Þjóðviljinn - 26.07.1988, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 26.07.1988, Blaðsíða 6
þJÓÐVILIINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Mísgengi launa og lána Um langa hríð hefur íbúðarhúsnæði gegnt tvenns konar hlutverki hér á landi. Annars vegar hefur það skýlt fólki gegn veðri og vindum og haldið á því hita. Hins vegar hefur það gegnt hlutverki fasteignarinnar, eignar sem unnt er að grípa til á neyðarstundu og breyta í peninga. Menn hugsa margir sem svo að þeir geti selt húsið sitt eða íbúðina, keypt sér ódýrara hús- næði til að búa í og haft nokkurt fé til ráðstöfunar. Hafi menn á annað borð efni á að safna í varasjóð þá er ekki sjálfgefið að best sé að geyma hann í steinsteypu. Ymsar aðrar eignir eru miklu meðfærilegri og verðmæti þeirra er ekki jafn háð markaðssveiflum. En vegna þess að ráðandi pólitísk stefna hefur við það miðast að sem mest af íbúðarhúsnæði skuli vera í einkaeign og reiknað er með að það skuli greitt upp á nokkrum áratugum hefur tvinnast saman í huga lands- manna þörf fyrir að hafa þak yfjr höf uðið og löngun til að eiga varasjóði sem grípa má til í mögrum árum. En því miður eru launakjör stórs hluta landsmanna ekki betri en svo að hjá þeim verður lítið sem ekkert eftir þegar búið er að greiða hið daglega brauð. Við slíkar aðstæður eru möguleikarnir til að safna í varasjóð ákaf- lega litlir. Engu að síður þarf þetta fólk þak yfir höfuðið. Hinn staðlaði draumur um eigið einbýlishús er jafn- fjarlægur láglaunamanninum og aðalvinningur í happ- drætti. Ef maður með 40 þúsund króna mánaðarlaun gæti lagt fyrir fimmtung af launum sínum til að kaupa sér hús, ætti hann ekki nema 96 þúsund krónur eftir árið. Honum entist ekki ævin til að safna fyrir eigin húsnæði. Leiguhúsnæði er af skornum skammti og oft þurfa leigjendur að búa við mikla óvissu um það hvenær þeim er sagt upp leigu. Tíðir flutningar með tilheyrandi umskiptum og nýjum skóla fyrir yngstu fjölskyldumeð- limi hafa þrýst mörgum út í kaup eða byggingu á eigin húsnæði. Þær eru býsna margar íslensku fjölskyldurnar sem hafa ekki talið sig hafa bolmagn til að spara og leggja í sjóð til mögru áranna en hafa engu að síður staðið í fjárfestingum á fasteignamarkaðinum sem hafa í reynd verið þeim fjárhagslega ofviða. Við slíkar aðstæður hefur löngum verið brugðið á það ráð að reyna að auka tekjurnar með því að lengja vinnutímann. En blessun aukavinnunnar er tvíeggjuð og oftar en ekki er niður- staðan sú að það hús, sem átti að gera fjölskyldunni kleift að búa saman, verður til þess að fjölskyldumeð- limir sjást ekki dögum saman. En mikil aukavinna dugar ekki til og því verða flestir fasteignakaupendur að taka lán. Nú eru vextir af al- mennum bankalánum um eða yfir 10% á ári ofan á verðbætur. Ef laun manna breytast í takt við lánin og launahækkanir eru eins og vísitöluhækkanir, þá munu þetta háir vextir leiða til þess að skuld, sem ekkert er greitt af, hefur tvöfaldast að verðgildi á tveimur árum. Haldi laun ekki í við hækkun á vísitölu verður hlutur skuldara enn verri. Þá kemur upp misgengi launa og lána og skuldabyrðin eykst enn hraðar en ella. Á næstunni mun slík misgengisalda ríða yfir launa- menn. Næsta vor verður misgengið orðið 10%. íbúð- arkaupendur þurfa þá að vinna í 11 daga fyrir afborgun sem áður kostaði 10 daga vinnu. Þótt ráðherrar telji þetta ekki merkilegra en hverjar aðrar fréttir af fjármagnsmarkaðinum, má ekki gleyma því að hjá mörgum launamanninum snýst málið um það