Þjóðviljinn - 24.08.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 24.08.1988, Blaðsíða 7
VIÐHORF Það er með eindæmum hvað íslendingar eru reiðubúnir að leggja mikið á sig fyrir þá sem eiga undir högg að sækja. Menn ganga þvert yfir landið fyrir fíkni- efnaneytendur, skokka fyrir íbúa Sólheima, rúlla á hjólaskíðum fyrir íþróttahreyfinguna, og ég veit ekki hvað og hvað. Ég á þó ekki von á því að neinn gangi í hringi í kringum Klepp þangað til deild 11 opnar aftur, því að rriað- ur á ekki að mótmæla heldur vera jákvæður. Við skulum ekki krefjast þjóðfélagslegra aðgerða fyrir jafnrétti og velferð. Þess í stað skulum við sameinast um áheit á góðan málstað, kaupa popplög til baráttu gegn félagslegum vand- amálum, gera átak gegn reyking- um, ofdrykkju, landfoki. Þannig er hugarfarið meðal þjóðarinnar um þessar mundir, og alla síðustu viku helgaði Sjónvarpið útsend- ingar sínar enn einum lið í barátt- unni fyrir málstað lítilmagnans. Þessi vika var réttnefnd Dav- íðsvika. Að vísu var hún aldrei nefnd það á opinberum plöggum, en engum áhorfanda duldist að henni var ætlað að rétta Davíð Oddssyni borgarstjóra kristilega hjálparhönd, eftir að kjósendur hafa orðið uppvísir að því að vera vondir við hann og vilja ekki Ráðhús Davíðs í Tjörnina. Vikan hófst strax á laugardags- kvöld 13. ágúst, en þá útnefndi sjálfur Baldur Hermannsson Da- víð mann vikunnar. í virðulegu umhverfi í Höfða boðaði Davíð þá heimspeki sína að menn verði að þora að stjórna og að betra sé að taka skjótar ákvarðanir en réttar. Af því að sveitavargurinn fær nú líka að horfa á sjónvarpið, taldi Davíð sér skylt að láta þess getið að hann vildi halda landinu utan Reykjavíkur í byggð, já að það væri honum reyndar töluvert hjartans mál. Þetta skildu þaulvanir Höfðaspekingar (sbr. Kremlologar) á þann veg að Da- víð væri þegar farinn að hugsa í Ingólfur, Skúli, Ðavíö Gestur Guðmundsson skrifar stærri stjórnareiningum en Reykjavík. Annars eru menn vikunnar hans Baldurs farnir að minna á framhaldsþætti, sem gætu borið samheitið „Frá annarri hliðinni". Ein serían var með þeim Hannesi Gissurarsyni og Birgi ísleifi, og við bíðum enn eftir lokaþættinum um Hayek sjálfan. Opnunaratr- iði Davíðsviicu var liður í seríu, þar sem meðal annars hafa verið Hrafni Gunnlaugssyni yfirmanni dagskrárgerðar. Hrafn þessi var áður þekktastur fyrir Norðrann Hrafninn flýgur í stíl við Vestra- stælingu Sergio Leones á Austrum Kurosawas, og hann hefur lfka reynt að stæla John Cassavetes í myndinni Okkar á milli. í stórvirkinu Reykjavík, hreinsar Hrafn sig hins vegar af öllum fyrirmyndum. Hann reynir ekki eins og þeir Eisenstein og heldur skjótast í heita lækinn með börnin loksins þegar þeir eiga frí. Það er eiginlega skaði að Rússar skyldu hafa tekið upp Perestrojku, því að annars hefði mynd Hrafns verið ávísun á að gera rússneska stórmynd um Stakhanov, hetju hinnar sósíal- ísku vinnu. Að loknum þessum glæsilegu framhaldsþáttum rann upp há- punktur Davíðsvikunnar í Sjón- „Sjálfur sýndi Davíð ríka tilfinningufyrir sögulegu samhengi íræðu sinni í Viðey, þegar hann rakti hvernig Skúli Magnússonfógeti réðst af'einurð ogfestu ístórframkvœmdirí Kvosinni við Tjörnina, þráttfyrir úrtölur lítilmenna." þættir með arkitektum að um- deildustu byggingaráformum