Þjóðviljinn - 07.07.1988, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 07.07.1988, Blaðsíða 14
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Sumardvöl á Laugarvatni Orlofsdvöl Alþýðubandalagsins á Laugarvatni í ár er vikuna 18.-24. júlí. Umsjónarmenn í sumar verða þær Margrét Frímannsdóttir og Sigríður Karlsdóttir. Kostnaður fyrir vikuna er sem hér segir: Fyrir 12 ára og eldri kl. 12.000,- Fyrir 6-11 ára kr. 8.000.- Fyrir börn að 6 ára aldri kr. 2.000,- Enn eru nokkur pláss laus í þessa vinsælu orlofsviku og eru allir sem áhuga hafa hvattir til að skrá sig strax á skrifstofu Alþýðu- bandalagsins að Hverfisgötu 105. Síminn er 91-17500. Athugið: Sérleyfisbílar fara frá BSÍ kl. 09:00 að morgni 18. júlí. Alþýðubandalagið Styrktarmannakerfi Alþýðubandalagsins Eyðublöð vegna styrktarmannakerfis Alþýðubandalagsins hafa ver; send út til flokksmanna. Eru allir hvattir til að taka þátt í styrktarmannakerfinu og koma úlfylltum eyðublöðum til aðalskrifstofu. i Góð þátttaka er grundvöllur öflugs starfs. Verum minnug hins fornkveðna j að margt smátt gerir eitt stórt. Gjaldkeri Austurland Sumarferð í Jökuldalsheiði 9. júlí Laugardaginn 9. júlí gengst Alþýðubandalagið á Austurlandi fyrir skemmtiferð um Jökuldal, Hrafnkelsdal og Jökuldalsheiði. Farið verður í rútum frá Egilsstöðum (söluskála KHB) kl. 9.00 að morgni og komið aftur um kvöldið. Fargjald er kr. 900.-. Ferðir verða frá fjöröunum til Egilsstaða eftir þátttöku og aðstæðum. Skoðuð verður náttúra og rakin byggðasaga í leiðinni. Meðal annars verður litið við á fornbýlum í Hrafnkelsdal og á eyðíbýlum í Jökuldalsheiði. í hópi leiðsögumanna verður Páil Pálsson frá Aðalbóli. Fararstjóri verður Hjörleifur Guttormsson. Hér er einstakt tækifæri að kynnast þessum slóðum í fylgd með staðkunn- ugum. Ferðin er auðveld fyrir fólk á öllum aldri og allir velkomnir. Væntanlegir þátttakendur eru beðnir að skrá sig sem fyrst hjá Ferða- miðstöð Austurlands á Egilsstöðum, stmi 12000. Alþýðubandalagið - kjördæmlsráð Alþýðubandalagið Akureyri Bæjarmálaráðsfundur Fundur mánudaginn 11. júlí kl. 20.30 í Lárusarhúsi. Fundarefni: Dagskrá bæjarstjórnarfundar þriðjudayinn 12. júlí. - Stjórnín. Alþýðubandalagið Norðurlandi eystra Grímseyjarför - Sumarhátíð f ár verður sumarhátíð Alþýðubandalagsins í Norðurlandskjördæmi eystra haldin í Grímsey dagana 8.-10. júlí. Gist verður í tjöldum við Félagsheimili Grímseyinga. Samið hefur verið við Flugfélag Norðurlands um fargjöld og fjölskylduaf- slátt. Einnig bátsferð frá Olafsfirði. Stjórn kjördæmisráðs og formenn félaganna veita nánari upplýsingar og taka á móti þátttökutilkynningum. Nauðsynlegt að láta skrá sig sem fyrst. Björn Valur sími: 62501 Sigurlaug sími: 62507 Ingunn sími: 61411 og formenn félaganna. - Stjórn kjördæmisráðs. Norræna húsið Hamrahlíðar- kórinn syngur íslensk þjóðlög Opið hús, dagskrá fyrir nor- ræna ferðamenn og aðra gesti verður í Norræna húsinu, í kvöld kl. 20.30. Hamrahlíðarkórinn syngur undir stjórn Þorgerðar Ingólfs- dóttur íslensk þjóðlög og tónlist eftir Porkel Sigurbjörnsson, Jón Nordal og nýlegt verk eftir Atla Heimi Sveinsson, „Sommerdag- en“ við texta eftir William Heinesen. Þorgerður mun kynna dagskrána á norsku. Eftir kaffi- hlé verður sýnd kvikmynd Ósvalds Knudsen „Sveitin milli sanda“ með norsku tali. Bókasafnið og kaffistofan verða opin til kl. 22.00 eins og venja er á fimmtudögum, eða svo lengi sem „Opið hús“ verður á dagskrá í sumar. Allir veru velkomnir og að- gangseyrir er enginn. Hólmuvík Sunir óttast ofveiði Kaupfélagsstjórinn: Rœkja veiðist á 400-450 faðma dýpi. Bátar heimamanna hafa enga veiðimöguleika. „Það er búið að vera tregt á hefðbundnum úthafsrækjuveiði- miðum frá Horni og austur að Grímsey og sumir kenna þar um ofveiði enda búið að veiða þar ótakmarkað af rækju til þessa. Rækjan veiðist þarna á 400-450 faðma dýpi sem okkar bátar, sem eru frá 25-70 