Þjóðviljinn - 28.07.1988, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 28.07.1988, Blaðsíða 11
IÞROTTIR Kvennabolti Valur í undanúrslit Valsstúlkur tryggðu sér sæti í undanúrslitum bikarkeppninnar í gærkvöldi. Þær sigruðu Selfyss- inga með sex mörkum gegn engu og var leikurinn alger einstefna þeirra. Þær náðu þó ekki að skora fyrr en á 30. mínútu en staðan í hálfleik var 3-0. Tvö markanna voru sjálfsmörk en þær Kristín Briem, Ragnhild- ur Víkingsdóttir, Magnea Magn- úsdóttir og Margrét Oskarsdóttir skoruðu hin mörkin. í undanúrslitum leika þá Stjaman og Skagamenn í Garða- bæ og KR-ingar sækja Valsstúlk- ur heim að Hlíðarenda. -kb/þóm Fótbolti Góður undirbúningur fyrir Rússaleikinn íslenska landsliðið leikur fjóra landsleiki íágúst íslenska A-landsliðið hefur í nógu að snúast næsta mánuðinn því á döfinni eru fjórir landsleikir í ágústmánuði. Búlgarir koma fyrstir hingað til lands og í kjöl- farið fylgja leikir við Svía og Fær- eyjar, en allir leikimir em hugs- aðir sem undirbúningur fyrir HM leikinn við Sovétmenn þann 31. ágúst. Búlgarska landsliðið kemur hingað til lands 6. ágúst og verður Golf Tryggvi efstur íslandsmeistarinn ÚlfarJónsson er í3. - 4. sœtieftir 18 holur. Ragnhildur langefst í kvennaflokki íslandsmótið í golfi fer nú fram á Grafarholtsvelli og er keppni næstum lokið í þremur flokkum, 2. flokki karla og kvenna og 3. flokki karla. í gær byrjaði keppni í meistaraflokki karla og kvenna og er Tryggvi Traustason efstur í karlaflokki en Ragnhildur Sig- urðardóttir er langefst í kvenna- flokki. Efstu menn í meistaraflokki eftir 18 holur eru: 1. TryggviTraustason,GK .........74 2. SiguröurSigurðsson, GS.........75 3. EiríkurGuðmundsson, GR.........76 4. ÚlfarJónsson.GK................76 5. Ingi Jóhannesson, GR...........77 6. Björgvin Sigurbergsson, GK.....77 7. Hannes Eyvindsson, GR..........78 8. Sveinn Sigurbergsson, GK.......78 9. Arnar Már Ólafsson, GK ........78 10.PállKetilsson, GS..............78 Flestir veðja á Ulfar Jónsson. I meistaraflokki kvenna er staðan þessi: 1. Ragnhildur Sigurðardóttir, GR ....78 2. Steinunn Saemundsdóttir, GR.......85 3. Ásgerður Sverrisdóttir, GR .......86 4. Karen Sævarsdóttir, GS............87 5. Þórdls Geirsdóttir, GK............88 6. Kristín Pálsdóttir, GK............89 7. Inga Magnúsdóttir, GA.............89 8. Jónína Pálsdóttir, NK.............89 9. Jóhanna Ingólfsdóttir, GR.........93 10. AldaSigurðardóttir, GK............94 11 .ÁrnýÁrnadóttir, GA................98 í 2. flokki karla og kvenna og 3. flokki karla hafa verið leiknar 54 holur og því aðeins einn 18 holu hringur eftir. Efstu menn í flokk- unum eru: 2. flokkur karla: 1. Óskarlngason, GR..................246 2. Jens G. Jensson, GR...............248 3. ÓlafurH. Jónsson, NK..............250 4. Ágúst Húbertsson, GK..............250 5. Sigurður Aðalsteinsson, GK........251 2. flokkur kvenna: 1. ElísabetÁ. Möller, GR.............292 2. Gerða Halldórsdóttir, GS..........303 3. Steindóra Steinsdóttir, NK........303 4. Anna Sigurbergsdóttir, GK.........304 5. Jóhanna S. Waagfjörð, GR..........304 3. flokkur karla: 1. HallgrimurT. Ragnarsson, GR......258 2. Oddur Jónsson, GA.................259 3. Jóhann Friðbjörnsson, GR..........264 4. ÚlfarOrmarsson, GR................266 5. Pétur Sigurðsson, Gl..............266 -þóm leikur þjóðanna síðan daginn eftir. Fyrir vikið verður umferð- inni í 1. deildinni sem vera átti 7.