Reykjavíkur, Ráðhúsinu og Veitingahúsinu á Öskjuhlíð. Þriðja serían er um allt fólkið sem ekki þorði undir óhlutdræga smásjá Baldurs Hermannssonar, fólk eins og Jóhönnu Sigurðar- dóttur, Þórhildi Þorleifsdóttur, Pál Pétursson, Lúðvík Jóseps- son, Guðjón B. Ólafsson og Val Arnþórsson. Næsta atriði Davíðsviku var líka úr vinsælli seríu en eins og kunnugt er nýtur Hrafn Gunn- laugsson kvikmyndagerðar- maður mikilla vinsælda hjá Goebbels að klæða áróðurinn í listrænan og fagurfræðilegan búning, heldur fleygir honum hráum framan í áhorfandann. Hann lætur nokkra af bestu leikurum þjóðarinnar lesa vand- ræðalegan texta í blaði, eins og barnaskólakrakka í lesæfingu: „Það er svo gott að hafa flugvöll- inn svona mitt inni í borginni." O. s. frv. Jafnframt vakti athygli hin opinskáa lofrulla Hrafns um láglaunastefnu og húsbygginga- skyldu; meira að segja hinn er- lendi gestur hreifst af vinnusemi og æðruleysi íslensku land- nemanna, sem þurfa ekki að sofa varpinu síðastliðið fimmtudags- kvöld. Ég kveikti því miður of seint á sjónvarpinu til að átta mig strax á tilefninu, en sá þó fljót- lega að það var verið að halda Davíð veglega afmælisveislu, og mér sýndist hún bara vera miklu veglegri en fertugsafmæli Þor- steins fyrr á árinu. í tilefni dags- ins voru rifjaðar upp sögur af þeim höfðingjum, sem helst slaga upp í Davíð í liðlega 1100 ára sögu höfuðborgarinnar. Auðvit- að minntist enginn á smámenni eins og Bjarna Benediktsson, Gunnar Thoroddsen eða Geir Hallgrímsson, heldur var saman- burðurinn sóttur til fortíðar sem er eins blá og Esjan. Strax í upphafi vikunnar fann Baldur Hermannsson fordæmi Davíðs meðal landnámsmanna. í þann tíð þurfti höfðinginn Ingólf- ur ekki að skeyta um vilja þræla fremur en öndvegissúlur hans um ferðir hafstrauma, heldur lágu leiðir allrar þessar þrenningar til Reykjavíkur rétt eins og leiðir fjármagnsins á dögum Davíðs. Sjálfur sýndi Davíð ríka tilfinn- ingu fyrir sögulegu samhengi í ræðu sinni í Viðey, þegar hann rakti hvernig Skúli Magnússon fógeti réðst af einurð og festu í stórframkvæmdir í Kvosinni við Tjörnina, þrátt fyrir úrtölur lítil- menna. Sumum áhorfendum varð nú fremur hugsað til Lúð- víks 14. sem lét sér bágan fjárhag ríkisins í léttu rúmi liggja og reisti sér óbrotgjarnan minnisvarða í Versölum. Alla vega varð það ljóst að Davíð sækir sér fyrir- myndir aftur fyrir tíma borgara- legra lýðræðisbyltinga; þá voru enn tií menn sem þorðu að stjórna og tóku skjótar ákvarðan- ir fremur en að bíða eftir þeirri réttu. Síðar sá Baldur Hermannsson um að ljúka Davíðsviku á jafn smekklegan hátt og hún byrjaði. Enn var leitað sögulegra fyrir- mynda og í þetta sinn ekki svo ýkja langt aftur á bak í sögunni. Aldraður heiðursmaður var feng- inn til að lýsa ást sinni og virðingu á Jósef heitnum Stalín; undir stjórn hans rak hver stórfram- kvæmdin aðra, þótt það yrði stundum að kosta að sumir kom- ust fyrr en ella á æðra tilverustig. Hvor der handles, der spildes, eins og danskurinn segir, og ekki verður annað sagt um Jósef Stalín en að hann hafi þorað að stjórna. Gestur er félagsfræðingur og vinnur við ritstörf. Hann skrifar nú vikulegar greinar í Þjóðvilj- ann. Fordæmið hefur gullvægt gildi Kominn úr sumarleyfi sé ég í gömlum blöðum og nýjum að grein úr D.V. í júlímánuði hefur verið gerð að umtalsefni beint í Þjóðviljanum 20. júlí s.l. og óbeint í D. V. nú síðustu daga. Ég undrast nokkuð viðbrögð í tengslum við greinarkorn þetta og þykir sem ýmsir ágætir með- ferðarmenn hjá S.