eru 94% fram- leiðslutækjanna í eigu ríkisins eða samvinnufélaga. Ég tel reyndar að þetta hlutfall sé of hátt, og að hlutfall ríkisins ætti ekki að vera nema 60-65%. Ogég tel að þetta hlutfall eigi eftir að breytast í framtíðinni. Kannski mun þetta hlutfall verða 90%/ 10% eftir 10 ár, þótt auðvitað væri æskilegra að breytingin gerðist örar. En þróunin verður óhjákvæmilega í þessa átt. Um- bótastefnan á ennþá langt í land og við þurfum enn nokkra áratugi til þess að hrinda henni í fram- kvæmd. Við vinnum nú út frá því sem hefur áunnist um leið og við drögum lærdóm af reynslunni. Þegar við hófum þetta starf fyrir 20 árum voru ytri skilyrði erfiðari en nú. Þá börðumst við einir, nú mætum við betri skilningi, einnig meðal hinna sósíalísku vinaþjóða okkar. Þú spurðir mig hvort skortur á pólitískri umbótastefnu hafi tor- veldað efnahagslegu umbæturn- ar. Því get ég vel játað. Þar gerð- um við verstu mistökin sem hægt var að gera. Liðsmenn Gorbat- sjovs hafa skotið okkur ref fyrir rass, því þeir hafa tengt saman efnahagslegar og pólitískar um- bætur á meðan við sátum aðgerð- arlausir í þessum efnum í 20 ár. Hefur efnahagsstefna ykkar ekki í för með sér aukna misskipt- ingu í þjóðfélaginu? Grosz: Auðvitað. Og hvernig bregðast hinir ýmsu hópar í þjóðfélaginu við, til dæmis verkalýðsstéttin? Grosz: Á mismunandi hátt. Það er sagt að allt frá dögum Fön- ikíumanna hafi peningarnir sýnt ákveðna náttúru: Sá sem hefur þá vill hafa fleiri. Ef við viljum efna- hagslega framþróun verðum við að hlúa að hagsmunum einstak- linga og hópa til þess t.d. að auka framleiðnina. Nú geta menn haft laun hér án þess að vinna. Hugs- aðu þér að í fjörutíu ár hef ég hamrað á því að við verðum að uppræta þann möguleika sem menn hafa í okkar þjóðfélagi á því að þyggja laun án þess að vinna fyrir þeim. Það er rétt að fólk hefur ekki skilíð það sem er að gerast, og það er eðlilegt að það spyrji, hvað við séum eigin- lega að gera. Svar mitt er að við höfum gert tvö mistök. Þau fyrri eru fólgin í því að við höfum látið orðin blekkja okkur. Við höfum haft of margarsjálfsblekkingar. Við höf- um haldið að hægt væri að byggja upp sósíalismann með flokks- samþykktum. Hin mistökin eru fólgin í því að við höfum verið of lokaðir inni í okkur sjálfum eða í besta falli innan hins sósíalíska ríkjabandalags. Dæmi: Til skamms tíma höfum við aðeins haft einn banka. í fyrra tókum við upp nýtt kerfi. Á nokkrum mínútumm voru mynd- aðir hér 13 bankar. Annað: í 40 ár var sú regla hér að enginn greiddi skatt af tekjum sínum. Frá síðustu áramótum höfum við tekið upp nýtt skattkerfi. Áður voru 9 mismunandi skattaálögur á atvinnustarfsemi. Nú höfum við bara einn söluskatt. Einnig má nefna að næstkomandi septemb- er verður lagt fyrir þingið laga- frumvarp, þar sem gert er ráð fyrir því að ríkið geti tekið þátt í samvinnufélögum og öfugt, og að einstaklingar geti fjárfest í ríkis- fyrirtækjum og samvinnufé- lögum, um leið og lögin munu opna fyrir erlenda fjárfestingu í Ungverjalandi. Þá verður skatt- lagning fyrirtækja samræmd þannig að þau standi öll jöfn gagnvart skattayfirvöldum. Við erum með 11 umbótatillögur af þessu tagi í smíðum, og það er ljóst að fólk á erfitt með að skilja hvaða þýðingu þessar breytingar hafa. Og þær aðhaldsaðgerðir sem við erum nú að grípa til í húsnæðismálum koma á vissan hátt hart niður á fólki, þar sem styrkir til húsbygginga verða skornir niður og nýir húsbyggj- endur þurfa í framtíðinni að greiða sjálfir