Þjóðviljinn - 13.08.1988, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 13.08.1988, Blaðsíða 11
IÞROTTIR Fótbolti Enn tapar Þróttur FH og Fylkir endanlega búin að stinga önnur lið af. Selfoss og Tindastóll unnu sigra FH-Víðir.............3-2 (0-1) Já, Víðir hafði yfir í leikhléi 0-1 og var það Bjöm Ingimundarson sem skoraði mark þeirra. Víðir varð nánast að vinna þennan leik til að eiga möguleika á 1. deildar- sæti og því allt lagt í sölumar. í síðari hálfleik jafnaði Pálmi Jóns- son fyrir FH-inga en Heimir Fótbolti Pollamótá Skaganum 26 lið frá 13 félögum taka þátt í Hi-C mótinu á Akranesi um helg- ina. Er þetta í 4. skipti sem mótið er haldið og fer vegur þess sífellt vaxandi. Keppt verður í A- og B- liðum í 6. aldursflokki og verða keppendur um 300. Mótið hefst kl. 13.00 á föstu- dag og stendur til 15.00 á sunnu- dag. Væri því ekki úr vegi fyrir knattspyrnuáhugamenn á höfuð- borgarsvæðinu að bregða sér í Bogguna um helgina og fylgjast með stórskemmtilegri keppni áhugasamra stráka. -þóm Karlsson kom Víði yfir á nýjan leik. Ólafur Jóhannesson skoraði síðan fyrir FH og á lokamínútun- um tryggði Kristján Gíslason FH- ingum sigurinn og em þeir því enn lang efstir í deildinni. Fylkir-Þróttur.........1-0 (0-0) Fylkir fylgir FH-ingum sem skugginn sem fyrr og verða liðin áreiðanlega í 1. deild að ári. Þróttarar berjast við fall í 3. deild og em með mjög slæma stöðu eftir þetta tap. Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik en þá var nokkurt jafnræði með liðunum. Fylkir tók síðan öll völd á eigin velli í síðari hálfleik en uppskar þó aðeins eitt mark. Jón Bjarni Guðmundsson skoraði það þegar um 20 mínútur voru til leiksloka og eftir það var sigurinn aldrei í hættu. Tindastóll-ÍBV.......2-0 (1-0) Vestmannaeyingar fóm fýlu- ferð norður á Sauðárkrók og hirtu heimamenn þrjú stig í viðureigninni. Guðbrandur Guðbrandsson skoraði fyrra markið á 10. mínútu en Eyjólfur Sverrisson það síðara þegar um 4 mínútur vom til leiksloka. Selfoss-UBK..........1-0 Breiðablik hafði ekki heldur erindi sem erfiði í sinni för til Sel- foss. Heimir Bergsson skoraði eina mark leiksins og þurfa Blik- artiir að taka sig á eigi þeir ekki að falla í 3. deild. -þóm 3. deild Stjarnan upp Stjarnan f Garðabæ er nánast örugg upp f 2. deild eftir tap helsta keppinautarins, Grinda- vfkur, fyrir Reyni SandgerSi, 2-1. Valþór skoraði fyrst fyrir Reyni en Páll Björnsson jafnaði fyrir leikhlé. í síðari hálfleik bætti Jón- as Jónasson öðru marki við enda þótt Reynismenn væru aðeins tfu á vellinum. Grindavfkingar virð- ast nú hafa misst af lestinni en þeir misnotuðu vítaspyrnu f leiknum. -þóm Fram vann ÍBÍ Framstúlkur unnu loks sigur f 1. deildinni er þær bóru sigurorð af ísflrðingum 2-0 í gærkvöldi. Brynhildur Þórarinsdóttir og Lára Eymundsdóttir skoruðu mörkin i þessum langþráða sigri. Golf Landsliðið kunngjört Norðurlandamótið í golfl verð- ur haldið hér á landi í ár, á Hólmsvellli við Leiru 20.-21. ág- úst. Landsliðseinvaldar íslend- inga, Jóhann R. Benediktsson og Krístín Pálsdóttir, hafa valið keppendur íslendinga á mótinu sem eru: Karlar: Hannes Eyvindsson, GR Hilmar Björgvinsson, GS Sigurður Sigurðsson, GS Sveinn Sigurbergsson, GK Tryggvi Traustason, GK Úlfar Jónsson, GK Konur: Ásgerður Sverrisdóttir, GR Karen Sævarsdóttir, GS Ragnhildur Sigurðardóttir, GR Steinunn Sæmundsdóttir, GR Pá hafa íslendingar sem móts- haldarar rétt á aukakeppendum í einstaklingskeppninni og bætast þá þau Björn Knútsson, Gunnar S. Sigurðsson, Sigurjón Agnars- son og Alda Sigurðardóttir í hóp- inn. Það verður spennandi að sjá hvernig landsliðinu okkar vegnar að þessu sinni því ofantaldir kylf- ingar eru hver öðrum sterkari. Úlfar Jónsson náði t.a.m. mjög góðum árangri á sterku móti