-8. ágúst flýtt til 4. og 5. ágúst. Þá kemur Ólympíulandslið Svía hingað og verður sá leikur þann 18. Svíar em að undirbúa sig fyrir Ólympíleikana í Seoul og verða vafalaust mjög sterkir. 24. ágúst leikum við síðan við Færey- inga en þeir fengu inngöngu í FIFA nú nýverið. Allir leikirnir eru ætlaðir sem undirbúningur fyrir fyrsta leik ís- lands í undankeppni heimsmeist- arakeppninnar sem er gegn So- vétríkjunum 31. ágúst. Stefnt er að því að tefla fram sem sterkustu liði í leikjunum nema hvað liðið gegn Færeyjum verður eingöngu skipað leikmönnum sem leika hér á landi. Enn er óvíst hvaða atvinnumenn komast í leikina en ljóst þykir að Ásgeir Sigurvins- son kemst ekki fyrr en í leikinn gegn Rússum. KSÍ vinnur nú að því að fá sem flesta menn lausa og skýrast málin strax eftir helgi. þóm Ogþettalíka... Grasshopper Zurich fær ekki að leika fyrsta heima- leik sinn í Evrópukeppninni gegn Ein- tracht Frankfurt á heimavelli sínum í Zurich. Slíkt bann þýðir venjulega að liðið má ekki leika á neinum velli innan 150 kílómetra radíusar. Nú hef- ur hins vegar verið ákveðiö að leyfa liðinu að leika annað hvort í Basel eða Bern, en báðar borgirnar eru skemmra en 150 kílómetra frá Zúrich. Ástæðan er einfaldlega sú að erfitt er að finna heppilegan keppnisstað í Sviss sem uppfyllir fjarlægðarkröf- una. Það getur greinilega borgað sig að búa í litlu landi. Úrslitaleikur ólympíuleikanna í knattspymu verður háður 1. október og getur því reynst erfiður þeim leikmönnum sem einnig leika í Evrópukeppninni. Seinni leikir fyrstu umferðar verða 5. október og því mjög skammur timi á milli. UEFA hefur ákveðið að ef félagslið í Evróp- ukeppninni hefur tvo eða fleiri leik- menn í úrslitaleiknum í Seoul innan sinna raða, hefur viðkomandi lið rétt á að fresta Evrópuleiknum um eina viku. Það getur því verið að einhver Evrópuleikur fari ekki fram fyrr en 12. október. 4. deild Hveragerði á toppnum Augnablik auðveldar Skotfélaginu róðurinn A-riðill Augnablik-Árvakur........3-4 Arvakur slökkti þarna 3. deildardrauma Blikanna og hefur Skotfélagið því nánast öruggt sæti í úrslitum. Sigurður Hall- dórsson, Birgir Teitsson og Helgi „Basli“ Helgason skoruðu fyrir Augnablik en þeir Árni Guð- mundsson, Guðmundur Jó- hannsson, Snorri Gissurarson og Guðmundur Jónsson skoruðu mörk Árvakurs sem var 3-2 yfir í hálfleik. Snæfell-Haukar...........8-3 Algert burst í Stykkishólmi og voru Haukarnir varla með í leiknum. Þjálfari Snæfells, Hin- rik Þórhallsson skoraði 4 mörk í leiknum og Rafn Rafnsson 2, en þeir Alexander Helgason og Gunnar Þór Haraldsson sitt markið hvor. Leikmenn Hauka vilja engan veginn bendla sig við leikinn. Ægir-Ernir...............2-2 Staðan í þessum botnslag var einnig jöfn í hálfleik, 1-1. Sig-. mundur Traustason skoraði fyrir Ægi auk þess sem einn leikmanna Arna gerði sjálfsmark en Birgir Haraldsson og Ómar Valdimars- son skoruðu fyrir Erni. Staðan Skotfélag......9 8 0 1 21-12 24 Augnablik......10 7 0 3 32-21 21 Árvakur..........9 6 0 3 35-22 18 Snæfell..........9 6 0 3 25-14 18 Haukar.........10 2 2 6 30-29 8 Emir.............9 0 4 5 12-28 4 Ægir...........10 0 2 8 1 3-44 2 B-riðill Hveragerði-Víkingur Ól.....2-0 Hveragerði