Þjóðviljinn - 28.07.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 28.07.1988, Blaðsíða 5
FRÉTTIR Ríkisstjórnin Aldrei minni stuðningur Aðeins þrír afhverjum tíu styðja stjórnina í nýrri könnun. Meirihluti spáirslitum á árinu. Framsóknarkjósendur hafa minnsta trú á stjórninni Traust á ríkisstjórn Þorsteins ar tvö. Af þeim sem afstöðu tóku teknir með í reikninginn segjast Pálssonar hefur aldrei verið styður rúmur þriðjungur stjórn- aðeins þrír af hverjum tíu styðja minna en nú samkvæmt nýrri ina - 35,1% - en 64,9% eru á stjórnina. skoðanakönnun Skáíss og Stöðv- móti, og séu allir hinir spurðu Hreinn meirihluti spurðra seg- Kristín Halldórsdóttir Ekkert talað við okkur Segir mest um stjórnina að stöðugt erspurt um lífslíkur hennar. Vafasamtað mynda nýja stjórn án kosninga að hefur ekki verið talað við okkur og ég hugsa að þeir kæmu síðast til okkar, sagði Kristín Halldórsdóttir þingmað- ur Kvennalistans þegar Þjóðvilj- inn spurði hvort farið hefði verið á fjörur við Kvennalistann um stjórnarsamstarf. Þær neituðu ekki að tala við neinn en hefðu ekki trú á að það leiddi til nokk- urs ef af yrði. Kristín sagðist vera orðin uppiskroppa með yfirlýs- ingar í sambandi við líflíkur ríkis- stjórnarinnar en það segði kann- ski mest um stjórnina að stöðugt væri spurt þessarar spurningar. Kristín sagði Kvennalistann hafa rætt við þessa menn fyrir rúmu ári og reynslan hefði ekki sýnt að þeir væru vænlegri til samstarfs nú en þá. Enda þætti sér óeðlilegt að farið yrði út í ný stjórnarmynstur án kosninga, sérstaklega með tilliti til þeirra fylgisbreytinga sem skoðana- kannanir sýndu. Að sögn Kristínar skortir ríkis- stjórnina ekki tillögugleði og úr- ræðaloforð en það dygði bara ekki þegar menn gætu ekki kom- ið sér saman um nokkurn hlut. „Við þykjumst mega treysta því að við stöndum vel verði farið út í kosningar. En mér heyrist á al- menningi að hann sé orðinn þreyttur á kosningum þótt maður heyri á mörgum að þeir búist við þeim. Þrátt fyrir sundurlyndi sagði Kristín stjórnina aðhafast ýmis- legt. Einn ráðherrann væri að semja upp á þjóðina nýtt álver, annar tætti í sig eitt sjúkrahús og svo framvegis. Vonandi tækist Jóhönnu þó að stytta vinnutím- ann. -hmp Guðrún Helgadóttir Þingmenn með þreifingar Stjórnin springur í lokágúst. Framsókn þegar komin með annanfótinn út. Útilokað að Alþýðubandalagið fari ístjórn undir forystu Sjálfstœðisflokks Eg held að það sé alveg útilokað að við förum í stjórn undir forystu Sjálfstæðisflokksins. Frjálshyggjuliðið þar hefur sýnt að það á ekki að fara með fjármál þjóðarinnar, sagði Guðrún Helg- adóttir þingmaður Alþýðubanda- lagsins. Hún telur ríkisstjórnina feiga og að hún springi innan mánaðar. Mörg stjórnarmynstur önnur komi til greina þótt senni- iega þurfi að boða til kosninga. „Ég held satt að segja að þessi stjórn geti ekki gengið lengur og hún springur innan mánaðar," sagði Guðrún. Framsóknarflokk- urinn væri kominn með annan fótinn út úr ríkisstjórninni og engin eining ríkti innan Alþýðufl- okksins um þessa stjórn. Þegar Guðrún var spurð að því hvort