Þjóðviljinn - 27.07.1988, Side 3

Þjóðviljinn - 27.07.1988, Side 3
Gjaldþrotabeiðnir Bú ein- staklinga í meirihluta Fjölgun íReykjavík og á Isafirði. Fœkkun eða stendur ístað víða annars staðar Mjög misjafnt er eftir lands- hlutum hvort útlit er fyrir að gjaldþrotabeiðnum muni fjölga á þessu ári miðað við síðasta ár. I Reykjavík heldur beiðnum um gjaldþrot áfram að fjölga og eru líkur á að tala þeirra fari yfír 1200 á þessu ári til samanburðar við 1160 gjaldþrotabeiðnir í fyrra. Á Isafirði heldur gjaldþrota- beiðnum áfram að fjölga í ár eins og undanfarin ár. Alls hafa emb- ættinu borist 23 beiðnir það sem af er árinu en á öllu árinu í fyrra bárust 18 beiðnir. .10 úrskurðir hafa verið kveðnir upp í gjaldþ- rotamálum á ísafirði það sem af er árinu og er það sami fjöldi og á öllu árinu í fyrra. Á Akureyri hefur gjaldþrota- beiðnum fækkað, þær eru nú 28 en voru á sama tíma í fyrra 44 og á öllu síðasta ári voru beiðnirnar 63. Þar virðist því gjaldþrota- beiðnum vera að fækka eftir mikla fjölgun síðustu ára. Útlit er fyrir svipaðan fjölda gjaldþrota hjá fógetanum á Seyðisfirði en þar hafa verið lagðar fram 3 beiðnir í ár en voru 4 á síðasta ári. Hins vegar virðast almenn skuldamál hafa aukist heldur í ár frá því í fyrra. Mestur hluti gjaldþrotabeiðn- anna mun vera í bú einstaklinga en aðeins lítill hluti vegna fyrir- tækja þótt eithvað af gjaldþro- tum einstaklinga stafi af litlum at- vinnurekstri. —iþ Vinnutíminn Jóhanna útilokar ekki Félagsmálaráðherra útilokar ekki löggjöf um styttingu vinnu- tímans þar sem sett verði þak á hámarksvinnutíma, náist stytting vinnuvikunnar ekki með samn- ingum aðila vinnumarkaðarins. Þetta kom fram á fundi Jó- hönnu Sigurðardóttur í gær, þar sem kynnt var úttekt vinnutíma- nefndar, sem falið var að gera út- tekt á vinnustundafjölda, þeim þáttum sem hafa áhrif á lengd vinnutíma og hvaða leiðir væru til taks til að stytta vinnuvikuna. Meðal þeirra ráða sem nefndin sér til að stytta vinnuvikuna er að samkomulag náist milli aðila vinnumarkaðarins um að yfirvinnukaup lækki eftir ákveð- inn tímafjölda, yfirvinna verði tekin út með fríi eða að yfirvinna verði svo dýr fyrir atvinnurek- endur að þeir sjái sér ekki hag í að láta inna hana af hendi. Jafnframt telur nefndin hugs- anlegt að unnt verði að stytta vinnuvikuna með stjórnvaldsað- gerðum. Þar á meðal er nefnt að löggjöf verði sett um hámarks- vinnutíma, eins og gert hefur ver- ið í Noregi, Svíþj óð og Finnlandi. -rk FRÉTTIR Vaxtamisrétti Vaxtaokur veldur kollsteypu Skýrsla um vaxtamun vœntanlegfrá Seðlabanka. Steingrímur Hermannsson: Viljum jákvœða raunvextiþegar til lengri tíma er litið Iþessari vikur er von á annarri skýrslu Seðlabankans um vexti og fjallar hún um vaxtamuninn. Steingrímur Hermannsson for- maður Framsóknarflokksins segir það í andstöðu við sam- þykkta stefnu ríkisstjórnarinnar að vextir fari hækkandi og vaxta- munur aukist. Tryggvi Pálsson bankastjóri í Verslunarbankan- um segir margt missagt um vaxta- muninn, ekki sé til dæmis tekið nægilegt tillit til skiptikjarareikn- inga. Eftir ríkisstjórnarfund í gær sagðist Steingrímur bíða skýrslu Seðlabankans um vaxtamuninn. Ríkisstjórnin hefði samþykkt 20. maí að leggja það fyrir Seðla- bankann að vaxtamunur yrði minnkaður. Þessar upplýsingar væru því