ætlar í úrslit og þokuðu sér nær því með þessum sigri. Kristján Theodórsson og Arnar Gestsson skoruðu mörkin en staðan í hálfleik var 1-0. Hafnir-Hvatberar...........4-0 Hafnir gefa ekkert eftir en þó er hæpið að þeir eigi möguleika á sæti í úrslitum. Staðan í leikhléi var 2-0 en mörkin gerðu þeir Sig- urður Friðjónsson tvö og Gunnar Björnsson og Ari Haukur Ara- son eitt hvor. Ármann-Fyrirtak............7-1 Ármann fylgir Hveragerði sem skugginn og rótburstuðu þarna Fyrirtakið eftir að staðan í leikhléi hafði verið 3-0. Gústaf skoraði 3 og Magnús, Konráð og Ingólfur 1 hver en eitt markanna var sjálfsmark. Róbert skoraði eina mark Fyrirtaks. Staðan Hveragerði.......11 8 1 2 34-11 25 Ármann...........11 6 4 1 26-11 22 Hafnir...........11 6 2 3 18-11 20 VíkingurÓI.......11 5 2 4 18-13 17 Skallagrímur......9 4 1 4 13-13 13 Hvatberar........11 3 1 7 12-28 10 Fyrirtak .......10 2 1 7 10-24 7 Léttir..........10 1 2 7 11-31 5 D-riðill íþr. Neisti-Kormákur..........1-1 Ekkert var skorað fyrstu 75 mínútur þessa leiks en þá náði Bjarki Gunnarsson forystu fyrir Kormák. Björn Sigtryggsson jafnaði síðan fyrir heimamenn með skoti beint úr aukaspyrnu þegar 5 mínútur voru til leiks- loka. Staðan Kormákur.........8 4 2 2 13-8 14 HSÞ-b.............7 3 2 2 16-11 11 UMSE-b............7 3 2 2 10-11 11 Æskan ............7 3 1 3 16-15 10 Neisti ...........8 2 2 4 11-12 8 Vaskur............6 2 1 3 6-10 7 Efling ...........5 2 0 3 7-11 6 -þóm 3. deild A Stórmeistarajafntefli í Garðabænum Stjarnan missti tveggja markaforskot niður í jafntefli Heil umferð var í SV-riðli í gær og bar hæst viðureign tveggja efstu liðanna, Stjörnunnar og Grindavíkur í Garðabænum. Liðin eru langefst í riðlinum og eiga engin önnur lið möguleika á 2. deildarsæti. Stjarnan hafði eins marks forskot, 1-0, í leikhléi en Ingólfur Ingólfsson skoraði það mark. í síðari hálfleik bætti Árni Sveinsson öðru marki við fyrir Stjörnuna en sigurinn var alls ekki í höfn því Grindvíkingar náðu að jafna metin á elleftu stundu. Leiknir R.-Víkverji.........0-1 Víkverji vinnur nú hvern leikinn af öðrum og bætti þremur stigum í safnið í gær. Finnur Thorlacius skoraði eina mark leiksins í fyrri hálfleik. Grótta-Reynir S............1-1 Lítið er um þennan leik að segja nema hvað hann endaði með jafntefli. Hverjir skoruðu er ekki gott að segja. -þóm Njarðvík-IK...............1-4 Loks sigur hjá Kópavogsliðinu Staðan eftir slæmt gengi að undanförnu. Njarðvík náði að vísu forystu í Irindavík^íi 9 1 ? 34-12 28 leiknum og leiddi í hálfleik með Grótta......11 6 2 3 20-14 20 marki Rúnars Jónssonar. ÍK rúll- Vlkverji....10 5 1 4 23-22 16 aði síðan síðari hálfleiknum og R,eynirS.....1 n 7 skoraði Steindór Elísson tvö og AftureÍdingiIZ”” 10 2 3 5 11-19 9 þeir Hörður Sigurðsson og Björn LeiknirR.....10 2 1 7 13-32 7 Björnsson eitt hvor. Njarðvík......11 1 0 10 6-30 3 Gísli Halldórsson, formaður Ólympíunefndar íslands, veitir hér Samúel Erni Erlingssyni, formanni Samtaka íþróttafréttamanna, viðurkenningu frá Alþjóðaólympíunefndinni (IOC). Fyrir skömmu gaf IOC Samtökum íþróttafréttamanna kristalskúlu með inngreyptu ártali 1988 og ólympíuhringjunum sem virðingar- og þakklætisvott fyrir ják- væða umfjöllun um Olympíuleikana. Fimmtudagur 28. júli 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.