Þjóðviljinn - 28.07.1988, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 28.07.1988, Blaðsíða 14
í t * t * 1 i i t 4 $ * t t i 4 i r Ur vöm í sókn Því miður reyndist Alþýðu- flokkurinn fremur innviðaveikur. Þegar Kommúnistar hófu sinn samfylkingaráróður um eða upp úrfjórðaáratugnum, þátóku flestir foringjar Alþýðuf lokksins honum illa. Þeir litu á Kommún- ista sem sína höfuðandstæð- inga, sem stafaði m.a. af því að þessirflokkarsóttu mjög ásömu miðtil atkvæðaveiða. Auk þess óttuðust þeir, að Kommúnistar, sem margir voru harðsnúnir áróðursmenn, næöu undirtökum íþessum nýju samtökum. En í raun og veru var sameiningin skynsamleg. Það eitt, aðfækka flokkum, var út af fyrir sig spor í réttaátt. Báðirflokkarnirtöldusig stefna að sósíölsku þjóðfélagi. Og þó að nokkuð hefði borið á milli um leiðir að markinu, þá sýndist mega jafna þann ágreining, væri vilji fyrir hendi. Niðurstaðan varð sú, að Héðinn Valdimarsson fór úr Alþýðu- flokknum og hafði með sérýmsa áhrifamenn. Héðinn hafði verið áhrifamesti verkalýðsleiðtogi Al- þýðuflokksins svo að þetta var mikið áfall. Og nú varð til Sam- einingarflokkur alþýðu - Sósíal- istaflokkurinn. Stjórn Hermanns Jónassonar sem kom til valda 1934 og í voru, auk Hermanns, Eysteinn Jóns- son og Haraldur Guðmundsson, reyndist mjög farsæl. Henni tókst að snúa vörn í sókn, við mjög erfiðaraðstæður, lagði grunn að ýmsum þeim umbótum sem þjóðin hefur búið við síðan. Stjórn Hermanns var og er almennt nefnd Vinstri stjóm, eins og stjórnin frá 1927-1931. Ekki varð þess vart, að Framsóknarmenn kynnu þessari nafngift illa, enda var Framsóknarflokkurinn, á þessum árum ekki síður róttækur en Alþýðuflokkurinn, nemafrem- urværi. En nú var skammt að bíða mikilla tíðinda. Allir sem opin höfðu augu og eyru og ekki vildu beinlínis láta blekkjast, óttuðust að heimsstyrjöld væri yfirvofandi, svo dólgslega sem Hitler lét. Há- værar raddirtóku að heyrast um að á þessum viðsjálu tímum væri nauðsynlegt að mynda það sem menn nefndu „þjóðstjórn". Að henni þyrftu að standa allir flokk- ar nema Sósíalistaflokkurinn. Hann var ekki talinn hæfur í því húsi. Þjóðstjórnin varðaðveru- leika 1. apríl 1939. Að henni stóðu allir flokkar nema Sósíal- istaflokkurinn. Hermann Jónas- son gegndi áfram forsætisráð- herraembættinu en með honum voru í stjórninni Eysteinn Jóns- son, Ólafur Thors, Jakob Möller og Stefán Jóhann Stefánsson. Þá hafði Framsóknarflokkurinn farið einn með stjórn í um það bil 11 mánuði.HaraldurGuðmunds- son sagði af sér þegar meirihluti Alþingis samþykkti frumvarp um lögþvingaðan gerðardóm í svo- kallaðri togaradeilu. Skúli Guð- mundsson tók sæti Haralds og Alþýðuflokkurinn veitti stjórninni ótímabundið hlutleysi. - mhg ídag er 28. júlí, fimmtudagur í fimmtándu viku sumars, fimmti dagur heyanna, 210. dagur árs- ins. Sól kemur upp í Reykjavík kl. 4.22 en sest kl. 22.44. Tungl vax- andiáöðrukvartili. Viðburðir Erfðahylling í Kópavogi 1662. Þjóðhátíð á Þingvöllum 1974 f minningu 1100 ára búsetu. Þjóð- hátíðardagurPerú. UM ÚTVARP & SJÓNVARP f Guameri