Þjóðviljinn - 22.07.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 22.07.1988, Blaðsíða 5
FRÉTTIR Vinnuœðið Gmndvöllur nýrrar kjarastefnu Stefán ólafsson: Aðrarþjóðir vinna minna og auka framleiðni um leið. Styttri vinnutími gœti orðið kjarni nýrrar stefnu í kjaramálum Tæp 80% íslenskra karla vinna lengri vinnudag en 40 stundir og nær 30% kvenna. Miðað við Iðnd á svipuðu velferðarstigi vinna Islendingar ailra lengst. Karlmenn eyða að meðaltali 54 klukkustundum á vinnustað í hverri viku og og um 40% þeirra eru 50-80 klst. í vinnunni. Konur eyða um 35 klst. að meðaltali á viku I vinnu. Hin Norðurlöndin eru með karlana í kring um 40 stundir. Þetta kemur fram í rannsókn- um Stefáns Ólafssonar lektors sem sagt er frá í nýjasta tölublaði „Þjóðlífs“, en vaentanleg er bók frá hans hendi um um íslenska vinnumarkaðinn. í samtali við Þjóðviljann sagði Stefán meginniðurstöður sínar vera tvær. I fyrsta lagi vekti at- hygli hvað vinnutíminn er miklu lengri á íslandi en í öðrum vest- rænum ríkjum. Og í öðru lagi væri það merkilegt hve lítil merki væru um að það drægi úr vinnu- tímanum. Stefán sagði að í þeim löndum sem miðað væri við hefði allsstað- ar dregið jafnt og þétt úr vinnu- tímanum frá seinna stríði og framleiðni sömuleiðis aukist á hverja klukkustund. Þetta hefði gefið fólki hærri dagvinnulaun og reynst hagkvæmara. Stefán telur merkilegt við ís- lenskan vinnumarkað hvað sér- staða hans er mikil og hversu ósk- ynsamleg þessi skipan væri bæði fyrir heimilin og fyrirtækin. Framleiðni væri lítil í landinu og fólk óánægt með síh lífskjör. Fólk hefði valið þann kost að bæta kjör sín og/eða fullnægja neyslu- þörf sinni með lengri vinnutíma. „Ég held að stytting vinnutím- ans ætti að geta orðið grundvöllur nýrrar kjarastefnu. Hún ætti að geta skilað mörgum þeim mark- Ari Skulason Fjandsamleg umgjörð lífskjara Ari Skúlason hagfræðingur ASÍ sagði þá umgjörð sem þjóðfélagið setti fólki stuðla að löngum vinnudegi. Fólki væri gert að eignast húsnæði þar sem útborgunarhlutfall væri hátt og húsnæðið væri greitt á skömmum tíma. Besta leiðin væri þess vegna að vinna eins og brjálæðingar. Ef þetta breyttist myndi viðhorf fólks til vinnunnar breytast. Þá sagði Ari skortinn á vinnu- afli hafa mikið að segja en talið væri að það vantaði fólk í 2-3000 störf í landinu. í verkalýðshreyf- ingunni hefðu menn ekki verið á einu máli hvort fólk ynni langan vinnudag af því kaupið væri svo lágt eða hvort kaupið væri lágt vegna þess að fólk ynni langan vinnudag. Hvort heldur sem væri þá ynni fólk allt of langan vinnu- dag og kaupið fyrir dagvinnuna væri of lágt. Kjartan Jóhannsson Langur vinnutími er ávani Ég hef verið þeirrar skoðunar að þessi langi vinnudagur sé ávani hjá íslendingum. Þetta liggi ekki í þjóðfélagsgerðinni sjálfri, sagði Kjartan Jóhannsson alþing- ismaður. Kjartan segir menn skila jafri miklum afköstum á 8 tímum og 14 tímum, léleg fram- leiðni liggi í löngum vinnudegi. Fólk er búið á sál