mjög mikilvægar. Þá væru þær vaxtahækkanir sem átt hefðu sér stað að undanförnu þvert gegn stefnu ríkisstjórnar- innar og Framsóknarflokksins sem vildi lækka vexti og koma í veg fyrir það okur sem hér hefði tíðkast. „Vaxtaokrið er að koll- steypa okkar atvinnulífi," sagði Steingrímur. Tryggvi Pálsson sagði í samtali við Þjóðviljann að margt hefði verið missagt um vaxtamuninn. Hann væri hærri en á sama tíma í fyrra en þá hefði hann verið lágur á fyrri hluta ársins en farið hækk- andi á seinni hluta ársins. „Menn hafa ekki tekið nægjanlegt tillit til skiptikjarareikninganna en þeir eru orðnir obbinn af sparifé bankanna og gefa sparifjár- eigendum mikla ávöxtun," sagði Tryggvi. í Verslunarbankanum væri rúmlega helmingur sparifjár á skiptikjarareikningum, að tékkareikningum frátöldum. Þá hefði myndast misræmi á milli verðtryggðra kjara og almennra vaxtakjara sem hefði verið mest áberandi í júní þegar vísitalan hækkaði um 5%. Bankarnir þyrftu að hafa hærri útlánsvexti meðal annars vegna 13% bindi- skyldu hjá Seðlabanka. Tryggvi sagðist gera ráð fyrir því að vaxtamunurinn lækkaði á þessu ári. Steingrímur telur ekki áhyggjuefni að vextir séu nei- kvæðir í einn til tvo mánuði á spa- rifé. Sem betur fer eltu þeir ekki 80% mánaðar verðbólgu. Hins vegar vildi hann jákvæða raun- vexti til langs tíma, á þrem mán- uðum til árs. „Það er ekki nokkur þjóð í heiminum sem hefur talið sér kleift að borga allt að 7% raunvexti á sparifé, það er brjá- læði sem hlýtur að leiða til þess að menn selji fasteignir sínar og fari að ávaxta þær á sparireikning- um,“ sagði Steingrímur. Hann reiknaði með því að niðurstaða stjórnarflokkanna lægi fyrir í haust, alla vega væri Framsókn- arflokkurinn á fullri ferð í þessum málum. -hmp Landakot Málið útkljáð í vikunni Stjórn Landakots átti langanfund með heilbrigðisráðherra. Guðmundur Bjarnason heil- brigðisráðherra leggur á- herslu á að útkljá deilu stjórnar Landakotsspítala og fjármála- ráðuneytisins í þessari viku. Ráðherrann átti þriggja tíma fund með stjórn spítalans í gær þar sem stjórnin setti fram at- hugasemdir sínar vegna úttektar Ríkisendurskoðunar á rekstri Landakots. Ætlar Guðmundur að fara fram á fund með aðilum Qármálaráðuneytisins í dag. í samtali við Þjóðviljann í gær- kveldi sagði Guðmundur að ræki- lega hefði verið farið yfir álit stjórnar Landakots á úttekt Ríkisendurskoðunar. Fundurinn hefði út af fyrir sig verið góður og leitt ýmislegt nýtt í ljós, til dæmis um það sem betur mætti fara. Guðmundur sagðist leggja áherslu á að útkljá þetta mál í þessari viku, það hefði þegar dregist allt of lengi. „Ég mun reyna að ná samkomulagi á milli ráðu- neytanna tveggja og spítalans," sagði Guðmundur. Það væri ekk- ert nýtt að Landakot færi fram úr fjárlögum. Rétta þyrfti eldri halla Landakots og leita orsaka hans til að koma í veg fyrir að hallinn endurtæki sig. Málflútningur stjórnarinnar hefði varpað nýju ljósi á margt í rekstri spítalans og hún hefði tekið undir ýmislegt í úttekt Ríkisendurskoðunar. „Hins vegar eru stærri mál eins og rannsóknarstofa og þvottahús sem þarf að skoða betur," sagði Guðmundur. Það hefði verið nefnt að leggja bæri þvottahús Landakots niður og að Landakot verslaði við þvottarhús Ríkisspít- alanna. En hann væri ekki endi- lega tilbúinn