í Sviss á dögunum og ekki má gleyma Islandsmeisturunum, Sigurði Sigurðssyni og Steinunni Sæmundsdóttur. -þóm England Venables boðar breytingar Steve Hodge seldur til Nottingham Forest Terry Venables er maður brcytinganna, svo mikið er víst. Hann hefur f gegnum tíðina sætt gagnrýni fyrir að kaupa leikmenn Frjálsar Hver að verða síðastur Nú er aðeins um hálfur mánuð- ur í Reykjavíkurmaraþon ‘88, en þetta er flmmta árið í röð sem hlaupið fer fram. Skráningar- frestur er að renna út, því eftir 15. ágúst tvöfaldast þátttöku- gjaldið. Að vanda geta hlauparar valið um þrjár vegalengdir, 7 km, 21 km og 42 km og því geta allii fengið eitthvað við sitt hæfi. Skráning fer fram hjá Ferðaskrif- stofu Urvals, sími 28522. -þóm dýrum dómum en hann selur einnig fjölda leikmanna. Venab- les er nú framkvæmdastjóri hjá Tottenham og nýjustu fregnir herma að Steve Hodge hafi verið seldur frá félaginu en Brian Clough, stjóri hjá Nottingham Forest, snaraði 575 þúsund pund- um á borðið hjá Venebles fyrir kappann. „Það tuða allir um að ég eyði allt of miklum peningum, en ég fæ ekki betur séð en við endur- heimtum féð með því að selja,“ sagði Venables eftir þessa sölu. Hann tók við af David Pleat sl. nóvember og hefur gert margar breytingar á liðinu síðan. Hann seldi Clive Allen til Bordeaux, Belgíumanninn Nico Claesen til Antwerpen og vamarmanninn Neil Ruddock til Millwall, auk þess að selja Hodge nú. Hann keypti líka Paul Gascoigne frá Newcastle og Paul Stewart frá Manchester City fyrir mikið fé svo ekki veitir af peningunum. Steve Hodge kostaði Totten- ham 650 þúsund pund þegar hann kom frá Aston Villa í desember 1986. Hann fann sig aldrei veru- lega hjá Lundúnaliðinu og missti m.a. sæti sitt í enska landsliðinu. Hodge hóf einmitt feril sinn hjá Nottingham Forest á sínum tíma. -þóm Borðtennis Námskeið í Garðabæ Stjarnan stendur fyrir Borð- tennisskóla í íþróttahúsinu Ás- garði I vikuna 15.-21. ágúst. Verð á námskeiðið er 2000 krónur. Námskeiðunum er skipt í tvo hópa, byrjendur og yngri en 12 ára annars vegar og fyrir lengra komna hins vegar. Fyrrnefndi hópurinn verður kl. 10-12.30 og þjálfari Albrecht Ehmann en sá síðamefndi kl. 17.30-20.00 með Stefán Konráðsson sem þjálfara. Allar nánari upplýsingar fást í símum 656866 og 46409. -þóm DAGVIST BARIMA Dagvist barna í Reykjavík óskar að ráða starfsfólk á dagheimili, leikskóla og skóla- dagheimili í flestum hverfum bæjarins. Um er að ræða eftirtalin störf: * Almenn uppeldisstörf. * Störf við þjálfun fatlaðra barna. * Aðstoðarstörf á deildum. ^ Matreiðslu- og eldhússtörf. Möguleikar eru á vistun barna starfs- fólks í dagvist. Upplýsingar gefa forstöðumenn dagvistarheim- ila Dagvist barna og umsjónarfóstrur Húsvörður óskast í fullt starf fyrir 72 íbúða sambýlishús. Aðeins umgengnisgott og reglusamt fólk kemur til greina. Húsvörður annast minni háttar viðhald og hefur umsjón með umgengni og ræstingu. Góð íbúð fylgir starfinu. Nánari upplýsingar gefur Birgir Ottósson hús- næðisfulltrúi í Félagsmálastofnun Reykjavíkur- borgar, Síðumúla 34, sími 685911. Umsóknir er greini aldur og fyrri störf, sendist Starfsmannahaldi Reykjavíkurborgar, Pósthús- stræti 9, á eyðublöðum sem þar fást fyrir 20. ágúst n.k. ST. JÓSEFSSPÍTALI, LANÐAKOTI Ritari óskast á bókasafn frá 1. september 1988 Ensku- og vélritunarkunnátta áskilin. Upplýsingar gefa bókaverðir í síma 19600/264 frá kl. 8-16. Tilkynning til söluskattsgreiðenda Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á því, að gjalddagi söluskatts fyrir júlímánuð er 15. ágúst. Ber þá að skila skattinum til innheimtumanna ríkissjóðs ásamt söluskattsskýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið Laugardagur 13. ágúst 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.