Þjóðviljinn - 22.07.1988, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 22.07.1988, Blaðsíða 9
■ Nýi vegurinn í Suöurgil og hluti nýju bílastæðanna, sýnt með bláu. Kofinn á myndinni er kofi Ármenninga þar sem topplyfta þeirra byrjar. Hörður Guðmundsson, Hjördís Johnson og Eiríkur Haraldsson kampakát með vinnuna í Bláfjöllunum. Myndir Sig. Grunnur nýja Ármannsskálans við Sólskinsbrekku. En skálinn sjálfur er í smíðum á Selfossi. Framkvæmdagleði í Bláfjöllunum Miklar framkvœmdir eiga sér nú stað í Bláfjöllunum. Tveir skálar verða reistir þar ísumar. Pegar hefur verið lagður vegur út íSuðurgil. Ný barnalyfta væntanleg. Bílastœðum fjölgar verulega Það ríkir mikil framkvæmda- gleði hér hjá okkur í Bláfjöllu- num. Við höfum þegar lokið við að leggja veg úti í Suðurgil. Þetta er um 600 metra langur vegar- spotti sem á væntanlega eftir að gerbreyta nýtingu á stólalyftunni í Suðurgili, sagði Þorsteinn Hjaltason fólksvangsvörður en hann hefur nóg að gera í Bláfjöll- unum þó ekki sé nokkurn snjó að sjá. Þrátt fyrir annríkið gaf hann sér tíma til að ráfa um svæðið og fræða okkur um það helsta sem verið væri að gera í Bláfjöllunum til að bæta aðstöðuna fyrir þá fjölmörgu sem stunda skíði á vet- urna. Hann sagði að samfara veg- agerðinni hefðu verið búin til ný bflastæði. í allt gerði Þorsteinn ráð fyrir að þeim fjölgaði um 75% frá því sem áður var. Ármannsskálinn - Ármenningar ætla að reisa nýjan skála við Sólskinsbrekku, hann verður væntanlega kominn í gagnið fyrir næstu skíðavertíð. Þar verður aðstaða fyrir almenn- ing til að borða nestið sitt og þar verður einnig salernisaðstaða en hana vantaði á þessum slóðum. Þessar framkvæmdir, vegurinn og skálinn eiga eftir að gerbreyta öllu hér. Nýtingin á þeim tveim lyftum sem eru á þessum slóðum hefur verið heldur slök á meðan langar biðraðir hafa verið í lyft- urnar við Bláfjallaskálann, sagði Þorsteinn. Mikil aðsókn var í Bláfjöll á sl. vetri og hefur rekstur skíðasvæð- isins aldrei gengið eins vel. „Við gerum ráð fyrir að hingað hafi komið um eitt hundrað þúsund manns, ýmist til að renna sér í brekkunum eða til að stunda skíðagöngu, þannig að við erum rojög ánægð,“ sagði Kolbeinn Pálsson formaður Bláfjalla- nefndar, þegar hann var spurður um hvernig reksturinn hafi gengið sl. vetur. Hann bætti við að hann geri ráð fyrir að um 10% fólksfjölda á þessu svæði stund- aði skíði yfir vetrartímann, tak- markið væri að koma þvf hlutfalli í 20% eins og það væri víða, td. í Kananda; en til þess þarf að bæta aðstöðuna, sagði hann. - Við höfum óskað eftir því við sveitarfélögin 13 sem eiga aðild að Bláfjallanefnd að við fáum að halda í þann styrk sem var ætlað- ur til að greiða með starfseminni á sl. vetri. Að viðbættum rekstr- arafgangi síðasta vetrar, gerum við okkur vonir um að hafa til ráðstöfunar um fimmtán og hálfa miljón króna til að framkvæma hér að þessu sinni, sagði Kol- beinn og bætti við að Bláfjalla- nefnd ætlaði sér að styðja við bakið á þeim tveim félögum sem nú standa í skálabyggingum á svæðinu. Mælt hefur verið fyrir nýrri stólalyftu ( Kóngsgili þó ekki hafi verið ákveðið hvenær hún verður sett upp. Hugmyndin er að hún liggi frá þessum hæl er blaðamaður tyllir fæti sínum á, og nái upp þar sem topplyfta Ármenninga endar. Talið er að ný stólalyfta á þessum stað kosti ekki undir 150 miljónum kr. - Við eigum í viðræðum við Kópavogskaupstað og Breiða- blik um kaup á þeirra lyftu. Hug- myndin er að færa hana yfir í Eld- borgargil þar sem skíðadeild Fram hefur sína aðstöðu. Ef af þessu verður tengist Framsvæðið mun betur öðrum skíðasvæðum í Bláfjöllum. Framskálinn - Við ætlum að gera þennan skála fokheldan í þessum mán- uði. Hann á að verða tilbúinn þegar skíðatímabilið hefst, sagði Haraldur Eiríksson húsasmiður og Framari af líf og sál. En hann vinnur nú við þriðja mann að því að reisa nýjan skála Framara í Eldborgargili. Skáli þessi verður um 150 fermetra að stærð á tveimur hæðum. Að auki verður svefnloft í skálanum. Haraldur sagði að skálinn myndi breyta miklu fyrir allt félagsstarf Fram- ara en hjá þeim er að hans sögn eitt öflugasta unglingastarf í Bláfjöllunum. Haraldur sagði að ekki væru nein áform hjá þeim í Fram að auka við lyftukostinn að sinni. Haraldur fagnaði þeim hugmyndum að færa Breiðabliks- lyftuna yfir í Eldborgargilið. Við það myndu öllu þrjú skíðasvæðin í Bláfjöllunum verða að einu svæði, sagði hann. -*g Nýi Framskálinn verður reisulegt hús. Við tókum efni í nýja veginn út í Suðurgil hér úr brekkunni fyrir aftan en okkur hefur fundist hún vera of brött, sagði Þorsteinn Hjaltason fólkvangsvörður í Bláfjöllum. En hér stendur hann fyrir framan brekkuna sem er norðan megin við stólalyftuna í Kóngsgili. 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 22. júlí 1988 Föstudagur 22. júlf 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.