Þjóðviljinn - 28.07.1988, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 28.07.1988, Blaðsíða 10
LESENDABREF Æskan á að borga í okkar fagra og stórbrotna landi gerast undur mikil. Nálega í hverri frétt íslenskra fjölmiðla er sagt frá axarsköftum og aula- hætti ráðamanna þjóðarinnar. Manni gæti á stundum komið í hug að þeim væri ekki sjálfrátt, þvflík er eymdin og úrræðaleysið hvert sem litið er. Meira að segja er því haldið fram, að manni skilst í fullri alvöru, að landbún- aður sé eitthvert vandræða fyrir- . bæri í þessu samfélagi. Það er rétt eins og þessir vanhæfu ráðamenn séu með öllu ófróðir um þá stað- reynd að landbúnaðarafurðir og afli úr sjó hafa haldið lífinu í þess- ari þjóð um aldir og gera enn í dag, og mun svo verða um ó- komna tíð. Það virðist álitið að þegar búið er að leggja hinn hefðbundna landbúnað að velli í stórum landshlutum, þá sé vandinn leystur. Ráð fræðinga og spek- inga eru snjöll, eins og við er að búast. Vandinn er sem sé ekki annar en sá að byggja refabú og minka- á næstum hverri hunda- þúfu. Lausnin er einföld, hátt- virtir kjósendur í komandi haustkosningum. Pið ættuð ekki að vera í neinum vandræðum í kjörklefanum. En kosningar eru lífsnauðsyn fyrir þessa þjóð svo að núverandi ráðamönnum takist ekki að setja allt í brunarústir. Nú vita allir, sem eitthvað vita, að skinn af refum og minkum eru háð tískusveiflum. Auðvitað kemur að því eins og oftlega áður að þessi varningur verður með öllu verðlaus, þótt örfáar konur hafi nautn af að fela sín auðæfi í þess konar varningi öðrum til storkunar. Sjáanlega verða hér mörg Haf- skipsævintýri áður en langt um líður. Peningastofnanir lána hverjum sem hafa vill hundruð mijóna til hótelbygginga og versl- unarhalla. í þessum greinum hef- ur verið byggt langt um fram þarfir. Vaxtaokrið hér á landi er heimsmet miðað við verðtrygg- ingu, hvað sem bankastjórar baula, og er á góðum vegi með að leggja allan heilbrigðan atvinnu- rekstur í rúst. Erlend lán eru tekin sem aldrei fyrr í sögu þess- arar þjóðar. Fólk ferðast til ann- arra landa fyrir marga miljarða á ári, rétt eins og landið okkar hafi ekki upp á neina fegurð að bjóða. Og allir eru þessir miljarðar í raun erlent lánsfé. Svo er æsku- fólki og framtíðinni ætlað að borga brúsann. Stóriðjuraus er í mikilli tísku nú um stundir. Verði aukið við þá óheillaiðju mun það valda þessari þjóð ómældri ógæfu um ófyrir- sjáanlega framtíð. íslendingar eru látnir greiða rafmagns- kostnaðinn fyrir erlenda auðkýf- inga. Vel að verki staðið eins og fyrri daginn! Ofan á þennan ósóma allan eru svo viðhafðar hrokafullar yfirlýs- ingar ráðamanna svo að með endemum er. Og erum við, sem komnir erum á efri ár, þó ýmsu vanir. Gísli Guðmundsson Óðinsgötu 17, R. Lokaðí dag fimmtudaginn 28. júlí vegna jarðarfarar Höskuldar Stefánssonar Hrísnes hf. Auðbrekku 16, Kópavogi Holtaskóli Keflavík Kennara vantar að Holtaskóla næsta skólaár. Æskilegar kennslugreinar: stærðfræði, raun- greinar, samfélagsfræði og enska. Jafnframt er laus 1 staða verkmenntakennara. Skólinn er einsetinn og öll aðstaða mjög góð. Upplýsingar gefa skólastjóri í síma 92-15597 og yfirkennari í síma 92-11602. Dulbúnar auglýsingar Erfittfyrir bílkaupendur að leita réttarsíns. Upp á náð og miskunn umboða komnir Mig langar að gera athuga- semd við ákveðna tilhneigingu hjá Þjóðviljanum sem ég hef orð- ið var við undanfarin ár sem les- andi blaðsins. Um er að ræða um- fjallanir blaðsins um fyrirtækið „Bifreiðar og landbúnaðarvélar" sem flytur inn Lada-bifreiðar sem kunnugt er. Birtist þessi tilhneig- ing blaðsins m.a. í skrifum blaðs- ins um flutning áðurnefnds fyrir- tækis í nýtt og glæsilegt húsnæði fyrir skömmu. Birtist þá allstór grein á besta stað í blaðinu, vitn- að var í forstjórann í fyrirsögn og farið fjálglegum orðum um ár- angur fyrirtækisins á undanförn- um árum. Á ég erfitt með að skilja þetta þar sem um eitt mesta fjár- plógsfyrirtæki landsins er að ræða sem beitir siðlausum viðskipta- háttum ef því svo hentar og er undirritaður ekki einn um að hafa orðið fyrir barðinu á því. Fyrir um einu og hálfu ári keypti ég af þeim bfl sem reyndist allur rammgallaður þegar til kom. Átti ég bifreiðina í 10 mán- uði og á þeim tíma fór hún um 20 sinnum á verkstæði. Þegar ég fór fram á að fá