Þjóðviljinn - 12.07.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 12.07.1988, Blaðsíða 3
FRETTIR Keflavík Tómahljóð í kassanum Vilhjálmur Ketilsson, bæjarstjóri: Stendur áríkinu. 100 miljónir útistandandi hjá einstaklingum ogfyrirtækjum. Neyðaráœtlun umaðhaldsaðgerðir Pví er ekki að neita að fjár- hagsstaða bæjarsjóðs er erfíð en það er ekki þar með sagt að bæjarsjóður sé á vonarvöl, sagði Viljáimur Ketilsson, bæjarstjóri í Keflavík, en bæjarráð samþykkti nýlega sérstakar aðhaldsaðgerðir vegna óvenju slæmrar stöðu bæ- jarsjóðs um þessar mundir. Meðal þeirra aðgerða sem bæjarráð hefur ákveðið er að engar hækkanir verði samþykkt- ar á fjárhagsáætlun eða viðbótar- beiðnir frá sameignlegum fyrir- tækjum og stofnunum á vegum Sveitarfélaganna, leitað verði leiða til sparnaðar í bæjarfyrir- tækjum og reglur um lækkanir og niðurfellingu fasteignagjalda verði endurskoðaðar. Vilhjálmur sagði að fjárhags- erfiðleika bæjarsjóðs væri eink- um að rekja til þess að uppgjör frá ríkisssjóði vegna staðgreiðslu opinberra gjalda hefði dregist og erfiðlega hefði gengið að ná inn skuldum einstaklinga og fyrir- tækja frá fyrra ári, en bærinn á um 100 miljónir króna útistand- andi hjá bæjarbúum. - Það sem af var fyrstu sex mánuði þessa árs höfðum við fengið frá ríkinu 102 miljónir króna í útsvarsgreiðslur, en á sama tíma í fyrra höfðum við fengið 282 miljónir, sagði Vil- hjálmur. Hann sagði að eftir áramótin hefði gengið mjög illa að inn- heimta eldri skuldir einstaklinga og fyrirtækja. - Ég geri ráð fyrir að það stafi að verulegu leyti af því að einstaklingar og fyrirtæki séu hreinlega ekki aflögufær með að greiða uppí eldri skuldir þegar búið er að inna staðgreiðsluna af Olíuverð Hækkar hér en lækkar erlendis Á borði Verðlagsráðs á morgun. Vilhjálmur Jónsson Olíufélaginu hf.: Dansandi gengi og hœrri rekstrarkostnaður innanlands megin ástæður. Viðfáum olíufarma á lægra verði á næstu vikum Amorgun verður fundur í Verðlagsráði þar sem tckin verður fyrir beiðni olíufélaganna um allt að 10% hækkun á olíu til neytenda. Farið er fram á 7% hækkun á bensíni, 9% hækkun á svartolíu og 10% hækkun á gasol- íu. Á síðustu mánuðum hefur verð á unnum olíuvörum lækkað erlendis. Forsvarsmenn olíufélag- anna bera því hins vegar við að rekstrarkostnaður hér innan- lands hafí hækkað all verulega að undanförnu og að Bandaríkjadal- ur hafí hækkað í verði. Georg Ólafsson hjá Verð- lagsráði vildi ekkert tjá sig um þessa beiðni olíufélaganna. „Það er fundur ráðgerður nú á mið- vikudaginn þar sem þetta mál verður tekið fyrir og ég er bund- inn trúnaði gagnvart þeim sem sækja um hækkanir til okkar. Ég Þjóðhagsspá Birt í dag - Það er algerlega úr lausu lofti gripið að fjármálaráðuneytið hlutist til um þær forsendur sem við vinnum okkar spá útfrá, sagði Sigurður Snævarr, hagfræðingur hjá Þjóðhagsstofnun í samtali við Þjóðviljann vegna fréttar DV í gær þess efnis að í drögum að spánni hafi verið gert ráð fyrir að viðskiptahallinn yrði um 11 milj- arðar á árinu, en fjármálráðu- neytið hafi viljað endurskoða og lækka þá tölu, en ný þjóðhagsspá