Á.Á. hafi sett sig og sína umbjóðendur í öllu meiri varnarstöðu en efni stóðu til. Samantekt Þjóðviljans er frá 20. júlí s.l. og varðar meðferð drykkjusjúkra og viðtöl við ágæta lækna þ.a.l. í D.V. er óbeint komið og raunar beint einnig inn á efni greinar minnar í síðasta helgar- blaði í viðtali við meðferðarfull- trúa á Sogni. Ég held því þó umliðið sé að mér beri nokkur skylda til skýr- inga a. m. k. við lesendur Þj óðvilj - ans, þá, er kynnu að hafa barið augum áðurnefnda umfjöllun 20. júlí. Ég trúi því þá einnig, að ýmsar heldur undarlegar fullyrðingar í helgarblaði D.V. fái þá á sig nokkuð annað ljós, án þess ég fari nánar að sinni út í þá sálma. Mér er nefnilega ekki sama um það, ef menn fá þá kolröngu hug- mynd af öllu þessu, að ég sé ein- hver andstæðingur S.Á.Á. eða að ég tali nú ekki um, andsnúinn og hafi andúð á drykkjusjúkum. Og ég verð að biðja lesendur að fyrirgefa seinlæti mitt til svara og skýringa. Fyrst vil ég nú þakka blaða- manni umfjöllun um mikið vandamál og ágætar upplýsingar, sem hann framreiðir þar þ.e. í Þjóðviljanum 20. júlí. En ákveð- in orð m.a. í svari Þórarins Tyrf- ingssonar formanns S.Á.Á. valda því þó, að ég hlýt að árétta HelgÍ Seljdn skHfdr enn einu sinni afstöðu mína og áfengisneyzlu. Ég hefi farið hörð- leiðrétta í leiðinni það, sem litið gæti út sem einhver sérstök andúð mín eða fyrirlitning á alkó- hólistum. Þá er fyrst til að taka að greina frá tilefninu, því sá veldur mestu sem upphafinu veldur, og með vissum hætti var það gert af mér, og það fer ekkert á milli mála fyrir þann sem les pistil minn í D.V. þó þar flytji ég að lang- mestu leyti annars orð, ályktanir og spurningar. Kjallarinn í D.V. hét: Kunn- ingjaboðum komið til vegar og þau boð, þær spurnir voru uppi- staða greinarkornsins. Ég mildaði mjög víða orðafar og fullyrðingar allar, en þó munu ályktunarorð blaðamanns Þjóð- viíjans um harðorða grein mína máske rétt í ljósi þess, hversu þessi mál eru mikil feimnismál eða þá afhjúpuð í sérfræðisrósa- mál þeirra, sem þar við fást. Og við það skal staðið, að alveg eins og sífellt er verið að sveipa áfengið og áfengisneyzlu ein- hverjum dýrðarhjúp, þá gætir þess hins sama nokkuð um með- ferðina, tilhneiging til upphafn- ingar er þar á ferð og þarf ekki frekar þar um að ræða. Hitt er hins vegar alvarlegur misskilningur, þegar sagt er af jafnmiklum afbragðsmanni og Þórarni að „margir séu reiðir út í alkóhólistana" og það með eins og beinni tilvísun í greinarkorn mitt. Þessu hlýt ég að mótmæla, ef það er svo, að Þórarinn heldur þessu fram um mínar skoðanir. Ég hefi nefnilega aldrei, hvorki í ræðu né riti látið í ljós hina minnstu andúð í garð þeirra, sem um sárt eiga að binda af völdum um orðum um hófdrykkjumenn, sem halda sig geta talað fyrir heildina, vínmenningarpostu- lana, sem setja geislabauginn á Bakkus, (og deyja svo máske í næstu andrá) en aldrei um þá, sem við vandann kljást á hvern hátt sem er. Þó hefi ég rætt og ritað ótrúlega mikið um þennan málaflokk og ég held, að hvar- minn talaði um miskunn alkóhól- ista, þeirra, sem státað gætu af meðferð og