Þjóðviljinn - 24.08.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 24.08.1988, Blaðsíða 4
Hraðakstur er orsök margra slysa. Miðum hraða alltaf við aðstæður, m.a. við ástand vega, færð og veður. Tökum aldrei áhættu! m|um 'RÁÐ FRETTIR ALÞYÐUBANDALAGIÐ Opnir fundir á Austurlandi í tengslum við vinnufund þingflokks Alþýðubandalagsins á Hall- ormsstað í ágústlok boðar þingflokkurinn í samvinnu við kjördæmis- ráð á Austurlandi til fimm opinna stjórnmálafunda þar sem þingmenn ræða Iandsmálin og áherslur Alþýðubandalagsins. Fjórir fundir verða samtímis, mánudagskvöldið 29. ágúst kl. 20.30. Egilsstöðum, framsögumenn Steingrírmjr-4r-Sigfússon, Guðrún Helgadóttir og Geir Gunnarsson. Seyðisfirði, framsögumenn Ólafur Ragnar Grímsson og Hjörleifur Guttormsson. Reyðarfirði, framsögumenn Svavar Gestsson og Skúli Alexanders- son. Breiðdal, Staðarborg, framsögumenn Ragnar Arnalds og Margrét Frímannsdóttir. Síðdegis miðvikudaginn 31. ágúst heimsækja þingmenn Neskaup- stað og um kvöldið kl. 20.30 verður fundur í Egilsbúð þar sem fluttar verða framsöguræður og þingmenn sitja fyrir svörum. Fundirnir eru öllum opnir. Fjölmennið og kynnist stefnu og úrræðum Alþýðubandalagsins! Þingflokkur Alþýðubandalagsins Kjördæmisráð AB á Austurlandi ABR Borgarmálaráðsfundur Fyrsti fundur borgarmálaráðs að loknu sumarleyfi verður í dag miSvikudaginn 24. águst kl. 17.00 að Hverfisgötu 105. Rætt um borgarmálin á komandi hausti og starfið framundan. Borgarmálaráð ABR Bæjarmálaráð ABK Fundur um húsnæðismál Nk. mánudag 29. ágúst kl. 20,30 verður haldinn fundur í Þingh^l í Hamraborg í Kópavogi. Fundarefni: 1) Húsnæðismál. 2) Önnur mál. Félagar eru hvattir til að mæta. Stjórnin ÆSKULYÐSFYLKINGIN Úthafsrækja á úrvalsverði i/ Erum að selja úthafsrækju, stóra og girnilega. Frábært verð. Sendum heim. Upplýsingar í síma 17500 á skrifstofutíma. Æskulýðsfylking Alþýðubandalagsins Norrœnir bankamenn Starfsmenntun og atvinnuöryggi Eitt hundrað norrœnir bankamenn áfrœðsluráðstefnu íReykjavík. Anker Jörgensen flytur erindi um Norðurlöndin og Evrópu Rösklega eitt hundrað norræn- ir bankamenn sitja fræðslu- ráðstefnu í Reykjavík dagana 24.- 26. þessa mánaðar. Yflrskrift ráðstefnunnar er Góð starfs- menntun — besta atvinnuöryggið. Fjölmörg erindi verða flutt um störf bankamanna, menntun þeirra og starfsþjálfun. Sérstakur gestur ráðstefnunn- ar verður Anker Jörgensen, fyrr- verandi forsætisráðherra Dan- merkur, og flytur hann erindi um Norðurlöndin og önnur Evrópu- lönd, Evrópubandalagið, sam- skipti Norðurlanda og annarra 'Evrópulanda á sviði efnahags- og atvinnumála o.fl. Jón Sigurðsson viðskiptaráð- herra flytur erindi við upphaf ráðstefnunnar og fjallar meðal annars um þjóðfélagsleg viðhorf til bankaþjónustu og menntunar bankamanna. Fulltrúar allra Norðurland- anna leggja fram efni til umfjöll- Anker Jörgensen fyrrv. forsætisráðherra Dana