verður birt í dag. Sigurður sagði að sér væri kunnugt um að ráðuneytið hafi hugmyndir um aðrar tölur en þeír hjá Þjóðhagsstofnun. - Fjármálaráðuneytið hefur ekki haft hugmynd um hvaða spá við erum með. -rk hendi, sagði Vilhjálmur, en bær- inn hefur að undanförnu leitað samkomulags við skuldunauta um uppgjör og veitt allt að einu og hálfu ári í greiðslufrest. Til marks um hve erfiðlega gengi að fá eldri skuldir greiddar, sagði Vilhjálmur að undanfarin ár hefð rúmlega fjórðungur eldri gjalda verið greiddur um mitt ár, en nú hefðu aðeins innheimst 12,5% af eldri gjöldum. Fjárhagserfiðleikar bæjarsjóðs hafa bitnað á rekstri sameigin- legra fyrirtækja sveitarfélaganna á Suðurnesjum. Að sögn Vil- hjálms er bæjarsjóður Keflavíkur talsvert á eftir með tilskilin fjár- framlög til þessara fyrirtækja. -rk Hvalkjötið Kemur í dag I dag kemur Urriðafoss til Hafnarfjarðar með hval- kjötsgámana sem fínnsku græn- friðungarnir hlekkjuðu sig við fyrir skemmstu. Hvalkjötið hefur nú verið rúm- an mánuð á ferðalagi en það kom til hafnar í Helsinki 14. júní síð- astliðinn. Að sögn Kristjáns Loftssonar forstjóra Hvals hf. er enn um sinn óákveðið hvert kjötið fer eftir heimkomuna en hinsvegar sé fullvíst að það verði flutt úr landi einhvern tímann seinna. -tt Stórskemmdir bílar eftir harðan árekstur á Holtavörðuheiði á sunnudag. T.h. er bifreiðin sem reyndi framúrakstur og olli árekstrahrynunni. Mynd: Jóhannes H. Holtavörðuheiði vil því ekkert tjá mig frekar um þessar hækkanir nú,“ sagði Ge- org Ólafsson. Að sögn Vilhjálms Jónssonar hj á Olíufélaginu h. f. þá er hér um venjulega hringekju að ræða. „Gengið hefur dansað dálítið að undanförnu og Bandaríkjadalur hefur hækkað. Við kaupum alla okkar olíu í þeirri mynt svo þetta er hluti af skýringunni. Álagning- in á olíuvörunum sem við búum við nú er miðuð við kostnað í des- ember á síðasta ári. Kostnaðar- verð nú er því talsvert hærra en útsöluverð. Launakostnaður og rekstur dreifikerfisins eru megin þættir kostnaðarvísitölunnar og þetta hefur rokið upp á við síð- ustu mánuði. Þetta ástand hefur síðan leitt til þess að fjármunir hafa streymt út af innkaupajöfn- unarreikningi olíufélaganna sem verðlagsstjóri hefur eftirlit með. Það er rétt að olíuverð hefur farið lækkandi að undanförnu og við fáum fyrstu olíufarmana á þessu Iægra verði á næstu vikum,“ sagði Vilhjálmur Jónsson. Kristján Ragnarsson hjá L.Í.Ú. sagði að nú þegar hefðu innflytjendur fengið 28% hækk- un á álganingu olíuvara og ef þessi hækkun gengi eftir væri hún orðin í sumum tilfellum allt að 48% á þessu ári. „Við teljum það réttlátt að aðrir hjálpi okkur að mæta þeim miklu verðlækkunum sem orðið hafa á mörkuðum er- lendis. Olíuinnflytjendur eru með allt sitt á þurru og er vel í stakk búnir til að létta undir þetta áfall útflutningsveganna sem gengið hefur yfir að undanförnu. Ef af þessari hækkun verður kemur hún þyngst niður á útgerð- inni og svo auðvitað á fólki á landsbyggðinni sem enn kyndir með olíu“, sagði Kristján Ragn- arsson. -gís. Glannaakshir í svartaþoku 8 bifreiðar meira og minna skemmdar. Ökuþórar og