flögguðu vottorðum upp á það og hinna, sem af eigin rammleik hefðu náð valdi á vand- amáli sínu. Ég fullyrti ekki í greininni, að þessi mismunun, sem vini mínum var rík í huga, væri slík sem hann sagði, en ég greindi frá litlu atviki frá eigin reynslu, sem gæti bent í þessa átt einnig. „Viðþað skalstaðið, að alveg eins og sífellt er verið að sveipa áfengið og áfengisneyzlu ein- hverjum dýrðarhjúp, þá gœtirþess hins sama nokkuð um meðferðina." vetna á vettvangi hafi ég lagt þeim málstað lið, sem heldur uppi andófi m.a. með lækning- um, með meðferð. En ég vil heldur ekki, að menn finni þar einhverja töfraformúlu, einhverja upphafna allsherjarbót allra meina, ekki heldur eitthvað, sem menn geta skýlt sér bak við sbr. orð, sem ég hefi of oft heyrt: Ég fer þá bara aftur í meðferð. Ég sem bindindismaður treysti mér ekki til að segja: Allir eins og ég og ekkert mál, eins og strákur- inn sagði af öðru tilefni. Þó for- dæmisgildið sé gullvægt í mínum huga, þá flýgur það ekki að mér eitt andartak, að það sé um leið algilt. En tilefni orða Þórarins mun máske það, hversu mjög vinur Það er því álíka fáránlegt að segja, að ég sé reiður út í alkóhól- ista, sem farið hafa í meðferð eins og að fullyrða, að Þórarni Tyrf- ingssyni sé í nöp við þá alkóhó- lista, sem ekki hafa farið í með- ferð og fundið sér leið til bjargar. Ég held líka, að við hljótum öll að vera sammála um, að í þessu sem öðru eigi allir að sitja við sama borð. Varðandi spurninguna um endurinnlagnir þá er henni svar- að afbragðsvel af Jóhannesi Bergsveinssyni, eins og hans var von og vísa og það kom bærilega í ljós að kunningi minn spurði ekki að ástæðulausu. Endurinnlagnir eru ekkert til að hneykslast á, ekkert til að furða sig á, það þarf bara einfald- lega að hafa þær inni í myndinni m.a. vegna þess að stundum er talað um meðferð í eintölu og allt lagt út af því - og þá er stutt yfir í kenninguna um „patenf'lausn- ina. Ég hefi hins vegar ævinlega talið á því mikla og bráðbrýna nauðsyn, að allir legðust á eitt um lausn þessa mikla vanda, bind- indismenn sem meðferðaraðilar og allt áhugafólk um úrlausn áf- engisvoðans. Þetta gerðist t.d. nú í barátt- unni um bjórinn, þó hún tapaðist af þeirri einföldu ástæðu, að meirihluti þingheims reyndist algerlega bólusettur gegn öllum rökum og staðreyndum. Ég ætla hins vegar að vona að kunningjaboðin, sem ég kom til skila, hafi ekki valdið því, að menn þykist þurfa að setja sig í einhverja sérstaka varnarstöðu. Ég sagði í grein minni, að sjálf- ur væri ég þess fullviss að þeir sem við lækningu og meðferð fást óskuðu þess heitast að þurfa ekki að sjá skjólstæðinga sína aftur í meðferð. Það var í raun mergur málsins í minni grein. Við það hygg ég, að t.d. þeir S.Á.Á.- menn megi vel við una, ásamt ót- öldum viðurkenningarorðum um allt þeirra starf, sem ég hefi látið falla m.a. á Alþingi og í fjölmiðl- um. En áfram bæti ég því við og það skulu vera mín lokaorð: Við eigum þá frumskyldu æðsta í á- fengismálum að reyna að komast fyrir rætur vandans, huga að or- sökunum fyrst og síðast, þó við neyðumst einnig til að taka á af- leiðingunum. Þar hefur fordæmið enn sitt gullvæga gildi. Helgi er f ramkvæmdastjóri Ör- yrkjabandaiagsins. Miðvikudagur 24. ágúst 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.