Þjóðviljinn - 24.08.1988, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 24.08.1988, Blaðsíða 9
MENNING Efnahagsástandið, eftir Kristínu, „mér varð hugsað til Islands og..." ákveðið nafn. Petta er einmitt eitt þeirra. - Þetta verk sem ég er með mynd af heitir Efnahagsástandið, segir Kristín. - Ég fór að fást við að mála fiska þegar ég var á ferðalagi í Mexico í janúar sfð- astliðnum. Þá kom ég meðal ann- ars í lítið fiskiþorp þar sem lífið var ákaflega einfalt, eiginlega eins og beint út úr Sölku Völku þar sem lífið er saltfiskur, allt snýst um fiskinn. Mér varð hugs- að til íslands, og þar við bættist að þeir fslendingar sem maður hitti töluðu helst ekki um annað en efnahagsmálin. Myndverkur Hvernig hefur þér gengið að starfa sem Hstamaður á þessum tveimur árum eftir að þú laukst námi? - Þegar ég var búin í skólanum var ég mjög spennt að reyna að stjórna sjálf minni vinnu, og sjá hvort mér yrði eitthvað úr verki. í skóla er alltaf visst aðhald sem er hvati við vinnuna, það er fylgst með manni, maður fær gagnrýni á það sem maður vinnur að, og þar er alltaf einhver umræða í gangi. - Mín reynsla af þessum tveimur árum hefur verið mjög jákvæð, ég hef getað unnið úr mínum hugmyndum á persónu- legri hátt en ég hefði annars gert, en hinsvegar sakna ég umræð- unnar, og finnst mig stundum vanta viðbrögð annarra við því sem ég er að gera. Mér finnst ég hafa grætt mikið á þessu, og er fegin að ég fór ekki beint yfir í annan skóla, þó að núna geti ég vel hugsað mér að fara í fram- haldsnám í eitt til tvö ár. - Heyrðu, ég er búinn að skíra verkið, segir Jóhannes. - Það heitir Myndverkur. Eins og ég minntist á áðan er þetta eitt af þeim verkum þar sem útkoman er allt önnur en upphaflega hug- myndin, og samfara þeirri þróun komu upp ýmsar hugmyndir sem ollu vandræðum með nafngiftina. Hún varð eiginlega hálfgerður verkur hjá mér þessi nafngift, og þess vegna er réttast að þetta heiti Myndverkur. Annars er þetta verk sem hefur ákveðna höfðun til verkamannavinnu. Þú átt við vegavinnu? - Nei, almennrar verkamannavinnu. Annars finnst mér ekki vera mitt verk að ákvarða hvað fólk á að upplifa þegar það horfir á verkin. Ég held að það verði sjálft að ákveða hvaða áhrifum það verður fyrir við skoðun myndverka. Aldrei fullnuma Einhver framtíðaráform? - Ég klára skólann í vor, og þá kemur að því að fara að vinna „sjálfstætt" ef svo má að orði komast. Svo er ég með þessa hug- mynd í kollinum um áframhald- andi nám við skóla, en í sjálfu sér held ég ekki að fólk verði nokk- urn tíma fullnuma. Það er þannig endalaust nám sem maður á fyrir höndum. - En ég ætla að minnsta kosti að reyna að vinna eins mikið og ég mögulega get að minni list í að minnsta kosti tvö ár að loknu námi, og þá verður kannski kom- inn tími til að ákveða hvort ég fer út í framhaldsnám, eða held áfram á mínu eigin róli. - Mér hefur tekist að sanna fyrir mér að ég hætti ekki að mála án aðhalds skólans, segir Kristín, - svo ég held áfram. Núna í haust flyt ég til Hvanneyrar í Borgar- firði þar sem ég verð með vinnu- aðstöðu og ætla að reyna að vinna sem mest. Ég hef trú á því að þar sé meirá næði til að vinna en í stórborg, og verður örugglega mjög ólíkt þeim aðstæðum sem ég hef unnið við hingað til. - í janúar fer ég svo aftur til San Francisco og verð þar að minnsta kosti fram á vor, jafnvel lengur. Það fer allt eftir því hvort ég fer í framhaldsnám eða ekki, það er allt óráðið ennþá. Sérstaklega veðrið... Er einhver sérstök ástæða fyrir sýningunni, önnur en sú að sýna fólki það sem þið hafið verið að gera og fá viðbrögð þess við því? Eru þetta kaflaskil á einhvern hátt? - í raun og veru ekki, segir Kristín. - En sýning er í sjálfu sér viss kaflaskil, það er allt önnur tilfinning að sjá verkum sínum stillt upp á sýningu, en að sjá þau þegar maður hefur verið á kafi í þeim á hverri stund sem gefst. Hlutirnir taka sig allt öðruvísi út þegar þeim hefur verið stillt upp og maður stendur sjálfur utan við þau og horfir á þau. Hvernig er að vera allt í einu kominn aftur til Islands eftir dvöl- ina í San Francisco? - Maður sér hlutina allt öðrum augum en áður. Finnst vera svo margt sem gæti verið miklu betra, sérstaklega veðrið. En okkur finnst íslendingar standa sig mjög vel í sambandi við listir, bæði listamenn og almenningur, hér er mikill og almennur áhugi á list- um, mun meiri en erlendis. Sýning Kristínar og Jóhannes- ar verður Undir pilsfaldinum dagana 27. ágúst til 7. september. Að opnunardeginum undantekn- um verður hún opin daglega á millikl. 