Þjóðviljinn - 22.07.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 22.07.1988, Blaðsíða 7
UM HELGINA MYNDLISTIN Ásgrimssafn, Bergstaðastræti 74, er lokað um óákveðinn tíma vegna viðgerða. ur fram í september, Nýhöfn er opin allavirkadagakl. 12:00-18:00, en lokuðum helgar. Nýlistasafnið v/ Vatnsstíg, sýning þýska myndhöggvarans Peter Mönning stendur til 31. júlí, og er opin virka daga kl. 16:00-20:00, og kl. 14:00-20:00 um helgar. T rygg vagata 18, T ryggvi Gunnar Hanssen er með málverka- og hug- myndasýningu að Tryggvagötu 18, Reykjavík. Á sýningunni er einnig hægt að fræðast um hugmyndir varðandi jarðarkaup undir Jökli. Sýningineropindaglegakl. 18:00- 22:00. Þjóðminjasafnið, Bogasalur, sýn- ing á verkum W.G. Collingwoods (1854-1932). Sýningin er opin alla daga nema mánudaga kl. 11:00- 16:00, og stendur til loka septemb- er. Þrastariundur, Stefnumótun, sýn- ing Þórhalls Filippussonará 15 olí- umálverkum, vatnslita- og pastel- myndum, stendur til 26. júlí. Veitingaskálinn er opinn til kl. 23:00 alla daga. Skálholtskirkja, sunnudaginn 24. júlí verður haldin Skálholtshátíð. Áætlunarferðir eru frá Umferðar- miðstöðinni í Reykjavík að Skál- holti. Brottför kl. 13.00 frá Reykjavík en til baka kl. 17.45. Kaffiveitingar eru í Lýðháskólanum í Skálholti. HITT OG ÞETTA Árbæjarsafn, ný sýning um Reykjavík og rafmagnið er í Miðhúsi (áður Lindargata 43a). Áuk þess er uppi sýning um fornleifauppgröftinn í Viðey sumarið 1987, og „gömlu“ sýningarnar eru að sjálfsögðu á sínum stað. Safnið er opið alla daga nema mánudaga kl. 10:00-18:00. Leiðsögn um safnið er kl. 15:00 á virkum dögum, og kl. 11:00 og 15:00 um helgar. Veitingar í Dill- onshúsi kl. 11:00-17:30, létturhá- degisverðurframreiddurkl. 12:00- 14:00. Kl. 15:00-17:00 á sunnudag- inn leikur Páll Eyjólfsson gítarleikari tónlistfráýmsum löndum.í Dillons- húsi. Lækjartungi, breski skemmtikrafturinn og dansarinn Sawas er kominn til landsins og heldur sýningar í Lækjartungli og Bíókjallaranum til 24. júlí. Auk sýn- ingar Sawas, Robotic Dance 007, býður Lækjartungl uppá sýninguna Drag Show, meðGuys ‘n Dollsfrá Svíþjóð. Ferðafélag ísiands, dagsferðir um helgina: Á morgun kl. 8:00, Þóris- dalur- Kaldidalur. Ekið um Kalda- dal og gengið þaðan. Verð 1.200 kr. Sunnudagurkl. 8:00. Markarfljótsg- Ijúfur-Hvannagil-Álftavatn. Ekið inn á Fjallabaksleið syðri og gengið meðfram Markarf Ijótsg Ijúf ri, til baka er ekið um Hvannagil að Álftavatni. Verð 1.200 kr. Kl. 13:00, Keilisnes-Staðarborg. Farið úr bílnum við Flekkuvík og gengið fyrir Keilisnes að Kálfatjörn. Frá Kálfatjörn er gengið um Strand- heiði að Staðarborg. Verð 800 kr. Helgarferðir 22. - 24. júlí: 1. Hvera- vellir-grasaferð. Iþessariferð verða tínd fjallagrös og einnig litast um á svæðinu eins og tíminn leyfir. Gist í sæluhúsi Ferðafélagsins á Hveravöllum. 2. Þórsmörk, gist í Skagfjörðsskála/ Langadal. Göng- uferðirviðallrahæfi. 3.Landmannalaugar-Eldgjá. Gistí sæluhúsi Ferðafélagsins í Laugum. Torfajökulssvæðið er rómað fyrir lit- adýrð og náttúrufegurð. Farmiðasala og upplýsingar á skrif- stofu Ferðafélagsins, Öldugötu 3. Hana nú, Kópavogi, lagt upp í laugardagsgönguna frá Digranes- vegi 12, kl. 10:00ífyrramálið. Verið með í bæjarröltinu í skemmtilegum félagsskap, samvera, súrefni, hreyfing og nýlagað molakaffi. Útlvlst, dagsferðir um helgina: Sunnudagurkl. 8:00, Þórsmörk- Goðaland, stansað 3-4 klst í Mörk- inni. Tilvalin ferð fyrir þá sem hafa ekkitímafyrirhelgarferð. Einnig ferð fyrir sumardvalargesti. Verð 1.200 kr. Kl. 13:00, Strandganga í landnámi Ingólfs 18. ferð. Festar- fjall—(sólfsskáli - Selatangar. Gengið um gamla götu að Sela- töngum. Margtaðsjá, m.a. verbúð- arústir, refagildrur, fiskabyrgi og hraun sem minnir á Dimmuborgir. Verð 800 kr., f rítt fyrir börn í fylgd með fullorðnum. Helgarferðir22.