Þjóðviljinn - 28.07.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 28.07.1988, Blaðsíða 7
FRETTIR Vinnutímanefnd Vinnutíminn styttur mei löggjöf Hugmyndir um aðgerðir til styttingar vinnutímans: Yfirvinnukaup lœkkað og dagvinnulaun hœkkuð. Yfirvinna takmörkuð með lögum Meðalvinnuvika karla á aldr- inum 18 til 75 ára sem eru í fullu starfi er 57 stundir á viku. Konur skUa á viku 49 stundum og eru þá heimilisstörf ekki meðtal- in. Bændur og sjómenn vinna manna mest eða að jafnaði um 64 stundir á viku og verkamenn skila 59 stundum að meðaltali. Þetta kemur m.a. fram í við- horfskönnun sem Félagsvísinda- stofnun Háskólans vann fyrir sk. vinnutímanefnd á vegum félags- málaráðuneytisins. Nefndinni var falið að kanna leiðir og leggja fram tillögur um hvemig unnt væri að stuðla að því að stytta vinnutímann. Fulltrúar atvinnurekenda og launþega sátu í nefndinni, auk fulltrúa fé- lagsmálaráðuneytisins. Hér á eftir fara helstu niðurstöður nefndarinnar um leiðir til úrbóta. Stjórnvaldsaðgerðir - löggjöf í raun hefur hið opinbera ekki mörg úrræði ein og sér til þess að hafa áhrif á vinnutíma fólks. í meginatriðum má segja, að rammi vinnulöggjafarinnar sé tvíþættur, hvað þetta varðar. ■ Lög um aðbúnað, hollustu- hætti og öryggi á vinnustöðum, nr. 46/1980 í þessum lögum er meðal ann- ars kveðið á um hvíldartíma og fndaga. Þannig er kveðið á um að minnsta kosti 10 tíma hvfld á sól- arhring og einn vikulegan frídag. Aðilum vinnumarkaðarins er þó heimilt að semja um styttri vinn- utíma undir sérstökum kringum- stæðum og hefur raunar verið gert sérstakt samkomulag milli ASÍ og VSÍ um það, hvernig undanþágum skuli háttað. Enn vantar þó nokkuð á, að markmið laganna um lágmarkshvfld hafi náðst. Þess vegna er varla raun- hæft að ná betri árangri með því að breyta þessum ákvæðum, meðan þeim er ekki framfylgt í núverandi mynd. Eitt af því, sem kæmi til greina, er þó að fella nið- ur allar undanþáguheimildir. ■ Lög um 40 stunda vinnuviku, nr. 88/1971 Þessi lög kveða einungis á um skiptingu vinnutíma í dagvinnu, eftirvinnu og næturvinnu, en tak- marka í engu lengd vinnutímans. í lögunum eru einnig ákvæði um það, hvaða dagar skuli teljast frí- dagar svo og um matar- og kaffi- tíma. Skattalög Skattlagning stjórnvalda er öflugt hagstjórnartæki og er ekki að efa, að það mætti takast að stytta vinnutíma með markvissri beitingu hennar. Her má bæði nefna almenna efnahagsstjórn, þar sem leitast væri við að stjórna eftirspurn í hagkerfinu - og þar með væntanlega um leið fram- boði og eftirspurn eftir vinnuafli. Jafnframt mætti hugsa sér skatt- lagningu á þrengra sviði, sem hefði áhrif á afmarkaða þætti í efnahagslífinu. Dæmi um hið síðarnefnda er hið nýja staðgreiðslukerfi tekju- skatta, sem kom til framkvæmda um síðustu áramót. í þessu kerfi er persónuafsláttur jafnhár hjá öllum og skatthlutfallið er aðeins eitt. Þetta veldur því að þegar tekjur eru komnar yfir skatt- leysismörkin þá fer rúmlega þriðja hver króna umfram það beint til ríkis og sveitarfélaga. Aðilar vinnumarkað- arins - kjarasamningar Það er ljóst að kjarasamningar snerta víða vinnutíma fólks. Jafn- framt er ekki óeðlilegt, að þar sé samið um nánari tilhögun hins daglega vinnutíma, en ytri um- gjörðin sé mörkuð með löggjöf. End telja margir, að betri árang- urs megi vænta, ef um það er samið í kjarasamningum heldur en