Þjóðviljinn - 15.07.1988, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 15.07.1988, Blaðsíða 8
HEIMURINN Erum til umræðu um kjamorkuvopnalaus svæði Efþau takmarka ekkifrjálsar siglingar, aðgang að höfnum og umferð með kjarnorkuvopn, segirdr. Robert Wood, hernaðarsérfrœðingur frá Naval War College, herstjórnarskóla bandaríska flotans Nýlega var staddur hér á landi dr. Robert Wood, bandarískur sérfræðingur í herfræðikenning- um á hafinu og yfírmaður „Cent- re for Naval Studies“ í Sjóhern- aðarháskóia Bandaríkjanna, Na- val War College. Dr. Wood, sem hefur meðal annars gegnt starfi sem hernaðarráðgjafi bandaríska Þjóðaröryggisráðsins, var hér staddur á leið sinni frá Oslo, þar sem hann hafði tekið þátt í ráð- stefnu á vegum Pugwash- hreyfingarinnar (friðarsamtök vísindamanna, sem Bertrand Russell og Albert Einstein áttu þátt í að stofna) um gagnkvæmar traustvekjandi aðgerðir á hafinu. Þjóðviljanum var boðið að hitta dr. Wood að máli og fer hér á eftir endursögn samtals sem við áttum með dr. Wood á Hótel Holti í síðustu viku, en auk blaða- manns Þjóðviljans tók Vigfús Geirdal einnig þátt í þessum fundi. Rétt er að taka það fram að dr Wood taldi sig ekki tala sem beinan fulltrúa bandarískra stjórnvalda, heldur sem fræði- mann með sérþekkingu á stefnu Bandaríkjastjórnar í öryggis- og varnarmálum. En í máli hans koma þó fyrst og fremst fram bandarísk sjónarmið til þessara mála. Sp: - Dr. Wood, fyrst langar okkur tilþess að heyra viðhorfþín til þeirra tillagna sem þeir Gorbat- sjov og Ryshkov hafa sett fram um takmörkun vígbúnaðar í haf- inu, og þá einkum hér á norður- slóðum. Eru þessar tillögur ekki til þess fallnar að auka gagn- kvœmt traust? - 1 fyrsta lagí er rétt að geta þess að Sovétríkin og Bandaríkin hafa gert með sér samkomulag og gripið til aðgerða til þess að auka gagnkvæmt traust á landi. Þessar aðgerðir hafa reynst vel og stuðl- að að auknu öryggi. Menn hafa því spurt sig hvort ekki væri hægt að grípa til samsvarandi aðgerða á hafinu og byggja þá á þeirri reynslu sem fengist hefur á landi. Svar mitt er í fyrsta lagi á þá leið að slíkra aðgerða sé ekki þörf með sama hætti á hafinu, því að- stæður eru þar öðruvísi. En áður en ég skýri þessa af- stöðu mína nánar er rétt að víkja aðeins að forsendum sovésku til- lagnanna, sem standa í beinu samhengi við þær breytingar sem nú eiga sér stað í Sovétríkjunum. Ég held það sé augljóst, að fyrir Gorbatsjov skipta efnahags- umbæturnar (perestroikan) meira máli en lýðræðisumbæt- umar (glasnost). Og efnahags- örðugleikar þeir sem Sovétríkin ganga nú í gegnum takmarka möguleika þeirra til varna og hemaðarumsvifa. Að þessu leyti er Gorbatsjov í sömu spomm og Stalín var 1928, þegar fyrsta 5 ára áætlunin var gerð. Þá var Stalín nauðsynlegt að skapa frið út á við, og sú viðleitni endaði í friðar- samningnum við Hitler. Nú er rétt að taka það fram, að Gorbat- sjov er ekki Stalín, en vandamál- in em hliðstæð. Sovétmenn geta ekki aukið fjárveitingar til her- mála um meira en í mesta lagi 1,5% á ári. Sú spurning vaknar þá, hvar eigi að spara. Þar em tveir vænlegustu kost- irnir að draga úr kostnaði í A- Evrópu og að draga