hvort hann getur hangið á blábrúninni eða steyþist fram af hengifluginu. ÓP ivi^irri uvj ^ivuivin Vaxtasjálf- heldan mikla Reykjavíkurbréf Morgun- blaðsins nú um helgina er allt saman helgað vaxtamálum. Blað- ið dæsir í fyrstu með ábyrgðar- þunga og segir að síðan vextir voru gefnir frjálsir árið 1984 hafi raunvextir verið „tiltölulega háir“ á íslandi og nú sé svo komið fyrir þessari „byltingu á pening- amarkaði“ að hún sé farin að éta börnin sín. (Afsakið, þetta var ekki orðalag Morgunblaðsins, en hefði vel átt við.) Svo segir höf- undur Reykjavíkurbréfs: „Nú standa menn frammi fyrir sjálfheldu: það er ákaflega var- hugavert að afnema verðtrygg- ingu við núverandi aðstæður og það væri spor aftur á bak ef vextir væru lækkaðir með einhliða ákvörðunum stjórnvalda. Hins vegar er það áreiðanlega rétt að hvorki fyrirtæki né einstaklingar þola þessa háu vexti.“ Svosannarlegasjálfhelda: eng- in þolir vextina, en samt má ekk- ert gera þeim til lífs sem undan þeim eru að kvikna. Maður gæti snúið frægri setningu úr fornöld upp á þessar aðstæður með þess- um hætti hér: Þótt fsland farist mun peningamarkaðurinn blífa. Ljós í myrkrinu Að vísu reynir Morgunblaðs- maður að opna smá vonarglufu á sjálfheldunni sinni. Hann sér bjargráð í því að sem flestir séu sem duglegastir við að kaupa og selja hlutabréf. Þetta er orðað svo: „Við þessar aðstæður hljóta menn að snúa sér alvarlega að því að byggja upp og efla hlutabréfa- markað, sem gerir fyrirtækjum kleift að afla fjár til nýrrar fjár- festingar með sölu hlutabréfa í stað þess að taka of dýr lán í því skyni.“ Nú er það ekki nema rétt, að aðstreymi hlutafjár kæmi fyrir- tækjum vel og betur en dýr lán. Vandinn er hinsvegar sá að, eins og fram kemur í Reykjavíkur- bréfi, þá er hér um tiltölulega ó- ljósan framtíðarsöng að ræða. Blaðið vitnar í skýrslu sem fjár- málafyrirtæki í London hefur gert um hlutabréfamarkað á ís- landi. Þar eru raktar ítarlega ástæður fyrir því að hlutabréf- kaup hafa ekki orðið vinsæll kost- ur á íslandi - koma þar saman ýmsir þættir: ódýrt lánsfé til skamms tíma, skattaákvæði, ótti fjölskyldna eða klíkna sem ráða fyrirtækjum við að hleypa fleiri að og ýmislegt fleira. Altént er það ljóst, að ef menn ætla að breyta þeirri blöndu allri, og venja þá sem nú græða á hávöx- tum á að kaupa hlutabréf, þá tekur það Iangan tíma - svo langan að eins víst er að „þol“ fyrirtækjanna sé þá löngu hrunið. Að maður nú ekki tali um ein- staklingana, sem Morgunblaðið sagði ekki þola hávextina heldur: ekki geta þeir bjargað sér á að selja hlutabréf í húsum sínum og íbúðum. Sjálfheldan blómstrar því sem aldrei fyrr og skýtur allskonar kynlegum kvistum í stjórnarsam- starfinu sem vonlegt er. Og loks er eins og ekkert hafi gerst. Tíminn og útvarpið Tímabréfíð um helgina fjallar um Ríkisútvarpið og erfiða stöðu þess í samkeppni við einkastöðv- ar. Tímamaður fer af stað með þungum skriði eins og hver annar Stenka Rasín og segir: „Hitt mun sönnu nær að stjóm- un ríkisútvarpsins virðist ómeð- vitað stefna að því að efla veg samkeppnisstöðvanna, og virðist sá mikli mannafli sem daglega starfar við ríkisútvarp ekki hafa neina tilfínningu fyrir því hvers ríkisútvarpið þarf við í sam- keppni árið 1988“. Maður skyldi ætla að Tíma- maður vildi nú taka að sér að benda á það „hvers ríkisútvarpið þarf við“, ekki mun nú af veita. Og ekki vantar það að hann tí- undar það sem hann telur óþarfa í dagskrá hljóðvarpsins (ræðan er mest um það). Hann er, eins og margir