hinni gölluðu vöru skilað, mætti mér þvflík ósvífni að öðru eins hef ég aldrei fyrr né síðar kynnst. M.a. ásakaði for- stjóri fyrirtækisins mig um fjár- kúgun þegar ég reyndi að ná fram rétti mínum. Leitaði ég með málið til lög- fræðings FÍB og fékk þar upplýst að kaupandi nýrra bfla er í raun upp á náð og miskunn seljanda kominn. Kærur og málaferli taki svo langan tíma að það borgi sig engan veginn að leita réttar síns þó að hann sé ótvíræður í svona tilfellum. Vona ég að framvegis standist siðferðisþrek blaðamanna Þjóð- viljans þá freistingu að hygla sið- lausum peningapungum, jafnvel þótt þeir auglýsi í blaðinu og flytji inn sovéskar vörur. Ólafur Ó. Guðmundsson Neðstaleiti 5, R. FRETTIR Skólastjóri ALÞÝDUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið Vesturlandi Sumarferð um A-Skaftafellssýslu Sumarferð Alþýðubandalagsins á Vesturlandi verður farin um verslunarm- annahelgina, 30. júlt-1. ágúst. Farið verður til Hornafjarðar á laugardaginn. Ferðast um nærsveitir á sunnudag. Gist verður 2 nætur i Nesjaskóla og er val um svefnpokapláss eða 2ja manna herbergi. Frekari upplýsingar gefa: Olafsvík - Herbert s: 61331 Dalir - Sigurjóna s: 41175. Hellissandur - Skúli s: 66619 Stykkishólmur - Þórunn s: 81421 Borgarnes - Sigurður s: 71122 Grundarfjörður - Matthildur s: 86715 Akranes - Ásdís - s: 12258 Munið eftir sundfötum, klæðnaði fyrir smágöngur og að hafa með nesti. Þetta er fjölskylduferð eins og áður. Gerum hana fjölmenna. KjördæmlsrAð Styrktarmannakerfi Alþýðubandalagsins Eyðublöð vegna styrktarmannakerfis Alþýðubandalagsins hafa verið send út til flokksmanna. Eru aliir hvattir til að taka þátt í styrktarmannakerfinu og koma útfylltum eyðublöðum til aðalskrifstofu. Góð þátttaka er grundvöllur öflugs starfs. Verum minnug hins fornkveðna að margt smátt gerir eitt stórt. Gjaldkeri Réttur A áttræðis aldri Tímaritið Réttur er nú komið á áttræðisaldur. Fyrsta hefti 71. árgangs kom nýlega út. Fyrstu tíu árin var Réttur gefinn út af Þór- ólfi í Baldursheimi en 1926 tóku sósíalistar við úgáfunni og hafa annast hana síðan. Ritstjóri Rétt- ar er Einar Olgeirsson. í nýjasta hefti Réttar kennir ýmissa grasa. Guðrún Ágústs- dóttir á þar grein um norrænt kvennaþing og Erla Sigurðar- dóttir skrifar um lífskjör græn- lenskra kvenna í Danmörku. „Verkfall á vori“ er fyrri hluti rit- verks eftir Pétur Hraunfjörð, hann kallar það reyndar brot. Margt fleira girnilegt lesefni er í þessu fyrsta hefti 71. árgangs Réttar. Sjúkraliðar Meiri framhaMsmenntun Evrópusambandsjúkraliða vill auka starfsmenntun. Viðvarandi skortur á sjúkraliðum. Gœti enn aukist Fulltrúi íslenskra sjúkraliða á dóttir formaður Sjúkraliðafélags þinginu var Kristín Guðmunds- íslands. Látúnsbarkinn Þessi eini þama Bjarni Arason á sólóplötu sjúkraliða, sem haldið var í Sand- efjord í Noregi í júnflok var aðal- Iega fjallað um menntun sjúkra- liða. I ályktun þingsins var lagt til að sjúkraliðar fái þriggja ára starfsmenntun og að þeim sé auðveldað framhaldsnám. Um öll Norðurlönd er fyrir- sjáanleg mikil vöntun á hjúkrun- arfólki til að hlynna að gömlu fólki og það eru fyrst og fremst sjúkraliðamir sem sjá um að- hlynningu þess. í samræmi við al- þjóða heilbrigðisáætlunina leggja hjúkrunarfræðingar aðallega áherslu á fyrribyggjandi störf auk stjórnunar- og rannsóknastarfa. Þess vegna taldi þingið að nauðsynlegt væri að nám sjúkra- liða yrði lengt, einkum hvað við- kemur hjúkrunarstörfum og að- hlynningu. 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Skífan hefur nú gefið út fyrstu sólóplötu Bjarna Arasonar; „Þessi eini þama“ sem inniheldur ellefu lög eftir hérlenda og er- lenda lagahöfunda. Lagahöfundar á plötunni eru Jakob Magnússon, Valgeir Guð- jónsson, Ragnhildur Gísladóttir og Bubbi Morthens. Aukinheld- ur syngur Bjarni erlend lög við íslenska texta. „Það stendur ekki á mér“ er til að mynda gamalt Badfinger lag sem Sverrir Storm- sker gerði skemmtilegan texta við. Bjarni Arason fylgir sólóplöt- unni eftir ásamt hljómsveit sinni Búningunum og spilar vítt og breitt um landið í sumar. Lands- menn eiga örugglega eftir að kynnast lögum á borð við: „Það stendur ekki á mér“, „í aðgerð“, „Undir tungunnar rót“ og „Á hverjum degi“ næstu mánuði.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.