Þjóðviljinn - 24.08.1988, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 24.08.1988, Blaðsíða 13
Pólland Fleiri verkföll Stjórnvöld í Varsjá báru sig cinkar aumlega í gær og sökuðu fylgismenn Samstöðu um að reyna að svínbeygja sig með vinn- ustöðvunum, „reiða verkfalls- vopnið til höggs." Enn fjölgar þeim verkamönnum sem ekki hafast að og krefjast þess að frjáls verkalýðsfélög fái að starfa í Pól- landi. Málsvari ráðamanna, Jerzy Urban, sagöi á fréttamannafundi í gær að húsbændur sínir myndu ekki taka upp samningaviðræður við Lech Walesa til þess að binda enda á verkföllin í landinu. „Það kemur ekki til greina að taka upp pólitískar viðræður við menn sem reiða verkfallsvopnið til höggs og setja okkur afarkosti." Skömmu áður en fundur Ur- bans hófst komu forystumenn verkfallsmanna að máli við fréttamenn og greindu þeim frá því að starfsmenn slippsins í Gdansk hefðu lagt niður vinnu. Þar vinna að jafnaði 2.000 menn. Síðar staðhæfði fréttamaður útvarpsins í borginni að verkfalls- menn í slippnum væru ekki nema 80 talsins. Forystumenn verka- manna kváðu ekkert unnið við tvo helstu hafnarbakka Gdansk né heldur í þrem skipasmiðjum, þar á meðal í Lenín-skipasmiðj- unni þar sem Walesa starfar. Yfirvöld í kolanámubænum Jastrzebie í suðri ákváðu í gær að banna mönnum að stíga út fyrir dyr húsa sinna frá sólarlagi til sól- arupprásar. í bæ þessum lúra fjórar kolanámur auðar og yfir- gefnar því námamenn eru í verk- falli. Ráðamenn í Varsjá létu það boð út ganga í gær að nefnd á vegum þjóðþingsins myndi funda þann 31. þessa mánaðar og ræða efnahagsástandið í ljósi þess skaða sem verkföllin að undan- förnu hafa valdið „pólskum þjóð- arhag." Reuter/-ks. ERLENDAR FRETTIR Skák Speelman sigraði Fimmtu skák ensku stórmeistaranna Jonathans Speelmans og Nigels Shorts í Lundúnum lauk með jafntefli í gærkveldi. Sá hálfi vinningur nægði þeim fyrrnefnda til sigurs í einvíginu. Lokastaðan varð því Speelman: 3,5 - Short: 1,5. Short varð að vinna skákina til þess að geta gert sér vonir um aukakeppni um þátttöku í undan- úrslitum heimsmeistarakeppn- innar. En fljótlega eftir að þeir hófu taflið í gær fór annar riddara Speelmans að sprella, setti Short út af laginu og veikti stöðu hans á drottningarvæng. Speelman vann peð og skömmu síðar bauð Short jafntefli sem jafngilti því að gefa einvígið. Þá var staða hans mun lakari. Þeir félagar munu ekki tefla sjöttu og síðustu skákina enda þjónar það engum tilgangi. Þess í stað munu þeir keppa í hraðskák. Reuter/-ks. fifi Eystrasaltsríkin Smáþjóðir minnast „griðasáttmála Fundað íEistlandi, Lettlandi og Litháen ígœrþvíþá voru liðin rétt39 árfráþvíSovétmenn og Þjóðverjar sömdu um endalok sjálfstœðis ríkjanna þriggja Igær voru liðin rétt 39 ár frá því Sovétmenn og Þjóðverjar gerðu mcð sér „griðasáttmála" sem olli því m.a. að þrjú sjálfstæð ríki á austurströnd Eystrasaltsins urðu sovésk; Eistland, Lettland og Litháen. Þessa minntust menn í löndun- um þremur í gær. í Tallinn, höf- uðborg Eistlands, kröfðust ræðu- menn á fjöldafundum fullveldis á ný og þekktur sagnfræðingur kvað ráðamenn enn bera út lygar um aðdragandann að innlimun landanna þriggja í sovéska lýð- veldasambandið. Rússneskir og eistneskir ræðu- menn ávörpuðu fjölmenni í Linnahall tónleikasalnum í Tal- linn. 8.000 áheyrendur hlýddu á þá færa rök fyrir því að staðhæ- fingar hinna opinberu sögubóka um að íbúar Eystrasaltsríkjanna hefðu af fúsum og frjálsum vilja orðið þegnar Sovétríkjanna væru helber heilaspuni. Þvert á móti hefði leynisamningur Ribbent- rops og Molotovs (utanríkisráð- herra Hitlers og Stalíns) verið um það m.a. að þjóðirnar þrjár yrðu nauðugar viljugar að binda trúss sitt við bóndann í Kreml. Ræðumenn kröfðust þess að sovéskir ráðamenn viðurkenndu að samningur þessi hefði verið Utifundur í Tallinn, höfuðborq Eistlands. gerður og gæfu hann út á prenti þannig að hver og einn gæti gengið úr skugga um innihald hans. „Undirritun samningsins olli hernámi Eistlands," sagði kunnur sagnfræðingur frá Moskvu, Júrí Afanasejev að nafni. „Hvergi á byggðu bóli hefur saga nokkurs lands verið fölsuð í sama mæli og saga Sovétríkj- anna," sagði Afanasejev að auki. Það væri alkunna að leynisamn- ingur ráðamanna í Berlín og Moskvu hefði verið gefinn út á Vesturlöndum árið 1948 „og sér- hver skólakrakki hefur aðgang að honum. En við þráumst við og höldum því enn fram að hann hafi aldrei verið gerður." Hinsvegar galt Afanasejev var- huga