tonnum að stærð, hafa enga veiðimöguleika á þessu dýpi“, sagði Jón Alfreðsson kaupfélagsstjóri á Hólmavík við Þjóðviljann. En það er ekki aðeins að rækj- uveiðin hafi brugðist í ár heldur hefur hann einnig verið óvenjutr- egur á krókaveiðum smábáta og það sem hefur veiðst er lítiil og ormafullur þorskur. Afkomu- brestur hefur líka orðið hjá grásl- eppukörium nyðra í ár og ti) marks um aílabrögðin hefur að- eins verið saltað í 135 tunnur á móti 6-700 tunnum í fyrra. Að sögn Jóns Alfreðssonar kaupfélagsstjóra eru rekstrarskil- yrði fiskvinnslunnar og kaupfél- agsins afleit um þessar mundir og minnir mjög á ástandið eins og það var fyrir 20 árum í kreppunni 1968. Jón sagði að þrátt fyrir þessar sviptingar sem væru í sjávarafla og slæmri afkomu fyr- irtækja á staðnum, væru Stranda- menn ekkert á því að bugast enda vanir þessum sveiflunrtil lands og sjávar í gegnum tíðina. Jón sagði að þó nokkuð væri um ferðamenn á Ströndum í sumar en minna þó en skyldi. Kaupfélagið er nýbúið að taka í noktun 670 fermetra verslunar- húsnæði sem hefur bætt verslun- araðstöðu heimamanna sem ferðamanna mjög mikið. Vestfirðingar sem aðrir sem leið eiga um Steingrímsfjarðarheiði leggja oft lykkju á leið sína og koma við á Hólamvík til að versla. Vegir þar nyðra eru með ágætum um þessar mundir og verður til að mynda lagt bundið slitlag á 10-15 kílómetra vegak- afla í sumar. -grh ÆSKULÝÐSFYLKINGIN _________________________________________i-------------- ÆFAB Stjórnarfundur Fundur í stjórn ÆFAB verður haldinn í Skálanum, Strandgötu 41, Hafnar- firði 8.-10. júlí nk. Dagskrá fundarins: FÖSTUDAGUR: kl. 20.00 Fundur settur. Valið í embætti s.s. fundarstjóra og fundarritara. Hver deild gefur skýrslu um sína deild. Dagskrá ásamt fylgigögnum fundarins dreift. LAUGARDAGUR: kl. 10.00-12.00 Fjármál. kl. 12.00-13.00 Matarhlé. kl. 13.00-14.00 Útgáfumál - Birtir - Rauðhetta - Rótin ofl. kl. 14.00-14.30 Skýrsla frá fulltrúum ÆF í Framkvæmdastjórn AB og ÆSl. kl. 14.30-16.00 Verkalýðsmál; t.d. Er barnaþrælkun til á íslandi? kl. 16.00-16.30 Kaffihlé. kl. 16.30-17.30 Verkalýðsmál. kl. 17.30 Skoðunarferð innan landamæra Hafnarfjarðar t.d. í Sjó- minjasafnið. kl. 20.00 Grillveisla (ÆFHA býður til grillveislu í hrauni bæjarins en staðsetning hennar fer eftir veðri). Söngvatn útvegi menn sjálfir! SUNNUDAGUR: kl. 11.00-12.00 Landsþing ÆFAB. kl. 12.00-13.00 Hvað gerum við vegna 50 ára afmælis Ungliðahreyfingar sósíalista? kl. 13.00-14.00 Matarhlé. kl. 14.00-17.00 Utanríkismál. kl. 17.00-18.30 Svavar Gestsson kemur og segir okkur frá dvöl sinni á þingi Sameinuðu þjóðanna sem hann er nýkominn frá. kl. 18.30-19.30 Matarhlé. kl. 19.30- ? Önnur mál. Fundi slitið (Nallinn). Við bíðum sþennt eftir að heyra frá ykkur og sjá ykkur öll á stjórnarfundinum í Hafnarfirði, Strandgötu 41, Skálanum, sími 91-54171. - Framkvæmdaráð. Sumarferð í Þórsmörk Sumarferðir Æskulýðsfyikingarinnar hafa ætið notið mikilla vinsælda Að þessu sinni verður farið í Þórsmörk helgina 15.-17. júlí. Nánar auglýst síðar. Verði stillt í hóf. Skráning að Hveríisqötu 105, s. 17500 frá kl. 13.00-16.00 alla virka daga. Allir velkomnir. Framkvæmdaráð Umsóknir um styrki úr Framkvæmdasjóði aldraðra fyrir árið 1989 óskast sendar ráðuneytinu á sérstök- um eyðublöðum, sem þar liggja frammi. Skilafresturertil 15. septemb- er 1988. Heiíbrigððs- og tryggirsgamáiaráðuneytið 'ír-y-tl Fjórðungssjúkrahúsið SSI á Akureyri Staða reynds aðstoðaríæknis við Geðdeiid Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri er laus til um- sóknar. Nánari upplýsingar veitir yfirlæknir deildarinnar, Sigmundur Sigfússon, í síma 96-22100. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf, sendist framkvæmdastjóra sjúkrahússins, Halldóri Jónssyni. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri Orögum úr hraða -ökum af skynsemi!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.