úr flotaum- svifum. Sovétríkin era ekki hefðbund- ið flotaveldi og þeim er ekki tamt að hugsa út frá sjóhernaði. Þeirra herfræðilegu yfirburðir byggjast á möguleikum á landhernaði í Evrópu, og þeir hafa fyrst og fremst lagt áherslu á vígbúnað á landi. Það er því skiljanlegt að Gorbatsjov leggi fram tillögur um kjarnorkuvopnalaus svæði í Barentshafi, Noregshafi, á Eystrasalti, Japanshafi og víðar. Og það er lfka skiljanlegt að hann leggi til að flugmóðurskipa- og kafbátaumferð verði bönnuð á afmörkuðum svæðum. Það er til hagsbóta fyrir Sovétríkin, sem eru landveldi. Bandaríkin líta hins vegar öðruvísi á málin. Þau eru fyrst og fremst flotaveldi og þau byggja varnir sínar á yfirburðum á haf- inu. Einhliða takmarkanir á flot- aumsvifum eru því til þess fallnar að styrkja stöðu Sovétríkjanna hernaðarlega gagnvart Banda- ríkjunum. - Er þá eina leiðin áframhald- andi vígbúnaðarkapphlaup á haf- inu? - Nei, þrátt fyrir þetta misvægi tel ég að það sé svigrúm til samn- inga. Nú hafa komið fram tillögur í START-samningaviðræðunum um langdræg vopn að takmarka þessi vopn við 1600 skotpalla og 6000 eldflaugar hjá hvorum að- ila. Okkar skotpallar verða flestir á hafinu, en Sovétmenn byggja aðallega á hreyfanlegum skot- pöllum á landi. Slíkt samkomulag væri áfangi til aukins öryggis. En jafnframt er og verður óhjá- kvæmilegt skilyrði allra samninga að gengið sé út frá þeirri megin- forsendu að á meðan Sovétríkin eru landveldi, þá era Bandaríkin flotaveldi og grundvalla varnir sínar á hernaðarlegum yfirburð- um á hafinu. í þessu sambandi er rétt að hafa í huga að allar um- ræður eða samningar um tak- markanir vígbúnaðar í höfunum verða að taka mið af hnattrænu heildarsamhengi og tengjast samningum um takmörkun eða minnkun vígbúnaðar á landi í Evrópu. - Takmarkar ekki skuldasöfn- un og viðskiptahalli í Bandaríkj- unum möguleika Bandaríkjanna til vígbúnaðarkapphlaups á sama hátt og í Sovétríkjunum? - Jú, þarna komum við að lyk- ilatriði málsins. Við hér á Vestur- löndum höfum búið við að með- altali 4-6% hagvöxt á ári frá styrjaldarlokum. Útgjalda- aukning til hermála í Bandaríkj- unum hefur verið 2% á ári frá 1969. Jafnframt hefur orðið 13% útgjaldaaukning til félagsmála á ári. Þarna era nú komin upp vandamál sem snerta skattamál og velferðarkerfið, og Banda- ríkjamenn munu á næstunni þurfa að einbeita sér að þessum málum. Það verður óhjákvæmi- lega meginverkefni næsta forseta að koma jafnvægi á efnahaginn, og einmitt þess vegna er ljóst að hafi einhvern tíma verið grund- völlur til viðræðna um takmörk- un vígbúnaðar, þá er það einmitt núna. Ég tel hins vegar að við höfum þegar náð eins langt og mögulegt er með takmörkun ein- stakra vopna, nú þurfi að líta á heildarmyndina. Þá á ég við að það þurfi ekki bara að líta á það sem er á hafinu, heldur til dæmis líka það sem er á Kola-skaganum sjálfum. - Gætu Bandaríkin fallist á kjarnorkuvopnalaust svœði á Norðurlöndum sem norrœnt frumkvæði til þess að skapa traust? - Ekki ef það á að takmarka umferð okkar með kjamorku- vopn á hafinu, frjálsar siglingar og aðgang að höfnum á svæðinu. - En nú hafa Bandaríkin svip- aðar flotastöðvar á