Þjóðviljinn - 15.07.1988, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 15.07.1988, Blaðsíða 9
Dr. Wood telur ekki nauðsynlegt að setja sérstakar öryggisreglur um hernaðarumsvif á hafinu. sú að við lifum í breyttum heimi. Efnahagslegt sjálfstæði er að verða úrelt hugtak, þjóðirnar verða stöðugt háðari hver annarri á allan hátt. Auðvitað vildum við að Japanir legðu meira af mörk- um, en það er líka spurning, hversu mikið við getum beðið þá um að gera án þess að það komi illa við nágranna þeirra vegna fortíðarinnar. Auðvitað eiga Jap- anir að leggja meira í hervarnir sínar, en við skulum líka athuga eitt, að þegar við skoðum nútíma hergögn og lítum á innviði þeirra, hátæknibúnaðinn, þá kemur í ljós að hann er að miklu leyti jap- anskur. Japanir eru þrátt fyrir allt einhverjir stærstu framleiðendur háþróaðs vopnabúnaðar í heiminum. - Nýlega setti dr. Hannes Jóns- son fram hugmyndir um að ís- lendingar tcekju yfir rekstur og stjórnun eftirlits-, fjarskipta- og njósnastöðva hér á landi og jafn- framt að íslenskir flugmenn tœkju að sér að fljúga Orion kafbáta- leitarvélunum og F-15 orrustuvél- unum á friðartímum. Er hugsan- legt að íslenskir aðilar vinni þann- ig undir bandarískri herstjórn sem endanlega lýtur úrskurðarvaldi Bandaríkjaforseta? - Ég tel í rauninni að ekki sé útilokað að fallast á slíkt. Þess eru dæmi að Belgar og fleiri hafi gengið inn í slík hlutverk. Án þess að ég þekki vel til aðstæðna, þá get ég hins vegar ímyndað mér að skortur væri hér á nægilegum sérhæfðum mannafla til þess að sinna þessum verkefnum. Það myndi að minnsta kosti skapa samkeppni um sérþjálfað tækni- lið við íslensk fyrirtæki eins og flugfélögin og Póst og síma. Hins vegar er í rauninni ekkert sem ætfi að þurfa að koma í veg fyrir að íslendingar gengju smám sam- an inn í þessi verk. í þessu sam- hengi er einnig mikilvægt að hafa í huga að Keflavík er ekki útibú frá Bandaríkjunum, heldur undir íslenskri stjórn, og allt sem þar gerist þarf að vera í samræmi við vilja íslenskra stjórnvalda. - En er það ekki svo að í sam- skiptum við t.d. mannvirkjasjóð NATO eru Bandaríkin bœði í hlutverki notandans (user nation) og þess sem leggur til landið (host nation)? Felur þetta ekki í sér að ísland hefur afsalað sér forræði sínu um herstöðvarlandið til Bandaríkjanna ? - Jú, það er rétt, en þetta er gert af frjálsum vilja íslenskra yfirvalda. -Með breyttum aðstœðum í heiminum og bœttu samkomulagi stórveldanna eiga margir í Evr- ópu erfitt með að sjá Sovétríkin í gervi þess árásargjarna andstœð- ings, sem notaður hefur verið til þess að réttlæta hernaðarupp- byggingu og vígbúnaðarkapp- hlaup í álfunni. Telur þúað okkur stafi hœtta af sovéskri árás? - Við getum talað um tvenns konar ógnun, ógnun af ásettu ráði og kerfisbundna ógnun. Þótt hin viljabundna ógnun sé ekki til staðar í sama mæli og áður þá búum við ennþá við það sem ég kalla kerfisbundna ógnun. Og hún réttlætir fullan viðbúnað. Sjái Sovétríkin sér hins vegar kleift að yfirgefa herstöðvar sínar í A-Evrópu og opna möguleika fyrir einingu Evrópu, þá gæti einnig þetta breyst, samfara