mótorhjóla„kappar“ skapa hœttu á þjóðvegunum Stórtjón var í hörðum árekstri á Holtavörðuheiði um miðjan dag á sunnudag. Ungur öku- maður á norðurleið reyndi fram- úrakstur í svartaþoku með þeim afleiðingum að 8 bifreiðar lentu saman og eru allar meira og minna skemmdar. Ökumaðurinn umræddi skarst á höfði en aðrir fengu minni skrámur. Vitni að árekstrinum segja mestu mildi að ekki fór verr. Svartaþoka var á heiðinni er áreksturinn varð. Ungi ökumað- urinn var að fara fram úr á óbrot- inni línu er hann lenti framan á bifreið sem var á suðurleið. Um leið ýtti hann bifreiðinni sem hann fór framúr út af veginum. Ökumaður stórrar sendibifreiðar sem kom á eftir forðaði sér út í kant þar sem bifreiðin valt á hlið- ina. Langar bifreiðalestar mynduð- ust í báðar áttir frá slysstaðnum og lentu fjórir aðrir bílar saman í þeim lestum. Að sögn ökumanna var mikið um glannaakstur á norðurleiðinnium sl. helgi, bæði fólksbfla og einnig þeystu öku- þórar á mótorhjólum um þjóð- vegina á miklum hraða og sköpuðu víða hættu. -Ig- Lektorsstaðan Hannes kennir ekki Grétar Eyþórsson: Tryggt að nemendurfá hœfa kennara. Fœrbaraað kenna valnámskeið Adeildarfundi félagsvísinda- deildar í gær var samþykkt ályktun í framhaldi af tillögu full- trúa nemenda í dcildinni, að Hannes Hólmsteinn Gissurarson yrði ekki látinn kenna skyldu- greinar í stjórnmálafræði næsta skólaár. Grétar Eyþórsson full- trúi nemenda á deildarfundi sagði þessa samþykkt tryggja að nem- endur nytu áfram kennslu manna sem til þess væru hæfir að inna hana af hendi. Grétar sagði að nemendur hefðu haft áhyggjur af gæðum kennslunnar ef maður sem ekki hefði fengið hæfnisdóm yrði látinn sjá um hana. Þetta hefði meðal annars komið fram á fundi stjórnmálafræðinema þar sem þess var krafist að hæfur maður yrði skipaður í stöðu lektors í stjórnmálafræði. í samþykkt deildarfundar er minnt á að deildin ákveði sjálf kennsluskrá sína, þám. hvaða námskeið eru kennd og hver kenni einstök námskeið. „Það má ljóst vera að deildin felur eng- um að kenna neitt það námskeið sem hún telur hann ekki hæfan til að kenna“. Þar sem Hannes hafi ekki hlotið fullgildan hæfnisdóm muni hann ekki kenna skyldu- námskeið á vegum deildarinnar háskólaárið 1988-1989. Grétar sagði Hannes sjálfsagt koma til með að kenna valnám- skeið sem hann væri hæfur til að kenna, þe. í stjórnmálaheim- speki. Nemendur myndu sækja þau námskeið eftir því sem áhugi þeirra stæði til. En lágmark 5 ne- mendur þurfa að skrá sig í nám- skeið svo það sé kennt. Háskólaráð og félagsvfsinda- deild eru nú að láta kanna laga- lega stöðu Háskólans í málinu í því skyni að hnekkja skipun Hannesar. Viðmælendur Þjóð- viljans vildu ekki gefa nákvæm- lega upp hvaða leiðir það væru sem famar yrðu. í samtali við Þjóðviljann í gær sagði Ólafur Þ. Harðarson að hann vissi af því að Háskólinn kannaði lagalega stöðu máisins. Hann sagðist sjálfur fhuga stöð- una mjög vandlega og þá ma. hvort hann færi í mál sjálfur. Þró- un mála næstu daga réði því hvað hann gerði. -hmp Þriðjudagur 12. júlí 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.