Þjóðviljinn - 07.07.1988, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 07.07.1988, Blaðsíða 16
—SPURNINGIN— Spurning dagsins: Er nógu vel fylgst með því að almenn réttindi séu virt gagnvart útlendingum sem starfa hérlendis? Martha Jóhannsdóttir, kennari: Nei greinilega ekki en það hljóta að verða gerðar einhverjar úrbætur núna eftir að mál thai- lensku stúlknanna komst í fjöl- miðlana. Sigríður Stefánsdóttir, framhaldsskólakennari: Ég er ansi hrædd um að víða sé pottur brotinn í þeim efnum. Þaö er augljóst að þörf er á strangara eftirliti. Lóa Sigurvinsdóttir, spákona: Það efast ég stórlega um. Það þarf að koma upp betra vinnueft- irliti og veita fólki betri upplýsing- ar áður en það kemur hingað til lands. Helga Loftsdóttir, bankastarfsmaður: Já það held ég. Þar sem ég þekki til, í fiskvinnslunni þá hafa útlendingar sömu réttindi og aðr- ir. Ef til vill eru þó útlendingar stundum plataðir hingað á röng- um forsendum. Þorvaldur Guðlaugsson, teiknari: Ég trúi því ekki að það sé af illvilja að farið sé verr með útlend- inga en annað fólk. Við verðum þó að vera vel á verði og ég tel rétt að eftirlit með þessum málum fari um hendur verkalýðsfélag- anna. þlÓÐVILIINN Fimmtudagur 7. júlí 1988 152. tölublað 53. árgangur SÍMI 681333 Á KVÖLDIN 681348 Á LAUGARDÖGUM 681663 Marianne E. Karhinke, prófessor við Háskólann í lllinois er í hópi þeirra sem heldur fyrirlestur á málþinginu. Hjá henni situr Úlfar Bragason, forstöðumaður stofnunar Sigurðar Nordals. y Bókmenntir Utlendir grúska í íslenskum fræðum Skinnhandrit og bókmenntir mið- alda njóta meiri hylli útlendinga en nútímaverk íslendinga - Það er mikill áhugi erlendis fyrir íslenskum fræðum og fer kennsla fram í 45 háskólum víða um heim, m.a. í Ástralíu, Nýja- Sjálandi, Suður-Afríku og Japan. Ahuginn erlendis bcinist aðallega að samfélagi miðalda, sögu þess tíma, bókmenntum og tungu en minni gaumur er gefinn að nútím- aíslensku og bókmenntum okkar tíma, sagði dr. Úlfar Bragason forstöðumaður stofnunar Sigurð- ar Nordals en stofnunin gengst síðar í þessum mánuði fyrir mál- þingi í Reykjavík um kennslu og rannsóknir í íslenskum fræðum. Fjöldi erlendra fræðimanna og íslenskra mun flytja fyrirlestra á málþinginu og fjalla þeir um efni, allt frá aldri eddukvæða til ís- lensks nútímamáls. - Það er mikill ávinningur að því fyrir íslendinga að rannsóknir fari fram erlendis á íslenskum fræðum, þó það sé kaldhæðnis- legt þá hafa erlendir fræðimenn oft meiri tækifæri og tíma til að sinna rannsóknum á íslenskum fræðum en íslendingar sjálfir. Auk þess skapa rannsóknir út- lendinga ólík sjónarmið og vekja upp líflegar umræður um fræðin og ef til vill líka deilur því íslend- ingar eru nú nokkuð stífir á sínum meiningum, sagði Úlfar. Marianne E. Kalinke, prófess- or við Háskólann í Illinois er meðal gesta sem halda mun fyrir- lestur á málþinginu. Hún hefur rannsakað riddarasögur sérstak- lega og sagði að þeim hefði verið lítið sinnt af fræðimönnum í gegnum tíðina en aftur á móti verið geysivinsælt lesefni al- mennings allt fram á 19. öld. Hún flytur fyrirlestur sinn á ensku og nefnist hann „The Problem of Romance in Iceland". Stofnun Sigurðar Nordals hefur það hlut- verk að efla hvarvetna í heimin- um rannsóknir og kynningu á ís- lenskri menningu að fornu og nýju og tengsl íslenskra og er- lendra fræðimanna á því sviði. Málþing þetta er liður í því starfi og er haldið í framhaldi af ráð- stefnu sem haldin var hér í vetur undir yfirskriftinni „Á íslensk menning framtíð fyrir sér?“ Úlfar sagði að íslendingar vildu gjarnan og beittu sér fyrir því að erlendis yrði kennsla í fornís- lensku og bókmenntum tengd meira við nútímaíslensku og sagði að erlendis væri tilhneig- ingin sú að kenna íslensku á svipaðan hátt og latínu, þ.e. sem dautt mál. Málþingið verður sett í Odda sunnudaginn 24. júlí og stendur fram til 26. júlí. Stuttir fyrirlestr- ar verða haldnir og fyrirspurnum svarað á eftir. Málþingið er opið öllum sem hafa áhuga. •Þ Hvammstangi Þjónar á floti Margvíslegar uppákomur í tilefni 50 ára afmœlis Hvammstangahrepps Forvitnilegt dót á útimarkaði, volgir snúðar að hætti hrepps- nefndar, uppákoma í sundlaug staðarins í ætt við uppiifun Lísu í Undralandi þar sem gestum verð- ur komið á óvart með ýmsum frumlegum atvikum sem undir- búin eru með leynd en ljóst er þó að þjónar munu fljóta um laugina og bjóða veitingar, hljómsveitir spila undir berum himni á sviði sem byggt hefur verið yfir Hvammsá og saga staðarins verð- ur rifjuð upp með frumsaminni revíu í léttum dúr og ótalmargt fleira verður á döfinni á 50 ára afmælishátið Hvammstanga sem hefst á morgun. í tengslum við afmælið hófust útsendingar frá svæðisútvarpi Hvammstanga í gær og standa þær yfir þar til afmælishátíðinni lýkur á sunnudaginn kemur. Yfir 40 dagskrárgerðarmenn munu sjá til þess að öllum dagskrárlið- um hátíðarinnar verði gerð góð skil og þegar yfir lýkur er ætiunin að varðveita upptökurnar á sýslu- skjalasafninu. - Heppsnefndin ákvað að veg- leg afmælishátíð skyldi haldin með þau markmið í huga að auka samheldni bæjarbúa, gera fegr- unarátak í bænum, auka tengsl fyrrverandi og núverandi íbúa Hvammstanga og síðast en ekki síst að minna á sögu staðarins og gera íbúa hans betur meðvitaða um hana, sagði Þórður Skúlason hreppsstjóri á Hvammstanga. Örn Ingi formaður fram- kvæmdarnefndar afmælisins sagði að um 200 manns eða um þriðjungur bæjarbúa innu nú baki brotnu við undirbúninginn og færu æfingar á skemmtiat- riðum fram með mikilli leynd að næturlagi. Auk þess hafa bæjar- búar allir verið samstíga í að fegra og snyrta bæinn og sæist oft til garðyrkjumanna um miðja nótt á kafi í blómabeðum sínum. - Ég fullyrði að þetta verður ein skemmtilegasta og frumleg- asta útiskemmtun sumarsins og hvet alla gamla Hvammstanga- búa og aðra til að koma og taka þátt í veislunni með okkur, sagði Örn Ingi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.