breytingum í framfaraátt í Kína og annars staðar. Það eru í raun- inni mörg jákvæð teikn á lofti, og ég tel að aldrei hafi verið jafn friðvænlegt í heiminum frá styrj- aldarlokum og einmitt nú, þrátt fyrir allt. - Bandaríkjastjórn hefur verið tamt að kenna sovéskri undirróð- ursstarfsemi og útþenslustefnu um allt það sem henni mislíkar. Til dœmis í Mið-Ameríku. Telur þú að Sovétríkin hafi skapað þá ólgu sem þar ríkir? - Nei, ég er ekki þeirrar skoð- unar að Sovétríkin hafi skapað þau vandamál sem nú eru til stað- ar í Mið-Ameríku. Þeir hafa hins vegar notfært sér aðstæðurnar.' Að okkar áliti eru Sovétríkin tækifærissinnuð í sínum utan- ríkismálum. Þau óska einskis heitar en að við verðum illa leiknir í Mið-Ameríku. Á sama hátt var staðan í Afghanistan ósk- astaða fyrir Bandaríkin. Þar var enginn Pol Pot eða Jonas Saw- imbi til þess að flækja málin. Af- staða okkar var hrein og klár og kostaði litla fjármuni. - Ert þú þarna að segja að Bandaríkin leiki sama leik í Nic- aragua með því að fjármagna borgarastríðið þar eins og Sovét- menn léku í Afghanistan? - Nei, ekki vil ég meina það. Menn hafa verið að halda því fram að Monroe-kenningin væri ekki lengur í gildi, en það er rangt. Við misstum að vísu Kúbu, en andi Monroe-kenningarinnar lifir enn. Og enginn Bandaríkja- forseti mun líða það að annað Mið-Ameríkuríki gerist sérstak- ur bandamaður Sovétríkjanna. Ef við hefðum getað sýnt fram á að í Nicaragua væri svo mikið sem einn sovéskur hernaðarráð- gjafi, hvað þá herstöð, þá hefði hvaða forseti sem væri í Banda- ríkjunum fengið fullan stuðning til þess að grípa inní af fullum krafti. - Fyrir nokkrum mánuðum lagði Paul Nitze, samningamaður Bandaríkjanna, fram tillögur um eyðingu allra skammdrœgra kjarnorkuvopna um borð í skipum. Hvaða augum lítur þú þessar tillögur? - Þetta voru ekki tillögur, heldur lausleg hugmynd sem hann kastaði fram til þess að opna nýja fleti á START- samningunum. Sovétmenn hafa gert það að skilyrði fyrir því að gengið verði að samningum um langdrægar eldflaugar að jafn- framt verði samið um stýriflaugar á sjó. Málið er hins vegar þannig vaxið að mjög erfitt er að koma á virku eftirliti með stýriflaugum. Þær er hægt að framleiða í hvaða bflskúr sem er, á meðan lang- drægu vopnin þurfa skotpalla og annað, sem auðveldara er að sjá. Ég held hins vegar að hægt sé að ná samkomulagi um kjarnorku- stýriflaugar með því að hafa eftir- lit með framleiðslu kjarnaodd- anna. En allt þetta verður svo að skoða í ljósi þess að skammdræg kjarnorkuvopn eru að verða úr- elt. Hefðbundin skammdræg vopn eru að verða mikilvægari. Sovétmenn eru til dæmis núna að smíða stýriflaugar, sem fara hraðar en hljóðið og gætu skapað okkur mikil vandamál. Allt ber þetta að þeim brunni að fullkomnu jafnvægi í vígbúnaði verður aldrei náð. Til þess eru málin of flókin. En forsendur fyrir samkomulagi á milli stór- veldanna hafa engu að síður aldrei verið betri en nú. -ólg- Kjörbók Landsbankans £ Landsbanki Sömu háu vextirnir, óháð því hver innstæðan er. íslands 1 Banki allra landsmanna

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.