með lagasetningu. ■ Vaktavinna - Víða í kjara- samningum er samið um vakta- vinnu, þ.e. óreglubundna 40 stunda vinnuviku utan hins um- samda dagvinnutíma. Vakta- vinna er algengust hjá fólki í störfum, sem vinna þarf allan sól- arhringinn, svo sem ýmis að- hlynningarstörf, löggæsla o.fl. Ennfremur tíðkast vaktavinna einnig í öðrum greinum svo sem í verksmiðj uiðnaði. Bent hefur verið á þá hagræð- ingu, sem felst í því að vinna vakt- avinnu, þar sem fjárfesting í vél- um er mikil eða dýrt að gangsetja þær. Þannig megi auka afköstin, sem aftur skili sér í bættum kjörum. Á hinn bóginn hefur líka verið bent á ýmsa ókosti vakta- vinnutilhögunar. Hún sé slítandi og hafi slæm áhrif á fjölskyldulíf fólks. ■ Sveigjanlegur vinnutími - í kjarasamningum er samið um vinnutíma. Þar er yfirleitt tekið fram, að dagvinnu skuli inna af hendi á ákveðnu tímabili dagsins, en þá taki eftirvinnu- eða yfir- vinnutímabil við. Almennt hefur verið litið svo á, að sama reglan gildi um alla vinnustaði. Á síðustu árum hefur komið fram það sjónarmið að auka sveigjanleika í vinnutíma fólks. Þannig að fólk geti ákveðið - innan tiltekins ramma - hvenær það innir vinnuna af hendi, svo framarlega sem það skilar um- sömdum vinnutímafjölda. Sveigjanlegum vinnutíma verður ekki alls staðar komið við, en vafalaust er hægt að koma þessu kerfi á víðar en nú er. Sveigjanlegum vinnutíma hef- ur talsvert verið haldið á lofti í jafnréttisbaráttunni. Raunar er tekið undir það í stefnuyfirlýs- ingu og starfsáætlun ríkisstjórn- arinnar. Verkalýðshreyfingin hefur ekki tekið undir kröfuna um sveigjanlegan vinnutíma. Fyrir því eru tvær meginástæður. Ann- ars vegar sú skoðun, að það myndi riðla þeim föstu skorðum, sem dagvinnutímabilið er í. Hins vegar telja margir, að sveigjan- legur vinnutími myndi fyrst og fremst nýtast yfirmönnum og þeim, sem þegar eru betur settir í fyrirtækjunum, þ.e. að þeir myndu sveigja vinnutíma ann- arra að sínum eigi þörfum. Enn sem komið er hefur ekki verið samið um sveigjanlegan vinnut- íma í kjarasamningum, heldur verið bundið við einstaka vinn- ustaði. Auk þeirra atriða, sem hér hafa verið nefnd, má benda á ýmsa aðra kosti sveigjanlegs vinnutíma. Þessi tilhögun gæti orðið til þess, að færri konur dyttu út af vinnumarkaði vegna barneigna. Þá gæti hann leitt til annarrar og betri nýtingar á da- gvistarheimilum og leikskólum. Ennfremur gæti hann létt á um- ferð og slysatíðni á álagstímum. Það gæti dregið úr kostnaði ein- staklinga og fyrirtækja. Loks gæti dregið úr lengd vinnutíma. ■ Breytingar á vinnutímaviðmið- un í kjarasamningum - Eins og hér hefur komið fram kveða kjar- asamningar á um dagvinnutíma- bil, eftirvinnu- og næturvinnut- ímabil, eða yfirvinnutímabil. Öll vinna, sem unnin er á fyrr- greindum tímabilum, greiðist á því kaupi, sem þá er umsamið. Þetta þýðir til dæmis, að maður, sem ræður sig í vinnu frá klukkan 13-19 á skrifstofu, fær greitt da- gvinnukaup fyrir tímabilið frá 13- 17, en eftirvinnukaup frá 17-19. Margir telja, að þetta fyrirkomu- lag torveldi beitingu sveigjanlegs vinnutíma. ■ Breytt vægi yfirvinnulauna - í kjarasamningum er jafnan kveð- ið á um það álag, sem greitt er í eftir- og næturvinnu. Til skamms tíma var miðað við að eftirvinn- uálag væri 40% ofan á dagvinn- ukaup og næturvinnuálag 80%. Þessu hefur nú verið breytt og er almenna reglan víðast