flytur erindi á Hótel Sögu á fimmtudagskvöld. unar og að auki talar Thierry No- yelle, aðstoðarframkvæmdastjóri Columbiaháskóla í Bandaríkjun- um. Hann reifar niðurstöður nýrrar skýrslu Efnahags- og þró- unarstofnunarinnar um þróun þjónustu banka og annarra fjármála- og viðskiptastofnana. Norræna bankamannasam- bandið skipuleggur ráðstefnuna með aðstoð Sambands íslenskra bankamanna. Á dagskránni eru m.a. heimsóknir í Bankamanna- skólann, Seðlabanka íslands og fræðslumiðstöð Landsbanka ís- lands í Selvík. Fiskútflutningur Biöröö eftir söluleyfum Vilhjálmur Vilhjálmsson: Ásókn íað selja karfa og ufsa á markað í Þýskalandi Því er ekki að neita að það hef- ur viljað brenna við nú að undanförnu að útgerðarmenn skipa og báta hafa staðið i biðröð hérna þegar ég hef mætt í vinnuna árla morguns í von um að geta bókað sölu á ufsa og karfa á markað í Þýskalandi, sagði Vil- hjálmur Vilhjálmsson hjá Lands- sambandi íslenskra útvegsmanna við Þjóðviljann. Á fundi kvótanefndar viðskipt- adeildar utanríkisráðuneytisins sl. föstudag var úthlutað leyfum fyrir útflutning á 350 tonnum af þorski og ýsu með gámum á Bret- landsmarkað. Þá fengu tveir tog- arar og einn bátur heimild til að selja þar í landi 300 tonn í næstu viku. Þetta eru Sigurey BA, Ottó Wathne NS og Oskar Halldórs- son RE. Þá selja í Þýskalandi í næstu viku Már SH, Haukur GK og Happasæll KE. Búist er við að þýski ferkfiskmarkaðurinn fari að styrkjast þegar líður á haustið. Fiskverð á Bretlandsmarkaði þykir vera all sæmilegt um þessar mundir og í gærmorgun seldi Bergey VE í Hull og Heiðrún ÍS í Grimsby. Að meðaltali fór kílóið á 70-75 krónur. -grh Akranes Hræ í vatnsbóli Rotnandi kind lá í nokkra daga í Berjadalsá Asíðasta miðvikudag fíarlægði bæjarstarfsmaður á Akranesi hræ af kind úr Berjadalsá. Lá út- kroppað hræið rétt fyrir ofan stíflu vatnsveitunnar á Akranesi og hafði kindin verið að rotna þar í nokkra daga. Að sögn Skagablaðsins er þetta ekki í fyrsta sinn sem dauð skepna endar í vatnsbóli Skaga- manna. Þó tilhugsunin um hræið sé eflaust ekki lystaukandi, þá á mengun af þessu tagi ekki að koma að sök fyrir tilstilli hreinsi- tækja vatnsveitunnar. Almenn- ingur er samt góðfúslega beðinn að láta vita um leið og dauðar skepnur finnast í eða við vatns- bólið. mj Heimsókn Ráðheira fra Kína Varautanríkisráðherra Kína hr. Zhou Nan, ásamt fylgdar- liði, dvelur á íslandi 25. til 29. ágúst n.k. í boði Steingríms Her- mannssonar, utanríkisráðherra. Auk viðræðna við utanríkis- ráðherra mun varautanríkisráð- herrann m.a. hitta að máli forsæt- isráðherra og samgönguráð- herra. Jafnframt mun varautanr- íkisráðherrann heimsækja Al- þingi í boði forseta Sameinaðs þings. Varautanríkisráðherrann mun einnig skoða söfn í Reykjavík og heimsækja Vestmannaeyjar og Þingvelli. HVERNIG EIGNASTU SPORTBÍL OG SPÍTTBÁT ?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.