Þjóðviljinn - 22.07.1988, Blaðsíða 1
Föstudagur 22. júlí 1988 165. tölublað 53. örgangur
Nesco
Við töpum
50 millum
Útvegsbankanum nýja
skítsama um Útvegs-
bankann gamla. Ríkið
tapar 50 milljónum
í gær var hlutur Nesco-
eigandans Óla Bildtved í jörðinni
Óttarsstöðum I sleginn Lands-
bankanum fyrir 8 milljónir. Við
það hamarshögg tapaði Útvegs-
bankinn gamli - það er að segja
ríkissjóður - litlum 50 milljónum.
Forystumenn Útvegsbankans
sátu hjá með hendur í vösum.
Sjá síðu 3
Bolvíkingar
Hóta að stöðva
herframkvæmdir
VatnsbóliÖ illa fariÖ vegna vegaframkvœmda hersins.
Bolvíkingar hafa hótað utan-
ríkisráðuneytinu að stöðva tíma-
bundið framkvæmdir við vegal-
agningu á vegum hersins, inn í
Hlíðardal, ef ráðuneytið kemur
ekki með tillögur um til hvaða
úrræða það ætlar að grípa vegna
mengunar og vatnsskorts í vatns-
bólum bæjarbúa, sem vegalagn-
ingin hefur orsakað.
Vatnsskortsins varð fyrst vart
sl. haust og óttast Bolvíkingar að
sagan muni endurtaka sig næsta
vetur og vilja því úrlausn strax.
Vegurinn liggur beint yfir
vatnsöflunarsvæði vatnsveitunn-
ar, en hún safnar saman yfir-
borðsvatni í dalnum. Hjá Varn-
armálaskrifstofunni fengust þær
upplýsingar að málið væri í at-
hugun en þeirri spurningu væri
ósvarað hvort framkvæmdirnar
ættu hlut í máli eða hvort ástæð-
urnar fyrir vatnsskortinum væru
aðrar.
Ólafur Kristjánsson, bæjar-
stjóri, sagði að heimamenn væru
mjög óhressir með seinaganginn í
ráðuneytinu.
Sjá síðu 3
Eru íslendingar neysluóðir eða þurfa þeir að vinna langan vinnudag fyrir fæði og húsnæði? Stefán Ólafsson segir styttingu vinnutímans
geta orðið grundvöll nýrrar kjarastefnu.
Löng vinnuvika
íslendingar
vinnuóöir
Hœgtað
breyta þessu
fslendingar eiga að jafnaði
mun lengri vinnudag en gengur
og gerist í vestrænum ríkjum.
Stefán Ólafsson félagsfræðingur
segir í nýrri bók að í OECD-
löndunum öllum hafi vinnuvika
styst jafnt og þétt frá stríðslokum
og framleiðni aukist. Engin teikn
séu í þessa átt á íslandi. f rann-
sókn Stefáns, sem sagt er frá í
nýju „Þjóðlífi“ kemur fram að
71% íslenskra verkamanna eiga
lengri vinnuviku en 40 stundir, og
meðalvika þeirra sem vinna fulla
vinnu er um 54 tímar.
Ari Skúlason segir þá umgjörð
sem þjóðfélagið setur fólki vera
því fjandsamleg. Fólk sé neytt til
að fara út í íbúðarkaup og þurfi
að greiða þau upp á skemmri
tíma og greiða hærri útborgun en
hægt sé að standa undir án mikill-
ar vinnu. Kjartan Jóhannson al-
þingismaður segir langan vinnu-
dag vera ávana hjá íslendingum
og merki um arf gamals þjóð-
skipulags. Forsendur séu til að
breyta þessu.
Sjá síðu 5
Bandaríkin
„Duke, Duke, Duke...!!!“
Fulltrúar á flokksþingi Demókrata sigurreifir
Það var glatt á hjalla á flokks-
þingi Demókrataflokksins í
fyrradag þegar Michael Dukakis,
fylkisstjóri í Massachussetts, var
lýstur réttkjörinn forsetafram-
bjóðandi flokksins. Fulltrúar
tóku létta sveiflu í ráðstefnusaln-
um, klöppuðu, stöppuðu, grétu
og veinuðu af kæti.
„Duke, Duke, Duke;“ virðist
hafa fylkt flokksfélögum að baki
sér og segja fróðir menn og minn-
ugar konur að ár og dagur séu
síðan bandarískir demókratar
hafi verið jafn samstíga og nú.
Spá þeir „hertoganum“ sigri úr
glímunni við varaforsetann en
þeir taka fang saman þann
8.nóvember í haust.
Sjá bls.12 og 13
Lánskjaravísitalan
Misgengið iimbyggt
Sturla Þengilsson: Stjórnvöld nauðbeygð til að
taka á greiðsluvanda húsnœðiskaupenda.
- Stjórnvöld geta ekki látið
sem þau taki ekki eftir þeim
greiðsluvanda sem blasir við
þeim sem standa í húsnæðis-
kaupum sökum misgengis lánsk-
jaravístölu og launa. Misgengi
kemur sér alltaf jafn bagalega, og
skiptir þá litlu hvort það mælist í
10 eða 20%, segir Sturla Þengils-
son, talsmaður Sigtúnshópsins.
- Það kemur mér ekki á óvart
að verðtryggingarnefnd skuli
komast að þeirri niðurstöðu að
misgengi lánskjaravístölu og
launa verði 10% á gildistíma
bráðabirgðalaganna, segir Stefán
Ingólfsson, verkfræðingur og
fyrrverandi forstjóri Fasteigna-
mats ríkisins.
Stefán segir þó slíkt misgengi
ekki á neinn hátt sambærilegt við
misgengi áranna 1983-1984 í
stjórnartíð ríkisstjórnar Stein-
gríms Hermannssonar.
Hann segir að hættan sem vofi
yfir núna sé að vextir af útlánum
húsnæðislánakerfisins verði
hækkaðir, sem gæti haft miklu al-
varlegri afleiðingar í för með sér
fari vaxtahækkun saman við mis-
gengið.
Sjá síðu 3