góðir menn, hundleiður á poppflóðinu: ei má það til bjarg- ar verða. Gott og vel: en hvað þá? Timamaður fer um víða og finnur að illt er flest í útvarpi og bölvað, skítt veri með það og svei því. Hann er á móti „kjaftaþátt- um meira eða minna pólitísks eðlis“. Hann er á móti „þjónustu- starfsemi“ - og spyrðir þar saman morgunleikfimi, barnatíma og útvarp frá sinfóníutónleikum. Yfirleitt er honum mjög í nöp við tónlistarviðleitni ríkisútvarpsins fyrr og síðar, hafi það verið „harmkvælasaga“ sem einkennd- ist af „stríðlyndi og nokkurri þvermóðsku“ - stendur þar einn upp úr þjóðkór Páls ísólfssonar. Hann er líka á móti framhalds- sögum og leikritum, sem „geta vel verið fyrir gamalt fólk“ sem vill hafa útvarpið „eins og það var“. Er nú fátt eftir um fína drætti. Tímamaður minnist fomra dýrð- ardaga þegar Helgi Hjörvar las Bör Börsson og Jón Éyþórsson talaði Um daginn og veginn - en segir um leið að ekki dugi að leita aftur í þá veröld sem var. Hann er stundarkom skotinn í sparnaðar- rekstri einkastöðva, þar sem einn maður spinnur dagskrá af fíng- mm fram - en kemst í næstu and- rá að því að þessar „katta- og páf- agaukastöðvar“ séu reyndar enn leiðinlegri en ríkisútvarpið. Undir lokin nálgast hann tillögur um einhverja nýskipan á starfs- mannahaldi, þám. afnám ævi- ráðninga hjá ríkisútvarpi, svo hægt sé að „blása inn fersku lofti“. Allt sé það í lagi: hitt held- ur svo áfram að vera rammlæstur leyndardómur HVAÐ það gæti verið sem innblásarar loftsins ferska ættu að blása út yfir lands- lýðinn. Og að lokum þetta: Tímamað- ur hefur hom í síðu flestra greina tónlistar og lætur vel yfír því að einu sinni hafí verið dregið held- ur niður í Bach. Óþarft af bænda- blaðinu að láta svona við þann góða átján barna föður í mann- heimum: þeir ættu að muna það á Tímanum, að ef Bach er spilaður í fjósum þá hækkar nytin í kúnum að miklum mun. Það er fleira nyt- samlegt í útvarpi en veðurfréttir. ÁB Þjóðviljinn Síðumúla 6-108 Reykjavík Sími 681333 Kvöldsími 681348 Utgefandl: Útgáfufólag Þjóöviljans. RiUtjórar: Árni Bergmann, MörðurÁmason, Óttar Proppó. Fróttastjórl: Lúðvfk Geirsson. Blaóamenn: Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hjörleifur Sveinbjömsson, Kristófer Svavarsson, Magnfríður Júlíusdóttir, Magnús H. Gíslason, Lilja Gunnarsdóttir, ólafur Gíslason, Ragnar Karlsson, Sigurður Á. Friðþjófsson, Stefán Stefánsson (íþr.), Sævar Guðbjörnsson, Tómas Tómasson, Þorfmnur Ómarsson (íþr.). Handrfta- og prófarkaleatur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Utlltatelknarar: Kristján Kristjánsson, Kristbergur ó. Pótursson Framkvæmdast jór I: Hallur Páll Jónsson. Skrifatofuatjóri: Jóhanna Leópoldsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pótursdóttir. Auglýslngaatjórl: Olga Clausen. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur Ágústsdóttir, Sigurrós Kristinsdóttir. Sfmavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Þorgerður Siguröardóttir. Bíistjórl: Jóna Sigurdórsdóttir. Utbreiðslu- og afgreiðslustjóri: Bjöm Ingi Rafnsson. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Ipnheimtumenn: Katrin Bárðardóttir, Ólafur Bjömsson. Utkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, símar: 681333 & 681663. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausaaolu: 70 kr. Helgarblöð:80kr. Áskrlftarverö á mónuði: 800 kr. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þrlðjudagur 26. Júlí 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.