15:00 og 21:00. LG Kór Langholtskirkju Vetrarstarf ið kynnt Messa íe-moll eftir Bruckner og Kantata Gunnars Reynis Sveinssonar fluttar í vetur Félagar Kórs Langholtskirkju kynntu fyrirhugað vetrarstarf sitt á dögunum, en áætlað er að það hefjist af fullum krafti í byrjun september. Á dagskránni eru þrennir stórir tónleikar auk tón- leikaferðar um Norðurland, og fá kórfélagar þá vonandi uppfyllta langþráða ósk sína um að komast í Grímsey. Fyrsta verkefni vetrarins verða tónleikar kenndir við austurríska tónskáldið Anton Bruckner (1824-1896). Hugmyndin að tón- leikunum varð til fyrir rúmi ári þegar Jóni Stefánssyni kórstjóra var gefinn tónsproti sem Bruc- kner átti og notaði þegar hann starfaði við St. Florian klaustrið. Fyrirhugað er að tónleikarnir verði um miðjan nóvember, en á efnisskránni verða flestar mótett- ur Bruckners auk e-moll messu hans, fyrir kór og fimmtán blás- ara, og verður það í fyrsta skipti sem messa eftir Bruckner er flutt hér á landi. Tónleikunum ætlar Jón að stjórna með sprotanum góða, eftir því sem kraftar leyfa, en hér mun vera á ferðinni gripur í þungaviktarflokki. Árlegir jólatónleikar kórsins verða haldnir þann 16. desemb- er, og verða þá fluttir jólasöngvar og tónverk tengd jólum og að- ventu. Eftir jól verður tekið til við æfíngar á Kantötu Gunnars Reynis Sveinssonar, Á jörð ertu kominn, en sem kunnugt er féll flutningur hennar á Listahátíð 1988 niður vegna veikinda tón- skáldsins. Kantatan er samin við texta Birgis Sigurðssonar, og verður flutt af kór, einsöngvur- um, blásarakvintett og jasssveit. Kórinn hefur farið í utanlands- ferðir á þriggja til fjögurra ára fresti undanfarin ár, og er nú í gangi undirbúningur fyrir ferð hans til Bretlandseyja vorið 1990. Félagslíf kórsöngvara er með miklum blóma sem endranær, svo sem ýmis fjáröflunarstarf- semi, en kórstarfið er langt frá þ. í að vera kostnaðarlaust. Sem dæmi má nefna að nóturnar fyrir söngvara í e-moll messunni kosta um 20.000 krónur. Raddþjálfari kórsins er Ólöf Kolbrún Harðardóttir. Nú stend- ur yfir skráning nýrra kórfélaga, en hægt er að bæta við nokkrum í allar raddir, og er fólk beðið að sækja um fyrir 1. september í síma 84513, eða 71089. LG Hafnargallerí Guðbjörg og Inga Þórey sýna Á morgun lýkur samsýningu Ingu Þóreyjar Jóhannsdóttur og Guðbjargar Hjartardóttur í Hafnargalleríi í Reykjavík. Báð- ar hafa þær lokið námi úr Nýlista- deild M.H.Í. Guðbjörg stundar nú nám við Slade School of fine arts í London en Inga heldur út til frekara náms í Vínarborg n.k. haust. Til sýnis eru olíumálverk unnin síð- astliðinn vetur. Hafnargallerí er til húsa á ann- arri hæð bókaverslunar Snæ- bjarnar í Hafnarstræti og er gengið inn um aðaldyr verslunar- innar. Opið er á verslunartíma. Þýðingar Langafi drullumallar gefin út í Tókíó Nýlega kom út í Tókíó bókin Langafi drullumallar, eftir Sig- rúnu Eldjárn, og er textinn bæði á japönsku og esperantó. Ragnar Baldursson þýddi bók- ina á esperantó, en Ohyama Sari yfír á japönsku. Túnglið Myndir fyrir nornir og böðla Hjá bókafélaginu Túnglinu er komin út bókin Myndir fyrir nornir og böðia, eftir þá Jón Egil Bergþórsson og Sveinbjörn Gröndal. Teikningar í bókinni eru eftir Helgu Óskarsdóttur. Þeir Sveinbjörn og Jón Egill, sem eru 28 ára gamlir Reykvík- ingar, skrifuðu bókina í samein- ingu fyrir um fimm árum; ýmsar þolraunir og þróunarstig hand- ritsins hafa tafið útgáfuna hingað til. Ný Ijóðabók Örugglega ég Út er komin ljóðabókin Ör- ugglega ég, eftir Onnu Svanhildi Björnsdóttur. í bókinni eru 24 ljóð ásamt litprentuðum vatns- litamyndum eftir Blöku Jóns- dóttur. Benedikt Gunnarsson gerði kápumynd. Ljóð eftir Onnu hafa áður birst í Lesbók Morgunblaðsins. Bókin er útgefin af höfundi og prentuð í prentsmiðjunni Odda í 500 tölu- settum eintökum. Bókin mun fyrst um sinn fást hjá höfundi og í Bókaverslun Lárusar Blöndal. Anna Svanhildur Miðvikudagur 24. ágúst 1988 ÞJOÐV' ólÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.