hvar sú, að hver yfirvinnutími nemur til- teknu hlutfalli af mánaðarkaupi, yfirleitt 1,0385%. Eitt af því, sem nefnt hefur ver- ið sem hugsanleg leið til þess að draga úr yfirvinnu, er að breyta vægi yfirvinnulaunanna. í gróf- um dráttum má segja að þar komi til tvær leiðir greina: Að gera yfirvinnuna svo dýra, að atvinnurekendur vilji ekki láta vinna hana. Hér hafa heyrst tölur allt upp í 100% álag í yfirvinnu, jafnvel hærra. Að lækka yfirvinnuálagið svo mikið, að launafólk vilji ekki vinna yfirvinnu, t.d. með því að fella yfirvinnuálag niður. f þessu sambandi má nefna, að í Banda- ríkjunum er ekki óalgengt að yfirvinna sé greidd á lægri taxta en dagvinnan. í þessu samhengi er yfirleitt talað um að breyta vægi launa, þannig að svo hátt kaup væri greitt fyrir dagvinnutímann, að fólk þyrfti ekki að bæta við sig vinnu, þótt yfirvinna drægist saman. Loks er rétt að nefna, að ein skýring á launamun karla og kvenna hefur verið talin felast í því að karlar ynnu mun lengri vinnudag, væru fúsari til að vinna yfirvinnu. Þessa hafi þeir notið í hærri launum, ekki bara fyrir yfirvinnuna, heldur einnig í dag- vinnu. Stytting vinnutímans með minni yfirvinnu væri því raunhæf Ieið til launajafnréttis karla og kvenna. Einstakir vinnustaðir - vinnu- staðasamningar Víða á vinnustöðum eru gerðir sérstakir vinnustaðasamningar, samningar, sem einungis eru bundnir vinnustaðnum og fjalla um atriði eins og kjör og vinnu- tíma og þau atriði önnur sem eru sérstök fyrir viðkomandi vinnu- stað. í slíkum samningum væri heppilegt að hafa ákvæði um sveigjanlegan vinnutíma. Tæknivæðing og aukin hagræð- ing í fyrirtækjum Með aukinni tæknivæðingu og hagræðingu í fyrirtækjum gæti dregið úr eftirspurn eftir vinnu- afli. Þar með dregur að sama skapi úr þörfinni fyrir yfirvinnu. Af þessu leiðir, að smám saman muni komast meira jafnvægi á vinnumarkaðinn, ef ekki kemur til aðgerða, sem leiða til hins gagnstæða. Tillögur nefndarinnar Nefndarmenn eru sammála um, að það sé engin einföld leið til þess að stytta vinnutímann og þar með draga úr vinnuálaginu. Til þess að gera sér einhverjar vonir um að ná varanlegum ár- angri þarf að beita öllum til- tækum ráðum, bæði á sviði lög- gjafar og kjarasamninga. Jafn- framt er ljóst, að þetta verk vinnst ekki í einu áhlaupi heldur þarf að vinna það í áföngum og í nánu samráði og samvinnu milli stjórnvalda og aðila vinnumark- aðarins. Samningsatriði ■ Yfirvinnukaup verði lækkað Þessi tillaga byggir í reynd á niðurstöðum könnunar Félags- vísindastofnunar, þar spm meira en 70% aðspurðra taldi, að það myndi draga úr yfirvinnu, ef yfir- vinnukaup yrði lækkað. Þetta er ekki ný hugmynd, heldur hefur hana iðulega borið á góma í þessu samhengi. Þetta er atriði, sem að- ilar vinnumarkaðarins geta samið um sfn á milli. Við þessa grunnhugmynd má síðan bæta ýmsum tilbrigðum. Þannig mætti hugsa sér, að yfir- vinnukaup héldist óbreytt, þar til ákveðnum fjölda vinnustunda væri náð, en þá lækkaði það veru- lega. Ennfremur mætti taka upp svipað fyrirkomulag og tíðkast víða erlendis, þar sem yfirvinna er greidd með auknum frítíma. Nefndin ræddi einnig þann möguleika að yfirvinna yrði gerð svo dýr, að atvinnurekandinn teldi sér ekki fært að greiða hana. Niðurstaða nefndarinnar var hins vegar sú, að þetta fyrirkomulag hefði í reynd verið alllengi við lýði, án nokkurs sýnilegs