kvartettinn Rás 1, kl. 20.15 Meðal þeirra sem fram komu á Listahátíð í Reykjavík í sumar var Guarneri kvartettinn, sem hélt tónleika í íálensku óperunni 15. júní. Þessi bandaríski strengjakvartett hélt fyrstu tón- leika sína sumarið 1964. Síðan hefur hann haldið á þriðja þús- und tónleika víðsvegar um heim. Meðal annars lék hann á s.l. ári á Vorhátíðinni í Prag, þar sem hann- var sæmdur Smetana verð- laununum. - Á efnisskránni eru þrír strengjakvartettar: Kvartett í G-dúr K 387, eftir Mozart, kvart- ett nr. 1, eftir Leos Janácek og kvartett í B-dúr op 130 eftir Beet- hoven. - mhg Torgið Á Torginu í dag fjallar Þorlákur Helgason um útihátíðir og er ekki út í hött því nú fer sjálf Verslun- armannaheigin í hönd með öllum þeim ferðalögum og samkomu- haldi sem henni hefur löngum fylgt. Rætt verður við Kristleif Þorsteinsson á Húsafelli um að- draganda samkomuhalds þar og hvernig samgöngum var háttað í Borgarfirði fyrir daga skipu- lagðra hátíðahalda þar í héraði. Þá greinir Jón Guðmundsson frá starfi löggæslunnar í sambandi við útisamkomuhald og loks rifj- ar Ómar Ragnarsson um minn- ingar sínar um útiskemmtanir frá árinu 1961. - *nhg Weizsacker Sjónvarp kl. 22.05 Richard Weizsacker forseti Vestur-Þýskalands er ákaflega vinsæll maður, vafalaust f al- mestu uppáhaldi vestur-þýskra stjórnmálamanna. Taka landar hans gjarna svo til orða, að hann sé handan góðs og ills og eiga þá við, að hann sé hafinn yfir hið daglega þvarg og þras. - Weizsacker varð forseti 1984. Var áður borgarstjóri Vestur- Berlínar. Hann er mjög víðförull og talar enga tæpitungu. í opin- berri heimsókn sinni til Suður- Afríku gagnrýndi hann t.d. harð- lega ofbeldisstjóm hvíta minni- hlutans þar. - Arthur Björgvin Bollason tók viðtal við Weizsack- er í Bonn á meðan á opinberri heimsókn Vigdísar Finnboga- dóttur forseta Islands til Vestur- Þýskalands stóð. Þar greinir Weizsacker m.a. frá því, hvaða augum hann lítur á embætti sitt. - Þetta er fyrsta viðtal af þessu tagi, sem forseti Þýska sambandslýð- veldisins veitir erlendri sjón- varpsstöð. Viðtalinu verður nú sjónvarpað í kvöld. - nthg Sigrún Stefánsdóttir „Fósturiandsins Freyja“ Sjónvarp kl. 20.35 í þessum þætti verður fjallað um íslenskar konur og kvenna- baráttu fyrr og nú og í framtíð- inni, stöðu þeirra og kjör. Hvaða framtíð bíður íslenskra kvenna? Um það verður m.a. rætt við Vig- dísi Finnbogadóttur forseta Is- lands, Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðherra, og Svövu Jakobsdóttur rithöfund. Þáttur- inn verður sýndur í Nordisk For- um, sem framlag Kvenréttindafé- lags íslands. Umsjónarmaður og stjórnandi upptöku er Sigrún Stefánsdóttir. - mhg Q> GARPURINN KALLI OG KOBBI Ætlaröu aö láta hann vita aö hann gleymdi Ijósunum á bílnum? Trúir þú á drauga? En á verðbólgu draug? Frændi minn var að tala um hann. FOLDA Jæja, en það er ekki raunverulegur draugurf , það er átt hættuna á að framfærslu- -jtostnaður hækki!- 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 28. júlf 1988 í

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.