og líkama að vinnudegi loknum, sagði Kjart- an. Skýringin á því að við værum á eftir mörgum þjóðum hvað þetta varðaði lægi í atvinnulífsþáttum þjóðarinnar eins og þeir voru. Það eimi eftir af gamla landbún- aðarþjóðfélaginu sem kallaði á tamir. Svipaða sögu væri að segja úr sjávarútveginum, þar mætti skipuleggja hlutina bétur vegna nýrrar tækni. Kjartan telur forsendumar vera fyrir hendi til að breyta þessu til betri vegar. Eitt af því góija við staðgreiðslukerfi skatta væri að menn gætu metið á stund- inni hvort þeir ættu að vinna lengur eða ekki. Þetta hefðu menn ekki getað áður. Vandamál langs vinnutíma tengdist sjálfsagt launakerfinu eins og það er upp- byggt. Jón Magnússon Snýst um framleiðni Jón Magnússon lögfræðingur hjá Vinnuveitendasambandinu sagði atvinnurekendur opna fyrir öllum möguleikum til betri veg- ar. Hvað vinnutímann snerti væri sjálfsagt hægt að finna lausn sem væri báðum aðilum í hag. Einn þáttur lélegrar framleiðni gæti verið langur vinnudagur. En þeg- ar vinnutími væri borinn saman skipti mestu að borinn væri sam- an unninn tími en ekki viðverut- ími á vinnustað. Jón sagðist ekki hafa kynnt sér rannsókn Stefáns Ólafssonar á vinnutíma íslendinga. En sagði vinnu á íslandi oft vera árstíða- bundna. Það væri mikið unnið í verktakavinnu á sumrin, afli bær- ist á land í mismiklum mæli og þetta skapaði allt sveiflur. Þá tel- ur Jón að skortur á vinnuafli á íslandi geti haft áhrif á lengd vinnudagsins. „Það sem skiptir höfuðmáli í þessu er framleiðnin. Við getum ekki borgað meira á hverja ein- ingu en samkeppnisaðilamir,“ sagði Jón. Það væri sín skoðun að langur vinnutími leiddi til meiri vinnusvika og þar af leiðandi minni framleiðni, afköst og fram- leiðni væru meiri með stuttum vinnudegi. Eðlilegast væri að hvert fyrirtæki skipulegði þetta hjá sér. -hmp miðum sem menn hafa verið að síðustu 25 ár, eins og til dæmis framleiðni,“ sagði Stefán. reyna að ná algerlega án árangurs auknum launajöfnuði og aukinni -hmp Fólk hefur valið þann kost að vinna lengur til að bæta kjör og/eða til að fullnægja neysluþörf sinni. Þetta er óskynsamlegt. segir Stefán. Mynd: Ari Skipting vinnutíma meöal karla og kvenna (%) Virkir svarendur, april 1866 og 1987. Apríl 86 Apríl 87 Klst. á viku Karlar Konur Karlar Konur 1-10 0.6 2.9 1.3 4.4 11-20 1.7 19.0 3.8 21.3 21-30 2.1 19.0 1.8 11.9 31-40 17.4 31.8 10.4 33.7 41-50 29.1 16.0 30.6 17.4 51-60 23.8 6.1 24.4 5.8 61-80 17.8 3.2 20.8 4.1 80+ 7.5 2.0 6.9 1.4 AUs 100% 100% 100% 100% Fjöldi 478 343 451 362 Hlutastörf 81-30) 4.4 40.9 6.9 37.6 Fullvirkir (31+) 95.6 59.1 93.1 62.4 Meira en 40 klst. á viku 78.2 27.3 82.7 28.7 Meira en 50 klst. á viku 49.1 11.3 52.1 11.3 Meira en 60 klst. á viku 25.3 5.2 27.7 5.5 Heimildir: Þjóðmálakannanir Félagsvfsindastofnunar. Þessi tafla sýnir í prósentum hvað íslenskir karlar og íslenskar konur vinna margar klukkustundir á viku. I Föstudagur 22. júlí 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.