hún yrði vör við þreifingar í sambandi við nýja stjórn, sagði hún að auðvitað væru þingmenn alltaf að velta þessu fyrir sér. Þeir ræddu þetta sín á milli. „Ég skil heldur ekki hvers vegna Fram- sóknarflokkurinn ætti að sitja áfram í stjórninni því ef hún springur ekki í haust springur hún næsta vor,“ sagði Guðrún. Hún sagðist halda að enginn tryði því að ríkisstjórnin lifði út kjörtíma- bilið. „Eins og ástandið í efna- hagsmálum þjóðarinnar er núna, þegar jafnt fjölskyldur sem fyrir- tæki eru að fara á hausinn og jafnvel þjóðarbúið allt, er ekki gæfulegt að fara út í kosningar og jafnvel langvarandi stjórnar- kreppu,“ sagði Guðrún. Það væri alvarlegt mál fyrir Alþingi ef að- eins eitt ár liði á milli kosninga. -hmp Júlíus Sólnes Versta stjóm frá stríðslokum Allt tal um sameiningu ogstjórnarsamstarfkomiðfrá Valhöll. Ekki mikið rœtthjá okkur Júlíus Sólnes þingflokksfor- maður Borgaraflokksins sagði þann möguleika að ganga inn í rflrisstjórn ef Framsóknarflokkur færi út, ekki mikið ræddan af sín- um flokksbræðrum. Enda þætti honum ótrúlegt að stjórnin færi frá án þess að boðað yrði til kosn- inga. Enginn stjórnarflokkanna hefði biðlað til Borgaraflokksins. Júlíus sagði að allt tal um að Borgaraflokkurinn væri að sam- einast Sjálfstæðisflokknum eða fara í stjórnarsamstarf með hon- um virtist eiga upptök sín í Val- höll. Þetta væri gert til að hlaða undir Sjálfstæðisflokkinn. „Við í Borgaraflokknum tökum undir það með almenningi að þessi rík- isstjórn sé sú versta á íslandi frá stríðslokum," sagði Júlíus. Júlíus telur að Framsóknar- flokkurinn sé ekki á leiðinni út úr stjórninni. „Framsóknarflokkur- inn fer ekki út úr stjórninni til að sitja ráðherralaus í stjórnarand- stöðu í þrjú ár, ég held að Fram- sóknarmenn séu klókari en svo,“ sagði Júlíus. Að sögn Júlíusar er Borgara- flokkurinn tilbúinn í viðræður við hvern sem er um hvað sem er. En til flokksins hefði einfaldlega ekki verið leitað. -hmp ist ekki styðja stjórnina, 55,6%, og er það í fyrsta sinn í könnunum um þessa ríkisstjórn. 14,3% taka ekki afstöðu. Nýja könnunin er hin fimmt- ánda um fylgi stjórnarinnar síðan hún komst á koppinn fyrir rúmu ári. í sex könnunum á fyrra ári naut stjórnin meirihlutastuðn- ings þeirra sem afstöðu tóku, fékk frá 55 til 64 prósent, en um áramótin skipuðust veður í lofti, og í níu könnunum á þessu ári hefur stjórnin verið í minnihluta. Hingaðtil hafa stuðningstölurnar verið frá 43 til 49 prósent þannig að nýja könnunin virðist sýna hertan flótta úr liði ráðherranna. Þráttfyrir þetta hafa stjórnar- flokkarnir samanlagt haldið sínu, og fengu í nýju könnuninni sam- tals 64%. Af þeim sem afstöðu tóku í spurningu um framhaldslíf stjórnarinnar telja rúm 40 pró- sent að hún sitji út kjörtímabilið. 