að taka undir það án þess að skoða það nánar. -hmp Lífeyrisgreiðslur Ekkert eftirlit í gangi Beðið eftir lögum um starfsemi lífeyrissjóða Með lögum frá 1980 er kveðið á um skylduaðild atvinnu- teknafólks að lífeyrissjóðum, en í dag er ekkert fylgst með því að þau séu virt. - Eftirlitið er ekkert. Það eru engin viðurlög við því í lögunum að uppfylla ekki þessa skyldu og afsökun okkar fyrir að gera ekki neitt er sú, að frumvarp um starfsemi lífeyrissjóða er búið að vera lengi í bígerð, en hefur ekki enn verið lagt fram, sagði Steingrímur Pálsson í fjármála- ráðuneytinu. í Þjóðviljanum í gær gagnrýndi Jón Sigurgeirsson, hjá Lífeyris- sjóði byggingamanna, hversu máttlaust eftirlitið væri. Hann sagði að talsvert væri um að menn greiddu ekki í neinn lífeyrissjóð, en engin lagaskylda hvflir á sjóð- unum um innheimtu. Steingrímur sagði að ekki væri vitað hve margir uppfylltu ekki skyldu um að greiða í lífeyrissjóð, en það er atvinnurekanda að sjá til þess að greitt sé í rétta sjóði. Hann sagði að einhverjir lífeyris- sjóðir hefðu farið fram á að fá upp gefnar launagreiðslur ákveð- inna atvinnurekenda, samkvæmt skattaframtali, vegna gruns um að lífeyrissjóðir væru snið- gengnir. Fjármálaráðuneytið hefði hins vegar ekki talið mögu- legt að verða við því. Sjálfstæðir atvinnurekendur og einyrkjar eru væntanlega sá hópur, sem auðveldast á með að komast hjá því að greiða í lífeyris- sjóði. Samkvæmt tölum frá 1986 voru ársverk einstaklinga með atvinnurekstur í eigin nafni rúm- lega 15.000, þar af um 6.000 í landbúnaðargeiranum. Næst flest voru ársverk í bygginga- starfsemi, um 2000. Sjálfstæðir atvinnurekendur og einyrkjar hafa nokkuð val- frelsi um það, í hvaða sjóð þeir greiða. Að sögn Hrafns Magnús- sonar hjá Sambandi almennra líf- eyrissjóða, segir þó í lögum að þeir skuli greiða í lífeyrissjóði viðkomandi starfshóps, t.d. sé ætlast til að iðnmeistarar greiði í Lífeyrissjóð byggingamanna. Jón Sigurgeirsson sagði að á- greiningur væri um þetta og vissi hann til þess að einstaka meistari hefði greitt í séreignarsjóði, eins og Frjálsa lífeyrissjóðinn. - Það er rekinn harður áróður til að fá menn í þann sjóð. í kynningar- bæklingi er talað um aðildina sem viðbótartryggingu eftir að menn eru búnir að greiða í sína lög- bundnu lífeyrissjóði. Yfir borðið er aftur á móti sagt að ekki þurfi að greiða í annan sjóð, sagði Jón. Valur Blomsterberg, hjá Frjálsa lífeyrirssjóðnum, sagði að þeir reyndu að veita hlutlausa ráðgjöf. - Við erum ekki að stela frá hinum sjóðunum, frekar að ná í trassana. Hingað koma margir sem vilja hætta að borga í sína lífeyrissjóði og koma til okk- ar. Við segjum þeim að það kosti bara vesen og vísum þeim frá. -mj Hópur listamanna frá Bandaríkjunum og Sovétríkjunum sem hefur gert geiminn að viðfangsetni í list sinni hefur verið á ferðalagi um Island undanfarnar tvær vikur. Hér hafa þeir unnið að því að undirbúa efni í sýningu sem halda á næsta vor bæði í Bandaríkjunum og Sovétríkjunum. Listamennirnir sögðust hafa hrifist mjög af einstakri náttúru landsins sem sums staðar líktist umhverfi á öðrum hnöttum, t.d. Mars og Júpiter. Á myndinni er hluti listamannanna ásamt sovésk- um túlki og aðstoðarmönnum. Mynd Sig. Mlðvlkudagur 27. júlí 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.