Puerto Rico og eru hér á íslandi. Engu að síður er Puerto Rico innan þess kjarnorkuvopnalausa svæðis í Latnesku Ameríku, sem Suður- ameríkuríkin hafa samþykkt og Bandaríkin viðurkennt. Væri eitthvað því til fyrirstöðu að Bandaríkin gætu viðurkennt slíkt svæði hér með sama hætti? - Við gætum hugsanlega fallist á að ekki væra staðsett að stað- aldri kjarnorkuvopn á svæðinu, svo framarlega sem það fæli ekki í sér takmörkun á frjálsri umferð með kjarnorkuvopn um svæðið og að það hindraði ekki stuttar flotaheimsóknir. - Sú gagnrýni hefur verið sett fram á sóknarstefnu bandaríska flotans í Norðurhöfum, að með henni séu Bandaríkin að leggja allan flota sinn í N-Atlantshafi undir og að þar með sé of mikil áhætta tekin. - Þessi gagnrýni er á misskiln- ingi byggð. Það verður að segjast að John Leehman, fyrrverandi flotamálaráðherra Bandaríkj- anna, sem þessi stefna er oft kennd við, var svolítið fljótfær þegar hann kynnti stefnuna fyrst og talaði um að gerðar yrðu árásir á sovéskt land við Kola-skaga á 2. eða 3. degi átaka. í dag er ekki taiað um annað en að sækja norður fyrir ísland. Það er ekki fyrirfram ákveðið hversu langt á að sækja eða hversu fljótt. Tak- markið hlýtur hins vegar alltaf að vera að halda hernaðarlegum yf- irráðum okkar á Noregshafi. - Kemur til greina að leggja nið- ur bandarískar herstöðvar í öðr- um heimsálfum? - Já, vissulega er það eitt af því sem kemur upp í huga manna, þegar talað er um spamað. En eftir að INF-samningurinn um eyðingu meðaldrægra eldflauga var gerður hafa menn lagt áform um slíkt á hilluna í bili í Evrópu. Ég veit ekki hvað Bandaríkin hafa haft margar flotastöðvar er- lendis, en núna era það 10 flota- hafnir utan Bandaríkjanna sem raunveralega skipta máli hernað- arlega séð. - Er Keflavíkurstöðin ein þeirra? - Já, vissulega. - Er Keflavíkurstöðin banda- rísk stöð eða tilheyrir hún her- vörnum NATO? - Keflavíkurstöðin er algjör- lega undir bandarískri stjórn á friðartímum, en herfræðilega þjónar hún markmiðum NATO. A stöðinni starfar hins vegar sér- stakur hópur NATO-starfs- manna sem er aðskilinn frá bandaríska starfsliðinu. - Er hugsanlegt að þínu mati, að Sameinuðu þjóðirnar tœkju yfir það eftirlitsstarf sem nú er framkvœmt í Keflavíkurstöðinni? - Það hefur sýnt sig að Samein- uðu þjóðirnar í því formi sem þær eru núna ráða ekki við kaldastríðs-aðstæður. Við sáum það í Líbanon, og við sáum það í Sex-daga stríðinu. Ég held að það þyrftu að verða grandvallar- breytingar á uppbyggingu Sam- einuðu þjóðanna til þess að slíkt gæti orðið. - Áhrifamenn í Bandaríkjun- um hafa að undanförnu lagt á það áherslu að bandamenn Banda- ríkjanna legðu meirafram til her- varna. Hvernig líturþúáþað mál, til dæmis gagnvart Japönum? - Það er athyglisvert mál, því Japanir standa nú að verulegu leyti undir viðskiptahalla Banda- ríkjanna á meðan Bandaríkin leggja fram mikla fjármuni til hervama í Japan. Staðreyndin er Dr. Robert Wood: Sovétríkn eru landveldi en Bandaríkin byggja varnir sínar á hernaðarlegum yfirburðum á hafinu. Ljósm Ari. 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 15. júlí 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.