fulla vexti af hús- næðislánum sínum. Þetta eru ráðstafanir sem fólki geðjast eðli- lega ekki að, en ef skapa á heilbrigðara efnahagskerfi getur orðið nauðsynlegt að taka ák- varðanir sem falla ekki öllum í geð. Þið talið um pólitískar umbæt- ur, og í ályktunum flokksþingsins er talað um ..sosíalískan plúral- isma“ eða „sósáialískt fjölræði". Engu að síður er gert ráð fyrir að aðeins einn stjórnmálaflokkur sé leyfður. Hvaða þýðingu hefur það að tala um fjölræði og undir- strika um leið einsflokkskerfið? Grosz: Ég er sannfærður um að fjölræðið sé ekki bara skipulags- atriði. Því fyrir mér er fjölræðið ekki annað en frjáls skoðana- og hugmyndaskipti innan og utan flokksins og að það krefjist pólit- ísks og menningarlegs andrúms- lofts sem auðveldi óhjákvæmileg átök innan lýðræðislegs starfs- ramma. Þar hef ég í huga átök þar sem sá eigi að hafa yfirhöndina sem tali betur út frá staðreynd- um, sem standi nær lögmálum réttlætisins og sjái framtíðina í raunsærra ljósi. Eg geri mér eng- ar grillur um það að einhver sé nú fær um það að skilgreina nák- væmlega í smáatriðum þá leið sem við eigum að fara í fram- tíðinni, en ég held að það sé hægt að draga úr áhættunni á mistök- um. En fyrst og fremst er ég þó þeirrar skoðunar að flokkurinn sé ekki eini aðilinn sem fær sé um að skilgreina kröfur fram- tíðarinnar. Þvert á móti tel ég að flokkurinn eigi að vera opinn fyrir öllum þeim sjónarmiðum, sem horfa til framfara. Fjölræðið er fyrir mér fólgið í þessu. Ef þið spyrjið síðan, hvernig þetta eigi að virka í framkvæmd, þá get ég ekki gefið ákveðin svör. Við höf- um gert mikið, en við viljum gera enn meira. Við lærum af reynslunni. í Akademíu hersins lærði ég, þegar ég var í hernum, að á eftir hergöngunni komi árás- in. Um þessar mundir eru liðin 30 ár frá því að Imre Nagy var tek- inn af lífi. Örlög hans hafa verið til umræðu undanfarið, ekki bara utanlands, heldur líka hér i Ung- verjaiandi. Hvert er mat þitt á honum? Grosz: Imre Nagy var í 11 ár forystumaður í flokknum og í ungverskum stjórnmálum. Ég á ekki persónulegar endurminn- ingar um þann tíma. Ég var 27 ára þegar gagnbyltingin var gerð (1955). Ég var of ungur og of langt frá flokksmiðstöðinni, þar sem ég starfaði þá í flokksdeild úti á landi. Allt sem ég get sagt byggir á sagnfræðilegum heimild- um, en ekki á persónulegri vel- vild eða óvild. Og staðreyndirnar sýna að Imre Nagy var stjórnmálamaður sem fylgdi ólík- um sjónarmiðum. Um tíma fylgdi hann dyggilega öfgastefnu Rak- osi í landbúnaðarmálum, því hann stóð að baki því að samyr- kjubúskap yrði komið á með valdboði. En hann var líka raun- verulegur umbótamaður. Hann gegndi lykilhlutverki Sumarið 1953, þegar menn voru þegar farnir að leita nýrra leiða. Éf við berum saman samþykktir flokks- ins frá 1953 og síðan eftir gagn- byltingartilraunina 1957, þá sjáum við að sú stefna sem þá var tekin var í beinu framhaldi af því starfi sem unnið var 1953, þar sem Imre Nagy hafði einmitt lagt mikið til umræðunnar um fram- kvæmd lýðræðisins. Svo var það þriðja andlitið á Nagy sem við sáum 1955, þegar hann kallaði ekki saman þingið þegar hin sögulega ákvörðun var tekin að segja Ungverjaland úr Varsjár- bandalaginu og lýsa yfir hlutleysi. Vissulega eiga sagnfræðingar enn eftir að leggja yfirvegað mat á störf Imre Nagy. Lögfræðingar eiga líka eftir að leggja mat á það hvort sök hans hafi verið í sam- ræmi við þá refsingu sem hann fékk. Engu að síður álítum við að það sem gerðist frá 