Þjóðviljinn - 26.07.1988, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 26.07.1988, Blaðsíða 10
ÖKUM EINS OG MENN! Aktu eins og þú viit að aðrir aki! ú UMFERÐAR RÁÐ IÞROTTIR ÍMÓOyiLIINN Tímiiin r 68 13 33 r 68 18 66 C 68 63 00 Blaðburður er <Éá BESTA TRIMMIÐ og borgar sigL £\\ BLAÐBERAR ÓSKAST Vantar blaðbera þlÓOVIUINN víðs vegar um bæinn Hafðu samband við okkur þfÓÐVILJINN Siðumúla 6 0 68 13 33 ALÞYÐUBANDALAGIÐ '' ' ■■■'■' :■:■> ■:•:■■■:■' ■■ ■: ■■.■: :■ •■ ■ •■: •■■:.......................................................................................................................................... ■■ ■ -■■■■■■ ■ ■ :•■: ■'■ ■ : ■ Alþýðubandalagið Vesturlandi Sumarferð um A-Skaftafellssýslu Sumarferð Alþýðubandalagsins á Vesturlandi verður farin um verslunarm- annahelgina, 30. júlí—1. ágúst. Farið verður til Hornafjarðar á laugardaginn. Ferðast um nærsveitir á sunnudag. Gist verður 2 nætur í Nesjaskóla og er val um svefnpokapláss eða 2ja manna herbergi. Frekari upplýsingar gefa: Olafsvík — Herbert s: 61331 Dalir - Sigurjóna s: 41175. Hellissandur - Skúli s: 66619 Stykkishólmur - Pórunn s: 81421 Borgarnes - Sigurður s: 71122 Grundarfjörður - Matthildur s: 86715 Akranes - Ásdís - s: 12258 Munið eftir sundfötum, klæðnaði fyrir smágöngur og að hafa með nesti. Þetta er fjölskylduferð eins og áður. Gerum hana fjölmenna. Kjördæmisráð Styrktarmannakerfi Alþýðubandalagsins Eyðublöð vegna styrktarmannakerfis Alþýðubandalagsins hafa verið send út til flokksmanna. Eru aliir hvattir til að taka þátt í styrktarmannakerfinu og koma útfylltum eyðublöðum til aðalskrifstofu. Góð þátttaka er grundvöllur öflugs starfs. Verum minnug hins fornkveðna að margt smátt gerir eitt stórt. Gjaldkeri „Bronsmaður" Völsunga, Jónas Hallgrímsson, fagnar hér marki sínu gegn Akranesi. 1. deild Ólánið eltir Völsunga Völsungar færast nær 2. deild með hverjum leik og máttu bíða ósigur gegn Skagamönnum í til- þrifalitlum leik á sunnudag. Skagamenn riðu ekki feitum hesti I leiknum og hefði sigurinn allt eins getað lent hinum megin. Reyndar voru Völsungar mjög óheppnir að ná ekki a.m.k. stigi úr leiknum því þeir fengu færin til þess. Snemma í leiknum átti Guð- mundur Guðmundsson skot í stöng en Skagamönnum tókst að bjarga. Heimamenn náðu hins vega forystu í leiknum með marki Karls Þórðarsonar á 23. mínútu. Þorfinnur var mjög nálægt því að verja en boltinn skrúfaðist undir hann. Aðeins fimm mínútum síð- ar átti Alexander Högnason hörkuskot í stöng en Völsungar áttu einnig sín færi sem öll fóru forgörðum. Völsungar sóttu talsvert í síðari hálfleik en tókst ekki að jafna fyrr en á 65. mínútu þegar Jónas Hallgrímsson skoraði af stuttu færi. Helgi Helgason lék þá skemmtilega inn f teig og lagði Handbolti Slakar lokamínútur gerðu útslagið Islendingar töpuðufyrri leiknum við V-Þjóðverja með þriggja marka mun, 21-24 boltann vel fyrir Jónas sem átti ekki í vandræðum með að skora. Skömmu síðar varði Ólafur Gott- skálksson vel skot Stefáns Við- arssonar. Akurnesingar skoruðu síðan sigurmarkið á síðustu mín- útu leiksins, en Sigurður B. Jóns- son lék þá laglega inn í vítateig Völsunga og skoraði. Skagamenn eru enn í öðru sæti deildarinnar eftir þennan sigur en virðast engu að síður vera í nokk- urri lægð um þessar mundir. Völsungar sitja hins vegar á botn- inum en þrátt fyrir ágætan leik á Skipaskaga eru þeir illa úr garði gerðir að skora mörk til og því gengur illa að hljóta stig. -rh/þóm Það stefndi allt í íslenskan sigur