-24. júlí: 1. Þórs- mörk- Goðaland.Mjög góð gisti- aðstaða í skálum Útivistar í Básum. Gönguferðir við allra hæfi. 2. Land- mannalaugar- Eldgjá. Hringferð. Farið bæði um nyrðri og syðri Fjallabaksleið. Ein fjölbreyttasta helgarferð sem í boði er. Gist í húsi. Upplýsingar og farmiðasala á skrif- stofu Útivistar Grófinni 1, símar 14606 og 23732. LEIKLISTlN TÓNLIST Föstudagur 22. júlí 1988 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 7 Blindrabókasafn íslands, Hamra- hlíð 17, sýning á snertilist eftir Örn Þorsteinsson. Sýningin stendurtil 1. ágúst, bókasafnið er opið alla virkadagakl. 10:00-16:00. Bókasafn Kópavogs, Bjarni Sig- urbjörnsson sýnir tíu olíumálverk í listastofu safnsins. Sýningin stend- urtil 31. júlí. Listastofan eropin á samatímaog bókasafnið, kl. 9:00- 21:00, mánudagatil föstudaga. Eden, Hveragerði, Ríkey Ingim- undardóttir sýnir málverk og postu- lín. Gallerí Borg, Pósthússtræti 9, sýn- ing á verkum sem galleríið hefurtil sölu eftirgömlu íslensku meistar- ana. Skipt verður um verk reglulega á sýningunni sem standa mun í sumar. Gallerí Borg er opið virka dagakl. 10:00-18:00, ogkl. 14:00- 18:00umhelgar. Grafíkgalleríið, Austurstræti 10, kynning á grafíkmyndum Daða Guðjörnssonarog keramikverkum Borghildar Óskarsdóttur. Auk jpess er til sölu úrval grafíkmynda eftir fjölda listamanna. Galleríið er opið virkadagakl. 10:00-18:00. Gallerf Gangskör, verk Gangs- körunga eru til sýnis og sölu í galler- íinusem eropið kl. 12:00-18:00 þriðjudagatilföstudaga. Gallerí Svart á hvftu, Laufásvegi 17 (fyrirofan Listasafnið), sýning á verkum kóreska listamannsins Bong Kyu Im. Sýningin stendurtil 24. júlí, galleríið er opið alla daga nema mánudaga kl. 14:00-18:00. Kjarvalsstaðlr, austursalur: Sýn- ing á verkum Jóhannesar S. Kjar- vals, þar á meðal mörgum verkum sem ekki hafa komið fyrir almenn- ingssjónirfyrr. Sýningin stendurtil 21. ágúst. Vestursalur: Sýning sænska lista- mannsins Claes Hake á högg- myndum og veggmyndum unnum úr steini, gipsi og bronsi. Sýningin stendur til 31. júlí, Kjarvalsstaðir eru opnirdaglegakl. 14:00-22:00. Listasafn ASf, Grensásvegi 16. Fjórar kynslóðir, sjálf stætt f ramlag Listasafnsins til Listahátíðar 1988 og sumarsýning safnsins. Á sýn- ingunni eru um 60 málverk eftir á fjórðatug listamanna, og spanna þau tímabilið frá fyrsta áratug þess- arar aldar f ram á síðustu ár. Sýn- ingin stendur til 24. júlí, og er opin kl. 14:00-20:00. Listasafn Elnars Jónssonar, er opið alla daga nema mánudaga kl. 13:30-16:00. Höggmyndagarður- inn er opinn daglega kl. 11:00- 17:00. Llstasafn fslands, Sýning á verk- um Marc Chagalls og sýningin Nor- ræn konkretlist 1907-1960 eru opn- ar alla daga kl. 11:00-17:00. Sýn- ingin Norræn konkretlist stendurtil 31. júlí, og sýníngin á verkum Chag- alls til 14. ágúst. Leiðsögn um Chagall-sýninguna fer fram á sunnudögum kl. 13.30. Kaffistofa Listasafnsins er opin á sama tíma og sýningarsalirnir. Mokka, Davíð Þorsteinsson sýnir Ijósmyndir teknar af gestum og starfsfólki Mokka á undanförnum árum. Norræna húsið, sumarsýning á verkum Jóns Stefánssonar „Landslag" verður opnuð í Nor- ræna húsinu laugardaginn 23. júlí kl. 15.00. Sýningin verðuropindag- lega kl. 14.00-19.00 til 21. ágúst. Nýhöfn, Hafnarstræti 18, sumar- sýning á verkum ýmissa lista- manna. Verkin eru öll til sölu og afhendingar strax. Sýningin stend- Ferðaleikhúsið, Tjarnarbíói, sýn- ingar á Light Nights eru fjögur kvöld í viku, kl. 21:00, fimmtudaga til sunnudaga. Kristskirkja, hljómsveitin Camer- ata Nova heldur sína fyrstu tónleika í Kristskirkju laugardaginn 23. júlí kl. 16.00. Einsöngvari með hljóm- sveitinni er Signý Sæmundsdóttir sópran, einleikari á kontrabassa er Hávarður T ryggvason og er stjórn- andi Gunnsteinn Ólafsson. Á efn- isskránni eru „Consertino" fyrir kontrabassa og strengjasveit eftir Lars Eric Larsson, „Konsert í D“ fyrir strengjasveit eftir Igor Stravin- skí, konsert-arían „Ah, perfido, sperguiro" eftir Ludwig van Beetho- ven og loks Sinfónía í D-dúr nr. 38 eða „Prag-sinfónían“ eftir Wolf- gang Amadeus Mozart. Miðhús, áður Lindargata 43a. „Hraunteigurvið Heklu“ eftir Jón Stefánsson. Sýningin „Landslag" verðuropnuðámorgun ÍNorræna húsinu en þar er einvörðungu að finna landslagsmyndir meistarans.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.