23. október til 4. nóvember 1956 hafi verið af gagnbyltingarsinnuðum toga, og þar lék Nagy stórt hlutverk og bar ábyrgð. Á síðari tímum hafa menn -væntanlega ekki af ástæðulausu- brugðið upp einni mynd af Nagy. Kannski nægja 30 ár til þess að dæma á hlutlægan hátt störf stjórnmálamanns og þjóðarleiðtoga. Slíkt mat á ekki að vera bundið pólitískum hags- munum, heldur á það að þjóna sögulegu réttlæti. Þetta á að gilda bæði um flokkinn og þá sem krefjast nú endurreisnar Imre Nagy, án þess að þekkja til stað- reyndanna. Þetta er verk sem snýr fyrst og fremst að sagn- fræðingunum, þótt við eigum þar einnig hlut að máli. Þetta er mál sem varðar einnig okkur, ítalska kommúnista. Við höfum einnig rétt til þess að leggja fram okkar mat samkvæmt þeirri vitneskju sem við ráðum yfir. A þeim forsendum höfum við minnst framlags hans í hinni sósí- alísku hreyfíngu og fordæmt af- töku hans... Grosz: Þetta tel ég eðlilegt. En ég fer einnig fram á að þið virðið okkar mat, þar sem málið er okk- ur skyldast. Hver er skoðun þín á þróun mála í Sovétríkjunum og þeirri umræðu sem nú á sér stað ■ sam- bandi við flokksráðstefnuna? Grosz: Ég get sagt þér skoðun mína með því að lesa upp úr undirbúningsyfirlýsingunni fyrir ráðstefnuna, þar sem segir að „perestrojka" hafi skapað nýja pólitíska og félagslega stöðu, að þessi þróun verði að halda áfram, og að upphaf hennar felist í hugs- unarbreytingu. Þetta er grund- vallaratriði fyrir mig. Þar stendur að um byltingu sé að ræða, vit- undarvakningu og hugmynda- vakningu. Þetta vegur þyngst að mínu mati, því það er ekki satt sem oft er sagt, að harðasta and- staðan gegn Gorbatsjov komi frá kerfismönnunum. Það er einföld- un. Víglínan er annars staðar. íhaldssemin er fyrir hendi í öllum lögum þjóðfélagsins, og sömu- leiðis þeir sem vilja nýbreytni. Flokksráðstefnan mun hafa grundvallarþýðingu fyrir fram- hald umbótanna. Að lokum: Við erum að lifa síð- asta skeið 20. aldarinnar, um- brotaaldar sem hefur séð heims- hreyfingu kommúnista rísa með mörgum jákvæðum og afgerandi atburðum, en einnig með miklum vonbrigðum og harmleikjum sem hafa svert ímynd sósíalismans. Hver er að þínu mati ímynd sósí- alismans, sem við munum færa börnum okkar? Grosz: Við erum ekki bara að lifa síðasta skeið aldar heldur líka árþúsunds. Þetta er 20. öld þess- ara 2000 ára og henni áskotnaðist barn, sem er orðið sterkt, hefur gefið heiminum hugsjónaleg, vitsmunaleg og pólitísk skilaboð. En í framkvæmd valdsins hefur þetta barn orðið fyrir mörgum barnasjúkdómum. Áð mínu mati er meira en mögulegt að þetta valdamynstur verði ekki tekið gilt á næstu öld. En það mun halda áfram að gegna lykilhlut- verki sem hugsjón og pólitísk við- leitni. Ég sé fyrir mig lausbund- nari sósíalisma og opnari, þar sem öll þau mannlegu og menn- ingarlegu gildi, sem maðurinn hefur ræktað með sér á þessum öldum, verði til staðar og gefi manninum áður óþekkta mögu- leika til þess að rækta sjálfan sig, hæfileika sína og sköpunarmátt. Ég sé fyrir mér einstaklingsbund- ið frelsi sem samræmist hagsmun- um heildarinnar, og þar sem heildin verði ekki til þess að afmá persónueinkenni fólksins, heldur til þess að auðga þau, og þar sem einstaklingurinn leggi líka sitt af mörkum til þess að auðga heildina. Ég sé fyrir mér þjóðfé- lag gjörólíkt því sem við höfum náð að byggja upp en jafnframt gjörólíkt því sem þekkist annars staðar í heiminum. -ólg snéri Flmmtudagur 7. júlí 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.