Þjóðviljinn - 22.07.1988, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 22.07.1988, Blaðsíða 12
Starf forstöðumanns og safnvarðar við Minjasafnið á Akureyri er laust. Háskólapróf í þjóðháttafræðum eða öðrum grein- um, sem tengjast minjavörslu og safnstörfum er áskilið. Umsóknir er greini aldur, menntun, fyrri störf og launakröfu, sendist stjórn Minjasafnsins, merkt: Minjasafnið á Akureyri, v/starfsumsókn, Aðalstræti 58, 600 Akureyri, fyrir 15. ágúst næstkomandi. Stjórn Minjasafnsins á Akureyri Söluskattur Viðurlög falla á söluskatt fyrir júní-mánuð 1988, hafi hann ekki verið greiddur í síðasta lagi 25. júlí þ.m. Viðurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti fyrir hvern byrjaðan virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin 20%, en síðan reiknast dráttarvextir til viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 16. ágúst. Fjármálaráðuneytið ALÞÝÐUBANDALAGIB Styrktarmannakerfi Alþýðubandalagsins Eyðublöö vegna styrktarmannakerfis Alþýðubandalagsins hafa verið send út til flokksmanna. Eru aliir hvattir til að taka þátt í styrktarmannakerfinu og koma útfylltum eyðublöðum til aðalskrifstofu. Góð þátttaka er grundvöllur öflugs starfs. Verum minnug hins fornkveðna að margt smátt gerir eitt stórt. Gjaldkeri Sumarferð ABR Ósóttir vinningar í happdrætti sumarferðar ABR 1988 1. Manuel Scoraza: Rancas þorp á heljarþröm, Ingibjörg Haraldsdóttir þýddi. Frá Iðunni. Miði nr. 262. 2. Dea Trier Mörch, Miðbærinn, skáldaga Iðunn. Miðar nr. 504, nr. 5. 3. Samferða um söguna, Bengt Áake Haeger MM. Miði nr. 83. 4. Faulkner, Griðastaður, Miði nr. 895. 5. Barsett, upp- takar, hnetubrjótur o.s.frv. Miðinr. 904.6. Grænmetiskvörn frá KRON. Miði nr. 295. 7. Hljómplata KRON. Miði nr. 18. 8. Hljómplata, Almannarómur MFA. Miðinr. 780.9. Nafnabókin eftir Hermann Pálsson MM. Miðinr. 850. 10. Útigrill frá Dröfn Hafnarfirði. Miðinr. 223.11. Hrakfallabálkurinn, viðtöl við Jakob Plum kaupmann í Ólafsvík. Einar Bragi skráði, Iðunn. Miði nr. 691. 12. Heimsmynd á hverfanda hveli 1. og 2. bindi eftir Þorstein Vil- hjálmsson MM. Miði nr. 554.13. Birgir Engilberts, Andvökuskýrslur Iðunn. Miði nr. 685.14. Maðurinn sem féll til jarðar eftir Walter Travis Iðunn. Miði nr. 684.15. Börn eru líka fólk eftir Valdísi Óskarsdóttur MM. Miði nr. 500.16. Sængurfatasett fyrir tvo frá KRON. Miðinr. 947.17. Hljómplata frá KRON. Miðinr. 117.18. Hljómplata frá MFA, Maíkórinn. Miðinr. 303.19. Leikvöll- urinn okkar, bók fyrir börn. Miði nr. 108.20. Tvær náttuglur eða öllu heldur þrjár, MM. Miði nr. 519. 21. Skáldið á Þröm, MM. Miði nr. 896. Vinninga er hægt að vitja á skrifstofu ABR til 1. ágúst 1988. Skrifstofan er opin daglega frá kl. 8.-12. Alþýðubandalagið Vesturlandi Sumarferð um A-Skaftafellssýslu Sumarferð Alþýðubandalagsins á Vesturlandi verður farin um verslunarm- annahelgina, 30. júlí-1. ágúst. Farið verður til Hornafjarðar á laugardaginn. Ferðast um nærsveitir á sunnudag. Gíst verður 2 nætur I Nesjaskóla og er val um svefnpokapláss eða 2ja manna herbergi. Frekari upplýsingar gefa: Dalir - Sigurjóna s: 41175. Stykkishólmur - Þórunn s: 81421 Grundarfjörður - Matthildur s: 86715 Ólafsvík - Herbert s: 61331 Hellissandur - Skúli s: 66619 Borgarnes - Sigurður s: 71122 Akranes - Guðbjörg s: 12251 Munið eftir sundfötum, klæðnaði fyrir smágöngur og að hafa með nesti. Þetta er fjölskylduferð eins og áður. Gerum hana fjölmenna. Kjördæmlsróð ÆSKULÝÐSFYLKINGIN Framkvæmdaráðsfundur Fundur í framkvæmdarári ÆFAB verður haldinn sunnudaginn 24. júlí|kl. 17.00 að Hverfisgötu 105, Reykjavík. Nauðsynlegt að allir mæti. Kaffi og kökur. Nefndin ERLENDAR FRÉTTIR Kinnock að kynnast kjósendum. Aukakosningarnar í Kensington glæða vonir hans um að ná sér næst niðrá íhaldinu með tilstyrk fyrri kjósenda miðjubandalagsins. v Bretland Sigur í ósigrinum Aukakosningarstyrkja Verkamannaflokkinn eftir daprarstundir. Forystumenn Verkamanna- flokksins breska hafa undanfarið mæðst í mörgu, en tóku hluta gleði sinnar á ný eftir aukakosn- ingar í síðustu viku í Kensington í vesturhluta London. Flokkurinn tapaði að vísu í aukakosningun- um, - hinum fyrstu á árinu-, en miklu naumar en þá. Það gleður einnig Verka- mannaflokksmenn að miðjuöfl- in, sem nú hafa klofnað, fengu hraklega útreið, og bendir margt til að Verkamannaflokkurinn geti átt þar talsvert í atkvæðaseli þegar næst þarf að taka á honum stóra sínum. Það