við því að menn færu að krefjast þess að Eistland yrði sjálfstætt á ný því það „...gæti leitt til meiri harmleiks en við get- um gert okkur í hugarlund." Um 5.000 manns voru f sjálfum tónleikasalnum á meðan fundur- inn fór fram en á að giska 3.000 manns voru í hliðarsal og hlýddu á ræður manna um hátalarakerfi. Fundur þessi fór fram með sam- þykki stjórnvalda. Fyrr í gærdag var haldinn ann- ar fundur í Tallinn, einnig með heimild ráðamanna, utandyra, nánar tiltekið í Hirve-almenn- ingsgarðinum. Þar voru um 2 þúsund manns saman komin og veifuðu fjölmargir þjóðfána Eist- lendinga, í svörtum, bláum og hvítum litum. Einn ræðumanna sagði alls ekki nóg að landsmenn gerðu sér grein fyrir því að þjóðin hefði sætt afarkostum árið 1940 heldur yrðu þeir að draga rökréttar ályktanir af þeirri vissu sinni: krefjast aðskilnaðar frá sovéska lýðveldasambandinu, krefjast fullveldis. Fréttir herma að stjórnvöld hafi einnig heimilað fundarhöld í höfuðborgum Lettlands og Lit- háens, Rígu og Vilníus. Reuter/-ks. Efnavopn Irakar sannir að sök Sérfrœðingar S. Þ. sanna aðþeir vörpuðu sinnepsgassprengjum á íransktþorp Nefnd sérfræðinga á vegum Sameinuðu pjóðanna greindi frá því í gær að Irakar hefðu gerst sekir um að beita sinnepsgasi gegn íranskri alþýðu í öndverð- um þessum mánuði. íraskir flug- liðar hafi varpað gassprengjun- um út úr vélum sínum er þeir voru yfir miðbiki bæjar nokkurs í íranska Azerbaidsjan, norðan ír- aks. „Það er okkur mikið hryggðar- efni að hafa komist að því að ...þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir frá Sameinuðu þjóðunum hafa efnavopn verið notuð gegn ír- önskum borgurum steinsnar frá miðbæ þar sem útilokað var að verjast árás með þesskonar vopn- um," sögðu sérfræðingarnir á fréttamannafundi í New York í gær. Skýrsla þeirra er afrakstur vettvangsrannsókna í bænum Os- hnavijeh sem liggur um 200 kíló- metrum sunnan landamæranna að Sovétríkjunum. Þar dvöldust þeir dagana 12.-14. ágúst en þann 2. vörpuðu írakar efnasprengj- unum á bæinn. Stjórnvöld í Te- heran segja að 2.680 manns hafi orðið að leita sér lækninga af völdum sinnepseitrunar. Nefndin komst að þessum nið- urstöðum: „ A. Bein skoðun fórnarlamba í Oshnavijeh leiddi ótvírætt í Ijós að sýking þeirra stafaði af beitingu efnavopna og einkennin voru dæmigerð fyrir afleiðingar af notkun sinnepsgass. B. Efnagreining staðfesti að sinnepsgas var í jarðvegi og um- hverfi miðbæjarins. C. Af rannsókn á sprengju- leifum, járnflísum og fram- leiðslunúmerum, sem fundust á vettvangi, má draga þá ályktun að sprengjum af sömu gerð og beitt var sannanlega árin 1984, 1986, 1987 og 1988 hafi enn á ný verið beitt gegn írönskum borg- urum, nú í Oshnavijeh. Það má geta þess að lokum til fróðleiks að þann 2. ágúst síð- astliðinn, daginn sem írakar úð- uðu sinnepsgasinu á alþýðu manna í íran í trássi við guðs og manna lög, stóð utanríkisráð- herra Bagdaðstjórnarinnar í stríðu friðarmakki í New York enda var vopnahlé í sjónmáli. Reuter/-ks. Burma Fjölmenni mótmælir Allt stórslysalaust þótt hálfmiljón manna hafi gengið um götur ítrássi við herlög Rúm hálf miljón manna tók þátt í friðsamlegum mótmælaaðgerðum í Burma í gær. Gekk fólkið fylktu liði um götur og stræti borga og krafðist þess að hin svonefnda „sósíalista- stjórn" landsins segði af sér eftir 26 ára óstjórn. Hermenn voru hvarvetna á varðbergi í Rangún, .höfuðborg landsins, en þeir höfijust ekki að að þessu sinni þótt herlög séu enn í gildi og „lögbrjótar" hafi verið að minnsta kosti eitt hundrað þúsund talsins. Göngumenn báru borða og spjöld og hrópuðu að auki slagorð sín, t.a.m. að þeir sættu sig ekki við neitt annað en lýðræði. Á einum borðanna stóð: „Þetta er okkar svar við óskum stjórnarinnar um að fá að heyra almenningsálitið." Eftir allt það sem á undan var gengið var það nefnilega eitt hið fyrsta verk ný- kjörins formanns valdaflokksins, Maungs Maíings, að skipa nefnd til þess að fara ofaní saumana á viðhorfi alþýðu manna! Að sögn sendiráðsmanna að vestan gengu um 250 þúsund manns um götur hinnar norðlægu Mandalayborgar og nánast jafnmargir gerðu slíkt hið sama í Tavoyborg í suðri. Heimilda- mennirnir segja að í báðum þess- ara borga og víða annars staðar í Burma séu stjórnendur ýmist á bak og burt eða í þann mund að hrökklast frá völdum. Skarð þeirra fylli búddamúnkar! Reuter/-ks. TUÐ STUÐ STUÐ A SPORTBÍL OG SPÍnBÁT ÞJÓDVILJINN - SÍDA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.