42% telja hana falla „á næst- unni“, 11% „í haust“ og 6% á næsta ári. Einnig er spurt hvað gera skuli ef stjórnin fellur, og vilja tæp 75% nýjar kosningar en 25% að reynt verði að koma sam- an nýrri stjórn án kosninga. í könnuninni eru svör um framhaldslíf greind sundur eftir fylgi við flokka, og vekur athygli að ef fáliðaður Borgaraflokkur er undanskilinn hafa stuðnings- menn Framsóknar minnsta trú á að að stjórnin sitji út kjörtímabil- ið, eða aðeins rúmur þriðjungur þeirra Framsóknarkjósenda sem þessu svöruðu, en um 55% þeirra telja að stjómin falli fyrir áramót. Öllu fleiri Alþýðubandalags- og Kvennalistakjósendur halda að stjórnin hafi það af, Sjálfstæðis- fylgið skiptist nokkurnveginn til helminga í trú á framhaldslíf, en stuðningslið Alþýðuflokksins trúir mest, - tveir þriðju telja að stjórnin sitji út tímabilið. -m Eiður Guðnason Stjómarmyndun án kosninga æskilegri Meðan þetta stjórnarsamstarf stendur enn er ekki tíma- bært að flokkarnir eða einstakir þingmenn leiti hófanna hver hjá öðrum um stjórnarsamstarf, sagði Eiður Guðnason þingmað- ur Alþýðuflokksins og hann sagð- ist ekki kannast við að stjórnar- þingmenn hefðu verið að bera ví- urnar í stjórnarandstöðuflokk- ana og fá þá til að ganga til sam- starfs við einhvern stjórnarflokk- anna, slitnaði upp úr ríkisstjórn- arsamstarfinu. Eiður sagði það sitt álit að vildi svo ólíklega til að slitnaði upp úr stjórnarsamstarfi Framsóknar- flokks, Sjálfstæðisflokks og Al- þýðuflokks, væri farsælla að reynt yrði að mynda starfshæfa ríkisstjórn án þess að til kosninga þyrfti að koma. - Enda er það stutt síðan kosn- ingar voru. Ég held að þetta sé einnig álit flestra þingmanna, sagði Eiður, - því menn gera sér grein fyrir því að komi til kosn- inga skapast óvissutímabil meðan ekki er búið að mynda nýja starf- hæfa stjórn. Efnahagsmálin mættu tæplega við slíkum ósviss- utíma sem tæki við að afloknum kosningum. -rk Stjórnarliðar Bumbur baröar í vopnahlénu GuðniÁgústsson: glíma án tillits tilsamstarfsins. Eiður Guðnason: Framsókn ekki ómissandi Svo á að heita að stjórnarflokk- arnir hafi fallist á einskonar opinbert vopnahlé í nokkrar vik- ur meðan reynt er að ná saman um nýjar aðgerðir og fjárlaga- stefnu, en stjórnarliðar eru þó engan veginn hættir að berja bumbur í fjölmiðlum. Guðna Agústssyni, þingmanni SUF, er alveg sama um vopna- hléssamninga og fer fram með miklu herópi í D V-grein í gær um „vaxtaokrið og stjórnleysið í pen- ingamálunum". í lok greinar segir að Framsóknarflokkurinn verði nú að taka „snarpa glímu í ríkisstjórninni og skeyta engu um líf eða dauða hennar", nái Fram- sókn ekki fram lykilþáttum í efnahagsstefnu sinni í samning- unum nú „á flokkurinn hiklaust að krefjast kosninga þegar í haust“. Tíminn sé naumur, að- eins nokkrar vikur. Eiður Guðnason gefur flokks- mönnum sínum hinsvegar skýrslu f Alþýðublaðinu og sendir þau skilaboð til stjórnarandstæðing- anna í Framsóknarflokknum að til sé annað skip og annað föru- neyti: Slíti Framsókn stjórnar- samstarfinu sé tvennt til: „Nýjar kosningar og hætt er þá við að sá böggull fylgi því skammrifi að hér ríki efnahagslegur glundroði í fjóra til fimm mánuði, og er nú ekki á bætandi. Hinn mögu- leikinn er auðvitað sá að mynda nýja ríkisstjórn án kosninga og Framsókn er kannski alls ekki eins ómissandi og hún heldur. -m Flmmtudagur 28. júlí 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.