Þjóðviljinn - 15.07.1988, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 15.07.1988, Blaðsíða 10
firðingur í gamla daga var töluvert um það að gefin væru út handskrifuð sveitarblöð hér og þar um land. Að þessari útgáfu stóðu ýmis konarsamtökeinkum þó ungmenna- og lestrarfélög. Auðvitað voru þessi blöð fyrst og fremstátthagabundin. Þaufjöl- luðu einkum um mál, sem snertu viðkomandi byggðarlög. Að öðru leyti var þeim enginn stakkur skorinn og þau ræddu um allt milli himins og jarðar. Blaðaflóran varfátæklegri þá en nú. Dagblöðin voru tvö, Vísir, sem nú er aðeins orðið nafnið tómt, og Morgunblaðið. Þau voru fáséð út um land, einkum í sveit- um. Þangað bárust hinsvegar vikublöðin, Tíminn og ísafold og þó strjált, vegna slæmra póstsamgangna. Núeröldin önnur. Nú koma út þvílík ókjör af blöðum og tímaritum að tæpast verður tölu á komið. Dagblöðin orðin 6 og 1 þeirra utan Reykja- víkur. Vikublöðin og þau, sem koma enn strjálla út, eru hins vegarflest úti á landi. Þau hafa tekið við hlutverki gömlu, hands- krifuðu sveitablaðanna. Þau segja f réttir af mannlífinu i við- komandi byggðarlagi, ræða áhuga- og hagsmunamál heima- manna, sem ýmsum finnst að fái takmarkað rúm i Reykjavíkur- blöðunum, - en jafnframt lands- málin almennt. Ekki veit ég h ver er yngsta jurt- in á þessum frjóa akri, kannski Borgfirðingur, gefinn út af Ung- mennasambandi Borgarfjarðar og Verkalýðsfélagi Borgarness. Það er athyglisvert samstarf og virðast hafa gefist vel. Undirritað- ur gat blaðsins lítillega þegar það hóf göngu sína en nú er það kom- ið á annað ár og lifir góðu lífi. Mér sýnist ástæða til að kynna það nánar og f innst það best gert með því að drepa á efni síðasta tölubl. sem mér hefur borist. Sagt er frá nýrri kjötvinnslu og verslun ÍBorgarnesi. Peninga- gjöf Lionsmanna i Borgarnesi til Þroskahjálpará Vesturlandi. Fimmtíu ára afmæli kvenfélags- ins 19. júní. Versluninni Hlaðbúð í Leirársveit. Landnámi Starrans í Borgarnesi. Kristján frá Snorra- stöðum skrifar um áfengismál. Jón A. Eggertsson og Baldur Jónsson segja fréttir af verkalýð- smálum. Sagt er frá hátíðahöld- um í Borgarfirði á þjóðhátíðar- daginn og fjölþættri starfsemi ungmennafélaganna. Vikið er að sumarstörfum í görðum og við- leitni Ferstiklumannatil að verj- ast vargi í æðarvarpi, með raf- girðingu. Fjallaðerumfarfugla- heimilið á Varmalandi og fjórð- ungsmótið á Kaldármelum. Sveinbjörn Beinteinsson sér um vísnaþátt. Leiðarann ritarað þessu sinni Jón A. Eggertsson. Margar myndir eru í blaðinu. - Ritstjóri og ábyrgðarmaður Bor- gfirðinga er Ingimundur Ingi- mundarson en ritnefnd skipa: Baldur Jónsson, Jón A. Eggerts- son, María Kristjánsdóttirog Svava Kristjánsdóttir. - mhg ídag er 15. júlí, föstudagur í þrettándu viku sumars, tuttugasti og sjötti dagursólmánaðar, 197. dagur ársins. Sól kemur upp í Reykjavík kl. 3.41 en sest kl. 23.24. Þjóðviljinn fyrir 50 árum Kommúnistaflokkurinn fær þrjá menn i hreppsnefndir á Jökuldal, Hróarstungu og Eiða- þinghá. UM UTVARP& Kaos Sjónvarp kl. 21.50 „Það kvað vera fallegt í Kína“. En það á einnig við um Sikiley. Kannski vilja margir tengja þessa fallegu eyju öðru fremur við glæpastarfsemi Mafíumanna en mér er hún fremur minnisstæð fyrir það, að þar dvaldi Nóbels- skáldið okkar, Laxness, um skeið við að semja eitt af sínum ágætu bókmenntaverkum. Gott ef fréttastjóri Þjóðviljans, Lúðvík Geirsson var ekki einhverntíma að þvælast þarna. Hann er ekki í Mafíunni. - í kvöld flytur Sjón- varpið síðari hluta myndarinnar Kaos, sem byggð er á sögum eftir ítalska rithöfundinn Luigi Pir- andello. Sögusviðið er Sikiley og má víst svo að orði kveða að frá- sögnin fjalli um styrk og veikleika einstaklingsins. - mhg Sumarvaka Rás 1, kl. 21.00 Ekki hélt ég að Stefán Júlíus- son, - ég tek það fyrir rithöfu- ndinn með því nafni, - væri hnuplsamur. En það fara nú að renna á mann tvær grímur við kynningu á þætti hans á Sumar- vökunni í kvöld, en hann nefnist: „Þegar ég stal úr stærstu verslun heims“, hvorki meira né minna. Maður huggar sig bara við það í SJONVARP Mendelssohn - Smetana - Liszt Rás 1, kl. 20.15 Það eru engir aukvisar á tón- listarsviðinu sem ráða ríkjum í Útvarpinu, - Rás 1, - frá kl. 20.15 til 21.00 í kvöld. Felix Mendels- sohn ríður á vaðið með „Zum Márchen von der schönen Melus- ine“ - konsert forleikur - . Sin- fóníuhljómsveit Lundúna leikur, Claudio Abbado stjórnar. - Þá kemur „Moldá“ úr sinfóníska ljóðinu „Föðurland mitt“ eftir Bedrich Smetana. - Og loka „Lés Préludes“, sinfónískt ljóð nr. 3, eftir Franz Liszt. Tónverk þeirra Smetana og Liszt eru flutt af Fíl- harmoníuhljómsveitinni í Berlín undir stjórn Herberts von Kara- jan. - mhg Væg engisprettuplága Rás 1, kl. 13.35 Miðdegissagan í dag er eftir þann fræga rithöfund, Doris Les- sing, og nefnist „Væg engi- sprettuplága". - Doris Lessing fæddist í Persíu árið 1919 en ólst að miklu leyti upp í Suður- Ródesíu, sem þá var bresk ný- lenda. Hún fluttist til Englands þrítug að aldri. Ári síðar kom fyrsta bók hennar út. Síðan hefur hún skrifað fjöldann allan af bókum: skáldsögur lengri og styttri, leikrit, ljóð, vísindaskáld- sögur, ævintýri og ævisögur. Af verkum hennar hefur Gullna minnisbókin öðlast hvað mesta frægð. Tvær bóka Doris Lessing hafa verið þýddar á íslensku. Eru það Minningar einnar sem eftir lifði og Grasið syngur, sem er fyrsta bók höfundarins. Anna María Þórisdóttir þýddi Væga engisprettuplágu en Guðný Ragnarsdóttir les söguna. - mhg GARPURINN KALLI OG KOBBI FOLDA Alveg einsog kallinn í sjoppunni. Manstu eftir honum? Hann var auðvitað orðinn 86 ára oa fór ekkert eftir bví sem læknarnir sögðu honum, en... L. 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 15. júlí 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.