á V-Þjóðverjum í fyrri vináttu- landslcik þjóðanna á sunnudag þegar íslenska liðið sprakk á limminu og glataði þriggja marka forskoti sínu. V-Þjóðverjar skoruðu sjö mörk í röð og breyttu stöðunni úr 19-16 I 19-23 þannig að leikurinn var tapaður. Islend- ingar náðu aðeins að klóra í bakkann en lokatölur urðu 21-24. Fyrri hálfleikur var jafn mest allan tímann og voru íslendingar þó ávallt á undan að skora. V- Þjóðverjar komust síðan yfir í lok hálfleiksins og leiddu í leikhléi, 13-12. Stefan Hecker var landan- um mjög erfiður í markinu og náði að halda aftur af þeim. í síðari hálfleik var jafnt á öllum tölum upp í 15-15 þegar íslendingar tóku kipp og komust í þriggja marka forskot, 18-15 og síðan 19-16. Þá kom, einsogáður sagði mjög slakur kafli hjá ís- lendingum, vörnin opnaðist mikið og ekkert gekk upp í sókn- inni. Fyrr en varði höfðu Þjóð- verjarnir gert úti um leikinn og lokatölurnar urðu 21-24. í íslenska liðinu átti Atli Hilm- arsson ágætan leik og skoraði 4 mörk. Þá var Bjarki góður með 3 mörk og Sigurður Sveinsson skoraði 3 úr vítum. Markverðirn- ir hafa oft leikið betur, Einar varði aðeins 3 skot en Brynjar Kvaran varði 9. í v-þýska liðinu voru þeir Jock- en Fraatz og Stefan Hecker sem fyrr bestu menn en aðrir áttu einnig góðan leik. Fraatz skoraði 9 mörk og Hecker varði 15 skot. -þóm Akranesvöllur 24. júlí 1988 fA-Völsungur.....................2-1 1 -0 Karl Þóröarson..........23. mín. 1 -1 Jónas Hallgrímsson......65. mín. 2-1 Sigurður B. Jónsson......90. min. ÍA:ÓlafurG., Örn(Mark82.), Heimir, Alex- ander, Guöbjörn, Siguröur B.J., Haraldur (Aðalsteinn 82.), Ólafur Þ., Bjarki, Sigur- steinn, Karl. Völsungur: Þorfinnur, Björn, Unnar, Sveinn (Skarphéðinn 46.), Theodór, Grét- ar, Guömundur, Helgi, Jónas, Eiríkur, Aö- alsteinn (Stefán 64.). Gult spjald: Björn Ólgeirsson. Dómari: Eysteinn Guðmundsson. Maöur leiksins: Karl Þórðarson. 1. deild Þorvaldur skoraði á síðustu sekúndunum Víkingar töpuðu eftir að hafa náðfor- ystu í leiknum KA tryggði sér sigurinn á Vík- sendingu inn í vörn Víkinga, lék á ingum á Akureyri aðeins nokkr- um sekúndum fyrir leikslok. At- hony Karl Gregory fékk þá send- ingu inn í vítateig Víkinga, tók boltann niður með brjóstkassan- um og sendi á Þorvald Örlygsson sem skoraði með góðu skoti. Vík- ingar sem höfðu forystu fyrr í leiknum, 1-0, náðu varla að byrja leikinn að nýju og töpuðu því 2-1. Leikurinn var frekar slakur en sigur KA-manna þó sanngjarn. Fyrri hálfleikur var nokkuð jafn og fengu bæði lið sín marktæki- færi. Ekki náðu liðin þó að skora en í síðari hálfleik var KA betri aðilinn. Það var ekki fyrr en á 70. mín- útu að Víkingar náðu yfirhönd- inni í leiknum enda þótt KA hefði átt fleiri færi. Atli Einarsson fékk alla nærstadda og Guðmund markvörð einnig og skoraði. Að- eins þremur mínútum síðar jafn- aði Bjarni Jónsson fyrir KA með glæsilegu marki. Hann skaut þá mjög föstu skoti í þverslá. Bolt- inn fór niður og út úr markinu aftur. Línuvörðurinn var hins vegar viss um að boltinn hefði legið inni og það stóð. KA skoraði síðan sigurmarkið eins og áður sagði en fleiri mark- tækifæri gáfust ekki. Þorvaldur Örlygsson átti mjög góðan leik með KA eins og endranær og var hann besti maður leiksins. Þá voru Gauti og Bjarni einnig ágæt- ir. í Víkingsliðinu bar mest á Guðmundi markverði en Andri stóð einnig vel fyrir sínu. -kh/þóm 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þrlðjudagur 26. júlí 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.