væri þá eins gott fyrir flokkinn, sem nú býr við Thatcher-stjóm á tíunda árinu, og má varla við enn einum ósigr- inum. Raunar getur Margrét að ýmsu leyti þakkað gengi sitt fyrri styrk miðjubandalags SDP og frjálslyndra; vegna klofinnar andstöðu og einmenningskerfis- ins hefur hún náð góðum þing- meirihluta útá minnihluta at- kvæða. Kosið var í Kensington vegna andláts þingmanns úr íhalds- Miðöflin í rústum flokknum, sem í fyrrasumar hafði haft um 4500 atkvæði frammyfir Verkamannaflokksframbjóð- andann. Kjördæmið er á vissan hátt þverskurður af Bretlandi Thatchers, - stórhýsi ríkismanna í suðurhlutanum, verkamanna- hverfi í norðurhlutanum með háu hlutfalli innflytjenda. Nú fóru leikar þannig að íhaldsflokks- maðurinn Fishburn, fyrrverandi ritstjóri Economist, fékk um 9800 atkvæði, Ann Holmes frá Verkamannaflokknum um 9000, frambjóðandi hins nýja „samein- aða“ miðjuflokks SLD um 2500, og 1500 fóru á mann þeirra sem ekki vildu sameinast og urðu eftir í SPD. Þetta þykir sumsé mjög í hag Kinnock og félögum, en til þess er þó tekið að Anna þessi sé einkar vænn frambjóðandi, bros- mild og að alþýðu skapi. Síðustu mánuðir hafa verið Verkamannaflokknum erfiðir, að minnsta kosti í fjölmiðlum, sem gera sér mikinn mat úr sókn- artilraun Tonys Benns og hluta vinstriarmsins í flokknum gegn Kinnock í formannskjöri í haust, og ekki hefur umsnúningur og viðsnúningur Kinnocks í kjarn- orkuhermálum aukið traust á staðfestu flokksins. Kensington-kjörið er flokkn- um því kærkomið, og ekki þótti síðra, að um svipað leyti birti Gu- ardian skoðanakönnun þarsem forskot íhaldsflokksins á Verka- mannaflokkinn er komið niðrí tvö prósent. Reyndar settu illar tungur þennan árangur flokksins í beint orsakasamhengi við að Kinnock var þá víðs fjarri á ferð um Afríkulönd. Kreppa Verkamannaflokksins sést vel á því að tveimur prósent- um minna en íhaldið þyki þokka- legt, en teikn um batnandi stöðu flokksins eftir undanfarna erfið- leikatíma kunna að merkja að hann standi betur að vígi en hald- ið hefur verið við þann kappleik hrægammanna sem framundan er talinn í breskri pólitík, - bar- áttuna um miðjufylgið sem sýnist ætla að snúa endanlega baki við ótrúverðugum og þverklofnum foringjum SPD og frjálslyndra. - m/infó Bandaríkin Skrítnir samherjar Þeir Dukakis og Bentsen virðasteigafáttsameiginlegt, en kannski veit það á gott í bandarískum kosningum eir Michael Dukakis og Lloyd Bentsen virðast ekki eiga ýkja margt sameiginlegt ef marka má nýtt tölublað af tímaritinu Time, nema kannski það að vera báðir hvítir kariar í pólitík demókrata- megin. Á flokksþinginu í Atlanta er þó vonast tii að þessir skrítnu samherjar verði flokknum úti um langþráðan kosningasigur, - og spillir ekki fyrír að heimaríkin eru þau sömu, - Massachusetts og Texas - og þegar þeir Kennedy og Johnson unnu þáverandi varafor- seta fyrir 28 árum. Norðurríkjamaðurinn Dukakis er 1,73 sm á hæð, en Suðurríkja- búinn Bentsen 1,88 sm. Dukakis telst varla bónbjargamaður og er skrifaður fyrir hálfri milljón dala (um 23 milljónir fslenskar), en Bentsen er fjórum sinnum fjáðari (talinn eiga tvær milljónir dala - rúmlega 90 millur íslenskar). Dukakis býr í tiltölulega hófstilltu tvíbýlishúsi í Massachusetts, en Bentsen á heilan búgarð í Texas auk glæsilegrar blokkaríbúðar í Houston og sjö herbergja einbýl- ishúss í Washington. Dukakis keyrir um á Dodge Aries ‘83, Bentsen á Lincoln Continental ‘88. Dukakis segist slappa af við lestur og skokk, Bentsen leikur tennis, veiðir kornhænur og spil- ar rommí. Þetta þykir þónokkuð, en bilið virðist fyrst gleikka verulega milli þeirra félaga þegar kemur að málefnum. Dukakis er á móti að- stoð við kontraliða, Bentsen með. Dukakis var á móti skatta- stefnu Reagans ‘81, Bentsen með. Dukakis var á móti MX- flaugum og B-1 sprengiflugvél, Bentsen með. Dukakis er á móti dauðarefsingum, Bentsen með. Dukakis er með hertum byssur- eglum og frjálsum fóstureyðing- um, Bentsen á móti. Dukakis er á móti lögskipaðri bæn í skólum, skatti á innflutta olíu, stjórnust- ríðsáætlunum Reagans, Bentsen með. Þetta virðist þó ekki gera neitt til í augum demókrata, enda til þess tekið að áherslur eru enn síður lagðar á málefni en áður, og þeir Dukakis og Bentsen geta vissulega brosað hvor í sína átt- ina. 12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 22. júlí 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.