árang- urs í þá veru að draga úr vinnu- tíma. Jafnframt var talið, að þetta fyrirkomulag myndi leiða til vaxandi þrýstings frá launþeg- um til að fá aukavinnu, sem at- vinnurekandinn gæti átt erfitt með að standast, sérstaklega þar sem samkeppni um vinnuafl væri hörð. ■ Dagvinnulaun verði hækkuð Samkvæmt könnun Félagsvís- indastofnunar sögðust 70% þeirra, sem kváðu styttri vinnu- tíma henta sér betur, myndu draga úr yfirvinnu, ef dagvinnu- laun hækkuðu. Stjórnvaldsaðgerðir ■ Skattar af launagreiðslum fyr- irtækja verði í auknum mæli staðgreiddir Það er skoðun nefndarinnar, að upptaka staðgreiðslukerfis tekjuskatts einstaklinga um síð- ustu áramót komi til með að hafa töluverð áhrif á lengd vinnutím- ans, að minnsta kosti þegar fram í sækir. Þegar fólk stendur frammi fyrir því að horfa á þriðju hverja viðbótarkrónu, sem það aflar sér með aukavinnu, renna rakleiðis til ríkis og sveitarfélaga, kann það að hugsa sig tvisvar um, áður en það sækist eftir meiri yfir- vinnu. Að sumu leyti má segja, að staðgreiðslukerfi skatta hafi svip- uð áhrif og lækkun yfirvinnu- kaups, þar sem viðbótarvinnan skilar sér í reynd ekki á fullu verði til launþegans heldur á lægra verði/kaupi. Þetta kann því að reynast einhver mikilvægasta breyting í þá veru að draga úr vinnuálaginu, sem orðið hefur hér á landi um langa hríð. Nefndin telur mikilvægt, að haldið sé áfram á þessari braut, með því jafnframt að reyna að koma á staðgreiðslukerfi skatta hjá fyrirtækjum, fyrst og fremst «f launagreiðslum. ■ Yfirvinna verði takmörkuð með lögum Þessi tillaga kann að virðast býsna fjarstæðukennd við ís- ienskar aðstæður, þar sem menn virða jafnvel ekki núgildandi lagaákvæði um lágmarkshvfldar- tíma o.fl. Það er hins vegar álit nefndarinnar, að það þurfi meira en vinsamleg tilmæli til þess að stytta vinnudaginn á íslandi. Það krefst róttækra úrræða. Einmitt þess vegna er brýnt að fylgja hug- myndunum um styttri vinnutíma úr hlaði með löggjöf, þar sem sett verði þak á hámarksvinnutíma. Hér má til samanburðar nefna að Finnar, Svíar og Norðmenn hafa með lögum takmarkað leyfi- legan vinnutíma. Það er yfirleitt miðað við um 300 yfirvinnu- stundir á ári, eða sem svarar til 5-6 stunda á viku. Jafnframt er ákveðið svigrúm til þess að mæta sérstökum tilvikum, sem slltaf kunna að koma upp. Þannig er til dæmis sett þak á hámarksvinnu- tíma á viku, sem liggur talsvert fyrir ofan þetta mark, eða nálægt 10 yfirvinnutímum. Það er skoðun nefndarinnar, að það sé nauðsynlegt að lög- binda hámarksákvæði af þessu tagi, ef það á að vera einhver von til þess að stytta vinnutímann. Með framkvæmd þessara til- lagna væri stigið mikilvægt skref í átt til þess að draga úr því mikla vinnuálagi sem hér hefur verið landlægt um áratuga skeið. Hins vegar er alveg Ijóst, að þessar til- lögur hrökkva skammt, ef þeim e: ekki fylgt eftir með aðgerðum, bæði af hálfu stjórnvalda í þá veru að draga úr þenslu í efna- hagslífinu og eins og ekki síður á vettvangi fyrirtækjanna sjálfra til þess að tryggja, að þær breyting- ar sem þessu fylgja, leiði ekki til óhagkvæmni í rekstri og verð- hækkana. Árangurinn af þessum aðgerðum ræðst fyrst og fremst af því, hvernig til tekst með al- menna eftirspurnarstjóm í efna- hagslífinu og aðlögun fyrirtækja að breyttum aðstæðum. Fimmtudagur 28. júlí 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.